Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Qupperneq 20
20
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987.
Skák
Sveit Taflfélags Reykjavíkur
mætir rúmensku meisturunum
Beljavsky, Tal, Romanishin, Dorf-
man, Kuzmin og Tseskovsky allir í
sömu skáksveitinni! Hver gæti trúað
því að þessum þekktu stórmeisturum
tækist ekki að vinna skák þótt hver
þeirra fengi tvær tilraunir? Það
gerðist þó í desembermánuði sl. er
sveitin mætti ofjarli sínum í úrslita-
tafli Evrópukeppni skákfélaga. Nöfn
mótherjanna hljóma ekki síður
kunnuglega í eyrum: Karpov, Jusu-
pov, Tukmakov, Lputjan, Malanjuk
og Vladimirov - allir í skáksveit
Moskvudeildar hersins. Þeim tókst
að leggja íyrmefnda skákkappa að
velli með 8 Vi v. gegn aðeins 3 Vi v.
með tvöfaldri 6 borða umferð.
Um næstu mánaðamót hefst Evr-
ópukeppni skákfélaga á nýjan leik
og nú verður sveit Taflfélags Reykja-
víkur í fyrsta skipti meðal þátttak-
enda. Sveit Búnaðarbanka íslands
reið á vaðið síðast, fyrst íslenskra
sveita til þess að taka þátt í keppn-
inni. En lengra en í 1. umferð komst
sveitin ekki þvi að Barcelónabúar
reyndust harðskeyttari á heimavell-
inum. Þá treystu forráðamenn
Taflfélags Reykjavíkur sér ekki til
þess að taka þátt vegna mikilla fjár-
útláta en nú hafa þeir látið undan
eindregnum óskum skákmanna sem
vilja helst gera TR að Evrópumeist-
ara hvað sem það kostar!
Sveit TR mætir rúmensku meistur-
unum, Politehknika Bukaresti, í 1.
umferð. Teflt verður í Búkarest 29.
og 30. þessa mánaðar. Rúmenska
sveitin er skipuð sterkum skák-
mönnum en tveir snjöllustu og um
leið ófyrirleitnustu skákmenn Rúm-
ena eru þó fjárri góðu gamni -
stórmeistararnir Gheorghiu og
Suba. Á 1. borði teflir Ghinda, síðan
Stoica - mestu harðjaxlar rúmenska
liðsins á síðustu ólympíumótum -
Ghitescu er á þriðja borði (kunnur
íslenskur skákmeistari uppnefnir
hann gjaman og kallar „Skítaskó",
þó án sýnilegrar ástæðu), á 4. borði
teflir ungur og upprennandi skák-
ari, Marin að nafni, sem skaut gömlu
biýnunum ref fyrir rass á svæðis-
móti Austur-Evrópu fyrir skömmu
og komst áfram á millisvæðamót,
Berechet teflir á 5. borði og Dum-
itrache á 6. borði.
Þessi sveit verður áreiðanlega erf-
ið heim að sækja enda em Rúmenar
kunnir fyrir útsjónarsemi sína í slík-
um keppnum, þó kannski einkum
þeir félagar Suba og Gheorghiu sem
svífast einskis og beita öllum tiltæk-
um brögðum. Sveit TR er sterkari á
pappímum og sigurlíkumar ættu að
vera meiri. Aðalsveitin er skipuð
öllum sterkustu skákmönnum ís-
lands og líkur em á því að allir eigi
heimangengt keppnisdagana. Þeir
em: Helgi Olafsson, Jóhann Hjartar-
son, Margeir Pétursson, Jón L.
Ámason, Guðmundur Sigurjónsson
og Friðrik Ólafeson, sem allir em
stórmeistarar, og varamaður er Karl
Þorsteins, alþjóðlegur meistari.
Tuttugu og fjórar sveitir taka þátt í
keppninni að þessu sinni: sovésku
sveitimar tvær, sem nefndar vom
hér að framan, Taflfélag Reykjavík-
ur og að auki sveitir frá Svíþjóð,
Noregi, Englandi, Wales, Skotlandi,
Hollandi, Belgíu, V-Þýskalandi,
Sviss, Ítalíu, Spáni, Júgóslavíu, Póll-
andi, Búlgaríu, Ungverjalandi og
ísrael, að ógleymdum Rúmenum.
