Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987. Andlát Vilberg Guðmundsson rafvirkja- meistari, Sörlaskjóli 22, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala fimmtu- daginn 2. júlí. Þorsteinn Friðþjófsson, Bölum 4, Patreksfirði, lést á sjúkrahúsi Pat- reksíjarðar 1. þessa mánaðar. Kristjana Einarsdóttir, Langholts- vegi 116, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 28. júní. Jarðarförin hefur farið fram. Jóhannes Hjartarson til heimilis á Holtsgötu 14, Ytri-Njarðvík, lést á heimili sínu 2. júlí sl. Þorleifur Jónsson loftskeytamað- ur, Löngufit 10, Garðabæ, lést 3. júlí á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Ólafur Guðjónsson, Esjubraut 6, Akranesi, verður jarðsettur frá Akraneskirkju í dag, 6. júlí, kl. 13.30. Helga C. Jessen lést á Hrafnistu fimmtudaginn 2. júlí. Kristín Þorgrímsdóttir, Brúarholti 2, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju þriðjudaginn 7. júlí kl. 14. Ólafur Þórður Þórarinsson, Kárs- nesbraut 111, Kópavogi, er lést laugardaginn 27. júní, verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 7. júlí kl. 10.30. Áslaug Tryggvadóttir, Laufásvegi 37, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu í dag, 6. júlí, kl. 13.30. Útför Antons Nikulássonar, Lang- holtsvegi 82, fer fram frá Fossvogs- kirkju, miðvikudaginn 8. júlí kl. 13.30. Þórhallur Guðmundsson frá Lauf- ási, til heimilis að Droplaugarstöð- um, áður Furugerði 1, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 6. júlí, kl. 15. Kvikmyndahús Bíóborg Arizona yngri Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Moskítóströndin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Krókódila Dundee Sýnd kl. 5 og 11. Morguninn eftir Sýnd kl. 7 og 9. Bíóhúsið Bláa Betty Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn Allir á vakt Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Leyniförin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Með tvaer i takinu Sýnd kl. 5 og 7. Blátt flauel Sýnd kl. 9. Vitnin Sýnd kl. 9 og 11. Litla hryllingsbúðin Sýnd kl. 5, 7 og 11.05. Háskólabíó Herdeildin Sýnd kl. 4.45, 7, 9.05 og 11.15. Bönnuð innan 16. ára. Laugarásbió Djöfulóður kærasti Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. Draumátök Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16. ára. Hrun ameríska heimsveldisins Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11, Bönnuð innan 16. ára. Regnboginn Hættuástad Sýnd kl. 3, 5. 7, 9 og 11.15. Dauðinn á skriðbeltum Sýnd kl. 3.05, 5.05. 7.05, 9.05 og 11.05 Á toppinn Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Gullni drengurinn Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15. Þrir vinir Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Kvikmyndasjóður kynnir Rokk í Reykjavík Sýnd kl. 7. Hrafninn flýgur Sýnd kl. 7. Stjömubíó Kraftaverk Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Fyrirlestrar Fyrirlestur á vegum Félagsvísindadeildar Bandaríski félagssálfræðingurinn F.E. Fi- edler er nú staddur hér á landi og mun halda fyrirlestur á vegum Félagsvísinda- deildar þann 6. júlí. Fiedler var meðal brautryðjanda í rannsóknum á forystu- hæfileikum og hefur verið bæði áhrifa- og