Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Page 16
16 MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjórl og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Ríkisstjórn kveður Á miðvikudaginn tekur ný ríkisstjórn við völdum. Þá kveður jafnframt sú sem setið hefur að völdum und- anfarin fjögur ár. Fæðing þeirrar ríkisstjórnar gekk ekki hljóðalaust fyrir sig og ýmsir möguleikar voru reyndir áður en yfir lauk. Að lokum var það undir for- yrstu Geirs Hallgrímssonar sem samkomulag tókst milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og samtímis' varð niðurstaðan sú að Steingrímur Hermannsson veitti henni forsæti. Sú ákvörðun var umdeild en aðstæður í Sjálfstæðisflokknum voru erfiðar þar sem Geir var fall- inn út af þingi og flokkurinn var enn í sárum eftir stjórnarmyndun Gunnars heitins Thoroddsens og þær deilur sem af því risu. Þetta þótti þung stjórn og reynslan frá fyrra sam- starfi þessara tveggja flokka á síðasta áratug gaf ekki tilefni til bjartsýni. Formannsskiptin í Sjálfstæðis- flokknum ollu óþægindum á stjórnarheimilinu og enduðu með uppstokkun á miðju kjörtímabili þar sem ráðherrarnir skiptu um stóla og Þorsteinn Pálsson tók sæti í stjórninni í stað Geirs Hallgrímssonar. Að þessum breytingum frátöldum gekk samstarfið að mestu snurðulítið. Og eftir því sem á kjörtímabilið leið óx stjórninni ásmegin sem einkum kom fram í batnandi efnahagsástandi. Samkomulag náðist við launþega- hreyfinguna um skaplega kjarasamninga og friður ríkti að mestu á vinnumarkaðnum. Heppnin lék og við ríkis- stjórnina í hækkandi verði á útflutningsframleiðslu, meiri afla og almennu góðæri. Verðbólga fór snarlækk- andi sem auðvitað er mesta skrautfjöðrin í hatti stjórn- arinnar. Hvað sem annað verður sagt um fráfarandi ríkisstjórn þá á hún þakkir og lof skilið fyrir það afrek. I kjölfar jafnvægis í efnahagsmálum fylgdi annað. Vextir voru gefnir frjálsir, verðtryggingar urðu ekki lengur klafi á fjárfestingum og skuldum og sparnaður jókst hröðum skrefum til góðs fyrir lánastofnanir og atvinnulíf. Verðbréfa- og peningamarkaður og margvís- leg mál tengd verðlags- og viðskiptaháttum hafa færst til betri vegar. Almennt talað gætir aukins frjálsræðis og athafnarýmis þannig að atvinnustarfsemi blómstrar meir en áður hefur þekkst hér á landi. Mestu máli skiptir í því sambandi að útgerð komst aftur á réttan kjöl og fiskvinnslan hefur og spjarað sig þrátt fyrir stöðugt gengi. Undirstöður þjóðarbúsins hafa fengið heilbrigðan rekstrargrundvöll. Frjáls fisk- markaður er angi af þeim meiði. Þá er heldur enginn vafi á því að aukið frelsi á öldum ljósvakans hefur sett svip sinn á þjóðlífið að undan- förnu en frelsi fjölmiðlanna má rekja til nýrrar löggjafar sem samþykkt var á liðnu kjörtímabili. Athyglisvert er að ýmsar þær endurbætur, sem hér eru raktar, eru ekki að frumkvæði eða fyrir forgöngu ríkisstjórnarinnar. Sér í lagi hefur Framsóknarflokkur- inn dregið fæturna í ýmsum stórmálum. Þróunin hefur hins vegar öll gengið í átt til aukins frjálsræðis og ríkis- stjórnin naut góðs af þeim vaxtarbroddum sem sprottið hafa upp meðal þjóðarinnar. Ef íhaldssamari og þröng- sýnni stjórn hefði verið við völd hefði þessi þróun ekki fengið að njóta sín. Ef litið er til sögu lýðveldisins hefur þetta tímabil verið hagstætt íslendingum. Ríkisstjórnin, sem nú fer frá, getur því vel við unað. Sumt er henni að þakka, annað hefur komið upp í hendurnar á henni. Margt er á hinn bóginn ógert og vonandi tekst nýju ríkisstjórn- inni að halda áfram á sömu braut. Ellert B. Schram Frjáls afgreiðslutími - frelsi hverra til hvers? Eins og flestum mun kunnugt stendur nú yfir umræða í borgar- stjóm um tillögu fimm sjálfstæðis- manna þess efnis að gefa afgreiðslu- tíma smásöluverslana í Reykjavík frjálsan. Þetta frelsi myni þýða í reynd að verslanir í Reykjavík gætu haft opið alla daga vikunnar til mið- nættis en sérstaka heimild borgar- ráðs þyrfti til næturverslunar. Einu ófrávíkjanlegu ákvæðin um lokun væm á fbstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag og