Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Qupperneq 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá i síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstlórn ~ Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sínni 27022 LAUGARDAGUR 9. MAI 1987. Missti af 2 milljón kióna Lottóvinningi Rúmlega sjötug kona varð um * tveimur milljónum króna fátækari um næstsíðustu helgi er hún missti af Lottóvinningi vegna mistaka af- greiðslustúlku í búðinni sem hún keypti miðann í. Er hún keypti miðann bað hún um að hann yrði stimplaður þrjár vikur fram í tímann. Er hún komst svo að því að hún hafði verið með 5 tölur réttar og hugðist sækja vinninginn kom í ljós að miðinn hefði ekki ve- rið stimplaður eins og hún bað um og missti hún því af vinningnum. „Þetta var bölvað klandur og er ég ætlaði að ræða þetta mál við af- greiðslustúlkuna vildi hún ekkert við mig tala, var bara leiðinleg." sagði konan í samtali við DV en hún ' vill ekki láta nafns síns getið. Hún sagðist ekki hafa haft sam- band við forráðamenn Lottósins enda .taldi hún það til lítils i'ir því sem komið væri en eitt er víst, hún mun ekki kaupa Lottómiða í við- komandi búð aftur. -FRI Þorskafli svipaður og ífyrra Fiskifélag íslands hefur sent frá sér aflatölur fyrir fjóra fyrstu mánuði þessa árs og þar kemur i ljós að þorskaflinn er mjög svipaður nú og á sama tíma í fyrra. Þorskaflinn hjá öllum veiðiskipum var orðinn 156.367 lestir 30. apríl. Á sama tíma í fyrra var hann 160.350 lestir. Heildaraflinn var 30. apríl 752.943 lestir en var í fyrra 617.043 lestir. I þessu sambandi munar mestu að loðnuaflinn í vetur var 492.122 lestir en í fyrra 345.222 lestir. ; Þótt menn hafi kvartað víða um lítinn afla á vetrarvertiðinni í vetur kemur í ljós að víðast hvar er aflinn svipaður og í fyrra, þó nokkur hundruð tonnum minni á verstöðv- unum sunnanlands. Annars staðar má segja að aflinn sé mjög svipaður. -S.dór LOKI Skyldi Halla á Valgeir? Coldwater Seafood í Bandankjunum: Alvariegur skortur er nú á þorskflökum - birgðastaðan í Bandaríkjunum hefur aldrei verið jafnslæm og núna „Því miður er málið orðið alvar- legt Birgðastaða okkar hvað viðvík- ur þorskflökum hefur aldrei í sögu fyrirtækisins verið jafhslæm og núna. Við urðum að taka upp skömmtun til viðskiptavina okkar síðari hluta árs í fyrra og okkur hefur ekki tekist að aflétta henni enn,“ sagði Magnús Gústafeson, for- sfjóri Coldwater Seafood, dótturfyr- irtækis Sölumíðstöðvarinnar í Bandaríkjunum, í samtali við DV í gær Magnús sagði augljóst fyrst þorsk- veiðin í vetur væri svipuð og 1 fyrra, að gámaútflutningurinn ætti hér stærstan þátt í. Hann sagði menn lifa í voninni um að þorskveiðin í júní yrði góð, en oft hefði mikið skil- að sér af þorskflökum til Coldwater eftir veiðamar í júnímáuði. „Vissulega er þessi þrönga birgða- staða hættuleg. Markaðurinn er settur í hættu með því að við verðum að halda uppi skömmtun. Nú streyma þorskflök firá Kanada á markaðinn og jafiivel þótt þau séu ekki jafhgóð. og okkar flök þá taka menn þau ef við getum ekkert látið þá hafa,“ sagði Magnús. -S.dór Skippý frá Hraukbæ er fiklega frjósamasta ær á landinu. Hún hefur eignast 21 lamb á sl. sjö vorum. Hér er hún með nýjasta afrekið, sprellhressa fjórlembinga. Sigurbjörg Andrésdóttir, sem tók á móti lömbunum, verðlaunar Skippý með brauði. DV-mynd JGH Metí frjósemi Jón G. Hauksaom, DV, Akuieyxi; Ærin Skippý, sjö vetra, nefnd eftir áströlsku kengúrunni, sem var í framhaldsmyndaflokki í sjónvarpinu hér áður, eignaðist fjögur lömb skömmu eftir hádegið í fyrradag. Skippý er frá bænum Hraukbæ, sem er skammt norðan við Akureyri. Hún er sennilega frjósamasta ær landsins því hún hefur eignast 21 lamb á síðastliðnum sjö vorum. „Ég hef aldrei þurft að hjálpa henni fyrr en í þetta skiptið. Ég varð að losa um fyrsta lambið,“ sagði Sig- urbjörg Andrésdóttir, sem tók á móti lömbunum. Skippý eignaðist sín fyrstu tvö lömb strax sem gemlingur, vet- urgömul. Síðan eignaðist hún þrjú lömb fimm vor í röð og í gær eignað- ist hún svo fjögur. Sigurbjörg Andrésdóttir segir að sjálf sé Skippý tvílembingur og þetta sé eðlisfrjósemi. „Það þarf ekki að beita neinum ftjósemislyfjum á hana Skippý," sagði Sigurbjörg. „ „ í f f■■ . Veðrið á sunnudag og mánudag: Svaltveður Hæg breytileg átt verður á Suðvesturlandi og gola víðast hvar á landinu. Fremur svalt, einkum þó vestanlands. Víðast skýjiað og lítilsháttar rigning. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.