afkastamikill á því sviði. Óhætt er að segja að hann sé meðal virtustu félagssálfræð- inga nútímans. Hann er nú prófessor við Washingtonháskóla í Seattle. Fyrirlestur hans mun fjalla um þátt greindar í störfum forystumanna sem er óneitanlega forvitni- legt efni og ætti að vekja áhuga margra, ekki síst þeirra sem starfa við eða kenna stjórnun. Fyrirlesturinn verður haldinn mánudaginn 6. júlí kl. 17.15 í stofu 206 í Odda við Sturlugötu. Happdrætti Vinningsnúmer í stuðnings- happdrætti Kvennalistans Dregið var í stuðningshappdrætti Sam- taka um kvennalista 30. júní sl. Upp kom númerið 623 og er eigandi miða með því númeri vinsamlegast beðinn að hafa sam- band við skrifstofu Kvennalistans, Hótel Vík, s. 13725 sem fyrst. Tilkyiiniiigar Breytingar á mælingar- reglum fiskiskipa Hinn 1. júlí 1987 tóku gildi hér á landi nýjar reglur um mælingar fiskiskipa. Ráðuneytið vill af því tilefni vekja at- hygli á að öll skip, sem smíðar hefjast á eftir 30. júní 1987, falla undir hinar nýju mælingarreglur. Við ákvörðun á því hven- ær smíðatími fiskiskips hefst. leggur ráðuneytið til grundvallar tilkynningar til Siglingarmálastofnunar ríkisins þar að lútandi, sem stofnuninni hefur borist fyrir 1. júlí 1987. Munu þau fiskiskip. sem sam- kvæmt þessum nýju mælingarreglum mælast 10 tonn eða stærri. ekki fá leyfi til botnfiskiveiða nema úr rekstri sé tekið sambærilegt fiskiskip, sem hefur sérstakt leyfi til botnfiskiveiða samkvæmt gildandi reglum. 3 prestar vígðir Settur biskup, sr. Sigurður Guðmundsson, vígir á sunnudag 3 guðfræðikandidata til prestsstarfa. Það eru þeir Guðmundur Guðmundsson sem ráðinn hefur verið æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar. Hulda Hrönn M. Helgadóttir sem valin hefur verið til starfa sem prestur Hríseyjar- prestakalls og Ægir Sigurgeirsson sem valinn hefur verið prestur Höfðakaupstað- arprestakalls. Vígsluvottar verða sr. Arngrímur Jónsson, Reykjavík, dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor, sr. Friðrik Hjartar, Búðardal, og sr. Gunnþór Inga- son, Hafnarfirði. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst kl. 11. Dómkórinn leiðir messusöng en Marteinn Friðriksson annast kórstjórn og undirleik. Þau Hulda Hrönn og Ægir eru í hópi fyrstu prestanna sem valdir eru samkv. hinum nýju lögum um veitingu presta- kalla en þar kveður á um að hópur kjörmanna, þ.e.a.s. það er sóknarnefnd og varamenn þeirra, velji milli þeirra umsæk- enda sem sækja um prestakallið. Voru þau bæði valin samhljóða af kjörmönnum. Guðmundur Guðmundsson er hins vegar ráðinn af biskupi til embættis æskulýðs- fulltrúa þjóðkirkjunnar. í hinum nýju lögum eru ákvæði um að söfnuðir geta kallað prest til starfa og það hefur þegar gerst. Nýverið kölluðu söfnuðir Staðar- fellsprestakalls í Köldukinn sr. Björn H. Jónsson á Húsavík sem þar hefur verið settur prestur undanfarið ár. Kölluðu þeir sr. Björn til prestsstarfa um eins árs skeið. Einnig hefur sr. Bjami Th. Rögnvaldsson verið kallaður til þjónustu í Prestbakka- prestakalli í Húnavatnsprófastdæmi til tveggja ára. Stjórnarfundur Framsóknar- félags Reykjavíkur Á stjórnarfundi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur 22. júní sl. var eftirfarandi samþykkt gerð: „Stjórn Framsóknarfélags Revkjavíkur harmar hve viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa dregist á langinn, en nær 9 vikur eru nú liðnar frá kosningum. I þeim stjórnarmyndunar- viðræðum, sem nú eiga sér stað milli Sjálfstæðisflokks. Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. hefur nokkur skriður kom- ist á samninga um fyrstu aðgerðir í efnahags- og ríkisfjármálum, en Ijóst er þó að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ganga eins rösklega til verks og nauðsyn- legt er. Er það furðulegt í ljósi þeirrar staðreyndar, að staða ríkissjóðs er miklum mun verri en fjármálaráðherra gerði þjóð- inni grein fyrir í kosningabaráttunni. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur tel- ur vafasamt, að Framsóknarflokkurinn eigi að taka þátt í ríkisstjórn, sem ekki telur sér fært að undirbúa framhaldsað- gerðir í efnahags- og ríkisfjármálum MARKVISS SKYNDIHJALP VIÐ MEÐVITUNDARLAUSA Alhugiö hvorl hmn slas- aói er meövilundarlaus. - lalið viö hann - yliö viö honum Aihugiö hvon hinn meö- vitundarlausi andar með pvi aó hlusta eftir andar- drællinum eða leggja aöra hondina a brjost- kassann og finna hvort hendurnar hreyfast fynr ahrif andardratlarms ef hann andarekki. Opniö ondurveg öndunarvegurinn er opnaöur meö þvi aö taka annarn hendi um ennió og hinni um hokuna. Hokunni er siöan ýtt fram og hofuóið sveigt ems langt aftur og unnt er. Við þaö lyftist tungan fram og óndunarvegur- inn opnast. Hlustiö siðan meö eyraö fast viö nef og munn hins meövitundar- lausa. beitió biastursaóferóinni Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKl heldur námskeið f skyndihjálp. Það hefst þriðjudag 7. júlí að Ármúla 34 (Múlabæ) kl. 20 og stendur yfir 5' kvöld. Skráning í síma 28222. Nám- skeiðsgjald er kr. 1000. Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Öllum heimil þátttaka. Á námskeiðinu verður leitast við að veita sem almennasta þekkingu um skyndihjálp. Meðal annars verða kennd viðbrögð við öndunarstoppi, beinbrotum, bruna og sýnd myndbönd um ýmsa þætti skyndihjálpar. Nú er gott tækifæri fyrir fólk að læra fyrstu viðbrögð við slysum eða endurbæta fyrri þekkingu. Talið er nauðsynlegt að fóik fari í gegnum allt námskeiðið á 3 ára fresti til að halda þekk- ingunni við en fari á 2 kvölda upprifjun- arnámskeið einu sinni ári. Boðið verður upp á slík námskeið á næstunni ef þátt- taka fæst. Námskeiðinu lýkur með verk- efni sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. ■ Lúðrasveit Reykjavíkur 65 ára Lúðrasveit Reykjavíkur er 65 ára um þess- ar mundir en hún var stofnuð 7. júlí 1922. Lúðrasveitin varð til við samruna tveggja félaga, Hörpu (stofnuð 1910) og Gígju (stofnuð 1915). Stofnendur Lúðrasveitar Reykjavíkur voru 31. Fyrsti stjórnandi hennar var þýski hornleikarinn Otto Bötc- her. Hljómskálann byggði Lúðrasveit Reykjavíkur 1922-1923, en hann hefur sfð- an verið æfingastaður sveitarinnar. Núverandi stjórnandi er Róbert Darling. Markmið sveitarinnar hefur verið frá upp- hafi að vinna að eflingu tónlistarlífs og stuðla að kennslu á blásturshljóðfæri. Starfsemin hefur að sjálfsögðu að mestu leyti verið bundin við Reykjavík en