Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987. Útlönd DV Blóðið flýtur í Nicaragua Stríðið í Nicaragua kostar æ fleiri mannslíf smáríkisins í Mið-Ameríku. Rúmlega 3000 manns hafa látið lífið í átökunum það sem af er árinu og, er það mesta mannfall síðan stríðið byrjaði 1982. „Jafnvel þó maður taki tölum um mannfall með varúð er ljóst að átök- in mögnuðust og fleiri létu lífið eftir að Bandaríkin tóku að senda skæru- liðum contra vopn og vistir," sagði evrópskur stjómarerindreki við fréttamann Reuters í Nicaragua. Contraskæmliðamir fá 100 milljón dollara aðstoð frá Bandaríkjunum til að koma stjóm sandinista frá völdum. Aðstoðin var, að undirlagi ríkisstjómar Reagans Bandaríkja- forseta, samþykkt í öldungadeild bandaríska þingsins á síðastliðnu hausti. Frá Bandaríkjunum fá contraskæruliðar allt frá hermanna- stígvélum til fúllkominna loftvama- eldflauga. I ársbyijun tók aðstoðin að berast skæruliðum og samkvæmt opin- berum tölum hafa 20 manneskjur látið lífið daglega síðan þá. Fyrir þjóð, sem hefúr 3,2 milljónir íbúa, er þessi daglegi tollur þung byrði. Samkvæmt tölum stjómarinnar í Managua, sem ná til 5. júní, hafa 534 stjómarhermenn fallið í stríðsá- tökunum, tala látinna óbreyttra borgara er 134 og fallnir contra- skæmliðar em sagðir 2481. Saman- borið við mannfall upp á 5119 á öllu síðasta ári hafa 3149 hermenn, skæmliðar og borgarar fallið á þeim sex mánuðum sem liðnir em af árinu 1987. „Mjúk“ skotmörk Contraskæmliðar forðast bein átök við stjómarher sandinista. Skæmliðar beina spjótum sínum að svokölluðum „mjúkum" skotmörk- um og freista þess að veita stjómar- hemum fyrirsát til að koma andstæðingnum í opna skjöldu og draga sem mest úr mannfalli í eigin röðum. „Mjúku" skotmörkin er til dæmis samyrkjubú, samgöngutæki, orku- ver og vegir og brýr. í lok apríl síðastliðinn drápu skæmliðar verk- fræðing frá Bandaríkjunum þegar þeir gerðu skyndiárás á stíflu sem Sandinistar fagna sigri yfir Somoza 1979. Reagan einsetti sér að koma þeim frá völdum. Tekst honum það? Bandaríkjamaðurinn hjálpaði sandinistum við að byggja. Markmið contraskæmliða er að lama efnahag Nicaragua og skapa óánægju óbreyttra borgara. Skæm- liðar vonast eftir liðsauka frá almenningi þegar hann verður þreyttur á vömskorti og geigvæn- legri verðbólgu sem geisar í Nic- aragua. Um það bil 5000 contraskæruliðar em nú taldir innan landamæra Nic- aragua og aðrir 7000 em dreifðir í nágrannaríkjum landsins. í febrúar og mars árið 1983 ætluðu contra- skæmliðar að reyna að ná fótfestu í Nicaragua og „frelsa“ landsvæði til geta stofnað ríkisstjóm í landinu en það tókst ekki. Ekki síðan þá hafa jafnmargir skæmliðar verið í landinu. Þeir em þó ekki taldir ógna að marki stjómarhemum sem í em 75.000 manns. Contarskæmliðar eiga hauk í homi þar sem er Reagan Banda- ríkjaforseti. Reagan telur sandinista rót alls ills í Mið-Ameríku og hefur einsett sér að koma ríkisstjóm þeirra frá völdum. Sandinistar byltu ein- ræðisherranum Somoza árið 1979 en Somoza naut stuðnings Bandaríkja- manna eins og fleiri einræðisherrar álfunnar hafa gert, bæði fyrr og síð- ar. í haust ætlar Reagan að fara fram á það við þingið að það samþykki aukna aðstoð við contraskæmlið- ana, en búist er við að það gangi treglega að sannfæra meirihluta demókrata í báðum deildum um nauðsyn og réttmæti aðstoðarinnar. Einkum þegar haft er í huga Irans- málið og eftirleikur þess sem stór- lega hefur skaðað utanríkisstefnu forsetans og gert hana ótrúverðuga. Stjóm sandinista í Nicaragua er það huggun að Reagan á aðeins eft- ir eitt og hálft ár í embætti. Það er þess vegna ólíklegt að hann muni leysa „vandamálið Nicaragua" eins og hann lofaði að gera á forsetatíð sinni. „Reagan verður ekki forseti þegar við munum halda upp á tíu ára af- mæli byltingarinnar árið 1989,“ sagði háttsettur embættismaður i Nicaragua við fréttamann Reuters. Ottast um virðingu krúnufjölskyldunnar Meðan Diana, prinsessa af Wales, skemmti sér á Wimbledontennismót- inu í síðustu viku gekk eiginmaður hennar, Karl erfðaprins, um stræti fátækrahverfa Lundúnaborgar og kynnti sér hagi þeirra sem þau byggja. Prinsessan flissaði og lýsti hrifningu sinni á íþróttastjömunum meðan prinsinn lýsti yfir hneykslan sinni við fömneyti sitt á niðurlæg- ingunni sem búin er fátækum þegnum hans. Ólíkar áttir Þessi munur