Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987.
Neytendur
Eitthvað holK og fljótlegt
- einmitt það sem heimurinn vill í dag
Tilbúnir fiskréttir, sem bæði eru góð-
ir á bragðið, hollir, ferskir og fljótlegir,
alveg tilbúnir að skella í örbylgjuofn-
inn eða venjulegan bökunarofh eru
nú fáanlegir í öllum stærri matvöru-
verslunum landsins. Þetta er innlend
framleiðsla frá Marska á Skagaströnd,
sem búin er að vera á markaðinum
hér í rúmt ár.
Marska er ungt fyrirtæki, rétt rúm-
lega tveggja ára gamalt. Þar eru
framleiddir tilbúnir sjávarréttir. I
þeirri hollustuöldu, sem gengur yfir
heiminn, er mikil eftirspum eftir til-
búnum sjávarréttum. Það er einmitt
það sem fólkið vill: eitthvað sem er
hollt, en jafhframt verður rétturinn
að vera fljótlegur f framreiðslu. Rétt-
imir frá Marska, sem em fimm talsins,
uppfylla þessi skilyrði fullkomlega.
Fimm réttir
Marska framleiðir nú fimm tilbúna
rétti. Þeir em: Sjávarréttabaka,
rækjubaka, sjávarbaka, rækjurúllur,
skeljagratín og sjávarréttur Momay.
Þeir tveir síðast töldu em raunvem-
lega eins, nema hvað skeljagratínið
er í mjög vönduðum innfluttum skelj-
um. Innlendar skeljar reyndust bæði
of litlar og of þunnar. En hægt er að
nota sjávarrétt Momay sem fyllingu
í skeljamar til þess að geta notað þær
aftur og aftur.
Þá framleiðir Marska einnig tvær
aðrar tegundir af pönnukökum með
ýsu og rækjufyllingu. Þær em enn sem
komið er aðeins framleiddar fyrir veit-
ingastaði.
Allir þessir réttir em framleiddir
undir sameiginlegu vörumerki sem er
Sjávarréttir sælkerans.
„Við leggjum gífurlega áherslu á
stöðugleika í framleiðslunni. Réttimir
eiga alltaf að vera nákvæmlega eins.
Þannig geta viðskiptavinimir alltaf
verið vissir um hvað þeir em að
kaupa,“ sagði Steindór Haraldsson,
framleiðslustjóri fyrirtækisins. Fram-
kvæmdastjóri Marska er Heimir L.
Fjeldsted.
„Vinsælasti rétturinn er sjávarbak-
an. Hins vegar höfum við heyrt að
fólki finnist of dýrt að kaupa skelja-
gratínið, en það er gott að nota
sjávarrétt Momay í skeljamar og rífa
ost ofan á og baka síðan í ofhi.
I réttina em alltaf valdar bestu rækj-
umar og ekkert til sparað. Svipaðir
réttir og við framleiðum em fluttir inn
til landsins en ég leyfi mér að fullyrða
að þeir em allir úr miklu lélegra hrá-
efni en okkar réttir og því er ekki um
sambærilega vöm að ræða,“ sagði
Steindór og Heimir tók í sama streng.
Meira en tvö þúsund bökur
ádag
Framleiðslu hinna ýmsu rétta er
skipt niður á ákveðna daga. Daginn
sem DV kom í heimsókn var t.d. verið
að framleiða rækjubökur. Framleiddar
em meira en tvö þúsund bökur á dag
Steindór R. Haraldsson og Heimir L. Fjeldsted fyrir utan Marska og Rækjuverksmiðjuna. í baksýn má sjá Spákonu-
fellsborgina sem gnæfir yfir kauptúnið Skagaströnd.
og allar em þær alveg nákvæmlega
eins. Jukkið, sem sett er á bökumar,
er framleitt í 100 lítra potti og þarf að
laga marga potta af fyllingu yfir dag-
inn. Það er mikil handavinna við
framleiðsluna og miðað við aðstæður
er ótrúlegt að hægt skuli að hafa fimm
rétti í framleiðslu að sögn þeirra
Steindórs og Heimis.
Milli 10 og 15 manns vinna við mat-
vælaframleiðsluna hjá Marska en 25
manns hjá Rækjuvinnslunni. Marska,
sem er rekin í tengslum við Rækju-
vinnsluna. Hægt er að flytja starfs-
fólkið á milli ef á þarf að halda. Rúm
Daginn sem DV kom í heimsókn var verið að búa til rækjubökur. A mynd-
inni eru f.v. Sigrún Benediktsdóttir, Bryndís Steindórsdóttir og Sigrún
Lárusdóttir.
er fyrir 20 starfsmenn til viðbótar hjá
Marska.
Mikil aukning í augsýn
Svo gæti farið að auka þyrfti íjölda
starfsmanna miklu meira en það því
búið er að gera samninga við erlenda
aðila um dreifingu á framleiðsluvörum
Marska bæði í Danmörku, Svíþjóð og
í Englandi. Viðræður standa yfir við
fleiri erlenda aðila sem sýna fram-
leiðsluvörum Marska mikinn áhuga.
