Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Síða 26
38 MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1987. 9 LAUSAR STÖÐUR HJA ' REYKJAVÍKURBORG STÖÐUR YFIRFÓSTRA á leikskólanum Brákarborg v/Brákarsund og á dag- heimilinu Laufásborg, Laufásvegi 53-55. Upplýsingar veita umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. ff! LAUSAR STÖÐUR HJÁ ’l' REYKJAVÍKURBORG Staða forstöðumanns við leikskólann Árborg, Hlaðbæ 17. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 28. júní. Upplýsingar veita fram- kvæmdastjóri og umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna, sími 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Skór framtíðarinnar. Skóval við Óðinstorg, skóverslun fjölskyldunnar. LOKSINS! Þá eru þeir komnir sumar- skórnir. Skóverslun Kópavogs, Hamraborg 3. Sími 14955. Simi 41754. Verslunin Mílanó, Laugavegi 20. Sími 10655. Verslunin Skóey, Bárustíg 15. Sími 98-2349. HLEÐSLUSKRÚFJÁRN I>V Unglingar vinsælir Ungiingarnir á Húsavík eru þrælvinsælir þessa dagana enda hefur ekki í mörg ár ve- rið jafnauðvelt fyrir unglinga að fá vinnu. Er nú svo komið að fiskvinnslan er farin að keppa við bæinn um að fá unglingana í vinnu. 1 þessari samkeppni styðjum við skófl- umar eins og löngum hefur verið gert í bæjarvinnunni. Kaupfélögin Kaupfélögin græddu 50 milljónir á síðasta ári en í fyrra varð 305 milljóna tap á rekstri þeirra. Dagur segir í frásögn af þessu að kaupfélög- in hafi skilað 50 milljóna króna hagnaði. Margir spyrja sig hvers vegna kaupfélögin hirtu ekki gróðann sjálf. Mungo Jerry Popparinn Mungo Jerry, sem söng lagið In the sum- mertime fyrir margt löngu. tróð upp í Sjallanum um helg- ina. Ýmsum datt i hug að þarna væri um að ræða Mango Jerry og að Jón Helga- son dómsmálaráðherra stæði fyrir komu mysunnar. Pésapylsur 5ára Pylsuvagninn á ráðhústorgi útti 5 ára afmæli í síðustu viku. Það er Pétur Bjarnason handknattleikskappi sem á vagninn. Salan hefur ætíð gengið vel hjá Pétri enda siður margra Akureyringa að fá sér eina með öllu hjá honum eigi þeir leið um. Akureyringum fjölgar Akureyringum fjölgaði á fyrstu fjóru mánuðum ársins. Þá fæddust 158 böm en á sama tíma í fyrra 145. Þess má geta að þegar Sigfús Jónsson bæj- arstjóri var á Skagaströnd ruku fæðingar þar upp líka. Enda hvatti Sigfús fólk til bameigna. Sigfús er greini- lega kominn til Akureyrar. Blaðamaður gefurtogara í frásögn Dags af togaranum Ólafi Bekki frá Ólafsfirði gerði blaðamaðurþá meinlegu villu að hann eignaði Skag- firðingum skipið. I leiðrétt- ingu skrifaði blaðamaðurinn: „Blaðamaður gefur togara". Það er deginum ljósara að blaðamenn á Degi hljóta að vera á rokna kaupi og vonandi skila Skagfirðingar togaran- um aftur. Tré rjúka upp Það var vel til fundið hjá þeim á Húsavík að planta trjám á uppstigningardag en þá var allsherjargróðurdagur hjá þeim. Trén hljóta líka að rjúka upp. : Böm eftirhermur Dagur sagði frá því á föstu- dag, úr þýddri grein, að niðurstöður umfangsmikilla sálfræðikannana erlendis á ungabörnum leiddi í ljós að þau væru hermikrákur. Mikil vísindi þetta. Hægt hefði verið að segja sálfræðingunum að það læra börn sem fyrir þeim er haft. Annars „herma" sum börn svo eftir foreldrum sínum að þau eru nánast eins og þau í útliti. Sjómanna- dagurinn Sjómannadagurinn var í gær. Það var víða tekið á enda heyrist að handlæknisdeild Sjúkrahússins á Akureyri hafi verið full. Sniglar farnir til Noregs. Sniglar til Noregs Félagar í bifhjólasamtökun- um Sniglunum lögðu í hann frá Akureyri á miðvikudaginn til Noregs á noirænt mót bif- hjólaunnenda. Það er spurn- ing hversu lengi þeir verða á leiðinni. Eitt er víst að mótið verður haldið í rjóðri. Sandkom Nautin vaxa hægt. Galloway Hreinræktun nauta af Gallowaykyni