Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. 23 Tíðarandinn Fréttir „Ég hef fengiö upphringingu frá foreldrum ungra stúlkna sem hafa fastað. Þeir hafa lýst yfir áhyggjum sínum og bent á að börnin séu hreinlega tauga- veikluð. í sjálfu sér er ekkert að því að fasta i fáeina daga, það skaðar engan að draga úr mat af og til,“ segir landlæknir, Ólafur Ólafsson. DV-mynd ej heyrt að fólki gengi betur að breyta matarvenjum sínum eftir föstu. Það hefur líka komið á daginn. Það á sér stað alveg frábær hugarfarsbreyting. Mér þætti ég vera að borða skít ef ég setti til dæmis pylsur inn íyrir mínar varir. Eg vil vita hvað það er sem ég set í líkama minn.“ Hvað segja læknarnir? Þessar frásagnir hljóma allar mjög vel og mætti ætla að fastan væri bara eitthvað sem væri í góðu lagi að reyna. Hvað með álit lækna á þessu? Gunnar Sigurósson læknir, sérfræð- ingur í efnaskiptasjúkdómum, hefur eins og flestir læknar ákveðnar skoð- anir á máliny. Hann segir þessa föstu byggða á alröngum foisendum. „Þessar kenningar að hreinsun í líkamanum eigi sér stað eru ekki byggðar á neinni lífeðlisfræðilegri þckkingu. Hjá heilbrigðu fólki eiga lifrin og nýrun ekki í neinum vand- ræðum með að gegna þessu hlutverki. Þessi líffæri eru alveg einfær um að gera þetta. Að þurfa aðstoð stólpípu er hrein firra. Mikil notkun stólpípu getur skaðað slímhúð í endaþarmi og víðar og haft önnur ertandi áhrif. Þeir sem fara í þessa föstu virðast í flestum tilfellum vera komungar stelpur sem em að hugsa um að megr- ast. Og við það bætist. að í fæstum tilfellum þurfa þær að létta sig. Ég er hræddur um að ef ungar stúlkur fara í svo stranga megmn geti blasað við meiri háttar vandamál. Það er að segja að aneroxiu sjúkdómstilfellum fjölgi. En fyrir þá sem ekki vita þá er það kallað aneroxia þegar fólk getur ekki lengur látið neitt ofan í sig hvemig sem það reynir." - Hvað með þessi frábæru áhrif sem fólk segir að það verði fyrir? „Það er kannski ekkert skrýtið þó fólki líði betur ef það hættir að borða all^n þennan þunga mat sem það læt- ur ofan í sig. En það getur alveg eins bætt líðan sína með því að fara út í léttari fæðu, svo sem grænmeti og fisk. Þetta með það að allt fáist með því að fasta er della. Þetta er eiginlega skrípaleik líkast." Stólpípufaraldurinn furðulegt fyrirbæri Ólafur Ólafsson landlæknir tók í sama streng. „Þessi stólpípufaraldur er einn af furðulegri hlutum sem ég hef orðið vitni að. Það að stólpípur séu uppseld- ar í apótekum og að hundrað og fimmtíu manns séu á biðlista hlýtur að teljast hrikalegt. Öfgaföstur af þessu tagi kunna ekki góðri lukku að stýra. Það liggur alveg í hlutarins eðli. Að ætla að taka svona fram fyrir hendur á náttúmnni segir sig sjálft að getur ekki talist eðlilegt. Það er hrein bábilja að fasta af þessu tagi hreinsi burt eiturefiii úr líkamanum. Ungt fólk er venjulega með lifur og ným í besta lagi og því ekki að leyfa þeim líffærum alfarið að sjá um þetta.“ - Nú segir fólk að því líði svo stórkost- lega á meðan á föstu stendur. „Það líður ekki öllum vel. Svo er spuming hvað fólk kallar að líða vel. Sumum líður vel liggjandi á gaddavír. Ég hef fengið upphringingar frá foreld- rum ungra stúlkna sem hafa fastað. Þeir hafa lýst yfir áhyggjum sínum og bent á að bömin séu hreinlega orð- in taugaveikluð. I sjálfu sér er ekkert að því að fasta í fáeina daga, skaðar engan að draga úr mat af og til. Ann- ars varð þetta mál til þess að ég lét Borgarlæknisembættið rarmsaka þá starfsemi sem fram fer á vissum lík- amsræktdbarstöðvum. Ljóst er að setja verður einhveija reglugerð þar um .