Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. 9 Utlönd Átók milli múslíma og hindúa á Indlandi Lögreglan í borginni Meerut, i norð- urhluta Indlands, skaut til bana að minnsta kosti einn múhameðstrúar- mann og særði tólf í átökum í gær. Að sögn indverska útvarpsins hafa lið- lega sextíu manns fallið í átökum milli hindúa og múhameðstrúarmanna undanfama viku, í Meerut, Nýju Del- hí 'og víðar. Embættismenn sögðu í gær að yfir- völd væru nú að rannsaka sögusagnir um að lögreglan í Meemt. hefði orðið allt að tíu manns að bana þegar hún hóf skothríð á múhameðstrúarmenn Dómur yfir Bokassa sem stóðu fyrir óeirðum í einu af hverf- um borgarinnar í gær. Lögregla og hermenn héldu áfram húsleitum í Meemt og í eldri hluta manna hafa verið sendar til borganna tveggja, en í Delhí hafa seytján hundr- uð manns verið handtekin frá þvi að átökin hófust síðastliðinn þriðjudag. Götuvígi vom brennd i lok átakanna í Nýju Delhi á föstudaginn, en i þeim létu tveir lífið og um sjötiu særðust. - Simamynd Reuter i jum Vitnaleiðslum er nú lokið i réttar- höldunum yfir Bokassa, íyrrum keis- ara í Mið-Afríkulýðveldinu. Dómur verður kveðinn upp þann 12. júní næstkomandi. Bokassa, sem var settur af 1979, er sakaður um margvíslega glæpi, svo sem mannát og fjárdrátt. Tugir manna hafa vitnað við réttarhöldin, þar á meðal kokkur keisarans. Viðurkenndi kokkurinn hikandi að hafa matreitt mannakjöt handa hans hátign sem síð- an lagði það sér til munns. I október síðastliðnum sneri Bo- kassa óvænt heim úr útlegðinni í Frakklandi og var hann samstundis handtekinn. Bokassa var í fjarveru sinni dæmdur til dauða árið 1980 og hann getur vænst sama dómsúrskurð- ar nú. Tveir sakborninga í Achille Lauro málaferlunum skemmta sér við réttar- höldin í síðustu viku. Símamynd Reuter nS***"*2£52T Dómamir stadfestir ítalskur áfrýjunardómstóll staðfesti á föstudag lífstíðardóma yfir Palest- ínumanninum Abu Abbas og tveim aðstoðarmönnum hans, fyrir að hafa skipulagt rán farþegaskipsins Achille Lauro í október árið 1985. Dómstóllinn hafnaði kröfum verj- enda um ný réttarhöld, vegna form- galla á upprunalegu réttarhöldunum, og þyngdi dóm yfir fjórða sakbom- ingnum, úr sjö og hálfs árs fangelsi í lífstíðardóm. Dómar yfir öðrum sakbomingum vom ýmist staðfestir eða þyngdir lítil- lega. Rétturinn hafhaði algerlega þeim fullyrðingum verjenda að milda bæri dóma yfir Palestínumönnunum, vegna þess að afbrot þeirra væm sprottin úr gmnni þjáninga palestinsku þjóðar- innar. HeirnHistaeWJrti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.