Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Síða 19
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987. 19 Evrópusýn Misjafn áhugi Frá Kristjáni Bemburg, DV, Belgiu: Áhugi þjóða á Eurovisionkeppninni er misjafn. Pólverjar sendu fjórtán blaða- og fréttamenn til Brussel. Finnar, Frakkar og Irar tólf, Portúgalir og Svisslendingar sendu níu, Jógóslavar, Tyrkir, Englendingar, Spán- verjar, Islendingar og Kýpurbúar sendu þrjá til fjóra, Austurríkismenn og Grikkir sendu aðeins einn hvor þjóð. Belgarnir eru svo með sína 243 blaðamenn sem eru á fullu allan daginn. Ljósmyndarar í vanda Frá Kristjáni Bemburg, DV, Belgiu: Frönskumælandi sjónvarpsstöðin RTBS er búin að koma ljósmyndurunum, sem starfa ýið Eurovisionkeppnina, í mikinn vanda. Það verða aðeins fáir útvaldir ljósmyndarar sem fá að taka myndir af vinningshöfunum og hefur sjónvarpsstöðin keypt einkarétt á þeim myndum. Stöðin fær svo myndirnar og ætlar sér að selja þær dýrt. Halla Margrét skoðar píramidann eftirsótta, verðlaunagrip Eurovisionkeppninnar. KjóHinn hennar Höllu Frá Kristjáni Bembuxg, DV, Belgíu: Kjóllinn, sem Halla Margrét mun kom fram í í kvöld, er fjólublár. Hann er úr léttu rú- skinni. A hægri hendi verður hún með stórt gullarmband, afar fallegt, og minnir það á kórónu. Halla mun halda á hljóðnemanum í hægri hendi. Kjóllinn er fallegur og fer henni mjög vel, eins og reyndar flest annað. Enginn svefnfriður Fiá Kristjáni Bembuig, DV, Belgíu: Hjálmar Ragnarsson, sem stjórna mun hljómsveitinni í Brussel þegar íslenska lagið verður leikið, hrökk upp við mikinn hávaða á fimmtudagsmorgun. Það var verið að bora í næsta herbergi og því úti um allan svefn- frið. Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir reyndist óvinnandi vegur að stöðva borunina. Það varð ekki fyrr en eftir mikinn hama- gang og læti að Hjálmar fékk inni í herbergi í annarri álmu hótelsins. En eins og áður hefur verið skýrt frá varð eldsvoði í þessu hóteli fyrir tveimur vikum og 34 herbergi eyðilögðust algerlega. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, við hljómborðið. Hún mun þó ekki leika á hljómborðið sjálf heldur aðeins sjá um bakrödd. Ekkert slor Frá Kristjáni Bemburg, DV, Belgíu: Hinn þekkti sjónvarpsmaður. Terrv Wogan hjá BBC. lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Ekkert minna en svítan á Roval Windsor dugar þessum kunna sjónvarpsmanni. Verðið fvrir eina nótt á þessu ágæta hóteli er 14.500 krónur án morgunmatar. Ekkert slor það! Sjónvarpsvélarnar svífa um salinn Frá Kristjáni Bemburg, DV, Belgíu: Sjónvarpsáhorfendur. sem fylgjast munu með Eurovisionkeppninni. eru taldir verða um hálfur milljarður. Þeir munu sjá að sión- varpsvélin svífur um salinn. Þarna verður notaður sérstakur armur og þarf sjö menn til að stjórna honum. Ahorfendur svífa því með sjónvarpsvélinni vfir sviðið og eiga myndgæð- in að vera í fyrsta flokki. Islenska útsendingin fer í gegnum gervi- hnött sem heitir Intelsat og fá ísraelar einnig sendingu sína frá þessum sama hnetti. Hugleiðingar um söngvakeppnina Persónulegur sigur fyrir Valgeir og Höllu Margréti Fiá Kristjáni Bemburg, DV, Belgíu: Óneitanlega hefur ísland komist mikið í heimspressuna að undan- förnu. Auðséð er að við stöndum öðrum þjóðum langt að baki hvað varðar stuðning við okkar lista- menn. En það eru ekki aðeins aðstandendur íslenska hluta keppninnar sem þyrftu að vaxa með keppninni og læra af henni heldur einnig forráðamenn sjón- varpsstöðvarinnar sem sér um keppnina, stöð flæmskumælandi Belga. Það hefur gengið illa að skipu- leggja keppnina og verið erfitt fvrir fréttamenn að fá fréttir. Fjarlægðir eru miklar og lítið gert til að að- stoða fréttamenn. Belgar hafa lagt helmingi meira fé i söngvakeppnina en Norðmenn í fyrra, eða 240 milljónir. Þegar til- lit er tekið til þess að salurinn verður rifínn niður eftir þessa þriggja tíma sýningu þykir mörg- um þetta grátleg sóun á fjármun-' um. Eftir nokkrar vikur verður leikinn tennis og stuttu seinna fer fram hestakeppni í þeim sal sem í kvöld hýsir skrautkeppnina Euro- Eftir að hafa fvlgst með undir- búningi söngvakeppninnar meira og minna í tvær vikur finnst mér það mikill persónulegur sigur fyrir Valgeir Guðjónsson og Höllu Margréti að nánast allir hljóm- sveitarmeðlimirnir eru hrifnastir af íslenska laginu. OPIÐ TIL KL. 41DAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.