Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987. Fréttir Landlæknir og heilbrigðisráðherra kynna niðurstöður könnunar um viðhorf og vitneskju fólks um eyðni. DV-mynd JAK Baráttan við eyðni Óþarfa fordómar Þrjár smhJeiðir þekktar Landlæknir og heilbrigðisráðu- neytið kynntu í gær könnun á vitneskju og viðhorfum fólks til sjúkdómsins eyðni. Við lestur á nið- urstöðum könnunarinnar kemur skýrt fram að vanþekking fólks virð- ist vera mikil hvað varðar smitleiðir á eyðni. í máli lækna kom fram að aðeins eru þrjár smitleiðir, þ.e. blóð- blöndun, samfarir af ýmsum gerðum og óhreinar sprautunálar. Félagsvisindastofnun Háskólans vann könnunina og var leitað svara hjá 1500 manns, svör fengust frá 1115. í könnuninni kemur .fram að töluvert er um rangar hugmyndir hjá fólki um smitleiðir. Þriðjungur svarenda heldur að eyðni geti smit- ast með kossum. Þriðjungur heldur að eyðni geti smitast með notkun almenningssalema, fimmtungur heldur að eyðni geti smitast í sund- laugarvatni eða við hósta og hnerra. 6% svarenda halda að eyðni geti smitast með handabandi. Það vekur athygli að 60% svar- enda telur að banna eigi fólki smituðu af eyðni að starfa við mat- vælaiðnað. En sérfræðingar telja engar líkur á því að eyðnismit geti borist með matvælum. Um 90% svar- enda telur smokkinn vera öfluga vöm gegn eyðni. Misskilningur hef- ur verið um að eyðni geti smitast með skordýrum en svo er ekki. Vitneskju um eyðni hefur fólk fengið að mestu úr fjölmiðlum. Þannig sögðust 66,7% svarenda hafa sína vitneskju úr fjölmiðlum. Land- Iæknir og heilbrigðisráðherra sögðu við kynningu á könnuninni að á næstu vikum yrði fræðslu- og áróð- ursstarfi gegn eyðni beitt í tónlistar- útvarpsstöðvunum. Sögðust þeir telja að með því næðu þeir best til þeirra sem helst þyrftu á fræðslu að halda. -sme Salmonella fundin í kjúklingum „Salmonellan er bæði í afgöngum og frosnum kjúklingum en það á eftir að týpugreina hana og því vit- um við ekki enn hvort hér er um sömu salmonellutegund að ræða og fannst í fólkinu,'1 sagði Halldór Run- ólfsson, dýralæknir hjá Hollustu- vemd ríkisins. Fólkið sýktist eftir að hafa neytt grillaðra kjúklinga sem keyptir vom í veralun í Reykjavík og vom sýnin tekin úr afgöngum og frosnum kjúklingum í versluninni. Halldór sagði að þetta væri þó ekki hægt að tengja saman fyrr en bakterían hefði verið tegundagreind. -JFJ DV Elliðaámar: Davíð borgarstjóri veiddi stærsta laxinn „Baráttan við laxinn stóð yfir í 20 mínútur og hann tók maðkinn í Foss- inum. Það var gaman að þessu en laxinn lagðist fyrir um tíma en svo gaf hann sig en ég hélt að hann væri far- inn á tímabili," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við DV en á laugardaginn veiddi hann stærsta lax- inn í Elliðaánum það sem af er, 16,5 punda lax. „Laxinn var ekki nýr, lík- lega búinn að vera í ánni 2-3 vikur og ég var að flýta mér í boð sem ég átti að mæta í að Höfða svo ég gat ekki veitt allan tímann," sagði Davíð ennfremur. Það vom borgarráðsmenn sem vom við veiðar þennan eftirmiðdag sem Davíð veiddi þennan 16,5 punda lax og þeir sem fengu lax vom Sigurjón Pétursson með þrjá laxa, 2, 4 og 6 punda, veidda í Fossinum, Teljara- strengnum og Hrauninu. Kristín Fjeldsted fékk einn 10 punda á Hraun- inu. Allir fiskamir veiddust á þann slímuga. Elliðaámar em komnar í 647 laxa og borgarráðsdagurinn gaf ánni 5 laxa og þann stærsta ennþá í ánni. -G.Bender Davió Oddsson borgarstjóri beitti þeim slímuga fyrir 16,5 punda laxinn i Elliðaánum og fékk hann til að taka í Fossinum. DV-mynd G.Bender Salmonellusýkingin á svínabúinu: Frekari rannsóknir „Það er allt í athugun og enginn botn fenginn í rannsóknina ennþá. Tekin hafa verið rækileg sýni úr öllu svínahúsinu, úr nautgripum þama á bænum og úr heimilisfólkinu," sagði Sigurður Sigurðarson yfirdýralæknir. Sigurður sagði að enn ætti eftir að fullgreina tegund salmonellunnar sem fúndist hefði á svínabúinu og því væri ekki alveg hægt að slá því föstu að hér væri sama tegund og í fólkinu sem sýktist á ættarmótinu að Laugum i Sælingsdal. „Við bíðum eftir staðfest- ingu á hvaða tegund þetta er og þá er tímabært að grípa til ráðstafana til að uppræta þetta á staðnum," sagði Sigurður. Varúðarráðstafanir hafa verið gerð- ar á búinu og hefur