Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Síða 9
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. 9 Ferðamál Svo sem maðurinn sáir... Hefjumst handa - græðum landið okkar! Þetta er þvi miður alltof algeng sjon hér á landi. Með landgræðslupokanum getur þú snúið vörn í sókn. Áburðarverksmiðja ríkisins og Landgræðsla ríkisins hafa nú hrund- ið af stað herferð fyrir uppgræðslu á víðavangi undir kjörorðinu: Hefj- umst handa - græðum landið okkar. Þessari herferð er ætlað að verða almenningsátak í því að rækta upp moldarbörð og ógróna mela á hinum fjölmörgu leiðum ferðamannsins. í þessu skyni hafa Áburðarverk- smiðjan og Landgræðslan látið útbúa fyrir sig fimm kg. poka sem innihalda venjulegan áburð, að við- bættum 250 gr. af uppgræðslufræjum sem hafa verið sérstaklega valin og hönnuð í Kanada fyrir Landgræðsl- una. Fræin hafa verið húðuð með sérstökum leir í því skyni að þau blandist og dreifist jafht með áburð- arkomunum en sá sem sáir þarf því ekki annað en að opna pokann og dreifa innihaldinu á viðeigandi svæði. Það er von þeirra sem að herferð- inni standa að ferðamenn hér innanlands kaupi þó ekki sé nema einn poka þegar lagt er af stað í ferðalag og dreifi síðan úr honum á viðeigandi stað, en pokamir munu verða til sölu á öllum bensínaf- greiðslustöðum og kosta aðeins 200 kr. „Landvernd var með hliðstæða herferð í gangi fyrir tíu til tólf árum en síðan þá hafa menn alltaf verið að spyrja um landgræðslupoka af þessu tagi. Ég held því að það sé full ástæða til að svara þeirri eftir- spum og hvetja jafnframt fleiri til að hugsa um landið sitt,“ - sagði Þorsteinn Þórðarson hjá Áburðar- verksmiðjunni þegar við leituðum upplýsinga um pokana. „Fólk er ekki einungis að gera mikið gagn með því að dreifa úr landgræðslupoka. Ég er viss um að flestir hafa mjög gaman af þvi að leggja landinu sínu lið á þennan hátt, auk þess sem slíkt framtak er auðvitað fagurt fordæmi fyrir böm og unghnga," - sagði Þorsteinn enn- fremur. Hann tjáði okkur jafhframt að ætlunin væri að auglýsa pokana nú á næstunni, bæði í útvarpi og í blöð- um. En hvar em þá þau svæði sem helst þurfa á uppgræðslu að halda. Eru ekki alvarlegustu gróðursárin uppi á afréttum, langt úr allri þjóð- leið? „Þessi svæði em því miður mjög viða og alls ekki síður i þjóðbraut en úr alfaraleið. Ég þarf t.d. ekki annað en að líta hér út um gluggann á skrifstofunni minni og þá blasa við gróðursár og rofabörð. Við erum ein- mitt að leggja áherslu á það að með landgræðslupokunum leitist fólk við að stöðva uppblástur þar sem hann er á byrjunarstigi. En það verður gert með því að sá í gróðursár sem því miður em oft upphafið að alvar- legum uppblæstri." Þorsteinn tjáði okkur að með ein- um landgræðslupoka mætti rækta upp 100 fermetra svæði. Það munar nú um minna ekki satt? KGK Fatlaðir í flugi Hjólastólamir sem notaðir em um borð í 747 vélum Air France. Franska flugfélagið Air France hefur komið fyrir hjólastólum fyrir fatlaða í nokkr- um af 747 vélum sínum. Em hjólastól- amir ætlaðir fyrir fatlaða farþega til þess að auðvelda þeim að komast á salemi vélanna. í nokkrum sætanna við ganginn er hægt að taka stólarm- inn upp og getur þá farþeginn auðveld- lega flutt sig yfir í hjólastólinn. Salemin hafa einnig verið þannig úr garði gerð að auðvelt sé fyrir fólk í hjólastólum að komast þar að. -A.BJ. logandi Rinarfljót Ef þú verður á ferðinni í grennd