Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Side 8
8
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987.
Útlönd
Ætlunin að vaska jafnvægi landsins
Jiaime Lusinchi, forseti Venezuela, sagði í gær að óeirðir stúdenta í landinu
undaniarið væru liður í áætlun sem miðaði að því að koma stjóm þess úr
jafhvægi og hét forsetinn því að ríkisstjóm hans myndi standa af sér árásir
þessar.
Sagði forsetinn að minnihlutahópur sá sem stendur á bak við tilraunirnar
gæti valdið miklu tjóni, sársauka og fómum, en honum tækist aldrei að
ógna lýðraóislegri stjóm landsins.
Tveir námsmenn létu lífið og liðlega sjötíu meiddust í óeirðum í Caracas,
höfuðborg Venezuela, og sex öðrum borgum í vikunni er leið. Námsmennim-
ir vom að mótmæla mikilli verðbólgu í landinu og höftum á mótmælastarf-
semi.
Panama á barmi
Eric Arturo Delvalle, forseti Pan-
ama, hvatti í gær landsmenn sína til
þess að sameinast um að forðast það
ógnarástand sem framundan virðist
vera i landinu.
í útvarps- og sjónvarpsávarjú fór
forsetinn fram á að mótmælum yrði
hætt í landinu og hvattí deiluaðila
til þess að koma í veg fyrir að landið
hrapaði niður í hyldýpi blóðs, dauða
og sorgar.
Devalle sagði einnig að stjómvöld
yrðu að efna til rannsóknar á ásök-
unum á hendur yfirmanns hersins,
þess efnis að hann hafi átt hlut að
spillingu og morðum. Hershöfðing-
inn, Manuel Antonio Noriega, er í
raun valdamesti maður Panama.
Talið er að Delvalle hafi haldið ræðu
sína í gær að hans undirlagi.
Felldu borgarstjora, lögreglu og bændur
Skæmliðar vinstri sinna í Perú felldu borgarstjóra, lögreglumann og fjóra
bændu sem þeir sökuðu um að gefa stjómarher landsins upplýsingar, í hörð-
um aðgerðum víða í sveitum Perú um helgina.
Skæmliðamir, sem vom maóistar úr röðum Sendero Luminoso hreyfingar-
innar, tóku bænduma fjóra af lífi eftir að hafa dregið þá fyrir svonefiidan
alþýðudómstól.
Þá skutu félagar úr sömu hreyfingu borgarstjóra Santa Cruz De Chuca,
sem er um sex bundmð kílómetra frá Lima.
Loks sátu félagar úr Sendero Luminoso fyrir lögreglumanni í Huancayo,
austan við Lima og skutu hann til bana.
Gassprenging lagði íbúðarhús í rúst
Að minnsta kosti einn lét
nokkurra er saknað og á þriðja tug
fólks slasaðist þegar mikil gas-
sprengins lagði tvær hæðir íbúðar-
byggingar í Genúa á Ítalíu í rúst í
gær.
Meðal þeirra sem er saknað em
slökkviliðsmaður og starfsmaður
gasveitunnar í Genúa, sem líklega
hefur verið að reyna að gera við
gasleka sem komið haföi fram í bygg-
ingunni. Þá er enn saknað fjögurra
íbúa byggingarínnar en þar sem fjöl-
margir íbúanna höfðu farið niður á
strönd, skammt frá borginni, til að
njóta helgarinnar, var ekki vitað
hvort fjórmenningarnir höfðu verið
heima við eða ekki.
Þegar sprengingin varð vom
slökkviliðsmenn og starfsmenn gas-
veitu að kanna gasleka, sem íbúar
byggingarinnar höföu tilkynnt um.
Sprengingin skók allt nágrenni
byggingarinnar og flestir þeir sem
meiddust við hana vom gangandi
vegfarendur sem urðu fyrir glerbrot-
um og múrbrotum.
Vilja hætta landbunadamiðurgreiðslum
Ríkisstjóm Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, mun í dag skýra frá fyrir-
huguðum aðgerðum sem miða að því að hætta öllum niðurgreiðslum á
útflutning á landbúnaðarafurðum svo og að fjariægja allar viðskipahömlur
á afurðir. Ætlunin er að framkvæma þetta fýrir árslok 1988.
Að sögn bandaríska stórblaðsins New York Times er ætlunin að viðhalda
lágmarkslaunum fyrir bændur meðan niðurgreiðslur og framleiðslutaygging-
ar em felldar niður í áföngum. Bændur verða hvattir til þess að leita sér
annarrar atvinnu.
Barbie dæmdur til Irfstíðarfangelsis
Klaus Barbie, fyrrum yfirmaður
Gestapó í Lyon í Frakklandi, var á
föstudagskvöld fundinn sekur um
glæpi gegn mannkyninu og dæmdur
til lífstíðarfangelsis, af frönskum
dómstóli.
Barbie, sem nefhdur hefur verið
slátrarinn frá Lyon, tók dóminum
með jafnaðargeði. Hann hefur að
mestu neitað að vera viðstaddur rétt-
arhöldin yfir sér sera staðið hafa í
tvo raánuði. Heldur hann því fram
að ólöglega hafi verið að því staðið
þegar hann var framseldur frá Boliv-
íu til Frakklands í byijun þess árs
og hefur ekki viðurkennt réttmæti
réttarhaldanna.