LR hefur jafnframt leikið á ýmsum stöðum um land allt. Þrisvar hefur LIl farið í tón- leikaferðir til útlanda. Til Færeyja 1964, til Kanada og Bandaríkjanna 1972 og til Kanada 1975. í sumar verður enn haldið til Kanada og Bandaríkjanna. Sveitinni hefur boðist að taka þátt í íslendingadeg- inum á Gimli 2. og 3. ágúst sem í ár er um leið 100 ára afmælishátíð Gimlisveitar. Auk þess að leika á Gimli mun Lúðrasveit- in ferðast og leika í byggðum Vestur- íslendinga í Manitoba, Ontario og North Dakota. Þetta verður þriggja vikna ferð og þátttakendur um 50, þar af 30 hljóð- færaleikarar. Núverandi formaður sveit- arinnar er Bjarni Ragnarsson. Spakmælið________________________________ Hlæ þú ofurlítið meira að þínum eigin áhyggjum og ögn minna að náungans. - E. Fullerd samhliða brýnustu aðgerðum strax. An slíkra aðgerða er teflt í tvísýnu þeim ár- angri, sem ríkisstjórnin náði á síðasta kjörtímabili. Verðbólgudraugurinn er á næsta leiti og náist ekki viðunandi sam- komulag um að kveða hann niður, er ljóst að ríkisstjóm þeirra þriggja flokka, sem nú ræðast við um stjórnarmyndun, yrði skammlíf." Frumsýning hjá Strengjaleikhúsinu Strengjaleikhúsið frumsýnir „Sjö spegil- myndir“ í Hlaðvarpanum við Vesturgötu 7. júlí nk. Sjö spegilmyndir er leik- og tón- verk fyrir tvo leikara, flautuleikara og segulbönd um höfuðskepnurnar utan manneskjunnar og innan. Verkið, sem er án orða, er samið af Messíönu Tómas- dóttur og finnska tónskáldinu Patrick Kosk en unnið hefur verið að algerum samruna tónlistar við hinn sjónræna og leikræna þátt. Leikarar í sýningunni eru þau Þ*ör Tulinius, Ása Hlín Svavarsdóttir og Kolbeinn Bjarnason flautuleikari. Form sýningarinnar er nánast ritúal eða helgileikur í hringformi þar sem annar helmingur hringsins afmarkast af leik- myndinni sem samanstendur m.a. af sjö speglum. í hinum helmingi hringsins sitja áhorfendur í sjö fimm manna hópum sem leikur, mynd og tónlist höfða til á mismun- andi hátt. Verkið, sem tekur um eina klukkustund í flutningi, verður sýnt í Hlaðvarpanum 7.-12. júlí og 16.-19. júlí, en að því loknu fer hópurinn í leikferð um Norðurlönd og sýnir m.a. á hinni alþjóð- legu leiklistarhátíð í Tampere í Finnlandi. Forsala aðgöngumiða verður í síma 15185. Ársþing Norræna veitinga- og gistihúsasambandsins Þann 13.-16. júní sl. var haldið hér á landi ársþing Norræna veitinga- og gistihúsa- sambandsins, (Nordisk hotel- og restaur- antforbund) en Samband veitinga- og gistihúsa á aðild þar að. Eru ársþing nor- ræna sambandsins haldin til skiptis í löndunum 5. Rætt var um ástand og horf- ur á vinnumarkaði hvers lands um sig, almennt ástand í ferðaþjónustu og mögu- lega samvinnu varðandi markaðssetningu í öðrum löndum. Ennfremur voru rædd fjölmörg sameiginleg hagsmunamál og skipst á upplýsingum. Meginkrafa er sú að ferðaþjónusta fái að dafna við lífvænleg skilyrði og losað sé um alls kyns höft og bönn sem hvorki ferðamenn né þeir sem þjóna þeim skilja. Á þinginu var Einar Olgeirsson, hótelstjóri á Hótel Loftleiðum og formaður Sambands veitinga- og gisti- húsa, kjörinn forseti norræna sambands- ins til tveggja ára. Námskeið í lífefli og djúpslökun Fræðslumiðstöðin Þrídrangur verður með námskeið í lífefli og djúpslökun. Leið- beinandi er Gunnhildur H. Axelsdóttir og fylgir námskeiðinu slökunarsnælda og les- efni. Námskeiðið er helgi og 1 kvöld. Helgarnar 18.