Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Page 7
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1987. 7 Fréttir Verður niðurgreiðsla á húsnæðislánavöxtum stóriækkuð? Arsvextir af hverju hús- næðisláni gætu tvöfaldast Hugrayndir, sem Sigurður E. Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Hús- næðisstofnunar, reifaði á fundi í stofnuninni fyrir helgi um hækkun húsnæðislánavaxta gætu þýtt allt að tvöfoldun á vaxtabyrði af hverju láni. Ársvextir af hæsta láni út á nýja íbúð myndu þá hækka um rúmlega 80.000 krónur. Alveg er óljóst hvort þetta er framkvæmanlegt eða hvort þessar hugmyndir hafa pólitískt fylgi. Núna eru vextir á húsnæðislánum 3,5%. Byggingarsjóður ríkisins fær hins vegar stóran hluta af lánsfé sínu að láni hjá lífeyrissjóðunum og borgar 6,25% vexti. Mismunurinn er niður- greiddur úr ríkissjóði. Lífeyrissjóðimir vilja ekki lána meira en þeir hafa lof- að nú þegar nema að fá hærri vexti. Líklegt er að vextir þeirra hækki í 7,5-8%. Um leið verður ríkissjóður að punga út meira fé nema að útlánsvext- ir húsnæðislána verði hækkaðir. Hugmyndimar um slíka hækkun ganga mun lengra og gera ráð fyrir að vaxtamunurinn, sem fellur á ríkis- sjóð, verði sem minnstur. Mögulegt er að hækka vextina á eldri lánum jafnt og nýjum. Það gengi hins vegar þvert á þá ráðgjöf sem Húsnæðisstofri- un hefur veitt þúsundum manna síðustu misseri þvi hún hefur byggst á núgildandi 3,5% vöxtum. Nú hafa verið afgreidd 5.200 lánslof- orð eftir nýjasta húsnæðislánakerfinu en 221 umsókn verið hafnað. Þessi lán koma til útborgunar fram í lok næsta árs og þar með er ráðstöfunarféð uppu- rið. Um 2.000 umsóknir, sem borist hafa frá því í marsbyijun, em því komnar í salt þar til semst um meira lánsfé frá lífeyrissjóðunum eða öðrum. Þeir samningar velta meðal annars á vaxtastefnu ófæddrar ríkisstjómar. Trúlega koma lán til þessara umsækj- enda ekki til útborgunar fyrr en 1989. -HERB Ekki hægt að Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði: kaupa minna en hálft tonn - viku greiðslufrestur gegn bankatiyggingu Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði verður með fyrsta uppboðið í dag, mánudag, og hefst það klukkan 15.00. Að sögn Haraldar Jónssonar, stjórnar- formanns markaðarins, verður ekki hægt að kaupa minna magn en hálft tonn. Greiðslufyrirkomulagið verður þannig að ef ekki er staðgreitt verða menn að leggja fram hankatryggingu og greiða upp fimmtudaginn í vikunni eftir að kaupin eiga sér stað. Haraldur sagði að þannig fyrirkomulag væri nú á viðskiptum báta og fiskvinnslu- stöðva. Á fiskmarkaðnum verður fiskurinn settur í tvenns konar kör, mismunandi stór. Önnur gerðin er 90 lítra kör, sem taka 55 til 60 kiló af fiski, en hins vegar verða svo 660 lítra kör, sem taka rúmlega hálft tonn. Fiskmarkaðsmenn í Hafharfirði eru greinilega ekki hjátrúarfullir og taka ekki mark á „mánudegi til mæðu“ eins og flestir sjómenn gera. Hitt er jafn víst að toppverð fæst trauðla á fisk- markaðnum þennan dag vegna þess að allur fiskiskipaflotinn kom inn um helgina vegna sjómannadagsins og því mikill fiskur hjá fiskvinnslustöðvun- um. -S.dór Valur Andersen við nýju vélina. Ný tveggja hreyfla vél til Vestmannaeyja Ómar Garöaisson, DV, Vestmannaeyjum; Nýlega keypti Valur Andersen flug- maður tveggja hreyfla farþegavél af gerðinni Piper Navajo. Vélin er átta sæta og vel búin tækjum. Áður átti Valur eins hreyfils flugvél. Mælingar á framleiðni: íslendingar dragast aftur úr Undanfarin tvö ár hafa verið gerðar framleiðnimælingar hér á landi sem talið er að geti leitt til aukinnar fram- leiðni verði niðurstöðurnar nýttar á réttan hátt. Aukin framleiðni er ein- mitt talin meginforsenda þess að kaupmáttur launa geti aukist og lífs- kjör batnað. í mælingunum var borin saman framleiðni vinnuafls hér á landi og í helstu samkeppnislöndum. Niðurstöð- umar verða kynntar síðar í þessum mánuði en í grófum dráttum má segja að Island komi illa út úr samanburðin- um við nágrannalöndin. Raunar er það ljóst að í Austur- Asíu, sérstaklega í Japan, hefur framleiðniaukning orðið mjög mikil og mun meiri en á Vesturlöndum. Þrátt fyrir það heldur Island ekki einu sinni í við Vesturlönd hvað framleiðn- iaukningu varðar. Þannig jókst landsframleiðsla á vinnandi mann hér á landi um 0,4% á ári milli 1973 og 1983 en í viðmiðunarlöndunum jókst hún um 1,9%. Við íslendingar erum sem sagt að dragast óðfluga aftur úr. Talið er að rekja megi þessa niður- stöðu að hluta til þeirra starfsskilyrða sem íslensk fyrirtæki hafa búið við í verðbólguþjóðfélagi. Með lækkandi verðbólgu ætti þó að vera möguleiki að snúa þessari þróun við. Það gerist því aðeins að íslendingar taki sér tak í framleiðnimálum með sameiginlegu átaki stjómenda, starfsfólks og al- mennra neytenda. Þá ætti að gefast kostur á að halda í við nágrannalönd- in í framleiðni og helst draga nokkuð úr forskoti þeirra. Ekki veitir af. Framleiðnimælingar þessar em lið- ur í verkefhinu Framleiðniátak en að því standa Alþýðusamband Islands, Félag ísl. iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Iðntæknistofnun ís- lands, iðnaðarráðuneytið og Lands- samband iðnverkafólks. -ES VAREFAKTA cr vottorð dönsku neytendastofnunarinnar um eiginleika vara, scm framleiðcndur og innflytjendur geta sent heraii tll prófunar, ef þelr vilja, meí öínim orNim, ef þeir þora! EKTA DÖNSK GÆÐi MED ALLT Á HREINU - fyrir smekk og þarflr Norfturlandabúa - gædl á gódu verði! þorir og þolir KALDAR STAÐREYNDIR um þad sem máli skiptir, svo sem kæflsvid, frystigetu, einangrun, styrk- leika, gangtima og rafmagnsnotkun. Hátuni 6a. sími (91) 24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.