Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. 39 dv Sandkom Selbit Sjómenn á Norðurlandi eru ekki ánægðir með selbit. Sög- ur berast nú um að sy ndasel- irnir éti ekki aðeins þorskinn við strendur landsins heldur bíti í hann líka og láti það pcnt duga. Þetta rýrir að sjálf- sögðu aflaverömæti sjómanna því selbitinn fiskur fer auðvit- að beint í gúanó. Þá þykir kinnfiskasoginn fiskur eftir sel ekki fallegur. Selir eru svo sannarlega skepnur. Mannaskipti á Húsavík Árið 1987 erármikilla mannaskipta samkvæmt Vík- urblaðinu á Húsavík. Nýr bæjarstjóri, nýr bæjartækni- fræöingur og þrír nýir skóla- stjóraráárinu. Þámunþetta vera síðasta starfsár Sigurðar Péturs Björnssonar (Silla), bnnkastjóra Landsbankans á Húsavík. Ráðskonur það cr borðliggjandi að þær kvonsur hjá Kvennalistanum koma ekki til með að kalla sig ráðherra í komandi ríkis- stjórn. Að sjálfsögðu hljóta þær að kalla sig ráðskonur. Upptöku- heimili Enn um konurnar og þá Steina og Jón Baldvin: Ronurnar eru sagðar ætla að stjórna ríkisstjórninni eins og hverju öðru heimili, með uppskriftinni „hin hagsýna húsmóðir.*' Mörg vandræði eru fvrirsjáanleg á þessu heimili og mörg mál verða tek- in upp. Þetta verður bæði vandræða- og upptökuheimili. Ó-ó, Jamaica Að lokum aðeins um þessar frá Jamaica sem komu ti! Is- lands til að selja blíðu sína og mcnn voru að amast við. Er það ekki of langt gengið þegar útlendingar mega ekki leggj- ast flatir fyrir landi og þjóð? Malbiká Melrakka- sléttu Norður-Þingeyjarsýsla er víst eina sýslan á landinu sem ekki hefur malbikaða vegi, fy rir utan nokrar götur á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Nú eru uppi raddir á Melrakkasléttu um að á þessu verði gerð bragarbót og bik sett á vegi við kauptúnin. KEA-tölvan KEA hefur gert samning um kaup á tölvu af gerðinni Hew- let Packard. Þessi nýja tölva er afkastameiri en öll önnur tölvukerfi á Akureyri og meira að segja stærri en sjálf SlS-tölvan, Tískufrík Unglingará Akureyri eru tískufrík samkvæmt könnun félagsmálastofnunar bæjar- ins. Fram kom í könnuninni að ekki virðist vera um ungl- ingavandamál að ræða í bænum hvernig svo sem það er nú fengið. Hinn dæmigerði akureyrski unglingur reykir. ekki og telur þá sem það gera aumkunarverða. Hann er samkvæmt könnuninni for- fallinn í tískuvörur, kýs sér dýrt áhugamál og vill vera vel til fara. Það er ekki von að spekingarnirhafi fundið eitt- hvert unglingavandamál. Þetta er foreldravandamál. Þorsteinn Pálsson. Fmin Akureyringar fylgjast, eins og aðrir landsmenn, spenntir með þrcifingum Steina Páls og Jóns Baldvins á konum við myndun nýrrar ríkisstjómar. Menn risða um að kvensurnar séu að falla fyrir Steina og Jóni Baldvini. Konurnarhafa sex þingmenn og það var ein- mitt sexið sem þá báða vantaði. Það hafa þeir fengið hjá konunum. Hefursannast að Steini og Jón búa yfir miklu sexapíli. Varðandi nafn á ríkisstjórnina látum við okkur detta í hug frú viðreisn eða bara frúin. Jón Baldvin Hannibalsson. Forseti kastaði upp Hlutkestiréðráðningu starfsmanns að æskulýðsmið- stöð og íþróttamannvirkjum Húsavíkur í síðustu viku. Sex sóttu um tvær stöður. Einn umsækjenda fékk flest at- kvæði í íþróttanefnd ogsíðan komu tveir jafnir. Þegar málið kom fyrirbæjarstjórnina bað forseti bæjarstjórnarbæjar- stjórann um tikall til að kasta upp um hvor fengi stöðuna. Loðnurnar komu upp og úr- slitin voru ráðin. Týnda kynslóðin Einhver rosalegasta kyn- slóð allra tíma, týnda kynslóð- in, ku vera á leið norður í sumar. Þessi kvnslóð hefur haldið sig mest í Hollvwood að undanförnu og rifjað upp gömlu poppárin. Það munu vera Dúmbó og Steini sem koma fyrstir norður í Sjallann ti! þess að skemmta. Síðan koma týndir hver af öðrum norður í leitirnar í sumar. Kaupþing Norðurlands Kaupþing Xorðurlands. sem er í eigu Kaupþings í Revkja- vík, KEA og íleiri fvrirtækja. hefur enn ekki ráðið fram- kvæmdastjóra fvrir norðan. Andrea Rafnar úrReykjavík gegnir stöðunni til bráða- birgða. Furðu lítil ásókn hefur verið í starfið þrátt fyrir aug- lýsingar. Úr rætist þó líklega í vikunni. Stjóri er sagður í sigtinu. Umsjón: JónG. Hauksson. Menning Vegna „Yermu“ „Þessar tvær lindir, sem mér búa á bringu, bikarar volgrar mjólkur þétt í holdi.. Þannig hljóða með réttu ljóðlínur tvær úr þýðingu Karls Guðmunds- sonar á leikritinu YERMA eftir Federico García Lorca, sem Þjóð- leikhúsið