við Rínarfljót í sumar em það sérstaklega þijár dagsetningar sem þú ættir að merkja við á dagatalinu: 4. júlí, 8. ágúst og 19. september. Þessa daga mun fljótið hreinlega verða logandi af flugeldasýningum og skemmtileg- heitum. Hátíðahöldin byrja í Rudesheim og Bingen laugardaginn 4. júlí. Á 7,5 km löngum kafla verða hallir og kastalar beggja vegna við ána uppljómaðir, sömuleiðis öll minnismerki, kirkjur og tumar. Hámarki ná svo hátíðahöldin þegar flugeldasýningamar verða. Um 45 skip munu sigla uppljómuð fram og aftur um fljótið. Með því að tryggja sér sæti um borð tryggir maður sér auðvitað bestan aðgang að þessu sjón- arspili. 8. ágúst ljómar Rín á milli bæjanna Spay og Koblenz. Kveikt verður á hallar- og kastalaljósum um hálftíu- levtóð um kvöldið. Um sama levti leggja sjötíu ljósum prýdd hátiðaskip- in af stað í þessa 17 km löngu siglingu. Hvorki meira né minna en átta meiri háttar flugeldasmingar verða á leið- inni og stendur ferðin til kl. 4 um morguninn. Síðasta Rínarhátíðin verður svo laugardaginn 19. september. Þá taka svsturborgimar St. Goar og St. Goars- hausen sig saman og hafa sína eigin Rínarhátíð. Umgjörðin um hátíðina verður á sögufrægum stöðum eins og Katz. Maus og Rheinfels og hægt er að fá bestu áhorfendasætin sem völ er á um borð i sextíu skipum sem sigla um hátíðasvæðið. Athugið því áætlun ykkar ef þið verðið á ferðinni í sumar og missið ekki af þessum logandi fljótahátíðum. -A.BJ. Leiðbeiningar fyrir Mallorcafara Atlantik Ferðasknfstofan Atlantik gefur út mjög greinargóðan leiðbeininga- bækling fyrir farþega sem hvggjast heimsækja Mallorca á þeirra vegum. I bæklingnum er að finna upplýsing- ar og leiðbeiningar um fjölmargt sem ferðamönntmi kemur vel að kunna skil á. T.d. em leiðbeiningar um heilbrigðisþjónustuna , fjármál og afgreiðslutíma verslana sem er misjafn eins og stendur í bæklingn- um. Aðalreglan er sú að verslanir em opnar frá kl. 9-13 og 16-20 alla daga nema sunnudaga. Stóm vöm- húsin í Palma em undantekning. því þau em ekki lokuð um miðjan dag- inn og em einnig stundum opin á sunnudögum. Þá er orðalisti sem getur komið í góðar þarfir þegar kevpt er í matinn, leiðbeiningar um veitinga og skemmtistaði, hvað algengir máls- verðir kosta og spönsk nöfri á ýmsum réttum. Þá em leiðbeiningar mn hvemig eigi að hringja heim til ís- lands, um skeyta og póstþjónustu og samgöngur á Mallorka. Um vatnið segir t.d. að á Mallorka sé það ekki óhæft til drvkkjar en farþegum er eindregið ráðlagt að kaupa hreinsað vatn sem fæst alls staðar á flöskum og kútum. Það heitir Aqua mineral og til bæði með kolsýru, con gas, og án, sin gas. Þá fylgir með bæði kort af eyjunni og miðborg Palma. Ferðaskrifstofan Atlantik á hrós skilið fyrir þessar ágætu ferða- mannaupplýsingar. -A.BJ. Ferðast fyrir eina krónu Ödýrasta almenningsfarartæki, sem við höfúm heyrt um, er neðan- jarðarlestin f Mexico City. Það kostar ekki nema sem svarar rétt um 1 kr. íslenskri að fara með lest- inni og skiptir þá vegalengdin ekki máli, Kort yfir ferðir lestarinnar fást ókeypis í farmiðasölunum á öllum lestarstöðvunum. Hins vegar má aðeins hafa með- ferðis litla böggla og er ferðafólki ráðlagt að gæfa sín á vasaþjófúm, eins og í öðrum stórborgum. -A.BJ. ASEA Cylinda þvottavélar ★ sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! /FOniX HATUNI 6A SIMI (91 )24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.