í Hrísey hefur gengið hægt þau 11 ár sem nautin hafa verið í eyjunni. Ástæðan er sögð sú að hjörðin sé allt oflítil. Sumum hefur þó dottið í hug að kjötið sé svo seigt að nautin vaxi hægt. Engin Stjama Nýja útvarpsstöðin Stjarn- an næst ekki á Akureyri og ku svo ekki verða á næstunni. Það verður því engin norður- stjarna í sumar en ef sendirinn verður sterkur gæti þetta orð- ið pólstjarna í haust. Rjóma- vandamál Erfitt hefur verið að fá ijóma í verslunum á Akureyri undanfarið. Stafar þetta af því að kaupmenn panta ekki nægilegan rjóma fyrir helgar. Svo mikill er þeytingurinn á milli verslana hjá fólki að sumir eru farnir að tala um rjómarall. Jón G. Hauksson Menning Bjöm Steinar á Hallgrímskirkjuhátíð Kirkjulistahátið Hallgrimskirkju. Orgeltónleikar Björns Steinars Sólbergs- sonar 9. júni. Efnisskrá: Dietrich Buxtehude: Prelúdia og fúga í D-dúr og Ciaconna i e-moll; Pier- redu Mage: Fimm þættir, úr „Livre d’orgue"; Johan Sebastian Bach: lch ruf zu dir, Herr Jesu Christ og Bach/Vivaldi: Konsert í a-moll. Listvinafélag Hallgrímskirkju gengst fyrir mikilli tónlistarhátíð í kirkjunni, sem hófst um hvítasunnu og stendur út vikuna. Tónlistarhá- tíð, þar sem aðrar listgreinar eiga þó sína fulltrúa, því haldin er sýning á passíumyndum eftir Snorra Svein Friðriksson í anddyri og Kirkjuleik- húsið á einnig inni á þessari hátið. En fyrirferðarmest er tónlistin. Sakir íjarveru undirritaðs varð ekki fjallað um fyrstu tónleika þessarar hátíðar, sem að sögn voru hinir glæsilegustu. Átakalitið, en lipurt Á þriðja í hvítasunnu lék Bjöm Steinar Sólbergsson á kórorgel Hall- grímskirkju. Enn er auður krókur þar sem orgelinu mikla er ætlaður staður í framtíðinni og ímyndunin ein verður að fá að ráða í hvemig þeir hljómar verði sem þaðan komi. Til síns brúks er kórorgelið ágætt, en að sönnu full lítið til flutnings viðameiri verka. Það mátti greini- lega sjá, eða öllu heldur heyra, á verkefnavali Bjöms Steinars Sól- bergssonar. Hann valdi verk án mikilla átaka, en sem þó leyfðu lipr- um og litríkum túlkunarmáta hans að njóta sín. Leikurinn hófet með nokkrum verka Buxtehudes. Þótt Danir eigi að sönnu rétt á að telja Buxtehude sinn mann lítur heimurinn yfirleitt á hann sem þýskt tónskáld og organ- ista. Það leiðir til dæmis hugann að því hve afetætt þjóðemishugtakið Björn Steinar Sólbergsson. Tórúist Eyjólfur Melsted er þar sem saga íslands og hertoga- dæmanna í núverandi Norður- Þýskalandi á sér, til dæmis, miklu meira sameiginlegt en saga hertoga- dæmanna og syðstu fylkja Vestur- Þýskalands. Landamæri tónlistarinnar En tónlistin á sér sem betur fer engin landamæri. Hér úti á íslandi erum við svo blessunarlega laus við þjóðlegan skóla (þjóðrembuskóla) í tónlist. Því þykir sjálfsagt að bera gott að úr öllum áttum. Björn Stein- ar Sólbergsson hefur borið með sér ferskan rómversk-gallískan blæ inn í íslenskan orgelheim, en er um leið vel heima í leikmáta hins vel þekkta germanska skóla. Pierre du Mage er kannski einum um of venjulegt barokktónskákl til að taka sem dæmi um gallískan stíl. En ég hygg að það hafi verið bæði hljófærisins vegna og inntaks hátíðarinnar í Hallgrímskirkju að hann valdi ekki verk nýrri franskra tónskálda, sem hann er þegar svo þekktur fyrir, til flutnings á þessum tónleikum. Það var heldur ekki neitt slor að hlýða á hann flytja Bach Vivaldi konsertinn. Þar naut lipurð hans og íhugandi framsetning tónmálsins til fulls. Hann gaukaði svo smá broti af iðandi fótamennt, sem aukagetu að áheyrendum, svona rétt til að lyfta brúninni í lokin og um leið festa með manni það álit að þar fari mikil- hæfúr organisti, en um leið skemmti- legur flytjandi þar sem Bjöm Steinar Sólbergsson er. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.