Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987. Dægradvöl Flestir Reykvíkingar kannast við þá útþrá sem aðallega hellist yfir borg- arbúa á sumrin. Þessi tilfinning lýsir sér í því að fólk bókstaflega verður að komast út úr bænum, út í náttúr- una og upp í sveit. Flestir leita þó grátlega langt yfir skammt í leit sinni að náttúrunni því fæstir vita hreinlega um þau útivistarsvæði sem hægt er að finna í Reykjavík miðri. Kynningar- og lærdómsferð Náttúruvemdarfélag Suðvestur- lands ætlar að gera skurk í þessum málum og stóð félagið fyrir heljarmik- illi gönguferð um útivistarsvæði Reykjavíkur um síðustu helgi. Ferð þessi var ætluð til að kynna hin fjölda- mörgu svæði sem borgin hefur upp á að bjóða auk þess að vera nokkurs konar lærdómsferð þar sem hinir ýmsu aðilar sögðu göngumönnum frá því markverðasta sem fyrir bar. Kynnt vom t.d. ýmis jarðffreðileg fyrirbæri, sögulegar minjar og flóra og náttúm- far Reykjavíkur var rannsakað. Veður- og fréttastofa við Bryggjuhúsið Lagt var upp frá Vesturgötu 2, Ála- fosshúsinu, kl. 9 á laugardagsmorgun. Þar var fyrir Ragnheiður Helga Þórar- insdóttir borgarminjavörður með stórfréttir um að borgaryfirvöld hefðu nú samþykkt að aðstoða við að gera upp Gamla brvggjuhúsið, en svo var Vesturgata 2 ætíð kölluð. Endur- byggja á Borgarhliðið, sem var nokkurs konar hlið eða gat þvert í gegnum húsið og niður á bryggjuna hinum megin. Við þetta hús var fyrsta veðurstofan á íslandi sett upp en hún gat varla verið einfaldari; útiloftvog sem hengd var á húsvegginn. Auk þessa þjónaði þessi sami húsveggur hlutverki hálfgerðrar fréttastofu. Þama undir veggnum hópuðust mennimir saman þegar þeir vom ekki úti á sjó, spáðu í tíðina og leystu öll heimsins vandamál - minnir óneitan- lega á hlutverk heitu pottanna nú á tímum. Ragnheiður sagðist vonast til að þetta framtak, að endurgera húsið í sinni uppmnalegu mynd, yrði öðrum húseigendum við Austurstræti og Vesturgötu fyrirmynd og að uppbygg- ing Brj’ggjuhússins myndi „smita út frá sér“. Leifar gömlu þjóðleiðarinnar Svo var haldið áfram eftir Austur- stræti og komið við í grunni Fjalakatt- Við upphaf göngunnar. Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir skýrir hvernig Borgarhliðið í gamla Bryggjuhúsinu að Vesturgötu 2 verður endurreist. Ekki leitað langf yfir skammfc Útivistarsvæði Reykjavíkur skoðuð Innan um gróskuna í Elliðaárdalnum. Frá vinstri Björn Finnsson, þá Ómar Skafti Gislason og Ólafur Jónsson. arins heitins þar sem fomleifagröftur stendur nú yfir. Hljómskálagarðurinn var heimsóttur og stefhan svo tekin á Öskjuhlíðina, eitt vinsælasta útivist- arsvæði Reykavíkur. í Öskjuhlíðinni er margt að sjá og skoða. Nýverið var friðuð gamla þjóðleiðin sem liggur utan í hlíðinni austan megin, rétt ofan við bensínstöðina. Þessi leið, sem ér um 100 m löng, er það eina sem eftir er af þessari aldagömlu þjóðleið sem lá til Reykjavíkur. Þama hafa margir hófar og fætur gengið bergið niður svo að greinilega má sjá slitið. Jarðfræð- ingurinn Þorleifúr Einarsson slóst með í hópinn í Öskjuhlíðinni og fræddi fólk um jarðsögu svæðisins og sýndi jarðlög sem hafa að geyma forsöguleg- ar skeljar. Sumarbústaður í miðri Reykja- vík í Öskjuhlíðinni miðri, í fallegum skógarlundi, stendur sumarbústaður. Sumarbústað þennan á Leifur Hann- esson með fleirum, en hann var mættur til að taka á móti göngufólk- inu. Leifur bauð fólki í bæinn og kveikti upp í forláta kolaofni meðan áð var. Strax og búið var að seðja hungrið var rölt með Andrési Amalds frá Landgræðslunni með grasfræspoka undir höndum og sáð var úr tveimur pokum i uppblásinn hól rétt hjá. Göngumenn vom sammála um að vel yrði fylgst með sprettu á hól þessum í framtíðinni því nú væri hann orðinn „hóllinn okkar“. Grænu svæðin þrjú Þennan fyrsta dag göngunnar var gengið um þijú helstu útivistarsvæði Reykjavíkur sem em Öskjuhlíðin, Fossvogsdalur og Elliðaárdalur. Merkilegast er að þessi þrjú grænu svæði tengjast öll og liggja frá íjöm alla leið upp í Heiðmörk. Það er því samdóma álit þeirra sem nánast til þekkja að varðveita beri þessi svæði og reyna að tengja þau meira en nú er. I Skógræktinni í Fossvogsdal beið eftir okkur Yngvi Þór Loftsson lands- lagsarkitekt. Hann hefur einmitt komið með ýmsar tillögur um nýtingu Fossvogsdalsins sem aðlaðandi göngu- og leiksvæði. Gefum Yngva orðið: „Ég tók skipulagningu Fossvogsdalsins sem lokaverkefni í skólanum í Kanada fyrir rúmlega einu ári. Ég hef lagt til- lögu mínar fyrir borgaryfirvöld en þetta gengur allt saman ofur hægt. Landamæri Kópavogs og Reykjavíkur liggja um miðjan Fossvogsdalinn og þessir tveir bæir geta ekki komist að samkomulagi um nýtingu hans.“ Hraðbraut eða útivistarsvæði? Yngvi Þór heldur áfram: „Kópavog- „Fróðleg og hressandi ferð' ‘ „Það mætti vera meira um svona ferðir því fólk lærir heilmikið um borgina á þessu,“ sögðu þær Ragn- heiður Aðalgeirsdóttir og Kristbjörg Jónsdóttir er þær voru teknar tali niðri á Amarhóli við lok göngunn- ar. Þær voru að klára nestið sitt og hvfla sig örstutta stund áður en haldið var heim á leið. „Við erum búnar að ganga síðan kl. 2 í dag en þetta er engin erfiðisganga á svona sléttlendi, þetta er bara hressandi og við ætlum hiklaust aftur í sept- ember." „Bílaumferðin leiðinleg“ Ragnheiður sagði að það leiðinleg- asta við að ganga um Reykjavík væri hin gífúrlega bílaumferð. „En ég er alveg endumærð, því svona ganga er jafn hressandi og hún er fróðleg." Kristbjörg bætti við: „I hverri gönguferð uppgötvar maður eitthvað nýtt um Reykjavík þó svo að maður sé búinn að búa lengi í bænum. Svo skapast einstaklega já- kvæður félagsskapur í svona ferð og fólk kynnist vel.“ Ragnheiður Aðalgeirsdóttir og Kristbjörg Jónsdóttir ætla aftur í svona göngu um leið og þeim gefst tækifæri til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.