Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. Fréttir DV Kristín Hálfdánardóttir er 32 ára gömul. Hún er nú meö jafnlanga fætur og líður mjög vel. Annar fóturinn var tveimur sentímetrum styttri en hinn og olli það henni bakverkjum og eymslum í fótum. Að hennar sögn gerðist kraftaverk og fóturinn lengdist um tvo sentímetra í votta viöurvist. DV-mynd JAK Kraftaverkin gerast enn: Fjöldi vitna sá fótinn lengjast „Mér fannst eins og einhver tæki um fótinn á mér og væri að reyna að toga hann út. Eg leit þá upp og sá að það kom enginn við mig nema hvað einn maður hélt um kálfann á mér. Ég fann að það teygðist á fætinum og viðstaddir sáu fótinn lengjast," sagði Kristín Hálfdánar- dóttir sem segist hafa hlotið krafta- verkalækningu fvrir þremur árum. „Ég var búin að þjást af verk í baki frá því ég var barn. Þegar ég leitaði til lækna út af þessu var mér fyrst sagt að þetta væru vaxt- arverkir og síðan að þetta væru þreytuverkir sem hyrfu af sjálfu sér. Smám saman vandist maður þessum þrautum og lærði að lifa með þeim. Fyrir níu árum frelsaðist ég. Ég kvnntist Kristi sem persónulegum vin og lausnara sem ég gat leitað til. Ég fór að sækja samkomur kristinna manna og þegar Vegur- inn var stofnaður gekk ég í það kristilega samfélag. Það var einmitt á móti sem Veg- urinn hélt i Hlíðardalsskóla fyrir þremur árum sem kraftaverkið gerðist. Maður stóð upp og sagði að á meðal okkar væri ung kona sem þjáðist af bakverk og verkjum í fæti og að hún þarfnaðist hjálpar. Hann lýsti konunni þannig að ég vissijstrax að verið var að tala til mín. Ég fann þetta mjög sterkt og stóð upp. Ég var tekin og mæld og þá kom í ljós að annar fóturinn var styttri en hinn. Ég var látin setjast og einn maður hélt um kálfann á mér á meðan hinir báðust fyrir. Ég lygndi aftur augunum og fann þá þessa breytingu í fætinum. Eftir kraftaverkið var fóturinn mældur og kom þá í ljós að hann hafði lengst um tvo sentímetra. Ég get ekki efast um að þarna gerðist kraftaverk. Guð vissi hvernig hann átti að sannfæra mig og þarna talaði hann við mig á hátt sem ekki var hægt að mis- skilja. Ég hafði þjáðst af bakverkj- um nánast alla mína ævi en eftir þennan atburð hef ég ekki kennt mér neins meins. Slík kraftaverk hef ég oft séð síð- an á samkomum hjá okkur, bæði að fætur lengdust, heyrnardaufir hafa læknast og nokkrir með ólæknandi sjúkdóma orðið alheilir. Ég veit að þetta hljómar ótrúlega en það sýnir jafnframt að Guð er raunverulegur og máttugur, enda sæki ég mikið til Guðs í mínu dag- lega lífi og fæ frá honum bæði styrk og lausn. Lækning frá Guði er því mjög raunhæfur kostur og ef fólk tryði nægilega mikið þyrftu ekki svona margir að vera á spítulum. En við megum þó ekki gleyma því að Guð vinnur einnig í gegnum læknavís- indin sem hafa unnið ómetanlegt verk í gegnum tíðina. En kraftur- inn kemur frá Guði.“ ATA Góður markaður fyrir Guðs orð „Nú skulum við öll syngja saman og vegsama Drottinn. vom lifandi Guð.