Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Side 34
34
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987.
Gunnar Guðmundsson lést 23. júlí
sl. Hann fæddist í Reykjavík 9. apríl
1947, sonur hjónanna Guðmundar
Þ. Björnssonar og Sigurveigar Stellu
Konráðsdóttur. Hann lauk raftækn-
inámi frá Tækniskóla Islands um
áramótin 1978-79. Stofnuðu þeir
Friðrik Dungal fyrirtækið Rafmótun
sf. á árinu 1984 og ráku það í samein-
ingu til dauðadags. Gunnar var
kvæntur Kolbrúnu Jónsdóttur og
áttu þau saman eina dóttur. Gunnar
átti dreng fyrir. Útför Gunnars verð-
ur gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 15.
Jarðarfarir
Friðrik Dungal lést 23. júlí sl. Hann
fæddist 11. desember 1959, sonur
Guðrúnar Árnadóttur og Höskuldar
Dungal. Friðrik lærði rafvirkjun og
vann alltaf við það starf. Stofnaði
hann fyrirtæki fyrir nokkrum árum
með Gunnari Guðmundssyni. Eftir-
lifandi eiginkona Friðriks er Árný
Richardsdóttir. Þau hjón eignuðust
tvo syni en misstu annan fyrir tæpu
ári síðan. Útför Friðriks verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag kl. 15.
PANTANIR
SÍMI13010
m
KREDIDKORTAÞJONUS TA
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
ODYR MALNING
Til sölu úrvals vesturþýsk innimálning á mjög
qóðu verði vegna breytinga.
Opið kl. 1-6.
Bíldshöfða 18, Reykjavík.
RYÐI f
Sími 67 33 20.
ATHUGIÐ
SMÁAUGLÝSINGADEILD DV
Smáauglýsingadeild
DV
verður opin
um
verslunarmannahelgina
sem hér segir:
Opið föstudag
til kl. 22.
Lokað laugardag,
sunnudag
og mánudag.
í gærkvöldi_________________________________________pv
Sigurður Benedikt Bjömsson yfiiverkstjóri:
Vandaðri fréttaflutningur hjá Ríkissjónvarpinu
Ekki horfi ég nú mjög mikið á sjón-
varp en ég vil þó geta valið úr og
þess vegna keypti mér afruglara fyr-
ir stuttu. Það var til að fá meira
úrval bíómynda sem ég keypti mér
afruglara. - Ekki til að horfa á Dall-
as og Dynasty. Frá því í september
og alveg fram í maí horfi ég ekkert
á sjónvarpið því ég er í kvöldskóla.
En ég vildi þó gjaman fá tækifæri
til þess að sjá sjónvarp á vetuma.
Því finnst mér vanta samfelldari
dagskrá og þá jafnvel frarn á nótt.
Það sem freistar mín aðallega í
kassanum em betri framhaldsþættir
eins og Pétur mikli sem sýndur var
í gærkvöldi. Síðan em það náttúm-
lífsþættir og svo íþróttir og þá
sérstaklega fótbolti og billiard sem
mætti sýna meira frá.
Fréttir horfi ég á og eftir að hafa
borið fréttatímana frá báðum stöðv-
unum saman finnst mér ríkissjón-
varpið hafa vinninginn og standa sig
Sigurður Benedikt Bjömsson.
betur í öllum fréttaflutningi. Þar er
mun vandaðri frágangur og fréttim-
ar allar viðameiri og ýtarlegri.
Dagskrá Ríkissjónvarpsins hefur
ekkert verið neitt sérstök undanfar-
ið. Það eina sem hefur verið varið í
lengi em framhaldsþættimir um
Pétur mikla. Þó var sænska mánu-
dagsmyndin núna sl. mánudag alveg
virkilega góð.
Ég hlusta þó nokkuð á útvarp og
þá yfirleitt á Rás 2 sem hefúr batnað
ótrúlega með vaxandi samkeppni.
Þættimir I hringiðunni, sem em al-
veg sérstaklega góðir þættir, hafa
líka bætt rásina um allan helming.
Sumt á Stjömunni og Bylgjunni er
gott en margt þar er orðið hálf
þreytt. T.d. finnst mér þátturinn
Bylgjan á hádegi vera orðin þreyttur
og afdankaður þáttur.
Ég fer þó nokkuð í leikhús á vet-
uma. Nú síðast sá ég Uppreisn á
ísafirði í Þjóðleikhúsinu sem mér
fannst mjög gott. Ég var virkilega
spældur yfir að Hitt leikhúsið setti
ekki upp neitt sl. vetur. Það var svo
virkileg sprenging þegar það kom
inn á markaðinn. Það jók samkeppn-
ina og leikhúsin hafa ekki nema
gott eitt af því.
Hallmar Freyr Bjarnason lést 21.
júlí sl. Hann var fæddur á Húsavík
21. nóvember 1931. Foreldrar hans
voru hjónin Kristjana Helgadóttir
og Bjarni Ásmundsson. Hallmar hóf
nám í múraraiðn 1960, sveinsprófi
lauk hann 1964 og meistarabréf fékk
hann 1967. Upp frá þeim tíma var
hann byggingameistari á Húsavík.