frumsýndi 15. maí sl., en svo ólánlega vildi til að rangt var með þær farið á forsíðu helgarblaðs DV daginn eftir frumsýningu. Sýning Þjóðleikhússins á Yermu er viðamikil og margþætt. Að henni stendur fjöldi valinna listamanna á sviði leiklistar, tónlistar og danslist- ar. Því var brugðið á það ráð að bjóða þeim blaðamönntun, sem falið var af ritstjórn blaðanna að kynna lesendum Yermu, að sjá æfingar á verkinu rúmri viku fyrir frumsýn- ingu. Þá gætu þeir betur metið hvort þeir vildu taka viðtöl við aðstand- endur, láta myndir og fréttatilkynn- ingar nægja eða af!a annarra gagna um tilurð sýningarinnar. Síðan er það áhorfenda og gagnrýnenda að fella sinn dóm að lokinni frumsýn- ingu, þegar allir þræðir eru tengdir, en siíkt gerist aldrei fyrr en að lokn- um meðgöngutíma á frumsýningar- degi. Þetta vita blaðamenn og gagnrýn- endur, því hefur leikhúsfólk getað treyst að mestu hingað til. En þvi miður virðist blaðamaður DV, skráður PLP, hafa misskilið starfs- svið sitt og vinnu leikhússins, því hann birtir morguninn eftir frum- sýningu ritsmið í DV sem almennur lesandi hlýtur að taka sem leikdóm. Okkur létti nú reyndar á mánu- daginn þegar réttmætur gagnrýn- andi DV, Auður Eydal, birti álit sitt eins og vonir stóðu til. En þar sem svo óheppilega vildi til að „leik- dómur" PLP birtist óátalið á áber- andi stað í síðasta helgarblaði DV, en gagnrýni Auðar Eydal fór án myndskreytingar á fréttasíðu undir mynd af John Travolta tveinnu- dög- um seinna, vil ég leyfa mér að leiðrétta eftirfarandi atriði: 1. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri heftir ekki „brotið verk Lorca upp í smærri einingar" heldur fylgir hún nákvæmlega þátta- og atriða- skiptingu höfundar. Út frá þessari ranghugmvnd dregur PLP flestar ályktanir sínar um leikstjóm og leikmynd og væri að æra óstöðug- an að eltast við þá vitleysu. Auk þess eru lýsingar hans á leikmynd ekki réttar, þó hlutlausar væru. Hvað lýsingu og búninga varðar vom þau atriði langt frá að vera tilbúin á þeirri æfingu sem PLP byggir leikdóm sinn á. 2. Eftir að hafa séð eitt af fyrstu „rennslum" á leiknmn á stóra sviðinu viku fyrir frumsýningu _ fellir PLP dóm um túlkun Íeikara á tækniæfingu með 3 áhorfendum á 14. bekk. Rennir PLP ekki gran í að til er nokkuð sem heitir víxl- 'verkun sviðs og salar og er ein af undirstöðum túlkunar leikar- ans? Að dómi PLP var einn leikarinn „bestm-". annar „skemmtilegur" og sá þriðji „skapaði eftimiinnilega persónu". Þversagnir PI.P í ummælum hans um Yermu sjálfa era óskiljanleg- ar. 3. Hjálmar H. Ragnarsson. tónskáld. á heiðurinn af um klukkutíma framsaminni tónlist í sýningu Þjóðleikhússins á Yemiu og telur PLP hana „lifandi og skemmti- lega". Það er vel. en hitt er misskilningur að við samningu hennar hafi hann einungis „brugðið á það ráð að blanda sam- an tónlist frá arabaheiminum og Norður-Spáni". Að lokimi skal þakka það sem vel er gert og er það í fyrsta lagi ítarleg grein um höfundinn. Federico Gai’c- ía Lorca. og skrif PLP um þvðingu Karls Guðmundssonar sem „hefur þar unnið glæsilegt stórvirki". Enda er þýðingin á leikritinu Yemia í rauninni það eina senv hægt er að fella dóm um fvrir frumsýningu, hafi blaðamaðurinn einhvers staðar komist yfir handi’it að leiknum. Satt að segja glöddust hér nokkrar sálir þegar fréttist að nýr penni væri mættur á ritvöll fjölmiöla með þekk- ingu á leikhúsi og nennu til að miðla henni. Eg vona að hann haldi áfram á þeirri braut en geri í framtíðinni greinamiun á hlutverkum gagnrýn- enda og blaðamanna og runfrmn allt virði þann trúnað sem leikhúsin sýna blaðmönnum með því að bjóða þeim að fylgjast með æfingum. Leik- sýning er aldrei tilbúin fyrr en á frumsýningu! Með þökk fyrir birtinguna, f.h. Þjóðleikhússins, Signý Pálsdóttir (Láttu okkur um þetta!| t Tökum aö okkur hreingeningar og ræstingar á öllu húsnæöi. Veitum hreinlætisráögjöf og gerum hreinlætis- áætlanir fyrir fyrirtæki og stofnanir. ÍHI ■ v,- S A L ■ < NTA Notum sérhæfð efni sem enginn notar. ■ ■ 1 C CS I 1 Ougguvoqi 7 V-r JlvJCl* Ifi.1. Siini 33444 Rakarastofan Klapparstíg Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími 12725 fimapantanir 13010 | -------------- BOÐA RAFGIRÐINGAR til afgréiðslu strax. verð. -1 H F Sími 91-651800. Hvaða kostur er bestur? lengi og eitt rakvélarblað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.