Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Húsnæðishallinn Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra vissi fyrir kosningar, að nýja húsnæðislánakerfið var sprungið. Hann stakk undir stól slíkum upplýsingum. Þess í stað gaf Húsnæðisstofnun út bækling, sem sendur var í hvert hús. Þar var nýja kerfinu hælt. Bæklingurinn verkaði sem áróður fyrir ráðherrann og Framsóknarflokkinn. Það var ekki fyrr en eftir kosningar, sem segja mátti sannleikann. Merkilegt má þykja, að nánari upplýsing- ar um stöðu þessara mála eru ekki veittar, fyrr en Alþýðuflokkurinn fór þess í leit í stjórnarmyndunarvið- ræðum. Nú upplýsir stofnunin, að meira en fjóra milljarða vanti í kerfið. Frá fyrsta september til aprílloka bárust 7200 lánsumsóknir til Húsnæðisstofnunar. Til ráðstöf- unar eru í ár þrír milljarðar króna. Gert er ráð fyrir, að næsta ár verði 4,4 milljarðar til ráðstöfunar. Þetta eru alls 7,4 milljarðar en nægja aðeins til að afgreiða 4900 umsóknir af þeim 7200, sem búið er að leggja inn. Til að afgreiða allar þessar umsóknir þyrfti líklega 10,8 milljarða króna. Væg áætlun um fjölda umsókna á næstunni gefur til kynna, að yfir ellefu milljarða þurfi til áramóta. Þá er búið að gera ráð fyrir, að talsverðum fjölda umsókna verði hafnað. Gatið er því yfir fjórir milljarðar. Biðtími eftir lánum var orðinn 21 mánuður, þegar síðast fréttist. Vítavert er af ráðherra að láta gefa út áróðursbækl- ing af almannafé en fela sannleikann. Hallinn á húnæðiskerfinu er litlu minni en hallinn á ríkissjóði. Húsnæðismál eru meðal þess, sem rætt er í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalistans nú. En vandinn er raunar meiri en fram kemur af hallanum á nýja kerfinu. Það þarf meira að koma til. Vafalaust finnst okkur flestum rétt, að um 80 prósent landsmanna búi í eigin húsnæði. Það hefur verið stolt okkar. Fyrir þau 20 prósent, sem ekki hafa ráð á eigin húsnæði, þarf stuðning í byggingu verkamannabústaða, stuðning við Búseta, og athuga þarf, hvort kaupleigu- íbúðir ættu að koma til. En jafnvel þetta er ónóg. Þúsundir manna hafa farið illa út úr lántökum til hús- bygginga og íbúðarkaupa síðustu ár. Þetta fólk fékk sumt lítils háttar stuðning hjá ráðgjafarþjónustu Hús- næðisstofnunar. Þeim stuðningi var síðan hætt en of snemma. I stjórnarmyndunarviðræðunum verður í þessari viku rætt, hvernig aðstoða skuli svonefndan misgengishóp, fólk, sem er að því komið að glata íbúðum sínum, vegna hækkunar lánskjaravísitölu umfram hækkun launa. Þetta misgengi varð einkum árið 1983. Enginn hefur mótmælt því, að fólk, sem keypti eða byggði húsnæði síðustu ár eigi siðferðilegan rétt á úrbótum. Slíku fólki verður að hleypa inn í nýja kerfið. Það verður að geta fengið viðbótarlán - annað væri ranglátt. Þá verður að gera þessu fólki kleift að fá lengingu lánstíma lána sinna í bankakerfinu. Það gæti ný stjórn gert og komið í framkvæmd því, sem Alexander stærði sig af að hafa gert en hafði alls ekki gert. Endurreisa þarf ráðgjafarþjónustuna og láta hana útvega lán og lengingu bankalána. Ljóst er, að misgengishópurinn á öðrum fremur rétt á fyrirgreiðslu. Því mega flokksforingjarnir nú ekki gleyma. I viðræðum flokkanna þriggja er talað um tekjutilfærslu og bættan hag sumra, sem setið hafa eft- ir. Þetta mál flokkast undir hið síðarnefnda. Haukur Helgason Nýjar leiðir í hús- næðislánamálum Það er enginn vafi ó því, að eigið húsnæði er efst á óskalista flestra. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill halda fast við sjálfseignarkerfið, þ.e. að hver og einn eigi sína íbúð sjálfur í stað þess að búa í leiguhús- næði til frambúðar. I rauninni er það alveg ótrúlegt, hvað fólk er reiðubúið að leggja hart að sér til þess að komast yfir eigið húsnæði. Þrátt fyrir óhagstæðari lánskjör og mun erfiðari fjármögnunarleiðir en þekkjast meðal nágrannaþjóða okkar, er hlutfall sjálfseignarfþúða á íslandi verulega hærra en á hin- um Norðurlöndunum. Fátt hefur því eins mikil áhrif á líf og afkomu fólks og húsnæðisl- ánakerfið. Mánaðarútgjöld heimil- is vegna íbúðarhúsnæðis, hvort sem um er að ræða leigu- eða eign- aríbúð,_eru stór hluti heimilistekn- anna. Áhyggjur vegna óhagstæðra húsnæðislána eru þess vegna þung- ar. Gleymdi hópurinn, sem varð að þola misgengi lánskjaravísitölu og kaupgjaldsvísitölu á árunum 1982-84, hefur enn ekki fengið úr- lausn sinna mála. Þess vegna hrýs mörgum hugur við því, einkum ungu fólki, að taka allt að 2,5 millj- ón króna húsnæðislán til 40 ára án þess að hafa vissu fyrir því hvort launin dugi fyrir vöxtum og af- borgunum þegar fram í sækir. Nýja húsnæðislánakerfið Á Islandi eru húsnæðislán fyrst og fremst ó vegum hins opinbera. Með nýjum lögum um húsnæðislán hafa lán lífeyrissjóðanna verið færð inn í kerfið til Húsnæðismála- stofnunar og tengd lánveitingum hennar. Kerfið er gallað að því leyti, að þeir sem ekki eru i ákveðn- um lífeyrissjóði fá ekki lán eins og áður. Þetta getur verið mjög baga- legt fyrir ungt fólk, sem skiptir oft um vinnu, og hefur þess vegna ekki náð að safna nægum lífeyrissjóðs- réttindmn. Lánin eru öll með lánskjaravísi- tölu og til 40 ára. Á meðan launþeg- inn hefur enga tryggingu fyrir því, að lánakjaravísitalan og kaup- gjaldsvísitalan haldist í hendur, verður þetta að teljast ákaflega óheppilegt lánsform. í rauninni ættu launþegar að gera þá kröfu, að lánskjaravísitala og kaupgjalds- vísitala séu eitt og hið sama. Greiðslubyrði lána með lán- skjaravísitölu hefur tilhneigingu til þess að fara vaxandi, þegar líður á lánstímann, og lánið verður æ þungbærara. Þetta er andstætt mannlegu eðli. Flestir eru reiðu- búnir til þess að leggja hart að sér í byrjun, jafnvel vinna tvöfaldan vinnudag, meðan verið er að koma undir sig fótunum, en vilja síðan fá að anda léttar þegar tvö til þrjú ár eru liðin frá íbúðarkaupunum. Greiðslubyrði lánanna ætti þá að fara minnkandi, ef eitthvert vit væri í hlutunum. Lánstíminn, 40 ár, virðist einnig vera óeðlilega langur. Það er auðvelt að sýna fram á það, að lánstími fram yfir 30 óra lækkar greiðslubyrðina lítið sem ekki neitt, en gerir rekstur húsnæðislánakerfisins mun erfið- ari. Með nýja húsnæðislánakerfinu hefur höfuðáhersla verið lögð á þá, sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð. Þetta á fyrst og fremst við unga fólkið, og lætur nærri, að það sé um einn þriðji hluti þeirra, sem standa í íbúðarkaupum eða byggingum. Hinir, sem eru um tveir þriðju hlutar'þeirra, sem eru á hús- næðismarkaðinum, verða að láta sér nægja mun lakari lánafyrir- greiðslu, þótt þörf þeirra sé oft og tíðum síst minni. Ofan á þetta allt saman bætist svo við, að biðtíminn eftir lánunum, frá því að lánsum- sókn var send inn, er óhóflega langur. Kerfið þjáist af eilífum fjár- magnsskorti. Það sem verra er. að KjaUaiinn Júlíus Sólnes alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn það er bæði háð duttlungum ríkis- valdsins og stjórnmálamannanna. Jafnvel mismunandi velgrunduð kosningaloforð geta gerbreytt kerf- inu. Þannig veit íbúðarkaupandinn aldrei á hverju hann ó von. Húsnæðislánakerfi ná- grannalandanna Ef litið er til hinna Norðurland- anna, má til dæmis benda á húsnæðislánakerfið í Danmörku. Það stendur á mjög gömlum merg og hefur nánast verið óbreytt i heila öld. Allir íbúðarkaupendur og húsbyggjendur fá sjólfkrafa öll þau veðlán, sem þeir þurfa. Stórar sjálfstæðar