ekki verið slátrað frá því í nokkum tíma. Einnig er þess gætt að ekkert berist frá svínahúsinu, hvorki með afúrðum, fólki eða óhrein- indum. „Við höfúm engan grun ennþá hvað- an þetta er upprunnið og oft er það svo með salmonellu að ekki er hægt að komast til botns í því,“ sagði Sig- urður Sigurðarson -JFJ í dag mælir Dagfari Lítils metin æra í borgardómi Reykjavíkur hefur verið kveðinn upp dómur í meið- yrðamáli Guðmundar G. Þórarins- sonar gegn Þjóðviljanum þar sem ritstjórar Þjóðviljans em dæmdir til greiðslu skaðabóta upp á tvö hundr- uð tuttugu og fimm þúsund krónur vegna þess að þeir bentu á að Guð- mundur væri bróðir eiganda Þýsk- íslenska sem sakað er um söluskfts- svik. Ummæli Þjóðviljans em dæmd ómerk. Það er í sjálfu sér athyglisvert að enginn hefúr heyrt minnst einu orði á meint söluskattssvik Þýsk-íslenska og þar hefur enginn verið dæmdur í skaðabætur né heldur farið í meið- yrðamál til að vemda æmna sína. Þetta stórfellda hneykslismál hefur með öðrum orðum dagað uppi og gleymst - enda smámál. Sakboming- amir í því máli hafa aukið umsvif sín í viðskiptaheiminum og réttar- kerfið hefur snúið sér að hinum raunvemlegu skúrkum, Þjóðviljarit- stjórunum. Það em þeir sem em dæmdir og sakfelldir menn, ekki for- stjóramir hjá Þýsk-íslenska. Þess er og skemmst að minnast að eftir allt bramboltið í Hafskipsmál- inu er búið að fá það staðfest í hæstarétti að Hallvarður ríkissak- sóknari Einvarðsson er vanhæfur embættismaður og eini maðurinn í öllu þessu Hafskipshneyksli sem hef- ur fengið dóm upp á það. Hinir em allir stikkfrí á meðan. Eins og sjá má af þessu borgar sig ekki alltaf að blanda sér í mál sem manni kemur ekki við. Saksóknari fór að hafa afekipti af fjársvikamáli og fékk á baukinn. Þjóðviljinn fór að skrifa um Þýsk-íslenska og Guð- mund G. og fékk líka á baukinn. Mermimir, sem öll málaferlin og fjársvikin snúast um, ganga hins vegar fríir og frjálsir og höfða mál á hendur hinum sem em að brúka kjaft. Þetta er fínt réttarkerfi, sér- staklega fyrir sakbomingana! Guðmundur G. Þórarinsson var hvorki skúrkur né sakbomingur í einu né neinu máli. Hann var hins vegar svo heppinn að vera bróðir manns sem Þjóðviljanum er í nöp við og sakaður er um söluskattssvik. Það var nóg til að Guðmundur komst á forsíðu Þjóðviljans sem reyndist honum góð auglýsing í kosningabaráttunni enda er það al- kunna í pólitíkinni að þeir sem Þjóðviljinn skammar em jafnan hæst skrifaðir. Guðmundur rauk samstundis inn á þing. Manni skilst að Guðmundur hafi kært þaó til borgardóms að Þjóðvilj- inn skyldi segja frá því að hann ætti bróður sem er bróðir hans. Guð- mundur kærir sig ekki um að vera bendlaður við bróður sinn og telur það sérlega ærumeiðandi og skaða- bótaskylt að frá því skyldi sagt í Þjóðviljanum. Heldur er það óvana- legt að menn telji það skaðabóta- skylt og ærumeiðandi að geta um skyldleika og af því má ráða að það er meiri ráðvendni og skírlífi í ætt Guðmundar og bróður hans heldur en almennt gerist. 1 ljósi þessarar ættgöfgi kemur það nokkuð á óvart í hvaða verðflokki æra Guðmundar er að mati borgar- dóms. Tvö hundmð tuttugu og fimm þúsund krónur em ekki mikið fé. Sennilega mánaðarkaup hjá Guð- mundi. Ekki er þessi æra mikils virði ef hana má borga upp með einu mánaðarkaupi! Guðmundur segir sjálfur í viðtali við Morgunblaðið í gær að Þjóðvilj- inn hafi meðhöndlað æm sína eins og skít á götu. Ekki verða þessi ummæli Guðmundar dregin í efa enda er honum manna best kunnugt um sína eigin æm og meðhöndlun annarra á henni. En ef æra hans hefúr verið eins og skítur á götu verður varla lengra gengið í niður- lægingu og aðdróttunum. Og þá em litlar tvö hundmð þúsund krónur í skaðabætur vísbending um að borg- ardómur hefur ekki æm Guðmundar G. Þórarinssonar hátt skrifaða. Þetta em í rauninni mestu tíðindi málaferlanna. Ekki að Þjóðviljarit- stjóramir hafi verið dæmdir. Þeir em því vanir. Ekki að Guðmundur skyldi vera bróðir bróður síns og hafa á móti því að sagt væri frá því. Það flokkast undir fjölkskyldu- vandamál. Nei, það sem kemur mest á óvart er að æra þingmannsins skuli ekki hærra metin. Guðmundur verð- ur greinilega að fara í mál við borgardómarann og fá hann dæmd- an vanhæfan. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.