Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Side 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritst|órn ^ Awglýsingær - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987.
„Frímúrara-
reglan
er mann-
bætandi“
- segir settur biskup
„Mér finnst þessi gagnrýni ekki á
rökum reist, frímúrarareglan er
mannbætandi félagsskapur sem
reistur er algerlega á kristilegum
grunni. Það hefur hingað til ekki
verið gagnrýnt hér á landi að ís-
lenskir prestar séu í frímúrararegl-
unni. Má vera að það verði eitthvað
rætt eftir þetta,“ sagði settur biskup
íslands, Sigurður Guðmundsson, um
yfirlýsingu sem kirkjuþing ensku
biskupakirkjunnar sendi frá sér í
mánuðinum um að helgisiðir frímúr-
arareglunnar væru guðlast og ekki
viðeigandi að prestar og biskupar
gengju í regluna. Sigurður er í frí-
múrarareglunni auk fjölda íslenskra
presta
„Það er líklega leyndin yfir regl-
unni sem fer mest fyrir brjóstið á
þeim. Þótt í reglunni sé fylgt ákveðn-
um venjum er fráleitt að helgisiðir
séu stundaðir þar sem jaðri við guð-
last.“ -BTH
Atta fluttir
á slysadeild
Lögreglunni á Akureyri var til-
kynnt um harðan árekstur á
Norðurlandsvegi við bæinn Garðs-
vík á Svalbarðsströnd klukkan
hálfátta í gærkvöldi. Tveir bílar
skullu þar saman. Fjórir voru í bíl-
unum og voru allir fluttir á slysa-
deild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. Mun enginn vera lífs-
hættulega slasaður.
Annar bíllinn er talinn gjörónýtur
og hinn mikið skemmdur. -sme
0k á átta bíla
Um klukkan hálftvö í nótt stöðv-
aði lögreglan drukkinn ökumann á
Háteigsvegi. Maðurinn hafði keyrt
utan í átta bíla áður en hann var
stöðvaður. í morgun lá ekki ljóst
fyrir hversu mikið bílamir voru
skemmdir. -sme
ÓVENJU LÁGT VERÐ
0PIÐ TIL KL. 16.00
Á LAUGARDÖGUM
E
Smiðjuvegi 2, Kópavogi.
Símar 79866, 79494.
LOKI
Nú getur Óli Kr. í Olís
náð sér í banka!
Alþýðubankinn leítar til annarra banka vegna slæmrar stöðu:
Iðnaðar- Lands
og Samvinnubank
inn í myndinni
Alþýðubankamenn hafa undan-
farið rætt oformlega við fúlltrúa
nokkurra banka um samruna Al-
þýðubankans við einhvem þeirra.
Hefur verið rætt við Iðnaðarbank-
ann, Samvinnubankann og síðast
Landsbankánn, samkvæmt upplýs-
ingum sem DV hefúr aflað sér.
ans, hefúr haft forgöngu um þessar
athuganir. Fyrst var rætt við Iðnað-
arbankann, en þegar niðurstaða
fékkst ekki í þeim athugunum var
leitað til Landsbankans. Einnig
munu þreifingar við Samvinnubank-
ann hafa farið fram.
Samkvæmt heímildum blaðsins
hefur frekar verið um þreifingar að
ræða en formlegar viðræður, en Ás-
mundur Stefánsson, forseti ASÍ og
formaður bankaráðs Alþýðubank-
Samkvæmt upplýsingum DV mun
Landsbankinn ekki fara í samkeppni
við aðra banka um að ná Alþýðu-
bankanum undir sig og það er talinn
meiri ávinningur fyrir einhvem
hinna minni banka að fa Alþýðu-
bankann yfir til sín. Málið mun ekki
vera komið það langt að bankaráð
viðkomandi banka hafi fengið málið
til athugunar og munu þreifingar
liggja í láginni á meðan Asmundur
Stefánsson er erlendis en hann er
nú í sumarfni í Sovétríkjunum.
Vegna bágrar stöðu Alþýðubank-
ans, sem ljós varð á síðasta aðal-
fúndi, er það talið nauðeynlegt fyrir
bankann að ganga til samstarfs eða
renna saman við einhvem hinna
betur stæðu banka.