“ sagði Samúel Ingimarsson. einn sjö leiðtoga Vegarins sem er írjást kristilegt samfélag. Samúel stjómar samsöng safnaðarins og lof- gjörðinni en forstöðumaður. eða hirðir Vegarins. er Bjöm Ingi Stef- ánsson. Samkomur Vegarins byggjast að miklu leyti upp á söng og lofgjörð og síðan er ávallt predikun. Söfnuð- urinn tekur mikinn þátt í samkom- unni, menn syngja mikið, rísa úr sætum og veifa höndum, stappa jafn- vel eða dansa Guði til dýrðar og til að fá útrás fyrir lofgjörð sína til Guðs. Nokkur umræða hefúr verið að undanförnu pm hin kristnu samfélög sem tilheyra þjóðkirkjunni eða trú- arvakningunni sem nú fer um heiminn. Margir hafa þar talað um bandarísk áhrif eða þá ofsatrú og fordæmingar. Ekki varð vart við for- dæmingar á samkomunni sem DV var viðstatt hjá Veginum á sunnu- daginn nema þá ef vera skyldi i garð samkynhneigðar sem þeir hjá Vegin- um og öðrum kristnum samfélögum telja synd og að lækningu megi fá í gegnum trúna á Krist. „Við fordæmum ekki kynvillinga, við viljum hjálpa þeim en kynvilla er röng samkvæmt ritningunni. Það er því ekki hægt að tala um kristna kynvillinga," sagði Stefán Ágústs- son hjá Veginum. Þeir hjá Veginum eru að undirbúa stofnun sérstaks fríkirkjusafnaðar. „Við eigum lifandi trú sem við verðum að geta fengið að stunda. Við verðum að geta átt samfélag við okkar skapara sem ekki tínist í form- legum helgisiðum þjóðkirkjunnar." Samkomur Vegarins byggjast mik- ið á þátttöku samkomugesta. Þeir syngja með af hjartans list og virð- ast opna sig bæði með söng og æði. Svo vegsama þeir Guð sinn bæði í hljóði og upphátt og er það vel séð af leiðtogum safnaðarins. í Veginum eru tæplega tvö hundr- uð fullorðnir félagar sem stunda samfélagið reglulega. Samkomur eru yfirleitt tvisvar í viku, á sunnudög- um og á fimmtudagskvöldum. Mikið er hist í heimahúsum víðsvegar um Mikil þátttaka var í samsöngnum og tóku samkomugestir undir af lífi og sál. DV-mynd JAK bæinn þar sem fólk kemur saman til að lesa í Bibliunni og biðja saman. Félagar í Veginum trúa á ritning- una eins og hún kemur fyrir. Þeir taka ekki hverja setningu fyrir sig, vega hana og meta, trúa einu en henda öðru vegna þess að það er óvinsælt sem stendur. Ritningin er skrifúð af Guði fyrir heilagan anda og því er hvert orð heilagur sann- leikur segja þeir. „í okkar samfélagi er mikið líf, gleði og fögnuður. Þjóðkirkjan eins og hún er í dag höfðar ekki til fólks,“ sagði Stefán. Samkvæmt kenningunni trúa fé- lagar Vegarins á kraftaverk í nafni Krists. „Ritningin segir frá kraftaverkum. Guð er lifandi og á meðal vor og því skyldu kraftaverk ekki vera mögu- leg í dag?“ sagði Stefán. Þvi eru fyrirbænir tíðar og mikið beðið fyrir fólki hjá Veginum. Marg- sem þau leika sér og meðtaka Guðs orð. DV-mynd JAK ir hafa hlotið lækningu meina sinna fyrir bæn og má þar telja nokkra sem voru með krabbamein er læknuðust, maður fékk heym á öðru eyranu og fótur lengdist á ungri konu sem lengi hafði þjáðst af bakverkjum. „Samkvæmt orðinu á þér að veit- ast það sem er í Guðs vilja sem þú biður um í einlægni og trú í Jesú nafni.“ En hvers vegna er svona mikil gróska í kristilegu starfi einmitt núna? Kristin samfélög og söfrnjðir spretta upp og þeim vegnar vel. „Neyðin er mikil núna - hin and- lega neyð. Ég tel að það sé meiri markaður núna fyrir Guðs orð en áður, ef svo má að orði komast. Ég vil í því sambandi minnast á aukna vímuefnaneyslu og lífsflótta. Fólk er sífellt að leita en veit ekki hvers. Lausnina er að finna hjá Kristi," sagði Stefán. ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.