-19 og 25.-26. júlí. 1 nám- skeiðinu eru hvíldarþjálfun sovéska læknisins Dr. A.G. Odessky gerð ítarleg skil. Þessi slökunaraðferð, sem var sér- staklega hönnuð fyrir sovéska geimfara, er talin meðal fremstu aðferða til tauga- og vöðvaslökunar. Hún byggir á áhrifa- mætti sjálfsefjunar, öndunartækni úr þjálfunarkerfi yoga og ákveðinni tónlist sem hefur sjálfkrafa slökun í för með sér. Rannsóknir á áhrifum djúpslökunar hafa leitt í ljós að einstaklingar sem iðka að- ferðina reglulega geta náð alhliða slökun á aðeins örfáum mínútum. Á námskeiðinu eru einnig teknar fyrir lífeflisæfingar Ale- sanders Löwen. Lífeflisæfingakerfið er stundum nefnt „Yoga tuttugustu aldar- innar" og þykir henta vel sem alhliða heilsurækt. Ávinningur af lífeflisæfingun- um er m.a. að losa um vöðvaspennu, stuðla að aukinni blóðrás, dýpri öndun og útrás innibyrgðra tilfinninga. Innritun og nán- ari upplýsingar eru á kvöldin milli kl. 20 og 23 í síma 671168. Þátttaka er öllum heimil. Gönguklúbburinn Hana nú í Kópavogi. Á hverjum laugardegi allan ársins hring fer Gönguklúbbur Frístundahópsins Hana nú í Kópavogi í sitt vikulega bæjarrölt. Það er komið saman að Digranesvegi 12 kl. 10 f.h., drukkið molakaffi og rabbað saman og síðan gengið um bæinn í klukku- tíma. Þessi laugardagsganga er ekki eingöngu ætluð fyrir fyrir félaga í Hana nú heldur eru allir Kópavogsbúar vel- komnir í gönguna. I laugardagsgöngunum er rölt um bæinn og margir Kópavogsbúar hafa kynnst bænum í fyrsta sinn í göngun- um. í laugardagsgöngunni er gengið í hægðum sínum og hæfir hún vel fjölskyld- um og oft ganga tvær eða þrjár kynslóðir. Aðstandendur Hana nú vilja hvetja íbúa í Kópavogi - unga og aldna - til áð reyna þennan einfalda og skemmtilega tóm- stundakost. Sýningar Nína Gautadóttir með sýningu í París Um þessar mundir stendur yfir sýning á málverkum eftir Nínu Gautadóttur í Ga- lerie Etienne Gausanne á 25 rue de Soine í París. Nína sýndi málverk í fyrsta sinn á Kjarvalsstöðum 1986. Öll verkin, sem hún sýnir nú, eru unnin síðan þá. Mikill fjöldi fólks var við opnunina og mikil stemming. Málverkasýning á Patreksfirði Jóhanna Wathne listmálari sýnir 24 olíu- málverk í veitingahúsinu Grillinu á Patreksfirði. Jóhanna stundaði nám í Myndlistarskólanum um árabil. Einnig hefur hún stundað nám í Kanada og Norð- ur-Dakóta. Sýning þessi er fimmta einka- sýning Jóhönnu. LUKKUDAGAR 6. júli 12967 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800. Vinningshafar hringi i síma 91-82580. Loftastoðir BYGGIIMGA- MEISTARAR Eigum nú á lager loftastoðir á mjög hagstæðu verði. ★ Stærðir 2,30-3,80 m og 2,50-4,40 m ★ Góðir greiðslu- skilmálar. ★ Leigjum einnig ut loftastoðir. Fallar hf. á ST. 22-29 Verð. 1.595,- KangaRoos með vasanum. Vorum að fá nýja send- ingu af þessum leðurskóm. smáskór Sérverslun með barnaskó. Skólavörðustig 6b, bakhlið nýja hússins. Gengið inn frá Skólavörðustíg. Póstsendum. S. 622812. ATH! Opið á laugardögum kl. 10-12 i júli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.