Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. Sviðsljós___ Ólyginn Paul Newman er þessa dagana að skrifa endurminningar sínar, eflaust mörgum til mikillar gleði. Fólk bíður spennt eftir útkomunni því alltaf er jafn- soennandi að heyra fræga fólkið segja frá sjálfu sér. Ekki síst i heilli bók. En bög- gull fylgir skammrifi því bókin verður bara prentuð í fjögur hundruð eintökum og aðeins dreift til vina og vandamanna. Aðdáendur Pauls voru að vonum ansi svekktir yfir þessari ákvörð- un leikarans en lesningin verður bara ennþá meira spennandi fyrir vikið. Ursula Andress varð fyrir óskemmtilegri reynslu á hárgreiðslustofu í Róm fyrir skemmstu. Þar sem hún situr í mestu mak- indum í stólnum og lætur snyrta á sér hárið ráðast ræn- ingjar inn með þessum líka látum. Þeir rændu og rup- luðu sem mest þeir máttu. Af Ursulu hirtu þeir meðal annars sautján þúsund krón- ur sem hún var með á sér og armbandsúr að andvirði þrjátíu þúsund krónur. John McEnroe sem þótt hefur með skap- meiri mönnum veraldar virðist vera farinn aö ná sér ' á strik á nýjan leik. Hann hefur þótt alveg ótrúlega blíður á manninn undanfar- ið, ekki síst eftir að hann varö pabbi. Aódáendur hans hafa margir hverjir laóast að honum einmitt vegna skap- gerðareinkenna. Það þótti jafnan spennandi aö fylgjast með honum því aldrei var að vita hverju hann tæki upp á. Nú er skapofsinn sem sagt farinn að segja til sin aftur og hefur sonur hans fengið að kenna á skapi föðurins ' nú þegar þótt ungur sé. í einu æðiskastinu rauk hann til og greip leikfangabíl barnsins og grýtti honum í næsta vegg. Það er ekki að því að spyrja að auðvitað gereyðilagði hann bíl bless- aðs barnsins. DV Samankomnar tvær konungbornar fjölskyldur á Mallorca. Karl prins og Díana eru þar í sumarleyfi þessa dagana. Karl Bretaprins og Díana prins- essa af Wales eru þessa dagana stödd á sumarleyfisparadísinni Mallorca með sonum sínum Will- iam og Harry. Díana kom til Mallorca með strákana síðastlið- inn fimmtudag en Karl mætti daginn eftir. Kóngafólkið ætlar að njóta sólar og sumaryls í nokkra daga í boði spænsku konungs- hjónanna. Spánarkonungur og fjölskylda hans eyða sumrinu yfir- leitt á Mallorca þar sem þau dunda sér á dýrindis snekkjum og við annað fínirí. Á myndinni eru fjöl- skyldurnar tvær samankomnar á tröppum spænsku hallarinnar sem þau dvelja í á Palma. Juan Carlos kóngur, Sofia drottning og börn þeirra, prins Filip, Elena og Christ- ina, og loks bresku prinsarnir og prinsessan. Hver veit nema einhver Islendingurinn rekist á þetta fræga fólk á Mallorcaströndum? En mörg hundruð íslendingar eyða sumar- leyfi sínu þar í sumar eins og endranær. Fagrir kroppar í laugunum Það er alltaf jafnánægjuleg sjón að sjá stælta og rennilega kroppa spranga um í bíðviðrinu. Vöðvastæltir og vel vaxnir sýndu þessir sig i sundlaugunum einn góðviðrisdaginn. Það var ekki að því að spyrja að stúlkurnar á svæöinu misstu næstum þvi úr sér augun á meðan aðrir nærstaddir karlmenn fölnuðu og tóku krók fram hjá þeim. Yngissveinarn- ir eru vaxtarræktarmennirnir Valbjörn Jónsson bakari og Björn Leifsson, eigandi heilsuræktarsvöðvarinnar World class. Blaðamaðurinn, fótbolta- og útvarpsstjarnan Þorgrimur Þráinsson vildi ekki vera minni maður. Hann gerði hvíld frá sólbaðinu og hnyklaði vöðvana eilítið. Þetta virðist allt vera í góðu lagi hjá Þorgrimi lika og ætti hann að geta ófeiminn sýnt sig i hópi vel vaxinna karlmanna. DV-myndir JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.