Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987.
11
Utlönd
Jams Roskains, andófsmaður frá Lettlandi, sem nýverið var sleppt úr fang-
elsi, heldur hér á Ijósmynd frá mótmælaaðgerðum i Riga í síðasta mánuði.
Um þessi mótmæli verður fjallað i næsta tölublaði timarits andófsmanna.
Símamynd Reuter
Nýtt tímarit
andófsmanna
Á föstudag hófst útgáfa nýs tímarits
á vegum andófsmanna í Sovétríkjun-
um og er talið að því sé ætlað að kanna
hversu langt umbótavilji Gorbatsjovs,
aðalritara Kommúnistaflokks Sovét-
ríkjanna, nær. Tímaritið nefnist
Glasnost, en umbótastefiia Gor-
batsjovs hefur einmitt verið nefhd því
nafni.
Andófsmennimir, sem standa að út-
gáfúnni, segjast hafa farið fram á
opinbera heimild stjómvalda til útgáf-
unnar, en þar sem ekkert svar hafi
borist við beiðninni, hafi þeir ákveðið
að gefa út fyrsta tölublaðið án heimild-
arinnar. Að blaðinnu standa margir
hópar andófsmanna. Þeirra á meðal
hópar kristinna manna, þjóðemis-
sinnar í Lettlandi og þeir sem berjast
fyrir réttindum fatlaðra.
Ritstjóri tímaritsins, Sergei Grigory-
ants, tók skýrt fram við fréttamenn
að hér væri ekki um neðanjarðarút-
gáfu að ræða. Sagði ritstjórinn alla
starfsemina fara fram fyrir opnum
tjöldum.
Þá hefur sami hópur andófsmanna
1 hyggju að koma á eins konar pressu-
klúbbi þar sem tekin verða til umfjöll-
unar ýmis þau mál sem ekki em að
jafhaði rædd opinberlega í Sovétríkj-
unum. Á fyrsta fundi klúbbsins, sem
haldinn verður á morgun, verða rædd
ýmis lögbundin höft í Sovétríkjunum.
Mubarak sjálfkjör-
inn forseti Egypta
Allt bendir nú til þess að Hosni
Mubarak, forseti Egyptalands, verði
sjálfkjörinn til þess að gegna embætti
áfram, að minnsta kosti eitt sex ára
kjörtímabil til viðbótar. Mubarak hef-
ur setið að völdum frá árinu 1981 og
gæti átt langa framtíð í embætti þar
sem engar hömlur em á því í egypsk-
um lögum hversu mörg kjörtímabil
forseti má sitja.
Forsetakosningar fara fram i
Egyptalandi þann 5. október næst-
komandi. Undirbúningur endurkjörs
Mubarak hófst nú um helgina þegar
flokkur hans, Þjóðlegi demókrata-
flokkurinn, tilnefhdi hann sem fram-
bjóðanda sinn. Egypska þingið mun
tilnefha forsetaefiii í kvöld og er talið
víst að Mubarak hljóti tilnefiiinguna.
Níu aðrir aðilar hafa farið fram á til-
nefningu þingsins en enginn þeirra á
stuðning til þess meðal þingmanna.
Forsetakjörið þann 5. október er
ekki kosning, heldur staðfesting al-
mennings á tilnefningu þingsins með
almennri atkvæðagreiðslu. Búist er
við að tilnefning Mubarak verði stað-
fest með nær öllum greiddum atkvæð-
um.
■
Nýir rafmagns-teppastandar gera okkur kleift að
sýna þér meira og meira úrval af tepparúllum á
auðveldari hátt.
2)
3)
4)
Á fallegu parketgólfinu taka stöku teppin sig sérlega
glæsilega út.
Bætt vinnuaðstaða auðveldar afgreiðslu og betri
þjónustu.
JL-teppadeild: Greiðslukjör gerast varla betri.
RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND
FH BYGGmBflVÖRPBl
BYGGINGAVÖRUDEILD HRINGBRAUT 120 sími 28600
Stuðningsmenn Hosni Mubarak, for-
seta Egyptalands, efndu i gær til
aðgerða við eina af skrifstofum for-
seta í Kaíró þar sem þeir lýstu
stuðningi sinum við endurkjör hans
í forsetaembætti. Simamynd Reuter
Getum útvegað ýmsar
stærðir af Ford dísilvél-
um fyrir báta, iðnaðar-
tæki og rafstöðvar.
Hagstætt verð, stuttur
afgreiðslufrestur.
Almenna
Varahlutasalan s/f
Skeifunni 17, s. 83240 og 685100