Skákir frá Brussel
Víkjum þá sögunni að stórmótdnu
í Brussel þar sem heimsmeistarinn
Kasparov og Júgóslavinn Ljubojevic
deildu efeta sætinu eins og skýrt var
frá í skákþætti DV á fimmtudag í
liðinni viku. Ljubojevic tefldi eins
og herforingi á mótinu og útlit var
■ fi,TÍr að hann yrði einn efstur. í loka-
Fyrsta umferð Evrópukeppni skákfélaga að hefjast
skákinni gerði hann örstutt jafntefli
við Karpov en Kasparov, sem átti
hálfum vinningi minna, tókst aftur
á móti að vinna Tal.
Nokkrir tortryggnir skákunnend-
ur höfðu á orði að nú hefði Tal tapað
viljandi fyrir landa sínum svo Sovét-
menn fengju hlutdeild í efsta sætinu.
Það er a.m.k. freistandi að álykta
sem svo er litið er á skák þeirra.
Langt er síðan Tal hefur fengið slíka
útreið við skákborðið - eftir tuttugu
leiki átti hann gjörtapaða stöðu.
Hitt er svo annað mál að þetta var
ekkert einsdæmi á mótinu. Kasparov
teflir byijanaleikina iðulega af hví-
líkum krafti að mótheijar hans eiga
í stökustu vandræðum allt frá fyrsta
leik. Sjáið sjálf hvemig fór fyrir Tal:
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Mikhail Tal
Nimzo-indversk vöm.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0
5. Bd3 d5 6. cxd5 exd5 7. Re2
Nú er í tísku að setja riddarann á
þennan reit í stað f3 þar sem hann
stendur í vegi fyrir f-peðinu. I fram-
12. f3 Bh5 13. Rf4 Bg6 14. Rxg6 fxg6!,
með prýðilegu tafli, eða 12. Bg5 Dd6
13. Dbl sem stungið er upp á í móts-
blaðinu en strandar á 13. - Bxe2 14.
Bxe2 Re4 o.s.frv.
12. Dc2 Bd7?!
Og nú er 12. - h6 betra.
13. Bg5 Rg6 14. f4! h6 15. Bxf6 DxfB
16. f5 Re7 17. Rg3 Rc8
Það er makalaust hvað Tal er
Skák
Jón L. Árnason
kominn í óskemmtilega aðstöðu.
Hvítur hótaði 18. Rh5 Dg5 19. Rxg7!
ásamt gaffli með f-peðinu.
18. Hf4 Rd6 19. Df2! Hfe8
Kannski var eina vonin fólgin í
því að pakka í vöm með 19. - Re8
20. Rh5 Dd6 21. Dg3 Kh8 22. Hel
Hg8 en slíkt er ekki í anda Tals.
c4 Dxa3 28. Rf5 Df8 29. He3 Bd7 30.
Hg3 Bxf5 31. Dxf5 +
- og Tal lagði niður vopn.
Hinn sigurvegari mótsins,
Ljubojevic, átti sitt besta mót í lang-
an tíma, eins og íslenskir skák-
unnendur ættu að vita. í Brussel
vann Ljubojevic 24 Eló-stig með tafl-
mennsku sinni og endurheimti þar
með aftur hluta af tapi síðustu mán-
aða. Lítum á skák hans við Larsen.
Ljubojevic jafhar taflið með svörtu
mönnunum og nær svo frumkvæð-
inu er Larsen missir af tækifæri til
þess að grugga taflið með skipta-
munsfóm i 23. leik (23. Hxe7!? Dxe7
24. Rxd5 De6 25. c4 o.s.frv.). Drottn-
ingarriddari Larsens verður vand-
ræðagripur á heimareitnum og á
endanum fellur hann fyrir borð.
Heilsteypt skák af Ljubojevics hálfu
en Larsen tefldi oft betur á þessu
móti.
Hvítt: Bent Larsen
Svart: Ljubomir Ljubojevic
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2
Hvítur er lentur í harla óskemmti-
legri aðstöðu. Drottningarriddarinn
á sér ekki undankomu auðið. Ef nú
32. Hfl þá 32. - Da2! og hvítur er
bundinn í báða skó.
32. Hdl g4!
Einfaldast en 32. - a5 33. Kfl. a4
34. Kel a3 35. Rd2 Dxdl + ! 36. Kxdl
a2 37. Da6 Hbl+ hefði einnig leitt
til vinnings.
33. Kfl h5 34. Kel Bh6 35. Rd2 Hxd2!
- og Larsen gafst upp.
Kortsnoj vann Karpov tvöfalt!
