Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Síða 5
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987. 5 Fréttír Laugavegurinn lokaður þegar Kringlan verður opnuð? „Handvömm hjá borginni og við erum mjög reiðir' ‘ „Við erum ákaflega óánægðir með að aðalverslunargata Reykjavíkur skuli vera í rúst á sama tíma og steinsteypuhöllin Kringlan opnar. Þetta er mikil handvömm hjá borg- inni, þessum framkvæmdum átti að vera lokið og við erum hinir reið- ustu,“ sagði Guðlaugur Bergmann, forstjóri Kamabæjar og formaður miðbæjarsamtakanna, er hann var spurður hvemig verslunarmönnum við Laugaveginn litist á það að Laugavegurinn væri lokaður vegna íramkvæmda þegar Kringlan verður opnuð. „Við hjá miðbæjarsamtökunum tókum það skýrt fram við borgaryfir- völd að það væri forgangsatriði að framkvæmdum væri lokið áður en Kringlan yrði opnuð. Við féllumst á að sá kafli Laugavegarins sem breyta ætti yrði styttur að þessu sinni bara til að vera ömggir um að framkvæmdum við götuna yrði lokið tímanlega áður en Kringlan yrði opnuð. En nú bendir ekkert til þess að áætlanir standist. Við skellum skuldinni algerlega á borgaryfirvöld og við munum fara á íund borgar- stjóra á föstudag til að ræða þessi mál. Ég er hræddur um að við verð- um harðorðir við Davíð þó ég viti reyndar að hann er sjálfur mjög Enn er langt í land að Laugavegurinn verði opnaður og aðeins hálfur mánuður þar til Kringlan er opnuð. DV-mynd S óhress með framgang þessara mála.“ þetta væri margt mjög gott að ger- Guðlaugur sagði að þrátt fyrir ast í miðbænum. Breytingin á Laugaveginum væri að sínu mati mjög til bóta og hefði almennt mælst vel fyrir. Þá hæfu strætisvagnar Reykjavíkur ferðir nýrrar strætis- vagnaleiðar, eins konar miðbæjar- rúnts, sem færi á fimm til sjö mínútna fresti og væri frítt í þá vagna. Þá yrðu sennilega tekin í notkun 370 ný bílastæði í Faxaskála á svipuðum tíma og Laugavegurinn verður opnaður. Þá verður aflétt beygjubanni inn á Laugaveginn sem' í gildi hefur verið. „Við ætlum ekkert að fara að van- meta samkeppnina en það kemur ekkert í staðinn fyrir miðbæinn, ekki einu sinni steinsteypukastali í Mýr- inni. Þetta hefur aukið mjög samheldnina hjá okkur kaupmönn- unum í miðbænum enda höfum við upp á ýmislegt að bjóða sem aðrir hafa ekki, til dæmis fjölbreytt mann- líf og miðbæjarsjarma. Ég ætlaði upphaflega að fara í Kringluna en ég hætti snarlega við. Húsaleigan þama er rosaleg, allt að fjórföld á við venjulega húsaleigu i miðbænum. Ég skil ekki hvemig menn ætla að láta enda ná saman upp á þau býti nema þá að þeir geri ráð fyrir að öll verslunin fari fram í Kringlunni. Ég er hræddur um að menn freistist til að koma kostnaðin- um yfir í verðlagið," sagði Guðlaug- ur. ATA Keflavíkurflugvöllur. 6.000 manns á einum degi Mesta umferð flugfarþega um Keflavíkurflugvöll í manna minn- um var síðastliðinn sunnudag þegar um 6.000 farþegar fóru um flugstöðina, samkvæmt upplýsing- um sem DV fékk hjá Sæmundi Guðvinssyni, blaðafulltrúa Flug- leiða. Sagði Sæmundur að þennan dag hefðu alls verið 29 komur og brott- farir flugvéla og þar hafi vélar Flugleiða verið á ferðinni í 25 til- fella, flugvélar Amarflugs í 2 tilfella og einu sinni hafi komið við sögu vél frá Lufthansa og Brit- ish Airways, en breska vélin var af Concorde gerð. Þennan dag komu um 2.000 far- þegar til landsins, 1.800 farþegar fóm frá landinu og 1.200 farþegar áttu leið um völlin í millilending- um eða vegna áframhaldandi flugs, Samtals fóm þvi um 6.000 manns um flugvöllinn þennan dag, -ój Fleiri fljúga norður Jón G. Haukssan, DV, Akmeyit Mikil aukning farþega varð á ) leiðinni Reykjavfk - Akureyri - Reykjavík fyrstu sex mánuði árs- ins hjá Flugleiðum. Félagið flutti þá rúm 53 þúsund farþega en á sama tfma í fyrra um 47 þúsund. Þeir sem starfa við hótel- og ferða- þjónustu hér fyrir norðan hafa að sjálfsögðu einnig orðið varir við þessa fjölgun ferðamanna því góð nýting var á hótelum á Akureyri þennan tima. riJeep INNFLUTTIR NOTAÐIR riAMC UMBOÐIÐ 1987 UMBOÐIÐ FYRIRLIGGJANDI Bílar þessir eru allir árg. 1987, lítið eknir, með 4,0 lítra - 6 cyl. - 173 hestafla vél, sjálfskiptir, með rafmagnslæsingum, rafdrifnum rúðum og hlaðnir aukahlut- um. WAGONEER LIMITED KR. 1.495 Þessir bílar eru keyptir af AMC JEEP verk- smiðjunum og eru því í ábyrgð sem og aðrir bílar sem fluttir eru inn af AMC JEEP umboð- inu á Islandi, Agli Vilhjálmssyni hf. EGILL VILHJALMSSON SMIÐJUVEGI 4 Kóp. SÍMAR 77200-77202.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.