Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Spennusig og spennuris Hafið hefur löngum verið mikilvægur þáttur í her- valdi. Grikkir byggðu landnám sitt á sæveldi. Rómverjar héldu heimsveldi sínu saman á skipum. Portúgalir og Spánverjar sigruðu heiminn á flotanum. Bretar tóku við sem flotaveldi og urðu helzta nýlenduþjóðin. Eftir síðari heimsstyrjöldina voru Bandaríkin helzta flotaveldi heims, alls ráðandi á Atlantshafi og Kyrra- | hafi. Smám saman hafa Sovétríkin tekið upp þráðinn í samkeppninni. Þegar nýtt flotaveldi ógnar gamalgrónu flotaveldi, er líklegt, að spenna færist í leikinn. Þegar rætt er um, að þungamiðjan í spennu ílotaveld- anna hafi færzt nær Islandi, byggist það á hinum miklu flotastöðvum, sem Sovétríkin hafa komið upp við Kola- skaga. Barentshafið hefur leyst Eystrasalt og Svartahaf af sem langmesta flotahreiður heimsveldisins. Um nokkurt skeið hafa Bandaríkin og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu byggt viðbúnað sinn gegn hinni nýju ógnun á því að geta lokað svonefndu Giuk-hliði, en það er herfræðilegt nafn á hafþrengslun- um milli Grænlands, íslands og Bretlandseyja. Eftirlitsstöðin á Keflavíkurvelli er hlekkur í varnar- keðju, sem liggur þvert yfir Atlantshaf frá Thule um Færeyjar til Skotlands. Sem slík er hún í senn hernaðar- lega mikilvægur og hernaðarlega viðkvæmur staður, er hefur valdið miklum deilum hér heima fyrir. Tilvist stöðvarinnar getum við og höfum afsakað með því að benda á, að um ómunatíð hafa menn ýmist mynd- að bandalög með nágrönnum sínum eða vinum. í Atlantshafsbandalaginu erum við með nágrönnum okk- ar og þeim, sem við eigum mest sameiginlegt með. Önnur þessara forsenda hefði út af fyrir sig verið nægileg, en við höfum þær báðar. Að vísu er vinskapur ríkja Atlantshafsbandalagsins stundum blendinn, þegar kemur að sumum hagsmunamálum. En þau hanga þó saman á að búa við skásta þjóðskipulag í heimi. Hingað til höfum við tekið því með þolinmæði, er mikilvægi Keflavíkurvallar hefur verið talið aukast í takt við vöxt flotaveldis Sovétríkjanna við Kolaskaga. Við höfum fallizt á margvíslegar endurbætur, þar á meðal á smíði ratsjárstöðva í öllum landshornum. Hugmyndir í Bandaríkjunum um að færa átakalínu flotaveldanna til norðurs frá svonefnda Giuk-hliðinu hafa ekki veruleg áhrif á hina hernaðarlegu spennu, sem segja má, að tengist Keflavíkurvelli og íslandi. Líklegt er þó, að hún minnki fremur en vaxi. Ef gert er ráð fyrir, að átök flotaveldanna verði í nágrenni Jan Mayen og Svalbarða, er ísland komið í þægilegri stöðu en áður að baki hættulegustu víglín- unni. Þess vegna getum við fagnað hinum bandarísku hugmyndum um nýja átakalínu í Atlantshafinu. Þær valda því, að í bili eru horfur á, að spennan við ísland minnki. Því miður er ekki við langvinnu spennu- sigi að búast. Önnur atriði og fjarlægari munu valda því, að hafið í heild verði enn mikilvægari vígvöllur en áður var, þótt hlutföll einstakra svæða breytist. Ef risaveldin ná samkomulagi um mikla fækkun kjarnaodda á landi, er líklegt, að um tíma að minnsta kosti muni þau leggja stóraukna áherzlu á kjarnaodda sína í hafi, einkum þá, sem kafbátar þeirra bera. Þar með flytzt spennan í auknum mæli af landi og út á haf. Tímabundið spennusig í hafinu umhverfis okkur get- ur fyrr en varir breytzt í nýtt spennuris, sem færir okkur ný úrlausnarefni í samskiptum við önnur ríki. Jónas Kristjánsson „..gera má ráð fyrir líflegu, jafnvel fjörugu þingi í vetur og ef að líkum lætur ætti að vera nóg að gera fyrir samstillta stjórnarandstöðu". „Bragga- blús“ Það getur verið athyglisvert að velta fyrir sér hvernig þeir flokkar sem standa að ríkisstjóminni eru innréttaðir, er allt slétt og fínt og í lukkunnar velstandi á hveiju flokks- heimilinu eða em „fylupúkar" uppi um alla veggi? Er möguleiki á að nokkur stjómarflokkanna komi heill og óskaddaður