Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 40
FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Islendingur í fangelsi í V-Þýskalandi: Tekinn með mikið af hassi - situr nú þar í gæsluvarðhaldi íslendingur, 24 ára gamall, var handtekinn á landamærum V- Þýskalands og Hollands þegar um eitt og hálft kíló af hassi fannst í farangri hans við tollskoðun. Situr hann nú í gæsluvarðhaldi í fangeisi í Þýskalandi. Islendingurinn var á leið með lest frá Amsterdam í Hollandi til Kaup- mannahafnar. Hafði hann búið um fíkniefhin í gjafapökkum í ferða- tösku sinni. Samferða honum i lestinni var annar íslendingur, 26 ára gamall, en átti hann ekki þátt í fíknieftiasmyglinu og var honum leyft að halda áfram. Samkvæmt heimildum DV er ekki reiknað með að mál Islendingsins sem handtek- inn var verði tekið fyrir v-þýska dómstóla fyrr en á komandi vetri og mun hann sitja í gæsluvarðhaldi þangað til. Að sögn Helga Skúlasonar hjá fíknieftiadeild lögreglunnar í Reykjavík barst þeim tilkynning fi-á v-þýskum yfirvöidum um handtök- una en ekki hefúr verið haft samband við þá síðan. Sagði Heigi að Islendingur sá sem handtekinn var hefði ekki komið við sögu hjá íslensku fíkniefiiaiögreglunni. -BTH A Laugaveginum i morgun: síðustu heliurnar lagðar. DV-mynd Brynjar Gauti Unnið af krafti í alla nótt Evrópumótið í bridge: íslendingar sigruðu Dani - komnir í þriðja sætið „Þetta er alltaf að verða frábærara og frábærara hjá strákunum og það er ekki annað hægt en að vera stór- kostlega ánægður með árangurinn hiá þeim,“ sagði Jón Steinar Gunn- laugsson hjá Bridgesambandinu en í gær gersigraði íslenska karlasveit- in þá dönsku, 24-6, og er þar með komin í þriðja sætið. Staðan eftir sextándu umferð er sú að Svíar eru í efsta sæti með 312,5 stig. Frakkar eru í öðru sæti með 285 stig. Islendingar í þriðja sæti með 283 stig, Bretar í því fjórða með 279 stig og ísraelar eru í fimmta sæti með 275.5 stig. Nú eru sjö umferðir eftir á Evrópu- mótinu í Brighton og í dag keppa íslendingar við Pólveija og Tyrki. Mótinu lýkur svo á föstudaginn. Islensku kvennasveitinni hefur ekki gengið eins vel. í tólftu umferð tapaði sveitin fyrir þeirri írsku, 11-17. íslensku stelpumar eru nú í 16. sæti á mótinu en efstar og jafnar em sveitir Frakka og ítala. ATA Ísland-Suður-Kórea: Tap í Seoul Islenska landsliðið í handknattleik beið lægri hlut gegn S-Kóreumönn- um í nótt, 34-31. Leikúrinn var jafh lengst af en „sirkuspiltamir" voru ívið skæðari á endasprettinum. Viðureignin verður ekki færð í bækur enda óopinber og leikin fyrir luktum dyrum. Hún nýtist þó íslenska liðinu með því lagi að þarna var glímt á ný við erfiða mótherja og allir fengu að spreyta sig. Þá ber þess að geta að liðin mætt- ust í ólympíuhöllinni og er það vel. Þai- mun íslenska liðið leika á sjálf- um ólympíuleikunum. í spjalli við DV sagði Atli Hilmars- son að menn kæmu reynslunni ríkari •**>Áúr ferðinni. „Það er mjög gott að hafa komist hingað til S-Kóreu og sérstaklega að fá að spreyta sig í höllinni sem við munum spila í á sjálfum ólympíu- leikunuin." sagði Atli. -JÖG LOKI Hvað eru menn svo að fara til Siberiu í lengingu? „Við eigum bara eftir að gera hreint og sópa en við verðum samt að til klukkan fjögur í dag,“ sagði Jóhannes Benediktsson, verkstjóri hjá Víkur- verk, í morgun þegar verið var að leggja síðustu hönd á „nýjan“ og betri Laugaveg frá Klapparstíg og að Frakkastíg. Klukkan fjögur f dag verður Lauga- vegurinn