Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Page 18
18
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987.
Evrópusýn_____________________________________________________dv
Hvað segja starfsmennirnir?
- en vinnur þó tæpast
Frá Kristjáni Bemburg, DV, Belgíu:
Blaðamaður ræddi við ýmsa
starfsmenn Eurovisionkeppninnar
í Brussel, hljómsveitarmeðlimi,
sviðsmenn og stjórnendur, og
spurði þá álits á lögunum. Blaða-
maðurinn gat þess ekki hvaðan
hann væri og því ættu svörin að
vera hlutlæg, allavega ekki óeðli-
lega hliðholl íslendingum.
Vanl Oock hljóðmeistari
ber ábyrgð á hljómflutningi
frá Eurovision í Brussel:
íslenska lagið
meðal þeirra
bestu
„Ég skal segja þér hverjir mér
fundust verstir, það er auðveldara.
Ég nefni þar Frakka, Svisslendinga
og Dani. Svo get ég einnig sagt
hverjir eru með bestu lögin að minu
mati. Sænska lagið, írska lagið og
það íslenska eru best og fast á eftir
þeim koma ítalska og júgóslav-
neska lagið. Þetta eru góð lög.
ísraelar eru svo með skemmtilegt
lag og káta og broslega flytjendur.“
Patrik Dant, einn af
myndatökumönnunum:
Ég kýs ísland
„Ég kýs Island. Ég veit ekki hvers
vegna. Stúlkan er mjög falleg og
lagið er frábært. Þó ég skilji ekki
textann flytur söngkonan lagið svo
vel að tungumálið skiptir ekki
máli.“
Burton Jacqes, dagskrár-
gerðarmaður:
Litla lagið frá
íslandi í 1.
sæti
„Ég veit ekki hvort ég má segja
álit mitt en þó ætla ég að gera það.
Mér finnst íslenska lagið vera með
þeim albestu. Laglínan er falleg og
söngkonan flytur það afar vel. Það
er eitthvað að gerast þegar hún
syngur, maður finnur það. Ég skil
ekki orðin en flutningurinn er eðli-
legur og samkvæmur sjálfum sér.
Mér fannst íslenska lagið strax
gott. Önnur lög, sem mér finnast
góð, eru norska lagið, ítalska lagið
og það írska. Síðan er belgíska lag-
ið gott og einnig lagið frá Kýpur.
írska lagið er dálítið bandarískt og
Johnny Logan flytur það frábær-
lega. En litla lagið frá Islandi er í
fyrsta sæti hjá mér.“
Koen Verstraten, belgískur
blaðamaður sem fylgst hefur
með öllum undirbúningi
söngvakeppninnar:
írska lagið
sigrar
„Það segja flestir að írska lagið
sigri. Söngvarinn er þaulvanur og
þekktur. En fólk hikar. Það er
nefnilega öruggt að ítalska lagið
fylgir fast á eftir. En ef ég mætti
ráða setti ég íslenska lagið í fyrsta
sæti. Mér finnst ekki aðeins söng-
konan fallegust heldur einnig
laglínan. Þetta er viðkvæmt lag en
það eru tvö atriði sem vinna gegn
því. í fyrsta lagi er það flutt of
snemma í keppninni, Islendingar
eru fjórðu í röðinni, og reynslan
sýnir að dómendur vilja gleyma
fyrstu lögunum. I öðru lagi er það
tungumálið. Það eru ekki nema
íslendingar sem skilja textann. En
fyrir mig er Hægt og hljótt besta
lagið.“
Jo Carlier, stjórnandi
hljómsveitarinnar:
Minnir mig á
myndir frá ís-
landi
„Ég hef séð mikið frá íslandi á síð-
ustu árum, myndir af köldum
vetrum, spúandi hverum og mikilli
náttúrufegurð. Þegar ég heyrði ís-
lenska lagið fyrst sá ég allar þessar
myndir fyrir mér.“
Tónlistargagnrýnandi holl-
enska útvarpsins, NCV:
Islenska lagið
of gott
- og það ít-
alska sigrar
„Þegar ég heyrði íslenska lagið
fyrst varð ég hrifinn. Það hafa
komið svipuð lög í Eurovision áð-
ur, róleg, en ekki eins góð. Ég held
að lagið sé of gott til þess að vinna.
Italska framlagið er lagið sem
vinnur. Það fellur vel að hinum
almenna hlustanda. Það er meiri
sveifla í því.“
Því er við að bæta að hollenska
útvarpið var með hálftíma viðtal
við Höllu Margréti í dagskrá sinni
í gær.
Luc Appermont, þulur hjá
PRT, sjónvarpsstöð
flæmskumælandi Belga.
Luc verður jafnframt þulur
sjónvarpsins í sjálfri Euro-
visionkeppninni:
Hringdi eng-
um bjöllum
„Mér finnst sænska lagið mjög
gott, þýska lagið gott og Belgar
verða í einu af fimm efstu sætunum.