jóladag. Þeir, sem tala fyrir þessari breyt- ingu á reglugerð um afgreiðslutíma verslana, gera það í nafhi frelsisins. Þeirra meginrök em: „Frelsi er okk- ur öllum fyrir bestu. Við (borgarfull- trúar) kjósum það sjálf og eigum því sem fulltrúar borgarbúa að tryggja þeim atvinnufelsi og sjálfsagða við- skiptahætti." Annar mikilvægur liður í röksemdafærslu þeirra er að það eigi ekki að vera í verkahring borgarfulltrúa að ákveða hvenær borgarbúar megi versla innan borg- armarkanna. Hagsmunir neytenda og kaupmanna tryggðir Hugtakið frelsi er mjög vandmeð- farið enda getur frelsi eins verið helsi annars. Það sem borgaryfirvöld verða að gera upp við sig er hveijum þeir ætla að tryggja frelsi og til hvers. Reglugerð um afgreiðslutíma er, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, kaleikur sveitarstjóma og við breytingar á henni verða þær að taka tillit til allra sem málið varðar, neytenda, afgreiðslufólks og kaup- manna. Fijáls afgreiðslutími verslana fær- ir neytendum óneitanlega það frelsi að geta verslað nánast hvenær sólar- hringsins sem er. Það færir kaup- mönnum það frelsi að hafa opið eins lengi og einhver vill versla. Það frelsi geta þeir nýtt sér sem hafa mikla veltu, s.s. stórmarkaðir. Kaup- maðurinn á hominu fær hins vegar í sinn hlut það helsi að standa í búð sinni eins lengi og stórmarkaðir hafa opið til þess að þóknast neytendum og halda í þá takmörkuðu verslun sem hann hefur. Hið margrómaða frelsi færir svo afgreiðslufólki það helsi sem hlýst af óhóflega löngum vinnudegi samfara lágum launum. Þau afstæðu frelsisrök flutnings- mannanna, sem ég vitnaði til hér áðan, verka ekki sannfærandi á mig. Ég er þeirrar skoðunar að núgild- andi reglugerð sé það rúm að hvorki hagsmunir kaupmanna né neytenda séu fyrir borð bomir. Hún tryggir báðum þessum aðilum réttinn til að stunda þessi viðskipti 70 klst. í viku hverri. Fæstir kaupmenn sjá þó ástæðu til að hafa opið nema 55-60 klst. eflaugardagurinn ermeðtalinn. Lesendadálkar dagblaðanna em að ýmsu leyti ágæt mælistika á óánægju fólks og þar hefur farið af- skaplega lítið fyrir kvörtunum vegna núgildandi afgreiðslutíma. Mun fleiri kvarta undan stijálum ferðum strætó en meirihluti borgarstjórnar lætur það sem vind um eyru þjóta. Ef einhver hefur kvartað yfir versl- unartímanum þá hefur það helst verið vegna lokunar verslana á laug- ardögum í sumar. Þar er þó ekki við reglugerðina að sakast því lokunin er til komin vegna samninga VR og kaupmanna. Brot á vinnuverndarlöggjöf? Ég hef sterkan grun um að það frelsi sem sjálfstæðismönnunum fimm er svo umhugað um, sé órjúfan- lega tengt því að síðar í sumar opnar Hagkaup nýjan stórmarkað í Kringlunni. Eg hef líka grun um að það sé frelsi Hagkaups og fleiri stór- markaða-til að hafa opið á sunnu- dögum sem vegi þyngst en ekki lengri verslunartími á kvöldin. Það er engin tilviljun að í auglýsingum sínum eftir starfsfólki'auglýsir Hag- kaup sérstaklega eftir fólki til að vinna á sunnudögum. Þau rök hafa m.a. heyrst fyrir þessu að eins og Kjállarmn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi Kvennalistans málum sé háttað í dag missi verslun í Reykjavík spón úr aski sínum til verslana í nágrannasveitarfélögum sem hafi opið á sunnudögum. En hver fær spóninn ef allir hafa opið? Kaupgeta Reykvíkinga eykst ekki við lengri afgreiðslutíma og þeir ein- staklingar sem hafa ríflega kaupgetu finna sér áreiðanlega tíma og tæki- færi til að koma fjármunum sínum í lóg. Þó hinn almenni neytandi hafi hagræði af sunnudagsopnun þá fer það fyrir lítið ef og þegar hann þarf að fara að bera hærri reksturskostn- að verslana í formi hækkaðs vöru- verðs. í því sambandi er vert að hafa í huga að álagning er fijáls - svo enn sé notað hugtakið frelsi. Sunnudagsopnun verslana í ná- grannasveitarfélögum Reykjavíkur hefur verið látin átölulaus um nokk- urt skeið enda engin ákvæði sem banna slíkt í reglugerðum þessara sveitarfélaga. Ég tel þó engu að síð- ur að þessi opnun orki mjög tvímælis ef tekið er mið af vinnuvemdarlög- gjöf okkar