Hann stofnaði ásamt fleiri múrurum
byggingafyrirtækið Varða hf. sem
var verktakafyrirtæki og starfaði til
fjölda ára á Húsavík. Eftirlifandi eig-
inkona Hallmars er Guðrún H.
Ingólfsdóttir. Þau hjónin eignuðust
fimm börn. Útför Hallmars verður
gerð frá Húsavíkurkirkju í dag kl. 14.
Ásgeir Bjarnason, Ægisgötu 27,
Reykjavík, lést þann 19. júlí. Útförin
hefur farið fram.
Guðrún Þorsteinsdóttir frá Fögru-
völlum, Hellissandi, Silfurgötu 45,
Stykkishólmi, andaðist 24. júlí. Útför
hennar fer fram frá Stykkishólms-
kirkju föstudaginn 31. júlí kl. 14.
Svava Tryggvadóttir, Furugerði
9, áður Lokastíg 6, verður jarðsungin
frá kirkju Óháða safnaðarins föstu-
daginn 31. júlí kl. 10.30.
Pétur Georgsson netagerðarmað-
ur, Grundartúni 1, Akranesi, verður
jarðsunginn frá Akraneskirkju
föstudaginn 31. júlí kl. 11.30.
Árni Gíslason, Ásbúðatröð 9, Hafn-
arfirði, verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði, föstudag-
inn 31. júlí kl. 15.
Karl Pálsson, útgerðarmaður frá
Flatey á Skjálfanda, verður jarð-
sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 31. júlí kl. 10.30.
Helga Steinvör Helgadóttir,
Brekkustíg 14, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag 30. júlí kl. 15.
Helga Daníelsdóttir frá Sellandi,
verði; . jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju í dag 30. júlí kl. 13.30.
Þorbjörg Höskuldsdóttir frá Set-
bergi, verður jarðsungin frá Vopna-
fjarðarkirkju, föstudaginn 31. júlí kl.
14.
Ferðalög
ÚTIVIST
Útivistarferðir
Ferðir um verslunarmannahelgi, 31. jítli
- 3. ágúst.
1. kl. 20 Núpsstaðarskógar. Tjöld. Einn
skoðunarverðasti staður á Suðurlandi.
2. Kl. 20 Lakagígar - Leiðólfsfell. Gengið
um Lakagíga. Ekið línuveginn. Heim um
Eldgjá og Laugar. Hús og tjöld.
3. Kl. 20 Kjölur - Drangey - Skagafiörð-
ur. Farið um Skagafiörð og í ógleyman-
lega Drangeyjarsiglingu. Svefnpokagist-
ing.
4. Kl. 20 Þórsmörk. Ódýr Þórsmerkur-
ferð. Skálagisting í Básum.
Laugard. kl. 8. Skógar Fimmvörðuháls
Þórsmörk.
Sumarleyfisferðir.
1. Eldgjá - Strútslaug - Þórsmörk, 27.
júlí - 2. ágúst. Bakpokafeð.
2. Hornstrandir - Hornvík, 31. júlí - 4.
ágúst. Rúta eða flug til Isafjarðar, með
skipi til Hornvíkur og tjaldbækistöð þar.
3. Lónsöræfi. 5.-12. ágúst. Tjaldbækistöð
við Illakamb.
4. Hálendishringur. 9.-16. ágúst, 8 dagar,
styrr ferð. Gæsavatnaleið - Askja - Kverk-
fjöll - Mývatn.
5. Tröllaskagi 9.-15. ágúst. Ný ferð. Farið
Tungnahrygg úr Barkardal að Hólum og
síðan ekið til Siglufjarðar, gengið þaðan
um Héðinsfjörð til Ólafsfjarðar. Gist í
húsum og tjöldum. Uppl. og farm. á skrif-
stofunni, Grófinni 1, símar 14606 og 23732.
Sjáumst.
Ferðir FÍ um verslunar-
mannahelgina.
31. júlí-3. ágúst.
1. Arnarfell hið mikla - Nýidal-
ur/Jökuldalur. Gist tvær nætur í
tjöldum í Þúfuveri og síðustu nóttina í
sæluhúsi í Nýjadal. Á laugardag er farið
á bát yfir Þjórsá og gengið á Arnarfell hið
mikla.
2. Siglufjörður - Siglufjarðar.skarð. Ekið
norður um Kjöl og suður Sprengisand.
Gist í svefnpokaplássi.
3. Snæfellsnes - Breiðafjarðareyjar. Gist
í svefnpokaplássi í Stykkishólmi.
4. Núpsstaðarskógar. Brottför kl. 8, gist
í tjöldum. Gengið um svæðið, s.s. Súlu-
tinda, Núpsstaðarskóga og víðar.
5. Þórsmörk - Fimmvörðuháls. Gist í
Skagfjörðsskála/Langadal.
