Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1987. Utlönd Svalbarði veldur stjóm- völdum verulegum áhyggjum óbærilegur. Simamynd Reuter Eyjan Spitzbergen, sú stærsta á Svalbarða, þar sem einkennileg söguþróun hefur valdið því að nor- skir og sovéskir borgarar lifa og starfa hlið við hlið, veldur nú stjórnvöldum miklum höfuðverk. Eyjunum er stjórnað af Norðmönn- um og hefur svo verið allt frá árinu 1920, þegar gengið var frá því í al- þjóðlegum samningi. Þessi samn- ingur veitti hins vegar fjörutíu og einu öðru ríki heimild til að koma þegnum sínum fyrir á eyjunum sem eru um 355 sjómílur norður af nyrsta tanga meginlands Noregs. Til þessa hafa aðeins Sovétmenn fyrir utan Norðmenn hagnýtt sér búsetuheimildir á Svalbarða. Flest- ir íbúar þar, sem eru um fjögur þúsund, starfa við kolanámur sem eru erfiðar og dýrar í rekstri. Svalbarði er hernaðarlega mikil- vægur þar sem af eyjunum má fylgjast með skipaferðum Sovét- manna um Harentshaf, meðal annars ferðum kjarnorkukafbáta þeirra sem eiga sér flestir heima- höfn í flotastöðinni í Murmansk. Kolanámum lokað Norðmenn hafa nú miklar áhyggjur af því hvernig þeir eigi að fjármagna áframhaldandi bú- setu á Svalbarða. Norska stór- þingið ákvað nýlega að loka kolanámu í Svpa, nálægt þar sem byggð er einna þéttust á Spits- bergen. Borga þurfti orðið töluvert með námu þessari svo að hún bæri sig og því var ákveðið að leggja starfsemi þar niður. Finn Sollie, sem lengi starfaði í utanríkisþjónustu Norðmanna, hefur eytt verulegum hluta lífs sín í rannsóknir á sérstöðu og vanda- málum Spitzbergen. Hann segist verða að beygja sig fyrir efnahags- legum staðreyndum málsins, að verðlag á kolum fari fallandi og að «0 SVALBARÐI Spitzbergen það sé feikn dýrt að ná þeim úr jörðu á eyjunni. Hins vegar hefur hann bent á þá hættu sem stafar af því að skerða rætur samfólags eyjarinnar. Telur hann að afleið- ingarnar geti orðið mjög alvarlegar ef norska ríkisstjórnin finnur ekki eitthvað sem getur tekið við þeim fimmtíu starfsmönnum sem misstu atvinnu sína við lokun námunnar. Meira í húfi Norðmenn hafa fjáifest um eitt hundrað milljónir norskra króna, liðlega hálfan milljarð íslenskra, í námunum í Svea á undanförnum árum. Námasvæði þetta er eitt af nokkrum sem rekin eru af norskum íbúum bæjarins Longyearbyen en þeir eru alls um tólf hundruð. Það er fleira í húfi en peningar í þessu máli. Forsvarsmenn norskra íbúa Spitzbergen hafa bent á að mikilvægt sé að hafa í huga yfirráð norðmanna á Svalbarða yfirleitt, þegar um þetta er fjallað. Segjast þeir vonast til að ríkisstjórnin taki af varkárni á málum. Umræðan um Svalbarða í stór- þinginu hefur ekki verið afgerandi. Hvað varðar uppbyggingu á eyjun- um hefur einungis verið bent til skýrslu frá norska utanríkisráðu- neytinu þar sem minnst er á nokkur svið uppbyggingar sem mögulega gætu komið til greina á eyjunum. I skýrslunni er minnst á aukinn áhuga fyrir leit að olíu og gasi í Barentshafi. Norðmenn hafa þegar lýst því yfir að þeir myndu heimila öðrum þjóðum að leita oliu á svæð- inu og hafa Sovétmenn þegar hafið könnunarboranir. Meðal annarra möguleika er að auka könnunarstarf á norður- heimskautssvæðinu og reka það frá Svalbarða. Eyjarnar liggja vel við slíku því þær eru aðeins um þúsund kílómetra frá norðurpólnum. Loks er talið hugsanlegt að auka megi ferðamannaiðnað. Hver vill koma? Finn Sollie bendir á að nauðsyn- legt sé að íhuga þessi mál nánar og knýja á um fasta stefnumótun. Varðandi þá möguleika, sem nefnd- ir hafa verið, telur hann ólíklegt að margir myndu fást til að verja sumarleyfi sínu við veðurfar og aðstæður sem teljast með því erfið- asta sem veröldin býður upp á. Á Spitzbergen eru aðeins þrjú svæði byggð. Longyearbyen er nær eingöngu byggt Norðmönnum en þó búa þar fáeinir Sovétmpnn, einkum starfsmenn sovéska flugfé- lagsins Aeroflot. Um það bil hálf- tíma ferð á vélsleða frá bænum eru sovésku námabæirnir Pyramiden og Barentsburg þar sem liðlega tvö þúsund Sovétmenn búa. Ibúar hinna mismunandi þétt- býlissvæða hittast oft í kvöldverð- arboðum og við önnur tækifæri. Veðurfar og aðrar aðstæður á Spitzbergen knýja á um fulla sam- vinnu, án tillits til þjóðernis eða stjórnmálaskoðana. Lífsbaráttan er einfaldlega of hörð til þess að innbyrðisdeilur eigi sér nokkrar forsendur. 27100 Samband frá skiptiboröi virka daga frá kl. 8:30-16:30 við: Aðalskrifstofu, Faxaskála, Miðskála, Borgarskála, Landrekstrardeild og Gámadeild. Eimskip, Sundahöfn. Samband frá skiptiborði virka daga frá kl. 8-17 við: Vöruafgreiðslu í Sundahöfn og Viðhaldsdeild. Flutningurerokkarfag r j EIMSKIP tS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.