Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Page 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstiórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sínti 27022 anHHmH I^^BHHHHH Frjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 6. JÚU 1987. Hundbitið fé á Hellisheiði Um helgina var verið að smala til rúnings á Hellisheiði og fundu smalamenn þá nokkuð af hundbitnu fé á heiðinni. Tvö lömb voru dauð og ein kind svo illa særð að það varð að aflífa hana. Að auki voru nokkrar kindur særðar. Sigurður Auðunsson, fjallkóngur Hvergerðinga, sagði að í leitum í fyrrahaust hefðu menn einnig fundið hundbitið fé á heiðinni og er talið víst að hundar frá Skíðaskálanum í Hveradölum. hafi ráðist á féð. Um er að ræða tvo Scháferhunda og eiga þeir að vera bundnir en misbrestur mun vera á því að svo sé. -S.dór Akureyri: Friðsamir en útúrfullir Jón G. Hauksscm, DV, Akureyri Mikil ölvun var á Akureyri um helgina og gleðskapur mikill enda margir ferðamenn í bænum. Að sögn lögreglunnar urðu engin teljandi vandræði vegna ölvunar- innar. „Menn voru friðsamir en útúrfullir," sagði varðstjóri í lögregl- unni á Akureyri. Ráðist á mann Ráðist var á mann fyrir utan Þórs- kaffi á þriðja tímanum aðfaranótt sunnudagsins. Maðurinn var laminn niður og gat enga björg sér veitt. Ekki er talið að árasarmaðurinn hafi átt neitt vantalað við manninn heldur einfaldlega ráðist á þann sem næstur var. Árásarmaðurinn var settur undir lás og slá en sá sem varð fyrir barðinu á honum slasaðist ■ a þó nokkuð og var fluttur á slysa- deild. Lögreglan þurfti þessa sömu nótt að hafa afskipti af fjölmörgum öðr- um slagsmálum víðs vegar um borgina en umrædd árás ku hafa verið sú alvarlegasta. -Ró.G. ÓVENJU LÁGT VERÐ OPIÐ TIL KL. 16.00 Á LAUGARDÖGUM LOKI Skyldu Jónarnir ekki einu sinni hafa fengið riklingsbita að vestan? Vestflrskir kratar reiðir: Mættu ekki á flokks- stjórnarfund „Við sáum ekki ástæðu til að mæta á þennan fund til að leggja blessun okkar yfir að Alþýðuflokk- urinn skuli verða þriðja hjól undir vagni í ríkisstjóm. Við viljum mótmæla hvemig þátt- töku flokksins í þessari stjóm er háttað,“ sagði Valdimar L. Gíslason í Bolungarvík, einn þriggja flokks- stjómarfuiltrúa Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, í samtali við DV í gær. Valdimar og hinir fulltrúar flokksins á Vestflörðum, Kristján Jónasson á ísafirði og Hjörleifúr Guðmundsson á Patreksfirði, sátu heima í stað þess að mæta á fund flokksstjómar Al- þýðuflokksins sem haldinn var í Reykjavík klukkan fjögur í gær. Á fundinum var lagður fram mále&a- samningur um stjómarsamstarf Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fjarvera vestf- irsku fúlltrúanna vakti að vonum athygli og þóttu þeir styðja illa við bakið á Jóni Baldvin og Jóni Sig- urðssyni, sem báðir em aldir upp á Vestfjörðum. „Það ríkir reiði hér fyrir vestan yfir hrossakaupum sem átt hafa sér stað í þessum stjómarmyndunarvið- ræðum. ekki síst yfir því að Al- þýðuflokkurinn gangist inn á sömu stefriu og áður gilti í landbúnaðar- málum. Það var ekki á stefnuskrá hans fyrir kosningar að landsbyggð- in yrði lögð í eyði,“ sagði Valdimar. -BTH Europe er komin Þeir stilltu sér upp fyrir Ijósmyndarann okkar strákarnir úr Europe og voru alsælir við