á athöfnum hjóna- komanna Karls og Díönu eina dagstund kann að virðast lítilvægur við fyrstu sýn. Hann er Bretum þó áhyggjuefiii sem enn ein vísbending um að krúnuerfingjamir séu óðum að fjarlægjast hvort annað. Meðan Karl hefúr mesta ánægju af listum, tónlist og íþróttum og reynir að sinna ábyrgð þeirri sem talin er hvíla á væntanlegum þjóðhöfðingja em það rokktónleikar, næturklúbbar og stefiiumót við ógifta karlmenn sem heilla Díönu. Prinsessan þykir ábyrgðarlaus, daðurgjöm og skemmtanafíkin og hefúr jafnvel gefið tilefiii til þess að grunsemdir hafa vaknað um ótryggð. Hefur hún verið bendluð við bankamann nokkum, að nafni Philip Dunne, og á að hafa eytt helgi á sveitasetri hans án tilhlýðilegrar siðgæðisvörslu. Elísabet áhyggjufull Elísabet drottning mun vera áhyggjufull vegna framferðis prins- essunnar. Nýlega sá drottningin ástæðu til að taka Díönu á hvalbein- ið vegna sambandsins við Dunne og segja heimildir Elísabetu hafa notað sama tækifæri til þess að lesa tengdadótturinni pistilinn varðandi æskilegt hegðunarmynstur kónga- fólks. Díana er þó alls ekki sú eina úr fjölskyldunni sem gérir drottning- una órólega. Sarah, eiginkona Andrew, hertogaynja af Jórvík, þyk- ir jafntilkippileg í sollinn og prins- essan. Þær hafa skemmt sér mikið saman og þykja við slík tækifæri lík- ari óstýrilátum stelputrippum en virðulegum fulltrúum- krúnunnar. Þótt almúgastelpur megi ef til vill pota með regnhlíf í bakhluta vina sinna af gagnstæðu kyni, flissa og fíflast opinberlega og „detta í það“ ef þær vilja þykir slíkt ekki sæma prinsessum og hertogaynjum. Enda hafa uppátæki vinkvennanna tveggja gengið svo langt að breskir fjölmiðlar, sem forðast yfirleitt slíkt umtal um kóngafólkið, em famir að skýra frá þeim. Þá þykja yngri prinsamir tveir, Edward og Andrew, ekki stillast með aldri og þroska eins og vonast hafði verið til. Nýlega efndu þeir ásamt Söm og Onnu prinsessu, systur sinni, til skemmtunar í góðgerðar- skyni. Skemmtun þessi þótti óvirðu- leg og kjánaleg og engan veginn samboðin þeirri ímynd sem Bretar vilja að fjölskylda þjóðhöfðingja þeirra haldi. Svo langt hefur þetta gengið nú að málið hefur verið tekið upp í leið- ara dagblaðsins Sundaý Times í Lundúnum. Leiðarahöfundur lýsti andúð sinni á hegðun kóngafólksins, en benti jafnframt á að Elísabetu drottningu væri ef til vill að ein- hveiju um að kenna, því hún fengi unglingunum alls ekki nóg að gera. Mælti hann með því að þeim yrði einfaldlega gert að inna af hendi ein- hver ákveðin störf, sem gætu dregið athygli þeirra frá skemmtunum og takmarkað þann tíma sem þeim gefst til trúðsleikja. Karl ábyrgur Það mun þó vera Bretum og drottningu þeirra nokkur huggun Elísabet Bretadrottning mun hafa af því þungar áhyggjur að börn henn- ar og tengdabörn sýna ekki hegðunarmynstur sem sæma þykir kónga- fólki. Karl erfðaprins mun þó undantekning því hann heldur virðingu sinni og alvöru að því marki að hinum mun finnast hann leiðinlegur. að Karl erfðaprins hefur sýnt að hann er meðvitaður um ábyrgð sína og leitast við að sinna hlutverki þjóðhöfðingja af natni. Af verkum prinsins má ráða að hann hyggist vera virkur í að veita ríkisstjóm landsins það aðhald sem hann getur og ekki hika við að benda á það opinberlega ef hann þykist finna brotalöm á starfsemi hennar. Ferð Karls um fátækrahverfi Lundúnaborgar í síðustu viku er dæmigerð að þessu leyti. Þar lýsti prinsinn megnustu andúð á þeim aðstæðum sem fátækustu þegnum Bretaveldis er gert að búa við. Eink- um vom það innflytjendur sem hann1 virtist hafa samúð með og benti hann á að þótt Bretar þættust taka við þessu fólki til að forða því frá óvið- unandi aðstæðum í heimalandi þess, væm því búnar lítt skárri kringum- stæður í fátækrahverfum Bretlands. í ummælum hans fólust skýr fyrir- mæli til Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, um að bæta hag þessa fólks. Þótt fyrirmælin væm óbein vom þau eins skýr og ríkisarfi getur haft ábendingar til stjómvalda. Hvort Elísabetu drottningu, hugs- anlega með fulltingi Karls, tekst að hemja hina „unglingana" getur tíminn einn leitt í ljós. Bretum þykir þó þörf á, því þótt væntanlegur kon- ungur sé ábyrgur getur hegðan fjölskyldu hans grafið undan krún- unni, svo að jafnvel grói aldrei um heilt að nýju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.