Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Side 9
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1987 9 Gangandi vegfarendur veittust að lögreglunni í Seoul eftir að hún beiffi táragasi á stúdentana. simamynd Reuter Lögreglan í Seoul lét undan í gær Lögreglan í Seoul, höfuðborg Suð- ur-Kóreu, lét undan í deilum sínum við stúdenta í borginni í gær, dró sig til baka frá dómkirkjunni þar sem stúdentarnir hafa komið sér fyrir og bað þá að yfirgefa kirkjuna friðsam- lega. Um þrjú hundruð stúdentar voru í kirkjunni sem lögreglan hefur nú setið um í fimm daga. Stúdentarnir ákváðu síðan í nótt að verða við tilmælum lögreglunnar og yfirgáíú flestir by gginguna, við mikinn fögnuð fjölda almennra borgara sem safnast höfðu saman fyrir utan kirkj- una. Nokkrir stúdentar munu þó enn vera í kirkjunni. Mikil spenna hefúr ríkt i Seoul und- anfama daga vegna umsátursins um dómkirkjuna. Um tíma hótaði lögregl- an að ráðast inn í hana og taka stúdentana með valdi. Þúsundir al- mennra borgara veittust að lögregl- unni eftir að hún beitti táragasi gegn stúdentum sem höfðu uppi mótmæli gegn ríkisstjórn landsins. í gær gaf lögreglustjóri borgarinnar sínum mönnum þau fyrirmæli að handtaka hvem þann sem sýndi málstað stúd- entanna samúð. Ekki varð þó mikið úr þeirri ætlan lögreglunnar. SENDUM í PÓSTKRÖFU Utlönd Sikhar myrða tólf manns á Indlandi Ijögreglan í Nýju-Delhi á Indlandi leitar nú ákaft Sikha sem í gær myrti tólf manns og særði um tuttugu, í borginni. I Punjab, þar sem Sikhar berjast fyr- ir sjálfstæðu heimalandi sér til handa, létu fimmtán manns lífið í átökum á laugardagskvöldið. Þúsundir lögreglumanna leituðu hús úr'húsi í nokkrum hverfúm Nýju -Delhi í gær, eftir að ungur Sikhi réðst inn í bamaafmæli á heimili byggingar- verktaka eins í borginni og hóf skothríð á afmælisgestina úr vélbyssu. Sikhinn rændi síðan bíl, felldi nokkra gangandi vegfarendur og myrti loks fólkið sem var í bílnum sem hann rændi. Talsmenn Sikha lýstu óhugnaði sín- um vegna atburðarins í gær. Þrír afmælisgestanna féllu í árás Sikhans. Þegar hann gekk út úr húsi byggingarverktakans skaut hann til bana ungan mann sem átti leið fram hjá á skellinöðru. Hann rssndi síðan biireið með ökumanni og tveim far- þegum, neyddi þá til að aka um með sig, meðan hann skaut til bana fimm vegfarendur til viðbótar og særði marga aðra. Loks myrti Sikhinn mennina þrjá í bílnum. Með byssumanninum var annar Sik- IM ítótóte__________ 4 Ættingjar fórnarlamba Sikhana syrgja hina föllnu hi en sá mun ekki hafa tekið þátt í skothríðinni. Nýju-Delhi i gær. Simamynd Reuter Nú geta allir flaggað!!! Stuttar fánastangir með einföldum festingum utan á hús. Tilvalið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Heiídsaia og smásala. VATNS VIRKINN/ / Ármúli 21, 128 Reykjavík - Sími í verslun: 686455. Skrifstofa: 685966 - Lynghálsi 3, símar 673415, 673416. ERU ÞITT EF SVO ER, VERÐUR ÞÚ AÐ GERA EITTHVAÐ í MÁLINU. HROTUSTOPPARINN er einfalt og öruggt tæki sem stoppar hrotur og tryggir væran svefn, semer öllum lífsnauðsynlegur. Hrotur eru ekki bara hvimleiðar, þær geta verið lífshættulegar. HROTUSTOPPARINN er hljóðnæmt lítið rafeindatæki, sem fest er á fót eða handlegg þegar menn fara að sofa. Hann sendir frá sér boð er hann nemur hrotur. Boðin valda örlítilli ertingu sem líður hjá strax, en veldur því að menn hætta (stoppa) að hrjóta og ná að festa svefn þannig að full hvíld fæst jafnt fyrir sál og líkama. Verð kr. 3.950,- *JAPIS BRAUTARHOLT 2 SÍMI 27133 Kosið í Eþíópíu Kosningar fara nú fram í Eþíópíu, í fyrsta sinn síðan her landsins steypti Haile Selassie keisara, af valdastóli í landinu, fyrir þrettán árum. Atkvæðagreiðsla gekk hægt fyrir sig um helgina, þrátt fyrir miklar aðgerð- ir stjórnvalda til þess að fá kjósendur að kjörborðinu. Búist er við að um tuttugu milljónir Eþíópíubúa neyti kjörréttar síns, en það er um helming- ur þeirra 46 milljóna manna sem búa í landinu. Ríkisstjóm marxista í Eþíópíu gekk nýlega frá nýrri stjómarskrá fyrir landið, þar sem kveðið er á um að lýð- ræðislega kosið þing skuli taka við sem æðsta stjórn landsins. Tekur þing- ið við af stjómarráðum hersins sem hafa stýrt málum í Eþíópiu síðan i byltingunni árið 1974. Kenýa Eþiópia er við suðurenda Rauðahafs- ins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.