-ój
Þessi austurrísku feðgin ferðast um landið á puttanum. DV ók fram á þau við Sólheima i Skaga-
firði. Þau sögðust vera frá Vín og ætla að fara hringinn. Venjulega sækja þau suður á bóginn, til
stranda Ítalíu og Júgóslavíu, á sumrin. En í þetta skiptið var stefnan tekin í þveröfuga átt. Og að
sögn hefur þeim gengið ágætlaega að fá far með íslenskum ökuþórum. DV-mynd JGH.
Veðrið á morgun:
Skýjað um
mestallt
land
Á morgun verður fremur hæg
norðvestan- og vestanátt á
landinu, skýjað um mestallt land
og víða skúrir norðanlands og á
annesjum vestanlands. Hiti verður
8-15 stig.
Guðmundur J.
Úrsögn úr
Alþýðubanda-
laginu
„Ástæðumar fyrir úrsögninni eru
margþættar og einfaldar. Spumingin
er hvort maður eins og ég, sem er í
þjónustu verkafólks, eigi að einhenda
sér í verkalýðsbaráttuna eða verá í
flokki sem hann vill ekki lúta vegna
ósamkvæmni í gjörðum flokksins og
ástandsins í flokknum. Þar logar allt
í innanflokksdeilum og flokkurinn
ætti að lýsa þvi yfir að hann væri
ekki þátttakandi í pólitík meðan for-
ystumenn keppast við að reyta æmna
hver af öðrum, á meðan þeir takast á
um völd og áhrif,“ sagði Guðmundur
J. Guðmundsson, formaður Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar og
Verkamannasambandsins.
Guðmundur hefur sagt sig úr flokkn-
um eftír 43 ára vem þar og segir
flokkinn vera í tapstöðu. Guðmundur
sagðist enga ákvörðun hafa tekið um
að fara í annan pólitískan flokk enda
myndi hann ganga tregur til þess leiks,
það væri ekki ástæða úrsagnarinnar.
-JFJ
í
4
:
4
4
Þröstur gerði
jafhtefli
4
í morgun var tefld ellefta umferð á
heimsmeistaramótínu í skák fyrir 20
ára og yngri á Filippseyjum. Hannes
Hlífar tapaði þá fyrir Frakkanum Deg-
arve en Þröstur Þórhallsson gerði
jafntefli við alþjóðlega meistarann
Rechlis frá Israel. Þröstur er nú með
sex og hálfan vinning en Hannes Hlíf-
ar er með fjóra og hálfan.
Indlandsmeistarinn Anand er enn
efstur með níu vinninga en Blatny frá
Tékkóslóvakíu er í öðm sætí með sjö
og hálfan vinning, eftir að hafa tapað
í elleftu umferð fyrir Anand.
Agdenstein er í þriðja tíl sjötta sæti
með sjö vinninga, en skák hans við
Júgóslavann Sokolov var ólokið í ell-
eftu umferð þegar DV náði tali af
Þresti í morgun. -KGK
4
4
4
4
4
4
Vorslusviptingar:
Rætt um w
breyttar reglur a
Fundur var haldinn hjá Borgarfó-
getaembættinu í gær og vom á honum
rædd vandamál varðandi framkvæmd
vörslusviptinga. Vörslusviptingar
hafa ekki verið framkvæmdar á vegum
embættisins um skeið vegna deilna um
tilhögun þeirra.
Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri
dómsmálaráðuneytisins, sat fundinn í
gær og hann sagði að þar hefðu engar
lokaákvarðanir verið teknar.
„Það fóm fram umræður um nýjar
reglur varðandi vörslusviptíngar. Það
er verið að fást við þetta mál núna en
annars lítið um það að segja á þessu
stigi,“ sagði Þorsteinn. -ATA
4
4
4
4
Sri Lanka: A
Fær hemaðar-
aðstoð æ
Bandaríkjamenn bmgðust í morgun 1
jákvætt við beiðni stjómvalda á Sri
Lanka, irni hemaðarlega aðstoð, til
þess að kæfa uppreisn sem risið hefúr
þar vegna samninga við Indverja.
Seytján hundmð manna indverskt
herhð lenti í morgun á Jaffnaskaga,
til að aðstoða við að framfylgja samn-
ingnum. Sri Lanka hefur einnig farið
fram á aðstoð frá Bretlandi, Pakistan
og Kína en ekki er vitað hvers kyns
sú aðstoð verður. -HV ^|
i
í