Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 25. MAl 1987. 45 Herra Rugby Fyrsta heimsmeistarakeppnin í rúgbi hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í dag og stendur til tuttugasta næsta mánaö- ar. Franski hönnuðurinn Michel Rodrigue var fenginn tii þess að skapa tákn leikanna og sést árangurinn við hlið hans á Reutermyndinni. Herra Rugby er kátur mjög og telst eflaust með myndarlegri lukkudýrum sem fyrirfinnast í heimi íþróttanna. SKRIFSTOFUSTARF Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða starfskraft til af- leysingastarfa á skrifstofu í sumar. Starfið felst m.a. í vinnu við tölvuskjá. Upplýsingar í síma 51335 á skrif- stofutíma. Rafveita Hafnarfjarðar AUGLÝSING Neðangreindar eignir þrotabús Vélamiðstöðvarinnar hf., nafnnr. 9175-3391, Hvammstanga, eru hér með auglýstartil sölu: Fasteignin Búland 1, Hvammstanga ásamt tilheyrandi lóðarréttindum, rennibekkur, fræs- ari, plötuvals, vökvepressa, borvél, fjölklippur, hjakk- sög, rafsuðuvél, logsuðutæki, bílalyfta, dekkjavél, háþrýstidæla, slípirokkur, loftborvél, hjólatjakkur, bif- reiðar og bifreiðavarahlutir. Allar frekari upplýsingar veitir undirritaður. Fyrir hönd þrotabús Vélamiðstöðvarinnar hf. Jón Kr. Sólnes hrl., skiptastjóri, Brekkugötu 4, 602 Akureyri, sími 96-21820. ORÐSENDING FRÁ RAFSTJÓRN HF Enn bætum við þjónustu okkar. Vió höfum tekið upp þá nýjung að setja sótthreinsiefni í loftræstikerfi. Þessa nýjung og margt fleira, t.d. kerfisbundið viðhald á loft- ræstikerfum og stýringum, önnumst við fljótt og vel. Svona stór! ÞEKKING - REYNSLA SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA Nútíma Gög og Gokkeút- færsla? O-ekki - þetta eru félagarnir Helmuth Kohl, kanslari í Vestur- Þýska- landi, og Amintore Fanfani, forsætisráðherra Ítalíu. Kapparnir hittust á flugvell- inum í Bonn þar sem Kohl beið þess að geta boðið Fan- fani velkominn til Þýska- lands. Fanfani er í opinberri Þýskalandsheimsókn - í embættiserindum - og er ljóst að vel fór á með þjóðar- leiðtogunum svona í upphafi fararinnar. Símamyndir Re- uter vaxinn! Ljóst er samt af handahreyf- ingu Fanfanis að hann telur sjálfan sig ná mun hærra upp á við - ef Kohl er viðmiðunin - en blákaldur raunveruleikinn segir til um. „Jafnvel vorir smæstu bræður eru velkomnir i opinn faðm okkar Þjóð- verja.“ Kohl er hjartanlega ánægður með sinn ítalska bróður. Fimmtán ára heimsborgari Caldaronefjölskyldan er upphaflega ítölsk - móðirin Anna með Söndru sér við hliö en næst henni er litlasystirin Barbara og svo heimilisfaðirinn Guiseppe. Sandra Kim varð fræg á einum degi þegar hún vann Evrópusöngva- keppnina í fyrra. Síðan þá hefur allnokkurt vatn runnið til sjávar og heilmargir hljómleikar eru að baki. Hún hefúr farið um Evrópu og Asíu, komið fram í þrjátíu og fimm sjón- varpsþáttum í fjórtán löndum, haldið um það bil sextíu hljómleika og yfir milljón plötur hafa selst með laginu hennar, J’aime la vie. Sandra Caldarone er samt sem áður fremur venjulegur stelpukrakki sem foreldramir reyna að verja fyrir spill- ingu heimsins. Hún þarf fyrst og fremst að sinna skólanáminu sem er mikils virði að dómi forelcfranna og svo er söngurinn í öðru sæti. Þegar Sandra kemur fram á sviði virðist veraldarvön heimskona á ferðinni en heima í belgísku borginni Liege er hún venjulegur unglingur. í herberg- inu hennar hanga mvndir af goðun- um - og þar er Svlvester Stallone í fyrsta sætinu. Til hliðar hanga bangs- ar og brúður því Sandra er ekki vaxin upp úr dúkkuleiknum ennþá. rafstjCen r SKeifan 3A-Sfmi 688890 m LAUSAR STÖEMJR HJÁ 'V REYKJAVÍKURBORG 1. Fóstrustöður á leikskólunum Brákarborg v/Brákar- sund, Njálsborg, Njálsgötu, Seljaborg v/Tungusel og Staðarborg v/Háagerði. 2. Fóstrustöður á dagh./leiksk. Fálkaborg, Fálkabakka 9, Hálsaborg, Hálsaseli 27, Nóaborg, Stangarholti 11, og Ægisborg, Ægisíðu 104. 3. Fóstrustöður á dagheimilunum Garðaborg, Bú- staðavegi 81, Múlaborg v/Ármúla og Völvuborg, Völvufelli. 4. Fóstrustaða á skóladagheimilinu Hagakoti, Forn- haga 8, frá 15. ágúst nk. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. FRÁMENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: RÉTTINDANÁM VÉLSTJÓRA Námskeið fyrir vélstjóra, er starfað hafa á undanþágu, verður haldið í Vélskóla Íslands í Reykjavík á haust- önn 1987 og hefst 1. september ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er einungis ætlað þeim er ekki gátu sótt námskeiðin sem haldin voru skólaárin 1984-85 og 1985-86. Umsóknum skal fylgja vottorð um minnst 24 mánaða siglingatíma, sem aflað hefur verið fyrir árslok 1985. Umsóknareyðublöð og námsupplýsingar á skrifstofu Vélskólans. Umsóknir ásamt vottorði um siglingatíma verða að hafa borist skólanum fyrir 20. júní 1987. 20. maí 1987. Menntamálaráðuneytið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.