Þegar ég sá myndbandsupptökuna
af íslenska laginu fy rst þá sagði það
mér ekkert, hringdi engum bjöll-
um. En mér finnst það vinna á og
ég spái að það lendi í 10.-14. sæti.“
-ATA
Josep Passen, fyrsti saxó-
fónleikari:
Minnir á
marglit fiðrildi
„Hjá mér kemst ekkert annað að
en íslenska lagið. Ég sé fyrir mér
marglit fiðrildi, fljúgandi úti í
náttúrunni. Þetta er stórkostlegt
lag. Ég er ekki mikið fyrir „bang-
bang tónlist". Náttúrlega er
almenningsálitið ekki samhljóða
þessu. Þú getur spurt hvern sem er
í hljómsveitinni, það eru allir hrifn-
astir af íslenska laginu. Meira að
segja hljómsveitarstjórinn álítur
íslenska lagið best en að sjálfsögðu
er lagið frá Kýpur í fyrsta sæti hjá
honum þar sem hann stjórnar
flutningi þess. Stjórnandinn sagði
strax á fyrstu æfingunni með ís-
lenska lagið: „Þetta er fallegt lag
- maður getur andað því að sér.“
Albert Steguel, konsert-
meistari Eurovisionhljóm-
sveitarinnar:
„Ég sé fyrir
mér græn
tún og spú-
andi hveri
„Ég tala aðeins sem konsertmeist-
ari og mín skoðun er ekki endilega
skoðun almennings. Mér finnst ís-
lenska lagið vera best og ég skal
skýra það aðeins. Almenningur
heyrir aðeins lagið en ég sé það
fyrir mér: fjöll, ár, sól í dölum og
spúandi hveri. Ég hugsa um græn
tún og íslenska náttúru."
Þegar konsertmeistarinn frétti að
blaðamaðurinn var íslenskur
missti hann andlitið og fór síðan
að skellihlæja að þeirri skemmti-
legu tilviljun að hann hefði verið
að útlista íslenska náttúru fyrir
íslendingi.
Johnny Logan, fulltrúi
íra í Eurovision:
„Ég opna
fyrir öllum
I fyrsta skipii tekur fyrrverandi vinningshafi
aftur þátt í Eurovisionkeppninni. Árið 1980
féllu allir fyrir „What’s another year“ en nú
syngur Logan „Hold me now“ og nú falla
aftur allar starfsstúlkur keppninnar hér í
Brussel fyrir írska kappanum. Hann kemur
hér fram í leðurjakka og minnir meira á kú-
reka en söngvara.
Ungu stúlkunum þykir mörgum miður að
hann er aftur kominn til konunnar sinnar og
tveggja barna í írlandi en texti lagsins, sem
hann syngur, fjallar einmitt um vandamálið:
Að skilja við einhvern sem þú elskar.
„Ég hef það á tilfinningunni að ég sé að
opna hjartað fyrir öllum heiminum," segir
Johnny Logan. „í fyrstu samdi ég þetta lag
ekki fyrir Eurovision heldur eingöngu fyrir
sjálfan mig. Lagið varð til þegar ég og vinur
minn höfðum tæmt saman eina viskíflösku.
Þegar við höfðum drukkið tvær í viðbót á-
kvað ég að gefa lagið út. Það var eiginlega
óvart að við komum með lagið hingað til
Brussel.
hjarta mitt
heiminum"
Núna er ég mun taugaóstyrkari en árið
1980 og sú staðreynd að ég gæti orðið fyrsti
söngvarinn, sem vinnur söngvakeppnina
tvisvar, gerir mig enn taugaóstyrkari.
Ég mun ekki gera sömu vitleysurnar og ég
gerði 1980. Ég samdi sjálfur þetta lag og hef
þar af leiðandi meiri tilfinningar gagnvart
því.“
Jöhnny Logan var þá spurður hvaða vitleys-
ur hann hefði gert 1980.
„Það má segja að ég hafi látið aðra ráða
ferðinni og taka ákvarðanir fyrir mig. Til
dæmis hefði ég átt að koma meira fram á
sviði. Þegar ég gat svo ekki komið með annað
gott lag gekk ekkert lengur. Ég fór frá kon-
unni minni og írlandi, var í tvö ár í Englandi
og gekk ekkert. Síðan var ég í eitt og hálft ár
í Tyrklandi í algeru tilgangsleysi. Þar gerði
ég plötu og var henni hafnað og ég rekinn frá
CBS-plötufyrirtækinu. Nú er platan reyndar
komin á dagskrá aftur og CBS bauð mér nýj-
an samning sem ég tók. En núna er ég minn
eigin herra." -ATA
Valgeir og Halla Margrét voru harla ánægð á svipinn þegar þau tóku á móti silfurkas-
settunni en þau verðlaun hlutu þau vegna þess að plata með laginu Hægt og hljótt og
fleiri lögum úr Eurovisionkeppninni hefur selst í yfir 150.000 eintökum.