Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Page 34
40
MÁNUDAGUR 6. JÚ 1987.
■-v
þakrennur
ryðga ekki!
Einfaldar í samsetningu,
þarf ekki að líma.
^ALFABORG
BYGGINGAMARKAÐUR
SKÚTUVOGI 4 - SÍMI 686755
Kvikmyndir
Stjömubíó/Wisdom
Hrói höttur í Bandaríkjunum
bannaðar í hinni siðprúðu Ameríku.
Þjóðfélagið hafiiar honum og hann
fær hvergi vinnu, ekki einu sinni við
að steikja hamborgara. Þegar þolin-
mæði Wisdom þrýtur ákveður hann
að gerast glæpamaður, hann sé
hvort sem er stimplaður sem slíkur.
Enginn venjulegur krimmi
En Wisdom er óvenjulegur glæpa-
maður. Hann rænir ekki fyrir sjálfan
sig heldur fyrir aðra. Hann gerist
Hrói höttur tuttugustu aldarinnar,
rænir frá þeim ríku og gefur þeim
fátæku með því að ráðast inn í banka
og kveikja í veðskuldabréfum. Wis-
dom og unnusta hans, sem fylgir
honum dyggilega, verða þjóðhetjur
og 65% þjóðarinnar segjast styðja
þau í skoðanakönnunum.
John Wisdom fær þó bakþanka
þegar honum verður ljóst að framtak
hans getur ekki breytt þjóðfélaginu.
Þau reyna að flýja til Kanada en
enginn má við margnum.
Söguþráðurinn er nokkuð þungur
en áhorfandanum er þó alltaf haldið
við efnið vegna hinnar hröðu at-
burðarásar myndarinnar. Tækni-
vinnan er að öllu leyti góð og
leikstjóm Emilio Estevez er mjög
góð. Þar er piltur á réttu róli og á
eftir að ná langt. Sem leikari er hann
ekkert framúrskarandi en allir kom-
ast skammlaust frá sínum hlutverk-
um.
Myndin er hin ágætasta skemmtun
og vel þess virði að nýta kvöldstund
til að kíkja á frumraun leikstjórans
og handritshöfundarins Emilio
Estevez en hins vegar finnst mér
alltaf leiðinlegt þegar myndir enda
illa. -JFJ
Wisdom
Bandarísk frá 20th Century Fox
Framleidd at. Bernard Williams
Leikstjóri og handritshöfundur: Emilio
Estevez
Aöalhlutverk: Emilio Estevez, Demi Moore,
William Allen Young.
Fyrir allmörgum árum var gerð
kvikmynd um hin sögufrægu skötu-
hjú Bonnie og Clyde sem ferðuðust
um Bandaríkin, fylki úr fylki, og
rændu banka. Þau víluðu ekki fyrir
sér að láta byssumar tala og urðu
óvinir þjóðarinnar.
John Wisdom og kærasta hans,
Karen Simmons, eru líka á flakki
og ráðast inn í banka, - hins vegar
elskar fólkið þau.
John Wisdom er ungur maður sem
framtíðin brosir við, allt þar til að
hann útskrifast úr menntaskóla.
Hann er með finar einkunnir, en um
kvöldið, þegar ölið hefur svifið á
sveininn, tekur hann bíl ófrjálsri
hendi og lendir í árekstri. Fyrir þetta
er Wisdom kominn á sakaskrá og
eftir það eru honum allar bjargir
John Wisdom og Karen unnusta
um eins og Hrói höttur.
hans verða að þjóðhetjum í Bandaríkjunum en eru þó hundelt af yfirvöldun-
Á ferðalagi
\m
afsláttur
Íjúníog júlí veitum viö
15% staðgreiðsluafslátt af
pústkerfum í Volksvager.
og Mitsubishi bifreiðar.
Kynntu þér okkar verð,
það getur borgað sig.
SÍMAR:
91-695500
91-695650
91-695651
HEKIAHF
Brúarhlöð í Biskupstungum
Brúarhlöð er gljúfur Hvítá og um
það segja Þorsteinn Jósepsson og
Steindór Steindórsson í Bókinni
landið þitt ísland.
„Við Brúarhlöð er kjarrgróður og
undarlegar klettamyndanir í gljúfr-
inu. Á einum stað stendur einstakur,
hár og mjór klettadrangur upp úr
miðri ánni, myndaður úr þursabergi,
en þursaberg mikið og fagurt er
bæði í gljúfrinu og hæðunum um-
hverfis. Þar er brú á Hvítá, gerð
1959. Áin ruddi burt brú á þessum
stað 1929 og í annað sinn 1930. Er
talið að þá hafi dýpt hennar verið
um 21 m og sennilega eitthvert mesta
dýpi sem þekkst hefur í straumvatni
hér á landi."
í nágrenni við Brúarhlöð eru tveir
vinsælustu ferðamannastaðir lands-
ins. í norðaustri er Gullfoss, sem
trúlega er þekktasti foss landsins,
og ekki er langt í nafhkenndasta
goshver í heimi, Geysi.
Aðrir áhugaverðir staðir eru í
grenndinni, þótt ekki séu þeir álíka
þekktir og Gullfoss og Geysir. Rétt
vestan Brúarhlaðar er gamall troðn-
ingur sem liggur að Brattholti.
Brattholt er efetur bæja við Hvítá
að vestan. Feðginin á Brattholti,
Tómas Tómasson og Sigríður, dóttir
hans, áttu í harðri baráttu snemma
á öldinni við að halda Gullfossi í
íslenskri eigu. Útlendingar föluðust
eftir fossinum og kom til greina að
virkja hann til rafmangsframleiðslu.
Einar Benediksson, skáld og at-
hafnamaður, kom nokkuð við sögu
í þeim málum. Brattholt átti hlut í
Gullfossi og var ekkert gefið eftir til
að fossinn mætti vera áfram í is-
lenskri eigu. Fór svo að málstaður
Sigríðar og Tómasar sigraði og
komst Gullfoss í eigu íslenska ríkis-
ins. Málareksturinn kostaði Sigríði
mikið fé, en íslenska bóndakonan
taldi það ekki eftir sér þegar svo
mikið var í húfi.
Vorið 1978 var minnismerki um
Sigríði Tómasdóttur reist við Gull-
foss. Ríkharður Jónsson er höfundur
verksins.
Ojúpt og straumhart vatniö hefur í tvigang eyðilagt brýr við Brúarhlöð.
BINGÖ!
Hefst kl. 19.30
Aðalvinninqur að verðmaeti
_________kr.40bús.
Heildarverðmæti vinninga
kr.180 þús.
TEMPLARAHÖLLIN
Eiríksgötu 5 — S. 20010