aftur opnaður fyrir bílaum- ferð. Þá geta íbúar Njálsgötunnar andað léttar pg sú vaska sveit sem lagt hefur nótt við dag við að Ijúka verkinu getur haldið heim eftir langan og strangan vinnudag. „Við erum búnir að vera hér frá því klukkan átta í gærmorgun,“ sagði Jóhannes. KGK Hvalamálið í biðstöðu: Ákvörðun tekin lyrir mánaðamót - segir Steingnmur „Það er lítið að frétta af þessum málum eins og stendur, menn eru í fríum en líklega verður þetta tekið fyrir á ríkisstjómarfundi í næstu viku. Akvörðun í málinu verður tekin fyrir mánaðamót,“ sagði Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra aðspurð- ur um gang hvalamálsins og hvort ákvörðunar væri að vænta á næstunni um áframhaldandi hvalveiðar íslend- inga. - Hefur þá ekkert verið unnið í málinu frá því að það var rætt á ríkis- stjómarfundi og fundi utanríkismála- nefhdar þann 28. júlí sl. þar sem engin ákvörðun var tekin um'það? „Jú, það hafa verið fundir á vegum sjávarútvegsráðuneytisins en ríkis- stjómin hefur ekki rætt það síðan.“ - Hvers vegna gengur þetta ekki hraðar fyrir sig? „Það þarf að athuga þetta mál vel áður en ákvörðun er tekin. Auk þess standa sumarfií yfir eins og ég sagði áður.“ - Hafa Bandaríkjamenn farið fram á framhaldsviðræður um hvalamálið frá því að viðræðum við þá var frestað þarrn 22. júlí sl. „Nei, sem betur fer hafa þeir ekki gert það,“ sagði Steingrímur. -BTH Hitaveituvatn í dósagosinu - Sanitas innkallar gos „Við teljum að hitaveituvatn hafi komist inn í blöndunartæki, kvartanir bámst í gær vegna óbragðs af Diet Pepsi gosinu þannig að við ákváðum að innkalla alla framleiðslu af þvi auk gostegunda sem framleiddar em báð- um megin við það, Mix, Grape og Diet Seven-up. Ég get ekkert sagt um hve mikið magn þetta var,“ sagði Helgi Sigurðsson, framleiðslustjóri hjá San- itas, eftir að menn á vegum fyiirtækis- ins fóm í sölutuma í gærkvöldi og tóku áðurgreindar gostegundir til baka. „Við emm að rannsaka þetta núna, þama er um einn framleiðsludag í síð- ustu viku að ræða. Það var ennþá nokkurt magn framleiðslunnar þenn- an dag sem ekki hafði verið keyrt út og stóran hluta þess sem kominn var í sölutuma var búið að selja. Gos þetta er hættulaust en af því er slæmt bragð sem sumir hafa eflaust orðið varir við.“ - Verður öllu gosi framleiddu þenn- an dag fleygt? „Nei, a.m.k. ekki fyrr en búið er að athuga hve stór hluti af því er gallað- ur og fá fullnægjandi skýringu á þessum galla.“ -BTH íslendingur fram- seldur til Kaupmannahafhar í morgun 23 ára gamall Islendingur, sem hand- tekinn var í Málmey í Svíþjóð þann 21. júlí sl„ var framseldur til dönsku fíkniefnalögreglunnar í morgun. Á morgun verður hann fiuttur til Vestre fangelsisins í Kaupmannahöfn til 13 daga gæsluvarðhalds. Þar sitja tveir íslendingar fyrir vegna- sama máls, annar þeirra var handtekinn í Kaup- mannahöfn 20. júlí sl. en hinn var fnmiseldur frá Málmey viku síðar. I dag fellur dómur yfir 35 ára gam- alli íslenskri konu í Málmey vegna sama máls. -BTH Veðrið á morgun: Bjart veður vestanlands Á morgun verður austan strekk- ingur við Suðurströndina en hægari austanátt í öðrum landshlutum. Á Suðaustur- og Austurlandi verður skýjað og lítils háttar súld en þurrt annars staðar. Vestanlands verður nokkuð bjart veður. Hiti á landinu öllu verður á bilinu 10 til 14 stig. r 4 i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 i i i i i i i i í i t í í i i Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.