íslandskomuna eins og sjá má. Þeir munu sem kunnugt er halda hljómleika i Höllinni í kvöld með hátt i 30 tonn i farteskinu. Við skulum vona aö jarðskjálftamælarnir fari ekki á hreyfingu á Stór-Reykjavíkursvæðinu svo að fólk haldi ekki að Suðurlands- skjálftinn sé að riða yfir. DV-mynd S Veðrið á morgun: Súld til stranda Veðrið verður í þyngra lagi. Breytileg vindátt, tvö til fjögur vind- stig. Súld við norðurströndina og einnig við suðaustur- og austur- ströndina en annars víðast þurrt. Hiti sjö til tólf stig. tekin um það af miimi hálfu en ég útiloka ekki neitt,“ sagði Karvel Pálmason alþingismaður í samtali við I DV þegar hann var spurður að því 9 hvort hann myndi segja sig úr þing- flokki Alþýðuflokksins en svo sem kunnugt er hefur hann lýst því yfir I að hann styðji ekki væntanlega ríkis- I stjóm. Nokkrir flokksstjómarmenn Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum komu | ekki til flokksstjómarfundar Alþýðu- | flokksins í gær þar sem endanlega var ákveðið að flokkurinn ætti aðild að ríkisstjóm. Aðspurður hvort um sam- 1 antekin ráð Vestfirðinga væri þarna | að ræða sagði Karvel að hann vildi ekki um það segja „en það er óhætt j að fullyrða að það er megn óánægja 1 með stjómarþátttökuna á Vestfjörð- \ um,“ sagði Karvel. Karvel var spurður að því hvort ekki yrði óþægilegt fyrir hann að sitja I í þingflokki Alþýðuflokksins án þess f að styðja stjómina og svaraði hann því til að menn skyldu bíða og sjá , hver óþægindin yrðu. „Ég held að I óþægilegast væri að standa gegn sinni í sannfæringu því skyldan býður mér að taka afstöðu eftir henni,“ sagði , Karvel. -ój í Datvík: ú| Bílþjófur í banastuði Jón G. Haukssan, DV, Akureyri; Bílþjófur lét heldur betur hendur standa fram úr ermum á Dalvík að- faranótt laugardags. Hann stal þremur bílum um nóttina. Einn bílinn skemmdi hann með því að aka honum á kyrrstæðan bíl. Bílþjófurinn hefúr ekki náðst. Hann braust fyrst inn í bíl af gerð- inni Lada og reyndi að tengja framhjá. Ekki tókst honum það ætlunarverk sitt. Hann braust þá næst inn í Lada Sport og reyndi aftur að tengja fram- hjá. Honum tókst að ræsa bílinn og ók af stað en lenti á kyrrstæðum bíl í sömu götu. Eldur kom upp í Lödunni eftir áreksturinn. Sást hvar maðurinn hljóp í burtu en hann þurfti greinilega að komast leið- ar sinnar því næst stal hann Daihatsu Charade. Sá bíll fannst við afleggjar- ann að bænum Hamri, rétt sunnan við Dalvík. Lögreglan biður alla þá sem kunna að hafa séð til mannsins á Dalvíkur- veginum eða tekið hann upp í, að hafa samband við sig. Dansleikur var í Víkurröst þetta kvöld og er talið að bílþjófurinn hafi verið að skemmta sér þar og vantað far eftir ballið. i i i i i i i i Danska stúlk- an ófundin i i „Stúlkan er enn ófundin en við vit- um nú með vissu að hún komst með flugi til Stokkhólms kl. 16.30 á mið- vikudag því hún sást í þeirri vél. Við teljum að þaðan hafi hún farið yfir til Noregs þar sem hún á skyldmenni skammt fyrir utan Osló. Samband hef- ur ekki náðst við þessi skyldmenni enn, það verður reynt í dag,“ sagði Jónas Hallsson aðalvarðstjóri í morg- un um leitina að dönsku stúlkunni, Piu Jespersen, sem strauk af Ungl- ingaheimili ríkisins á miðvikudag. -BTH £ í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.