Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987, 37 Sviðsljós Þessi kjóll er úr flaueli og skreyttur gullnum böndum sem minna helst á gluggatjaldabönd. Þaö var Dior sem teiknaöi þennan kjól sem telst til hátisku vetrarins. Sýningarstúlkan ber þunga eyrnalokka og hanska VÍð. Simamyndir Reuter Ef vel er að gáð má sjá svartar stutt- buxur gægjast niður undan síðum, þröngum satínjakkanum. Hanskar, áberandi hattur og hálsfesti prýða klæðnaðinn. ■«*■> it * *>* ■ *'■ > >: * % *' * <:>■ Stutt, mjög þröngt flauelspils og aðskorinn jakki með miklum púffermum úr efni frá 18. öldinni. Þessi iakki minnir á fötin í kvikmyndinni Amadeus en slík efni verða þó nokkuö vinsæl i vetur. _ Hátíska vetrarins: Flauel og bermúdabuxur Þá er allt komið á fulla ferð í vetrartískunni í París. Það eru dýru, fínu tískuhúsin eins og Christian Dior og Pierre Cardin sem nú eru byrjuð að kynna vetrarlínuna. Stuttu pilsin eru ennþá í algleymingi og gerast bara styttri ef eitthvað er. Pokapilsin halda áfram að sjást og bermúdabuxur eru að gera garðinn fræg- an. Bermúdabuxumar eru rétt fyrir ofan hné og slíkar buxur líkjast pilsum oft á tíðum mikið. Oft em síðir jakkar, sem hylja buxumar nær alveg, hafð ir við. Bermudabuxurnar geta orðið þægileg og hlýleg lausn fyrir þær konur sem vilja tolla í tískunni en finnst hreyfingum sínum hamlað og hætta á lungnabólgu of mikil í hinum stuttu, aðskornu pilsum. í tilefni vetrarins nota tískufrömuðimir þyngri og hlýrri efni og stutt flauel- spils eru t.d. nokkuð áberandi. Púffermar og herðapúðar, þungir skartgripir, breið belti og hanskar. Allt er þetta áberandi í tísku vetrarins sem annars verður fíngerð og kvenleg. Það eru engin takmörk fyrir öllum hátíðlegu athöfnunum sem blessað kóngafólkið þarf sí og æ að standa í. Það er ekki mikið um frí í höllinni í Englandi enda Englendingar ætíð verið taldir allra manna íhaldssam- astir og fastheldnir á venjur. Það getur þó verið ansi gaman að öllum þessum virðulegu athöfnum sem eiga rætur sínar að rekja langt aftur í aldir. Fyrir nokkm tók Díana prinsessa þátt í einni slíkri þar sem hún fékk leyfi til að fara í smalamennsku og sl. þriðjudag kom það í hlut Önnu prinsessu að merkja vörubíla! Sú venja á rætur sínar að rekja allt til ársins 1838 er byrjað var að merkja alla þyngri og léttari vagna er stunduðu leigubílaakstur um götur Lundúnaborgar. Þetta er virðuleg athöfn sem aðeins er fram- kvæmd einu sinni á ári við ráðhúsið í London. Einbeitnin leynir sér ekki í svip prinsessunnar er hún iklædd sérstökum kufli merkir vörubíl eins og vera ber. simamynd Reuter Ólyginn sagði... Jon Bon Jovi heldur mlkið upp á aðdáendur sína og finnst sífelldur stelpuf- ans vera einn af aðalkostum starfsins sem frægur söngvari. Jon fékk þó meira en nóg um daginn. Ung og gjörsamlega dolfallin stúlka hafði i margar vikur fylgt honum hvert fótmál og aldrei látið hann i friði. Þungarokkarinn fékk að lok- , ^ um nóg og greip heljartaki í kinnar stúlkunnar og hristi hana vel til og frá á meðan hann gerði henni Ijóst að hann óskaði þess fyrir alla muni að hann yrði að fyrrverandi goði hennar. Honum varð að ósk sinni. Marlee Matlin er heimsins besta kærasta að sögn William Hurt. Hann ætti að vita það enda h'afa þau verið saman allt síðan þau léku saman í myndinni Ljáðu '1 mér eyra. Þau hafa bæði unn- ið til óskarsverðlauna. Hurt fyrir leik sinn í myndinni Koss kóngulóarkonunnar og Matl- in fyrir leik sinn í fyrrnefndri mynd, Ljáðu mér eyra. „Marlee er ekki bara geðveik- islega vel gefin heldur er hún sjálfsörugg og óhrædd. Ég myndi gefa allt til að hafa þessa eiginleika," segir Hurt og eys lofi á elskuna sína. Jackie Gleason Fyrir mistök slæddist gömul klausa um Jackie Gleason inn í Sviðsljósið í fyrradag. Hann var þar sagður á lífi en dauð- vona af völdum krabbameins. Sviðsljósið harmar þessi mi- stök því eins og alþjóð veit er Jackie nú allur. Megi hann hvíla í friði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.