Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. Útlönd Eitt likanna borið út úr skyndibitastaðnum í Fort Lauderdale. - Simamynd Reuter Þrír starfsmenn í skyndibitastað myrtir Þrír starfsmenn skvndibitastaðar í Fort Lauderdale i Flórída fimdust myrtir á laugardagsmorgun, um það leyti er opna átti staðinn. Ekki er vitað hver myrti starfsmennina, né heldiu- hvers vegna. Staðurinn er einn af hamborgaraveitingastöðum keðjunnar Wendy’s. í gær haföi lögreglunni ekki tekist að finna neinar vísbendingar i málinu. Aliir hinir látnu voru þeldökkir. Stuðningur við NATO minnkar í skýrslu, sem send hefur verið ríkjum Atlantshafsbandalagsins, kemur fram að árangur bandalagsins í að sannfæra almenning um að unnt sé að koma í veg fyrir styrjöld milli stórveldanna hafi haft þá hliðarverkan að stuðning'.ir aimennings við NATO hafi minnkað. I skýrslunni segir ennfi-emur að stuðningui- við bandalagið fari einnig minnkandi vegna þeirra jákvæðu viðhorfa gagnvart Sovétríkjunum sem Mikhail Gorbatsjov hafi tekist að skapa með nýjvim stjómarháttum sínum og opnara viðmóti gagnvart vestrænum þjóðum. í niðurstöðum skýrslunnar segir að mikilvægt sé fyrir Vesturlönd að finna leiðir til þess að meðhöndla tengslin milli austurs og vesturs á þann veg að ekki verði til þess að breyta verulega skoðunum almennings í þeim efn- um. þá líklega átt við að ekki megi skapa jákvæðari viðhorf til Sovétríkjanna en þegar er orðið. Fjórir fréttamenn reknir til baka Yfirvöld í Rúmeníu hafa neitað fjórum vestrænum fréttamönnum um land- vistarleyfi en þeir komu þangað til þess að fylgjast með heimsókn Mikhail Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna. Að sögn embættismanna vom fréttamennimir, þeir Robin Geddy frá Lon- don Daily Telegraph, Jackson Diehl frá Washington Post, David Storey frá Reuter og Gustav Chalupa frá austurríska útvarpinu, stöðvaðir á flugvellin- um í Búkarest vegna þess að þeir höfðu ekki gildar vegabréfsáritanir. Var þeim skipað að fara aftur úr landi með næsta fáanlegu flugi. Undir venjulegum kringustæðum fá erlendir fi-éttamenn vegabréfsáritanir á flugvöllum Rúmeníu eða við landamæri ríkisins. Golden Gate brúin var þéttskipuó (ólki sem komið var til að halda upp á háltrar aldar afmæli mann- virkisins. - Símamynd Reuter 800.000 manna afntælisveisla Talið er að um átta hundruð þús- und manns haíi flykkst út á Golden Gate brúna við San Fransisco í gær til þess að taka þátt í hátíðarhöldum vegna hálfrar aldar afmælis brúar- innar. Mannfjöldinn, sem safhaðist sam- an á liðlega þriggja kflómetra langri brúnni, var meiri en fjórfalt það sem skipuleggjendur hátíðarhaldanna höfðu áætlað að kæmi og sköpuðust af þeim sökum miklar umferðartruf- lanir í nágrenninu. Brúin opnaðist ekki aftur fyrir umferð fyrr en þrem klukkustundum eftir að áætlað var. Mannfjöldinn gerði sér sitthvað til skemmtunar á bninni. Sumir voru grímuklæddir, aðrir flugu flugdrek- um eða slepptu blöðrum. „Blóm“ á 858.000 Bandanlqadali Málverkið „Blóm“, sem málað var af franska listamanninum Marc Chagall þegar hann var áttatíu og sex ára, seldist í gær á uppboði í •Jerúsalem fyrir átta hundruð fimm- tíu og átta þúsund Bandaríkjadali, eða um þijátíu og fjórar milljónir íslenskra króna. Málverkið, sem var málað árið 1973, er af blómum í vasa og var keypt af Bandaríkjamanni sem ekki gaf upp nafh sitt. Verðið var um fimmtíu prósent yfir því sem hæst haföi verið áætlað fyrir uppboðið. „Blóm“ Chagalls seldust 858.000 dollara á uppboði í Jerusal- em. - Simamynd Reuter Slæmar horfur hjá kosningabandalagi Kosningabandalag frjálslyndra og sósíaldemókrata á Bretlandi hefur nú breytt baráttuaðferðum sínum og ræðst í auknum mæli á