“ „Öfgaföstur af þessu tagi kunna ekki góðri lukku að stýra. Það liggur alveg í hlutarins eðli. Að ætla að taka svona ff am fyrir hendur á náttúrunni segir sig sjálft að getur ekki tal- isteðlilegt. Það er hrein bábilja að svona fasta hreinsi burt eiturefni úr líkamanum....“ ■j* „Mér hefur aldrei liðið betur en meðan á föstunni stóð. Eg var mikið hressari og þurfti ekki eins mikinn svefn. dag hugsa ég mikið meira um mataræðiö. Ég ætla alveg örugglega að gera þetta aftur,“ segir Linda Stefánsdóttir. DV á Raufarhófn Flutningafyrirtæki farið að selja fisk Jón G. Haukssan, DV, Akureyri. Flutningafyrirtækið Dreki á Akur- eyri var með gámabíl á Raufarhöín fyrir verslunarmannahelgina að lesta fisk úr togaranum Rauðanúpi. Dreka- menn ætluðu að flytja fiskinn út og selja hann sjálfir. Átti gámabíllinn að aka rakleitt á Seyðisfjörð þar sem vagninum yrði ekið inn í skipið Nor- rænu. „Togarinn er að koma úr 5 daga veiðiferð með 125 tonn. Við erum að kafria í fiski núna fyrir verslunar- mannahelgina og því kemur það sér vel að þeir hjá Dreka kaupi af okkur 25 tonn,“ sagði Haraldur Jónsson, út- gerðarstjóri Rauðanúps. „Auðvitað er það neyðarbrauð að selja fiskinn annað en það er náttúr- lega betra heldur en að láta harvn skemmast hér fyrir helgina," vegna manneklu sagði Haraldur. Lestað í gámabil Dreka á Raufarhöfn. Dreki er vöruflutningafyrirtæki sem ekur á milli Akureyrar og Reykjavíkur en nú er það farið að selja fisk lika. DV-mynd JGH Aldrei listamiðstöð í Kjarvalshúsinu - segir formaður Sambands myndlistarmanna „Upphaflega var hugsunin sú að þama vrðu gestavinnustofur. Hins varð svo ekki og það hefur margoft verið farið fram á það við ríkið að svo vrði, án árangurs. Þetta er því einhver misskilningur hjá ráðherra." sagði Guðný Magnúsdóttir. foimaður Sam- bands myndlistarmanna. Guðný hafði samband við DV vegna þeirra ummæla menntamálaráðhen'a að tilraunir af hálfu ríkisins til að reka listamannahús í Kjarvalshúsinu á Seltjamamesi hefðu ekki gefist vel. Guðný sagði að í Kjarvalshúsinu hefði verið starfrækt greiningarstöð Árneshreppur: Skólastjóri bamaskólans hæsti skatt- greiðandinn Regína Thorarensen, DV, Gjögri; Skattskrá Ámeshrepps liggur frammi í Kaupfélagi Stranda- manna. Hæsti skattgreiðandinn í áðurnefndum hreppi er Gunnar Finnsson, skólastjóri Bamaskól- ans á Finnbogastöðum, með 348.927 krónur. Hann á fimm böm, það yngsta ársgamalt og eísta ell- efu ára. Næsthæsti skattgreiðandinn er Siguijón Guðfinnsson með 316.210 krónur. Hefúr hann verið búsettur í Reykjavik i fjölda ára. Næstur kemur sr. Einar Jónsson i Ámesi með 174.820 krónur. Fjórði er Snorri Torfason með 172.610 krón- ur og fimmti Gísli Ágústsson, Steinstúni, með 143.962 krónur. sem að vísu hefði átt að vera til bráða- birgða en væri þar enn. „Þarna hefiir aldrei verið rekin listvinnustofa eða gestavinnustofa að neinu tagi. Hug- myndir hafa verið uppi um að nota þetta sem slíkt en þær hafa aldrei komist í framkvæmd." sagði Guðný Magnúsdóttir. -JFJ ÞEKJU KIÖRWfl ÞEKUR BETUR ÞEKJU KJÖRVARI þekur viðinn mjög vel og ver hann óblíðri íslenskri veðráttu. ÞEKJU KJÖRVARI hindrar ekki eðlilega útöndun viðarins. ÞEKJU KJÖRVARI hentar þvi vel á allar viðartegundir. Þekjandi viðarvörn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.