t.d. lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöð- um. I 55. gr. þeirra laga segir að á hveiju sjö daga tímabili skuli starfs- menn fá a.m.k. einn vikulegan frídag. Síðan segir: „Að svo miklu leyti sem því verður við komið, skal vikulegur frídagur vera á sunnudegi og að svo miklu leyti sem því verður við komið, skulu allir þeir, sem starfa í fyrirtækinu, fá frí á þeim degi“ (undirstrikun mín). Einu frávikin sem nefnd eru frá þessu eru heil- brigðis- og hjúkrunarstörf, varsla verðmæta, dýra og gróðurs, störf að öiyggismálum og framleiðslu- og þjónustustörf þar sem sérstakar að- stæður gera frávik nauðsynleg. Ef Reykjavíkurborg heimilar sunnu- dagsopnun væri því stigið stórt skref aftur á bak í vinnuvemd, skref sem væri í andstöðu við anda þeirra vinnuvemdarlaga sem í gildi em. Sjálfstæðismaður misskilur Vökulögin Á borgarstjómarfundi þann 18. júní sl. líkti sjálfstæðismaðurinn Ámi Sigfússon fijálsum afgreiðslu- tíma við Vökulögin með þeim orðum að Vökulögin hefðu ekki minnkað úthald skipanna heldur fjölgað mannskapnum um borð. Vildi hann nú heimfæra þetta upp á verslunina. j Ekki veit ég hvort fáfræði er um að kenna en tæpast gat henn valið sér óheppilegri samlíkingu. Vökulögin vom lög um vinnuvernd en frjáls afgreiðslutími er afnám vinnuvemd- ar. Það kostaði sjómenn mikla baráttu að ná fram þeim 6 klst. hvíld- artíma sem Vökulögin frá 1921 tryggðu þeim. Það tók þá 30 ár til viðbótar og harðvítug verkföll að ná fram 12 klst. hvíldartíma með togarasamningnum árið 1950. Sá samningur var hins vegar ekki tal- inn tryggja sjómenn betur en svo að Alþingi sá ástæðu til að setja lög um þetta eíhi árið 1955. Sjómenn og afgreiðslufólk eiga það sameiginlegt að vinna á tilltölulega litlum vinnustöðum. Hið persónu- lega samband sem er milli stjómenda og starfsfólks á slíkum stöðum gerir starfsfólkinu erfiðara um vik að neita að verða við þeim væntingum og kröfum sem til þess em gerðar um vinnutíma. Það er kannski ein- mitt þess vegna sem til era lög og reglugerðir um vinnuvemd sem varða þessa hópa sérstaklega. Afleiðingar vinnuþrælkunar Stytting vinnutíma er eitt mesta þjóðþrifamál íslendinga. Fijáls af- greiðslutími gengur í þveröfuga átt. Það frelsi verslunarinnar er hjóm og hismi borið saman við felsi fólks til að lifa mannsæmandi lífi af laun- um sínum, vera samvistum við böm sín og eiga sér frítíma. Afgreiðslu- fólk, sem að stærstum hluta til era konur, vinnur nú þegar langan vinnudag og víðast hvar á smánar- launum. Verði hann enn lengdur kemur það harðast niður á bömum þessa fólks. Og hagsmunir bama ættu að sitja í fyrirrúmi við af- greiðslu mála í sveitarstjómum. Auðvitað era til mótrök gegn því að lengri afgreiðslutími hafi í för með sér lengri vinnutíma. Þau ganga helst út á það að VR sé öflugt félag sem eigi að vera í stakk búið til að vemda sína félagsmenn gegn áþján vinnuþrælkunar. Það er hins vegar hægara um að tala en í að komast. Félagið er vissulega fjölmennt en félagsleg skipulagning þess er ekki að sama skapi sterk. Á félagssvæði þess era gífiirlega margir vinnustað- ir en hins vegar fáir trúnaðarmenn til að gæta hagsmuna starfsfólks á hverjum vinnustað. Hingað til hefúr félaginu heldur ekki tekist að ná fram samningum við kaupmenn um vaktavinnu sem er þó forsenda þess að eitthvert vit sé í löngum opnunar- tíma. Þar við bætist að í því lág- launasamfélagi sem hér ríkir verður það oft auðveldasti útvegurinn fyrir launafólk að bæta á sig vinnu. Vinnuþrælkunin kemur því ekki einungis niður á fjölskyldulífi heldur líka kjarabaráttu. Öll þau rök sem ég hef hér tíundað og fjölmörg fleiri, era þess valdandi að ég mun greiða atkvæði gegn fijálsum afgreiðslutíma verslana í borgarstjóm Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Stytting vinnutíma er eitt mesta þjóð- þrifamál íslendinga. Frjáls afgreiðslu- tími gengur í þveröfuga átt. Það frelsi verslunarinnar er hjóm og hismi borið saman við frelsi fólks til að lifa mann- sæmandi lífi af launum sínum, verja samvistum við börn sín og eiga sér frí- tíma.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.