húsnæðislánastofnan- ir, sem eru undir ströngu eftirliti danska seðlabankans, keppast um að fá að lána húsbyggjendum og yfirbjóða oft hver aðra með hærri lánstilboðum. Það er ekki óal- gengt, að húsbyggjandi eigi tölu- verðan afgang af húsnæðisveð- bréfum, þegar húsbyggingunni er að fullu lokið. Ef veita á 2,5 milljón króna hús- næðislán til 20 ára (mun skynsam- legri lánstími en 40 ár), er verðtryggingin fyrir þann tíma áætluð með því að spá fyrir um þróun verðlags fram í tímann. Segj- um, að verðtryggingin allan láns- tímann sé óætluð 1,0 milljón krónur. Lántakandinn er þá látinn taka lán að upphæð 3,5 milljónir í veðbréfum, en fær aðeins útborgað- ar 2,5 milljónir króna við sölu bréfanna. Hann greiðir síðan vexti og afborganir af 3,5 milljón króna láninu óverðtryggðu. Með vaxandi kaupmætti og þeirri verðbólgu, sem alltaf er til staðar, verður greiðslubyrðin léttari og léttari eft- ir því, sem árin líða. Eftir u.þ.b. 5 ár er lánið hætt að íþyngja heimil- ishaldinu. Þetta er a.m.k. revnsla mín af slíkum lánskjörum meðan ég bjó i Danmörku. En hvað með milljónina myndu sumir vilja spyrja. Ja, hún er skárri heldur en þær óþekktu verðbætur, sem sífellt munu hlaðast upp á lánskjaravísitölulánin. Yfirleitt er reiknað með fyrirframgreiddum verðbótum í kaupverði húsa og íbúða. Þær eru taldar eðlilegur hluti af byggingakostnaði. Ég þekki ekkert húsnæðislánakerfi, sem virkar eins vel og danska kerf- ið. Allir fá þar lón til húsbygginga eða íbúðarkaupa eins og þeir vilja. Nýjar leiðir í húsnæðislána- málum Hinar sífelldu endurbætur á hús- næðislánakerfinu minna einna helst á stagbættan sokk. Því er spurt, hvort ekki sé orðið ráðlegt að endurskipuleggja allt kerfið frá grunni. Margar hugmyndir vakna í því sambandi. Hægt er að hugsa sér, að bankarnir og lífeyrissjóð- irnir komi upp sjálfstæðum húsnæðislánastofnunum í staðinn fyrir veðdeildir. Slíkar stofnanir ættu að vera sjálfseignarstofnanir með það hlutverk eingöngu að lána fé til húsbygginga. Hugsanlegt væri, að slíkar stofnanir fengju einkarétt á því að gefa út og selja verðbréf á frjálsum markaði. Með þeim hætti yrði þeim og væntanleg- um lántakendum tryggt, að nóg fjármagn sé ávallt til reiðu. Slíkar stofnanir þyrftu að vera fleiri en ein, svo einhverrar sam- keppni nyti við, og vera undir ströngu eftirliti seðlabankans svo almenningur beri fullt traust til þeirra. Hlutverk þeirra gæti orðið fyrst og fremst að sjá um öll hús- næðislán vegna þess hóps, sem ekki er að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð. Húsnæðisstofnun ríkisins, sem ætti að vera algerlega sjálf- stæð rekstrareining á vegum ríkis- ins, hefði hins vegar það hlutverk að sjá um hagstæð húsnæðislán, hugsanlega með niðurgreiddum vöxtum, til þeirra, sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn, svo og til þeirra, sem núna falla undir verkamannabústaðakerfið. I öllum tilvikum verður að gera þá kröfu, að tekið verði upp nýtt lánsform, þannig að lántakendur viti að hverju þeir eru að ganga. Þeir viti hver greiðslubyrðin verð- ur allan lónstímann og það sé tryggt, að hún verði ekki skyndi- lega óbærileg vegna þess að kaupið hækki ekki í takt við verðbólguna á meðan höfuðstóll lánsins fylgir henni fast eftir. Júlíus Sólnes „Hægt er að hugsa sér, að bankarnir og lífeyrissjóðirnir komi upp sjálfstæðum húsnæðislánastofnunum í staðinn fyrir veðdeildir. Slíkar stofnanir ættu að vera sjálfseignarstofnanir með það hlutverk eingöngu að lána fé til húsbygginga.“ „Ég þekki ekkert húsnæðislánakerfi, sem virkar eins vel og danska kerfið. Allir fá þar lán til húsbygginga eða íbúðarkaupa eins og þeir vilja.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.