DV
Fimm hundrað and-
ófsmönnum sleppt
úr haldi í S-Kóreu
Valdaránsins í Pakistan minnst
Eitt hundrað sjötíu og sjö andófs-
mönnum, sem setið hafa í fangelsum
í Suður-Kóreu, var í morgun sleppt
úr haldi. Áætlað er að liðlega þrjú
hundruð til viðbótar verði sleppt úr
haldi síðar í þessari viku. Þá tilkynntu
talsmenn dómsmálaráðuneytis S-
Kóreu í morgun að Kim Dae-Jung og
um tvö þúsund aðrir andófsmenn, sem
hafa setið í fangelsi undanfarið, muni
fá aftur full borgaraleg réttindi ekki
síðar en í næstu viku.
Síðar á þessu ári er ætlun stjóm-
valda að leysa úr haldi hundruð
andófsmanna til viðbótar.
Aðgerðir þessar em fyrsta skref
stjómvalda í átt til þess að standa við
loforð sín um aukið lýðræði í Suður-
Kóreu.
Mótmælaaðgerðir halda enn áfram
í landinu. Um helgina lést Lee Han-
Yol, námsmaðurinn sem legið hefur
dauðvona á sjúkrahúsi, eftir að hafa
fengið táragassprengju í höfuðið í
átökum námsmanna og lögreglu í
júníbyrjun. Þegar fregnin um dauða
Kim Myung-Yoon, einn þeirra andófsmanna sem sleppt var úr haldi í morg-
un, fékk góðar viðtökur meðal samherja sinna. Hann hefur setið i fangelsi um
nær mánaöarskeið eftir að hafa efnt til mótmælaaðgerða. Símamynd Reuter
hans spurðist út kom til átaka milli námsmennina sem svöruðu fyrir sig
um tvö þúsund námsmanna og óeirða- með múrsteinakasti og bensínsprengj-
lögreglunnar í Seoul, höfuðborg um.
S-Kóreu. Lögreglan beitti táragasi á
„Niður með forsetann" hrópuðu þessar pakistönsku konur í gær en þær voru
meðal þeirra tugþúsunda er minntust valdaránsins í Pakistan fyrir tíu árum.
Símamynd Reuter
Sjö manns biðu bana og að minnsta
kosti fimmtíu særðust í sprengjutil-
ræðum í Lahore í Pakistan í gær. Þar
var efiit til mótmælaaðgerða í tilefhi
þess að tíu ár voru liðin frá valdarán-
inu sem kom Zia ul-Haq í embætti
forseta.
Flestir mótmælendanna komu sam-
an í höfuðborginni Karachi þar sem
tuttugu þúsund manns hlýddu á
stjómarandstöðuna kalla forsetann
umboðsmann bandarískrar heims-
valdastefnu. Benazir Bhutto, dóttir
Ali Bhutto forseta sem steypt var af
stóli fyrir tíu árum, var ekki viðstödd
en stuðningsmenn flokks hennar og
annarra stjómarandstöðuflokka
minntust valdaránsins með því að
setja á sig svört sorgarbönd. Einnig
skreyttu þeir bíla sína og hús með
svörtum fánum.
Bhutto var sakaður um kosninga-
svindl árið 1977 og steypti Zia, sem
þá var yfírmaður hersins, honum af
stóli. Zia lofaði almennum kosningum
en þær drógust á langinn og 1979 lét
hann taka Bhutto af lífi.
Ottast fleiri
Mikil spenna ríkir nú í Manila, höf-
uðborg Filippseyja, eftir sprengju-
árásir þar um helgina. Árásimir em
gerðar í þeim tilgangi að skapa ótta-
blandið andrúmsloft og grafa undan
stjóm Aquino forseta, að því er herinn
fullyrðir.
Vopnaðir hermenn em á verði við
aðalstöðvar lögreglunnar og einnig
verður settur vörður við útvarps- og
sjónvarpsstöðvar auk þess sem sérstök
gæsla verður við mikilvægar stjómar-
byggingar og sendiráð.
Ofgahópar hægrisinnaðra em sak-
aðir um fjögur sprengjutilræðanna um
helgina. Er tilgangur þeirra sagður
vera að koma í veg fyrir að nýtt þing
komi saman þann 27.júlí næstkom-
andi. Hægri menn og frambjóðendur
vinstri flokkanna biðu ósigur í kosn-
ingunum í maí. Þingið hefur tilkynnt
að endurskoðaður verði samningurinn
við Bandaríkin um herbækistöðvar
þeirra á Filippseyjum.
Þrír hermenn féllu fyrir hendi
skæmliða kommúnista um helgina.
Þar með hafa tuttugu og fimm manns
látið lífið í átökum sem undanfarið
hefur komið til víðs vegar um landið.
árásir frá hægri og vinstri
Myndir af Sámi frænda og Aquino forseta voru brenndar í mótmælaaðgerðum
í Manila á Filippseyjum um helgina. Var meðal annars verið að sýna and-
stöðu gegn bækistöðvum bandaríska hersins þar og íhlutun Bandarikjanna í
málefni landsins. Símamynd Reuter