Verka- mannaflokkinn þar í landi, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn. Þessar breytingar eru komnar til vegna slæmrar stöðu kosningabandalags- ins, sem skoðanakannanir sýna að nýtur til muna minna fylgis meðal kjósenda, heldur en Verkamanna- flokkur og Ihaldsflokkur. Fulltrúar kosningabandalagsins segjast þegar hafa sett fram gagnrýni sína á Thatcher, forsætisráðherra og leiðtoga íhaldsflokksins, og nú sé því kominn tími til að afgreiða stjórnar- andstöðuna. David Owen, leiðtogi sosíaldemó- krata, sagði um helgina að kosninga- bandalagið hygðist gagnrýna stefnu Verkamannaflokksins í varnarmál- um, sem hann taldi beinlínis hættu- lega og fáránlega. Verkamanna- flokkurinn vill leggja með öllu niður kjarnorkuvarnir Breta. Undanfarna daga hefur kosninga- bandalagið tapað um sex prósentu- stigum af fylgi því sem það hafði við upphaf kosningabaráttunnar. þar af tveim prósentustigum beint til V erkamannaflokksins. I niðurstöðum fimm skoðanakann- ana, sem gerðar voru á Bretlandi í gær, kemur í ljós að íhaldsmenn leiða enn, með um fjörutíu og tvö prósent stuðning, Verkamannaflokkur er í öðru sæti með tæplega þrjátíu og fimm prósent, en kosningabandalag- ið er komið niður fyrir tuttugu og tvö prósent fylgi. Leiðtogar kosningabandalagsins funduðu mikið um helgina og kom- ust að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu gefið Verkamannaflokknum of frjálsar hendur í baráttunni til þessa. Þótt Verkamannaflokkurinn saxi á forskot íhaldsmanna, gengur miðjumönn- um verr í baráttunni gegn Margaret Thatcher forsætisráðherra sem hér ber veiðiglampa í augum. Simamynd Reuter Lögreglan í Seoul hylmdi yfir morð Háttsettir suður-kóreskir lögreglu- menn hafa játað að hafa hylmt yfir hvemig dauða stúdents nokkurs bar að í janúar síðastliðnum. Tveir meðlimir sérstakrar lögreglu- sveitar til höfuðs kommúnistum vom sakaðir um morð skömmu eftir að stúdentmn lést í bækistöðvum lögregl- unnar. Nú hafa þrír aðrir lögreglumenn verið handteknir fyrir þátttöku í morðinu sem hefúr vakið mikla reiði og á laugardaginn börðust þúsundir andófsmanna við lögregluna í Seoul til þess að mótmæla misþyrmingu lög- reglunnar á stúdentinum. Rúmlega þúsund manns vom handteknir og fimmtán þúsund lögregluþjónar komu í veg fyrir að frekari mannfjöldi gæti safnast saman til mótmælaaðgerða. Það var þegar verið var að reyna að fá stúdentinn til að ljóstra upp um vinstri sinnaða andófsmenn sem hon- um var misþyrmt þannig að hann lést. Þegar hefúr innanríkisráðherra lands- ins og yfirmanni lögreglunnar verið vikið frá störfúm vegna þessa máls. Mótmæiaaðgerðir vegna meintra kosningasvika » ' l'f M ikl Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar á Filippseyjum i motmælaaðgerð. Þeir halda því fram að svik hafi verið höfð í frammi í nýafstöðnum kosning- um. Simamynd Reuter Óeirðalögregla í Manila beitti í gær táragasi og þrýstivatni til að dreifa þúsund stuðningsmönnum stjómarandstöðunnar. Töfðu þeir umferð á þjóðvegi í úthverfi borgar- innar til þess að mótmæla meintum svikum í kosningunum sem em nýaf- staðnar. Sumir mótmælendanna höfðu hafst við alla nóttina á þjóðveginum sem er nálægt bækistöðvum her- manna. Samtímis sem þeir kröfðust þess að Aquino yrði vikið úr emb- ætti gerðu þeir atlögu að fimm hundmð hermönnum með grjótkasti og fóm fram á að hermennimir tækju þátt í vökunni. Hermennimir héldu þó kyrrn fyrir í bækistöðvun- um. Ekki hefur verið greint frá hvort nokkrir hafi hlotið meiðsli og að sögn lögreglunnar vom engir hand- teknir. I upphafi mótmælanna vom saman komnir allt að þrjátíu þúsund manns á þjóðveginum en þeir týndu smám saman tölunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.