6. Landmannalaugar - Sveinstindur/
Eldgjá. Gist í sæluhúsi Fl í Laugum.
Gengið á Sveinstind annan daginn, en
ekið í Eldgjá hinn og gengið að Ófærufossi.
7. Álftavatn - Strútslaug. Gist í sæluhúsi
Fl v/Álftavatn. Annan daginn er gengið
að Strútslaug, en hinn gengið um í ná-
grenni Álftavatns.
Til athugunar fyrir ferðamenn. Þeir sem
ætla að tjalda á umsjónarsvæði FÍ í
Langadal/Þórsmörk um verslunarmanna-
helgina eru beðnir að panta tjaldstæði á
skrifstofu FÍ, en nauðsynlegt er að tak-
marka fjölda gesta á svæðinu.
Dagsferðir Ferðafélagsins.
Sunnudagur 2. ágúst.
Kl. 8 Þórsmörk. Verð kr. 1000. Kl. 13
Keilir. Verð kr. 600.
Mánudagur 3. ágúst kl. 13 Gengið með
Hengladalsá. Verð kr. 600.
Miðvikudagur 5. ágúst kl. 8 Þórsmörk,
dagsferð verð kr. 1000.
KI. 20 Sveppaferð í Heiðmörk. Verð kr.
300.
Fimmtudagur 6. ágúst kl. 8 Kerlingar-
ferð - dagsferð. Verð kr. 1200. Brottför í
ferðirnar er frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt f.
böm m. fullorðnum.
Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins.
29. júlí - 3. ágúst. (6 dagar); Eldgjá -
Strútslaug - Álftavatn. Gönguferð með
viðlegubúnað.
29. júlí - 2. ágúst (5 dagar); Landmanna-
laugar - Þórsmörk. Gengið frá Land-
mannalaugum milli gönguhúsa FÍ til
Þórsmerkur.
31. júli - 6. ágúst. ( 7 dagar); Arnarfell
hið mikla - Þjórsárver - Kerlingafjöll.
31. júli - 3. ágúst. (4 dagar) Núpsstaðar-
skógar.
7.-12. ágúst (6 dagar) Landmannalaugar
- Þórsmörk.
7.-16. ágúst (6 dagar); Hálendið norðan
Vatnajökuls.
Pantið tímanlega í sumarleyfisferðirnar.
Upplýsingar á skrifstofu Fl, Öldugötu 3.
Tilkyimingar
Loftbrú - Vestmannaeyjar -
Hella
Sem undanfarin ár mun Leiguflug Sverris
Þóroddssonar halda uppi loftbrú um versl-
unarmannahelgina. Reglulegum ferðum
verður haldið uppi og það verður farið að
minnsta kosti á klukkutíma fresti, eins
lengi og þátttaka leyfir, frá Rvík til Vest-
mannaeyja og frá Hellu til Vestmanna-
eyja. Fargjöld eru á mjög viðráðanlegu
verði kr. 1300 frá Hellu til Vestmannaeyja
og kr. 2000 frá Rvík til Vestmannaeyja.
Farpantanir á Hellu í síma 99 5165 og
28011 hjá Leiguflugi Sverris. Tryggið ykk-
ur tímanlega ferð með LÞS.
Háls-, nef- og eyrna-
læknir á ferð
um Austfirði og Suðurland
Einar Sindrason háls-, nef- og eyrnalæknir
ásamt öðrum sérfræðingum Heyrnar- og
talmeinastöðvar Islands verða á ferð um
Austfirði og Suðurland dagana 8. ág. til
14. ág. nk. Rannsökuð verður heyrn og tal
og útveguð heyrnartæki. Farið verður á
eftirtalda staði: Fáskrúðsfjörður 8. ágúst,
Breiðdalsvík 9. ágúst, Djúpivogur 10.
ágúst, Höfn í Hornafirði 11. og 12. ágúst,
Kirkjubæjarklaustur 13. ágúst og Vík 14.
ágúst. Tekið á móti tímapöntunum á við-
komandi heilsugæslustöð og er fólki bent
á að panta tíma sem fyrst.
Sumarslátrun hafin á
Hornafirði
Nýlega hófst sumarslátrun í sláturhúsi
Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfn í
Homafirði. Slátrað verður 100 lömbum á
viku í 6-7 vikur, eða fram að hefðbund-
inni sláturtíð. Stefnt er að því að halda
áfram slátrun að henni lokinni, allt fram
að jólum, þannig að ófryst kjöt verður á
boðstólum fyrir neytendur það sem eftir
er ársins. Slátrað er á mánudögum og kjöt-
ið kemur á markað í Reykjavík á miðviku-
dagsmorgnum. Það er selt í þeim
verslunum sem viðskipti eiga við Búvöru-
deild Sambandsins. Þetta er þriðja árið í
röð sem sumarslátrun fer fram á vegum
Búvörudeildar, fyrri tvö árin var slátrað
í Borgamesi. Verðið á þessu ferska kjöti
er núna 30% hærra í heildsölu en á frystu
lambakjöti og mun fara stiglækkandi fram
að sláturtíð.