„Þegar þetta verður komið i gang
verður það ekki spuming um hvort
við getum selt framleiðsluna heldur
hvort við getum annað eftirspumin-
inni og framleitt nægilegt magn,“
sagði Heimir. Verið er að undirbúa
að flytja réttina út til Englands og
selja í verslunum Marks og Spencer
verslunarkeðjunnar sem er með stór-
verslanir dreift um landið.
Fulltrúar frá fyrirtækinu, með einn
af ffamkvæmdastjórunum í farar-
broddi, kom í vor og skoðaði verk-
smiðjuna og einnig rækjuvinnsluna.
Hann samþykkti hana eins og kallað
er á fagmáli en þetta er eina rækju-
vinnslan á landinu sem þessir aðilar
hafa samþykkt. Kröfur, sem Marks og
Spencer gera í matvælaiðnaði, em
með þeim ströngustu í heiminum.
Framkvæmdastjórinn var svo hrif-
inn af nýveiddri rækjunni, sem aldrei
hafði í frost komið er hann bragðaði
á henni nýpillaðri, að hann vildi ólmur
fá slíka rækju í verslanir sínar.
Þegar var reynt að útskýra fyrir
honum að það væri miklum erfiðleik-
um bundið að koma rækjunni ófrystri
og óskemmdri frá Skagaströnd i versl-
anir hans í Englandi sagði hann bara:
Ég vil fá þetta, það er ykkar mál að
leysa flutningsvandamálið!
Reyndar er búið að senda prufusend-
ingu til fyrirtækisins og tókst með
mikilli fyrirhöfn að koma rækjunni
óskemmdri til skila. Er þó ekki líklegt
að af þessu verði í framtíðinni vegna
flutningaörðugleika.
Það er hins vegar hægt að flytja
rækjuna út í saltpækli. Helst hún
þannig fersk í allt að þrjár vikur.
350 milljóna velta eftir tvö ár?
Þessi útflutningsmál og fleiri mögu-
leikar eru í deiglunni hjá þeim félög-
unum hjá Marska.
„Það stendur á framleiðslugetu okk-
ar. Við þurfum að stækka verksmiðj-
una. Veltan hjá rækjuvinnslunni var
100 milljónir á síðasta ári og í ár stefnir
hún í 170 milljónir.
Ef okkur tekst að auka matvæla-
framleiðsluna ætti veltan hjá okkur
að vera orðin 250-350 milljónir eftir
svona tvö til þrjú ár,“ sögðu þeir félag-
amir Stpindór og Heimir.
Rækjuvinnslan og Marska eru spöl-
kom frá höfhinni en samt rétt á
sjávarkambinum. Fyrirtækin eiga lóð-
ir sitt hvorum megin við núverandi
verksmiðjuhús og er ætlunin að þar
rísi framtíðarbyggingar.
Eitt af því sem er á döfinni hjá
Marska er að geta tekið í notkun stór-
tæka pönnukökuvél sem skilar
bakaðri pönnuköku á sekúndu. Það
em 15 pönnukökupönnur saman í vél-
inni. Þessi vél er mjög fullkomin þegar
hún er í fúllum afköstum, skilar þá
upprúlluðum pönnukökunum með
fyllingu og öllu saman! Hins vegar er
ekki hægt að nota hana eins og er þvi
hún er of afkastamikil fyrir starfs-
fólkið, vantar viðbótaráhöld til þess
að hún komi að fullum notum.
Þorskurinn kemur - rækjan fer
Það em þrjú fyrirtæki á Skaga-
strönd sem eiga sjávarréttaverksmiðj-
una Marska, Rækjuvinnslan á einn
þriðja hlut, frystihúsið Hólanes einn
þriðja og Skagstrendingur einn þriðja.
í tilbúnu réttina er notuð úrvals
rækja, úthafsrækja yfir sumarið og
flóarækja yfir veturinn.
í vetur hrundi rækjustofninn, afhnn
fór úr 628 tonnum í 123 tonn. Heimir
segir það vera að kenna gífurlega
miklum þorskgöngum því það fer sam-
an að þegar sjórinn hlýnar kemur
þorskurinn en rækjan hverfur.
Flóarækjan er kvótabundin á vet-
uma en ékki úthafsrækjan. Reiknað
er með að í sumar komi upp úr sjó
1000-1400 tonn, miðað við apríl til
september.
Nýting rækju er hins vegar ekki
nema um 25%. 75% hlutar em skel
og annar úrgangur.
„Það em til vélar sem mala skelina
í gæludýrafóður. Þannig væri hægt
að fá 5-6 kr. danskar fyrir kg. Markað-
urinn er fyrir hendi en tækin til að
vinna þetta em dýr,“ sagði Heimir.
Núna em fimm rækjuverksmiðjur
við Húnaflóann þannig að árlega er
fleygt milljónaverðmætum í skehnni.
Vélamar, sem Heimir talar um, mala
skelina án þess að hita hana upp eins
og þekkt er. En við það að hita skel-
ina verða efnabreytingar í henni og
næringargildið rýmar.
Það em því engin smáverðmæti sem
verða til í höndunum á þeim sjö hundr-
uð íbúum sem búa á Skagaströnd og
allt útlit fyrir að þau stóraukist á
næstu árum. -A.BJ.
Hallbjörn Hjartarson, sá frægi húnvetnski káboj, vinnur við framleiðslu sjáv-
arréttanna á Skagaströnd.