Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Side 29
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987. 41 Fréttir Bautasteinn Kidda Friðþjófs „Þetta eru mjöltankar eins og þið hafið í Reykjavík en ég byggði yfir stjórnstöðina fyrir 3-4 árum. Þeir sem á eftir mér koma breyta þessu kannski eitthvað, setja ef til vill upp bar þama. Hins vegar mun turninn standa í framtiðinni og fólk segja: „Þetta byggði Kiddi Friðþjófs. Það má segja að þetta sé bautasteinninn minn,“ sagði Kristinn Friðþjófsson, for- stjóri Svalbarða h/f á Patreksfirði. Kristinn hefur reist hús upp á mjölgeymslutönkum sínum sem er byggt yfir stjómstöð blöndunarverksmiðjunnar. Þar em tæki til að hræra mjöl og annað slíkt er til þarf. Kristinn segir að þessi bygging veki mikla athygli aðkomumanna enda blasir hún við þegar menn koma keyrandi inn í bæinn. Væm margh sem forvitnuðust 'um hana og tilgang hennar. Það mætti hugsanlega velta því fyrir sér að bjóða upp á útsýnis- yfirlit yfir bæinn. -JFJ Úr „bautasteininum“ er hið besta útsýni í ailar áttir og ef til vill ekki svo afleit hugmynd að bjóða upp á útsýnisyfirlit fyr- ir ferðamenn. DV-myndir KAE Bautasteinn Kristins Friðþjófssonar blasir við þegar keyrt er inn í bæinn. Þar uppi er stjórnstöð mjölblöndunarverk- smiðju Svalbarða h/f. Þegar komið er nær mannvirkinu kemur í Ijós að það er engin smásmíði og leiðin upp bæði löng og ströng. Unnið af krafti i malarnáminu við Völusteinsstræti. Hann dregur ekki af sér sá með hakann. Bolungaivík: Mðkið unnið í vegagerð Klukkan er tuttugu mínútur yfir tólf, sem sagt kominn hádegismatur. Hvíldartíminn í hádeginu er flestu vinnandi fólki kærkominn. Það á ekki við um alla. Átta manna vinnuflokkur verður þess ekki var að verið er að kalla úr nærliggjandi húsum, MAT- UR! Þessir atorkusömu verkamenn eru að leggja nýja vegi í skemmtilegu gili við Völusteinsstræti á Bolungarvík. Til verksins nota þeir sex vörubifreið- ar ýmist úr plasti eða timbri. Ámokst- urstækin eru af ýmsum gerðum. Verkinu virðist miða vel. Hvenær framkvæmdh hófust var fyrsta spum- ingin sem lögð var fyrh hópinn. Jú, í fyrra var hafist handa og í sumar verð- ur unnið af krafti. Vinnuflokkurinn hefur þegar lagt nokkrar götur í gilinu og virðist skipu- lagning vera til fyrirmyndar þó engar séu teikningamar til að fara efth. Áttmenningamir máttu ekki vera að neinu röfli við blaðamenn, þeir urðu að sætta sig við hróp frá mömmum og pöbbum, MATUR! -sme Fullhlaðnir vörubílar 4 leið til vegagerðar. DV-myndir GVA RÝMINGAR- SALA ÁRSINS Já, þetta er ótrúlegt en satt! Þar sem verslunin BENTÍNA er að hætta á allt að seljast frá nýtísku leðurvörum niður í sokka. BENTÍNA er á horni Laugavegar og Barónstigs ATHUGIÐ: Opið alla daga nema sunnudaga og auðvitað er greiðslukorta- þjónusta. BENTÍNA LAUGAVEG 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.