út úr samstarf- inu? Mér segir svo hugur um að allir flokkamir verði meira og minna klofnir í lok þessa stjómarsamstarfs, hversu langt sem það verður. Hvemig væri að líta sem snöggv- ast á ástandið hjá þessum flokkum i dag? Ef byrjað er á „stærsta" flokknum, Sjálfstæðisflokknum, veit alþjóð að á þeim bæ ríkir ekki síður skæruhemaður en í Afganistan, launráð em bmgguð hér og þar og jafnvel vegið úr launsátri. Hver höndin upp á móti annarri í „flokki sem ekkert kann og ekkert getur“. Gífurleg gremja er með ráðherra- val sem virðist fyrst og íremst mótast af því að Island sé suðvesturhom landsins, aðrir hlutar landsins séu annars flokks og beri að meðhöndla sem slíka. Enda er árangur slíkra skoðana og stefna augljós í hinum gífurlega fólksflótta af landsbyggð- inni. Ekki verður með góðu móti séð að nokkurra breytinga sé að vænta í þessum eíhum. Sjálfstæðisflokkur við það að klofna Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði eins og alþjóð veit skömmu fyrir kosningar sem leiddi beinlínis til stofhunar Borgaraflokksins en hitt veit þjóðin kannski ekki að Sjálf- stæðisflokkurinn er við það að klofha enn frekar, hann er eins og tímasprengja sem stillt hefúr verið á ákveðinn tíma og falin. Því hefur verið send út leitarsveit til að finna hana og gera óvirka með öllum til- tækum ráðum. Hvort sprengjan finnst og hvort tekst að gera hana óvirka verður spennandi að fylgjast með. Hjá krötum er engu minni reiði með ráðherraval flokksins en hjá KjaUarinn Ingi Björn Albertsson alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn sjálfstæðismönnum og er nú talið að formaður flokksins hafi loksins gefið þjóðinni svar við þeirri spum- ingu sem hann spurði um land allt síðastliðið ár, spumingunni „hver á Island?" Því svaraði hann með ráð- herravalinu, suðvesturhomið!! Óánægja og klofningur er í flokkn- um víða um land og hefur til að mynda Karvel Pálmason ekkert far- ið í grafgötur um það, líklega eiga fleiri eftir að fylgja fordæmi hans og kæmi mér ekki á óvart þó allur flokkurinn rúmaðist í nýja bragga formannsins fyrr en varir. Framsóknarflokkurinn á við sömu vandamál að stríða og samstarfs- flokkar hans, óánægja með ráð- herraval, klofningur og sérframboð. Hvað skeður undir sænginni? I þessu ástandi ganga þessir flokk- ar í eina sæng og hvað skeður undir sænginni? Flestir búast við miklum hræringum þar og jafnvel að sæng- inni verði kastað niður á gólf fyrr en seinna. En við skulum sjá til, minnug þess að guðfaðir stjómar- innar áskildi henni eitt hundrað hveitibrauðsdaga. Eftir þessa stuttu „naflaskoðun" á stjómarflokkunum er ljóst að gera má ráð fyrir líflegu, jafnvel fjömgu þingi í vetur og ef að líkum lætur ætti að vera nóg að gera fyrir sam- stillta stjómarandstöðu. Með samtakamætti og krafti Borg- araflokksins er möguleikinn á virkri stjómarandstöðu til staðar. Eitt getur þó komið í veg fyrir samhenta stjómarandstöðu, innri vandamál Alþýðubandalagsins, sem í dag er eins og púðurkerling spring- andi hér og þar og alls staðar og er reyndar þessa dagana í talsverðri útrýmingarhættu. Megn óánægja er með forystu flokksins og mikill vilji fyrir breyt- ingum þar (eins og í Sjálfstæðis- flokknum). Flokkurinn margklofinn og hinir mætustu menn hans flæmd- ir á braut. Á þessum erfiðleikum sínum verð- ur Alþýðubandalagið að finna lausn svo fljótt sem auðið er ef það á að vera til einhvers gagns á komandi þingi. Það á enn eftir að koma í ljós hvorum megin borðsins Stefán Val- geirsson kýs að setjast en það skýrist vonandi fyrr en seinna. Við Kvennalistann vænti ég góðr- ar samvinnu á komandi þingi og hlakka til að starfa með honum eins og öðrum. Ingi Bjöm Albertsson „Mér segir svo hugur um að allir flokk- arnir verði meira og minna klofnir í lok þessa stjórnarsamstarfs, hversu langt sem það verður.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.