Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. 15 Landbún- Fyrrverandi ríkisstjórn gerði stóran landbúnaðarsamning við sauðfjár- og kúabændur rétt fyrir kosningar. Þessum bændum eru tryggðir 28 milljarðar króna næstu 4 árin eða 7 milljarðar ár hvert sem eru um 15% fjárlaga fyrir árið 1986. Bænd- ur eru smakvæmt gamalli hefð fyrst og fremst framleiðendur á sviði matvæla. Þeir bændur, sem stunda hænsna- og svínabúskap, laxeldi, skógrækt og refabúskap eru þó ekki á svona sérsamningi frá Alþingi. hér er launamisrétti meðal bænda lög- verndað af Alþingi þrátt fyrir lög um sömu laun fyrir sömu vinnu. Jafnrétti er fyrir borð borið vegna lagasetningar frá fulltrúum þjóðar- innar sem gæta eiga hagsmuna allra án tillits til stéttar, tekna, kyns, trúar eða aldurs. Stefna Jóns í Seglbúðum Lagasetning Jóns Helgasonar heftir bændur í átthagafjötra. Þeir verða að búa áfram og hafa í sig og á ef þeir hafa búmarki á að skipa. Öll hagræðing og heilbrigð samkeppni er óþörf meðal sauðfjár- og kúabænda, þeir fá alltaf sitt frá hinu opinbera og aðrir bændur bera því skertan hlut frá borði. Hið opinbera heldur landbúnaði í of- framleiðslu sem er að drepa niður bændastéttina sem sjálfstæða stétt. Hinir opinberu sjóðir eru oft gal- KjáHarinn „Líklega drepur sauðkindin sjálf landbúnað í landinu þegar landið verður ein uppblásin auðn.“ Kolbrún S. Ingólfsdóttir húsmóðir á Seltjarnarnesi þessi stefna gera alla bændur að láglaunastétt og er þá verr af stað farið en heima setið. Spara með sóun Landbúnaður á erfitt uppdráttar í allri Evrópu. Niðurgreidd land- búnaðarstefna er ríkjandi sem atkvæðasmölun stjórnmálaflokka. Stjórnmálamenn nútímans vernda landbúnað langt umfram velsæmismörk og hervæðast um „Öll Evrópa er að verða að kjötfjalli, smjörfjalli og haugamat á meðan milljón- ir svelta í þriðja heiminum.“ opnir fyrir alls konar fyrirgreiðsl- um og styrkjum sem aðrir bera síðan kostnaðinn af og nægir að nefna kjarnfóðurskatt svína- og kjúklingabænda til sauðfjár- og kúabænda. Til lengri tíma mun leið og þeir safna matarforða eins og til nokkurra ára stríðs. Öll Evrópa er að verða að kjöt- fjalli, smjörfjalli og haugamat á meðan milljónir svelta í þriðja heiminum. Opinber aðstoð vegna landbún- aðarstefnu vestrænna þjóða er að fara úr böndum því að hún kostar skattborgarana sífellt meira. Smá- býlin skrimta varla en stórbýlin vaxa og fá mest til sín auk allra milliliðanna sem eru tengdir land- búnaðarstefnunni. Þeir eru með sitt á þurru. íslendingar selja refabúum nautahakk á 5 kr. kílóið og Japönum lambakjöt á 50 kr. hvert kíló. Kevrsla matvæla á haugana „sparar“hinu opinbera í ár um 300 milljónir króna. í hnot- skurn má henda öllum matvælum í landinu til að spara sem mest. Slíka fásinnu er vart hægt að bera á borð sæmilega vel gefinnar þjóðar sem íslendingar telja sig Landauðn Fólk í kaupstöðum. kauptúnum. þorpum og í borginni er hvatt til skógræktar og uppgræðslu lands og hið opinbera dreifir áburði ár hvert fyrir tugi milljóna króna af ríkisgárlögum. Landið er þó þinglesin eign bænda og þeir sem eiga landið mega eyða því og þeirra er að græða landið upp aftur ef vilji er fyrir hendi. Sauðkindin þekkir eng- in landamæri nema gróðurmarkið og ef halda á landinu í byggð þarf gróður. Það virðist þurfa að taka allt land eignarnámi ef það á ekki að vera óbyggilegt eftir 100 ár eða svo ef landbúnaðarstefna stjórn- valda heldur áfram sem hingað til. Þjóðargjöfinni er hreinlega kast- að á glæ og til lítils að hvetja almenning til að græða upp land fyrir bændur sem eyða því jafnóð- um með bestu hakkavél landsins. Líklega drepur sauðkindin sjálf allan landbúnað í landinu þegar landið verður ein uppblásin auðn. Þannig er landbúnaðarstefna stjórnmálamanna sem nota lög til að vernda sauðkindina umfram eft- irspurn og eyða landinu markvisst með fálmkenndum ákvörðunum í landbúnaði og landvernd. Kolbrún S. Ingólfsdóttir aður og landauðn I kjallaragrein Vilhjálms Egilsson- ar, sem birtist í DV 4/8 sl„ veitist hann að stjómarandstöðunni og per- sónu Alberts Guðmundssonar, sem hann telur vondan mann. Þetta er þema greinarinnar og jafnframt tel- ur höfundur að stjómarandstaðan sé í fýlu i stað þess að leggja fram raunhæfar tillögur til að bæta efna- hagsvanda þjóðarinnar. En em þessar fullyrðingar réttar? Við skul- um kanna málið og reyna að fá niðurstöðu. Stjórn í andhverfu sinni Eg þekki fjöldann