Að loknu mótinu í Bmssel var
haldið ægisterkt hraðskákmót sem
nefiit var 1. óopinbera heimsmeist-
aramótið í hraðskák. Skipti engum
togum að Gam' Kasparov varð lang-
efstur, hlaut 17 v. af 22 mögulegum.
I 2. sæti varð Timman með 15 v.,
síðan komu Karpov og Ljubojevic
með 12 Zi v., þá Hubner með 12 v.,
Kortsnoj og Short fengu 11 v., Tal
fékk 10 Vi v., Larsen og Sosonko 8
v., Van der Wiel 7 Vi v. og Torre
varð neðstur með 7 v.
Innbyrðis viðureign Karpovs og
Ljubomir Ljubojevic.
haldinu leikur hvítur oft Í2-Í3 og
síðan annaðhvort e3-e4 og reynir
að ná yfirráðum á miðborðinu eða
g2-g4 með sókn á væng. Timos-
henko, einn aðstoðarmanna Ka-
sparovs, mátaði höfund þessara lína
eftir svipuðum nótum á alþjóðamót-
inu í Helsinki í fyrra (lék Re2 í 6.
leik) og upplýsti að þessi leikmáti
hefði lengi verið í vopnabúri heims-
meistarans.
7. - c5 8. 6-0 Rc6 9. a3 cxd4 10. exd4
Bxc3
Þennan má gagnrýna með hliðsjón
af framvindu mála. Eftir 10. - Bd6
11. Khl Rg4! jafnaði Smyslov taflið
gegn Gligoric á millisvæðamótinu á
Mallorca 1970 en t.d. 11. f3 er hugs-
anleg endurbót með að því er virðist
liðlegri stöðu á hvítt.
11. bxc3 Re7?
Hann fær vitaskuld ekki tækifæri
til þess að „stinga upp í“ hvítreita-
biskupinn með 12. - Bf5. Hér kemur
11. - Bg4!? sterklega til greina, t.d.
abc^defgh
20. Rh5 Dd8
Svarið við 20. - Dg5 yrði 21. h4!
Dxh5 22. g4 og drottningin er fönguð.
21. Rxg7!
Með vinningsstöðu. Lakara var
hins vegar 21. Hg4 g5! eða 21. Dg3
Dg5 með björgunarvon. Nú er 21. -
Kxg7 svarað með 22. f6+ Kf8 23.
Dh4 og mátar.
21. - Re4 22. Bxe4 Hxe4 23. 06 Kh7 24.
Hxe4 dxe4 25. Df4 Bc6 26. Hel Dffi 27.
Bg7 5. d3 e6 6. Rge2 Rge7 7. 0-0 0-0
8. Bg5 h6 9. Be3 Rd4 10. Dd2 Kh7 11.
Bxd4 cxd4 12. Rb5 Db6 13. a4 a6 14.
Ra3 d5 15. exd5 exd5 16. Rf4 Be6 17.
a5 Dd6 18. c4 dxc3 frhl. 19. bxc3 Dc7
20. Rbl Had8 21. d4 Bf5 22. Hel g5 23.
Rd3 Rc6 24. Rc5 Rxa5 25. Hxa5 Dxa5
26. Rxb7.Dal! 27. Rxd8 Hxd8 28. Bfl
Hb8 29. Bd3 Bg6 30. Bxg6? fxg6 31.
Dd3 Hb2!
abcdefgh
Kasparovs lauk 1 Vi - Vi Kasparov
í vil. Kasparov tapaði tveim skákum
á mötinu, gegn Short og Ljubojevic.
Athygli vakti að Viktor „grimmi“
Kortsnoj náði fram hefndum á
Karpov, eftir að hafa snert rangan
mann í skák þeirra á stórmótinu og
tapað. Kortsnoj vann báðar hrað-
skákimar af Karpov.
Mótið vakti mikla lukku meðal
áhorfenda því að með nýrri tækni
var leikjum skákanna varpað sam-
stundis yfir á sýningartöfl. Áhorf-
endur áttu því hægt með að fylgjast
með handapatinu í lok skákanna og
spennan var mikil í síðustu umferð-
unum, enda verðlaun þau hæstu sem
verið hafa á hraðskákmóti. Fyrir sig-
urinn hlaut Kasparov 6 þúsund
Bandaríkjadali eða tæpar 240 þús-
undir íslenskra króna. Ætlunin er
að þetta hraðskákmót verði árlegur
viðþurður.
-JhA