Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987. Fréttir Viðtal DV við forseta Islands í Færeyjum: „Ferðin hefur verið alveg einstök1 Jón G. Hauksson, DV, Færeyjum; „Ferðin hefur verið alveg ein- stök.“ Færeyingar eru svo greini- lega að votta íslendingum einlæga og djúpa vináttu með því að bjóða fulltrúa íslendinga til sín í opin- bera heimsókn. Og svo vel hafa þeir staðið að heimsókninni að hún er okkur öllum sem hér erum ógley- manleg," sagði forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, í viðtali við DV í gær um heimsókn sína til Færeyja. Vigdís sagði að landslagið og náttúra eyjanna hefðu mikinn áhrifamátt og að það væri engin furða þótt Færeyingar ættu góða myndlístarmenn: „Náttúran hér heillar til myndsköpunar.“ Góðar samgöngur vakið at- hygli forsetans Að sögn Vigdísar hafa góðar sam- göngur milli eyjanna vakið sér- staka athygli hennar. „Það er mjög virðingarvert hve mikla áherslu þeir leggja á góðar samgöngur til að halda þjóðinni saman. Þeir sjá til þess að fólkið geti hist sem mest og best með því að hafa góða vegi, jarðgöng og nota ferjur í ríkiun mæli. Auk þess sem færeyska land- stjórnin hefur þyrlur í áætlunar- ferðum um eyjarnar. Þeir tengja byggðirnar saman af mikilli stað- festu.“ „Mér hefur verið sagt að áður en farið var út í að hrinda í fram- kvæmd þessum miklu samgöngu- bótum til að halda þjóðinni saman hafi komið fram úrtölumenn sem ekki trúðu á þetta byggðasjónar- mið. En nú er árangurinn að koma í ljós, byggðirnar eru að rísa upp af margföldum krafti. Átthagakær- leikurinn er afar sterkur í þessum eyjum.“ Ekki hrædd að fljúga í þyrlu - Nú hefur þú ferðast mikið um í þyrlu, hefur engin hræðsla gert vart við sig hjá þér? „Nei, ég hef ekki verið hrædd. Ég er svo lánsöm að vera hvorki lofthrædd né flughrædd." "Mjög tignarlega sjón í eyjunum kvað Vigdís hafa verið þegar hún gekk út á þverhnípta bjargbrún í Beinisvörð í Suðurey á laugardag- inn. „Að ganga út á grasivaxna bjargbrúnina í þokunni og líta þar niður þverhnípið er einhver áhrifa- mesta sjón sem um getur. Og svo ánægjulega vildi til að þegar ég flaug til baka hafði þokunni létt og þetta tignarlega bjarg birtist í öllu sínu hrikalega veldi.“ Færeysku dansarnir „Og svo eru það að sjálfsögðu færeysku dansarnir og ljóðabálk- arnir löngu sem eru þeirra „Islend- ingasögur". Færeyingar hafa einir þjóða varðveitt kvæðin eins og við miðaldasögurnar á eigin máli. Þeir skilja manna best að hvert kvæði, hvert ljóð hefur sögu að segja. Kvæðin eru mikill þjóðarauður þessarar vinaþjóðar okkar. Þau eru eitt merkasta framlag þeirra til heimsmenningarinnar,“ sagði for- seti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Atli Dam, lögmaður Færeyinga, sýnir hér Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, 450 metra þverhnípt bjarg á Suðurey á laugardaginn. „Að ganga út á grasivaxna bjargbrúnina og líta þar niður þverhnipiö er einhver áhrifa- mesta sjón sem um getur,“ segir Vigdís um þessa ferð sína á bjargbrúina. DV-simamynd GVA Hér bragðar Vigdis á skerpukjöti, sem er sigið kindakjot, i hádegisverði hjá bóndahjónunum á Stóra Dímoni. DV-simamynd GVA Skerpukjötið gott Jón G. Haukæan, DV, Færeyjum: „Maturinn, sem ég fékk þegar ég sótti Stóra Dímon heim, var stórgóð- ur. Þetta er matur sem forfeður okkar lifðu á,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, á blaðamannafundi í Þórshöfn í gær þegar hún var spurð um matinn sem hún fékk. Á Stóra Dímon var henni boðið upp á skerpukjöt, sem er sigið kindakjöt, rúllupylsu, lundabringur og kindakjöt. Vigdís var spurð að því hvað hún ætlaði að gera eftir að hún hætti sem forseti. „Ég vona að það verði eitthvað fyrir mig að gera heima á íslandi," svaraði Vigdís. Hún var þá strax spurð að því hvort hún ætlaði að gefa kost á sér aftur sem forseti á næsta ári. „Það er ennþá langur tími til stefnu til júní á næsta ári.“ - En ertu búin að ákveða þig? var þá spurt, en ekkert svar kom við því. Vigdís var spurð að því hvort þeir sem stjómuðu í Færeyjum gætu ekki nýtt sér heimsókn hennar, en kosning- ar verða um tvo færeyska fulltrúa á danska þingið í Færeyjum á morgun, 8. september. „Heimsókin var ákveðin löngu áður Poul Schlúter, forsætisráð- herra Dana, akvað að hafa kosning- ar.“ Vigdís minnti síðan á að embætti forsetans stæði fyrir utan kosningaerj- ur. Vigdís sagði á fundinum frá skemmtilegu atviki, þegar hún hitti 83ja ára gamla konu í einni eyjunni. Hún hefði sagt konunni að hún bæri aldurinn vel. ,,„Já, það er vegna þess að ég dansaði svo mikið þegar ég var ung kona“ svaraði konan mér,“ sagði Vigdís. Vigdís sagði að dansar Færeyinga væm stórkostleg menning sem hefði vakið mikla athygli hennar. Vigdísi Finnbogadóttur var hvarvetna fagnað innilega í Allir, sem áHu myndavélar, notuðu þær óspart til að Færeyjum. DV-simamynd GVA mynda forseta íslands. DV-símamynd GVA Forset- inn kemur heim í dag Jón G. HBWksaan, DV, Færeryjum: Forseti íslands, Vigdís Firin- bogadóttir, kemur heim úr opin- berri heimsókn sinni til Færeyja í dag klukkan þrjú. Vigdía fór af hótelinu, sem hún gisti á í Þórehöfh, í morgun og hélt til eyjarinnar Voga en þar er flugvöllur Færeyinga. Foreetinn skoðaði í morgun elliheimili og í hádeginu snseddi hún hádegisverð á Hótel Vogum. Eftir hádegisverðinn flýgur for- setinn síðan með vél Flugleiða frá Vogum í Færeyjum til Reykjavík- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.