allan af mönn- um og konum úr öllum flokkum sem stunda störf á öllum sviðum þjóðlífs- ins og mér vitanlega eru þau ekki í fylu. En þessu fólki er það sameigin- legt að það óttast skattagleði núverandi ríkisstjórnar og það lítur svo á að þessar stjórnunaraðgerðir séu ekki lausn á efnahagsvanda okk- ar, heldur miklu fremur gerræðis- verk sem koma muni fjölda einstaklinga, heimila og fyrirtækja á kaldan klaka. Á þetta hefur fólk bent úr öllum flokkum, einstaklingar, atvinnurek- endur, forráðamenn stéttarfélaga og ASÍ, leiðarahöfundar dagblaða og nú síðast Verslunarráð íslands. Og manna á milli hefur aðgerðum ríkis- stjórnarinnar verið líkt við fr;mi- kvæmdagleði Bakkabræðra, en eins og kunnugt er af sögunni snerist allt í höndum þeirra bræðra í and- hverfu sína vegna skammsýni og heimsku. Og enginn óskar þess að það hendi þessa stjóm. Og þess Allir í fylu KjáUaiirm Sigurður Arngrímsson framkvæmdastjóri stjórn ætlar að sitja lengrn- en til haustsins þá verði hún að kúvenda og gefa sér nýjar forsendur til lausn- ar efnahagsvandans. En Vilhjálmur getur ekki ætlast til þess í alvöru að almenningur eigi að finna raun- hæfar lausnir og segja stjórninni fvrir verkum. Það eina sem við get- um gert er að benda á veilurnar. En þeirra er að stjórna samkvæmt um- boði sínu. Til fróðleiks levfi ég mér að taka tvö sláandi dæmi imi andhverfa stjómunarhætti. en því miður em dæmin mörg og fleiri. Annað dæmið er imi aukinn nevsluskatt á nauð- þurftir og þjónustu. Allir hljóta að sjá að þessi skattur er verðbólgu- hvetjandi og vixlverkandi og hann bitnar harðast á'þeim sem minnst hafa handa á milli. Seinna dæmið er um hugmvndir stjómarinnar til „..það gengur ekki að fá alla upp á móti sér eins og þessi stjórn hefur þegar gert. Og ef það er að vera í fýlu þá erum við öll í fýlu“. vegna em menn og konur að tjá sig því það er nú einu sinni svo í þessu lífi að það gengur ekki að fá alla upp á móti sér eins og þessi stjórn hefur þegar gert. Og ef það er að vera í fylu þá erum við öll í fýlu. Margir hafa bent á að ef þessi að draga úr þenslu, þ.e.a.s. skattur á erlent lánsfé sem nota á til upp- byggingar á nýjum atvinnufyrir- tækjum og til eflingar eldri í bæ og byggð. Þessi skattur er víxlverkandi blóðtaka sem velt verður út í verð- lagið hjá þeim fyrirtækjum sem staifsemi sinnar vegna neyðast til að taka lán á þessum ofurkjörum. Hin hlið þessa máls er sú að fram- kvæmdamenn í bæjum og sveitum landsins nnmu halda að sér höndum á meðan þessi reglugerð er í gildi í stað þess að bvggja upp nýjar at- vinnugreinar og styrkja eldri. Fjöldi atvinnutækifæra num glatast og rík- ið verður af margvíslegum tekjimi sem það annai’s hefði haft af erlendu áhættufjármagni sem skapar óvem- lega þenslu hjá okkur. Lítið er minnst á niðurskurð. að- liald og sparnað í stjórnarsáttmálan- um. En það hlýtur að vera krafa okkar að ríkisstjómir haldi fiái'- strevmi úr hirslum sínum innan þeirra marka sem Alþingi setur hverju sinni í fjárlögum. Og þó að það sé löglegt er það í meira lagi siðlaust þegar verið er að ávísa á tóma kassa fjármálaráðuneytis. að ekki sé nú minnst á þegar þetta er gert án samþykkis ríkisstjórnarinn- ar. Lokaorð Skætingur greinarhöfundar um persónu Alberts Guðmundssonar er orðinn leiðigjöm og gömul lumma sem ekki er svara verð. En mikið er þetta vondur löstur hjá okkur og þeir em vissulega ekki öfundsverðir sem hafa engin önnur rök fram að færa en þau..að draga andstæðinga sína niður í svaðið. Ég hefði miklu fremur kosið að Vilhjálmur í grein sinni hefði sameinast með okkur í þeim skilningi að líf í þessu landi mótast af því sem þjóðin aflar og „Ég hefði miklu fremur kosið að Vilhjalmur i grein sinni hefði sam- einast með okkur i þeim skilningi að lif i þessu landi mótast af þvi sem þjóðin aflar og skapar sér og engu öðru.“ skapar sér og engu öðm. Og líf okk- ar er farsælt þegar skattheimta er hógvær og réttlát. Og þegar atvinnu- rekendur og launþegar geta tekið höndum saman að uppbyggingu fyr- irtækja sinna og skiptingu arðsins af erfiði sínu og striti. Og það sjá allir að þetta em ekki andstæður heldur hagsmunir sem fara saraan og þeir efla hag og knýja menn til dáða til hagsældar fyrir land og lýð. Og ég leyfi mér að benda á að þetta er atvinnumálastefha Borgarflokks- ins í hnotskum. Með vinsemd og virðingu, Sigurður Arngrímsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.