Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Side 4
4 MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987. Sljómxnál Ungir sjálfstæðismenn álykta: Flokkunnn sambands- laus við kjósendur „Greinilegt er að Sjálfetæðisflokk- urinn hefur ekki það samband við kjósendur sem nauðsynlegt er,“ segir í stjónmálaályktun sem samþykkt var á þingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna í Borgamesi um helgina. Á þinginu kom fram gagn- rýni á starf flokksins en í lokaálykt- unum þess var þó að mestu horfið frá henni og almenn orð um stöðuna látin nægja. Útvegsbankamálsins er þar í engu getið og stefria ríkistjómarinnar ekki ganrýnd. Þó er í skilaboðum sem ungir sjálfetæðismenn vilja senda forystumönnum flokksins öll- um nýjum sköttum mótmælt. „Við myndun núverandi ríkisstjómar var gengið of langt í skattahækkunum. Almenningur þolir ekki meiri álög- ur,“ segir þar. Um efnahagsstefnu stjómarinnar að öðm leyti er látið nægja að benda á að „ef stjóm efhahagsmála fer úr böndunum em forsendur fyrir tilvist þessarar ríkisstjómar brostnar.“ Mikil spenna ríkti á þinginu þegar nær dró kosningum til formanns sambandsins. Svo fór að Ámi Sigfús- son borgarfulltrúi var kjörinn formaður. Hlaut Ámi 170 atkvæði en Sigurbjöm Magnússon, mót- frambjóðandi hans, hlaut 145 athvæði. Þetta er nokkm meiri mun- ur en búist var við því fyrir þingið töldu þeir, sem gerst þekkja til, að kandidatamir stæðu nokkuð jafht að vígi. í ræðu sinni á þinginu ýjaði Ámi að því að Sigurbjöm hefði ekki farið með öllu heiðarlega að í kosninga- baráttunni. Vom þar nefndir til sögunnar listar með nöfhum þátttak- enda á þinginu en þar átti að hafa orðið breyting á. Af þessu urðu þó ekki deilur. Alls kusu í formannskjörinu 318 en 343 áttu kosningarétt og hafa ekki áður verið fleiri. Á þinginu var einnig kosið í stjóm sambandsins fyrir fjögur kjördæmi, Reykjavík, Reykjanes, Suðurland og Vestfirði. Þinginu lauk síðdegis í gær. -GK „Við Sigurbjörn erum skoðanabræður - segir Ámi Sigfússon, nýkjörinn formaður SUS „Ég gerði mér að sjálfeögðu vonir um að vinna þessar kosningar en hins vegar er það ekkert launungarmál að ég er einnig ánægð- ur með þann mikla stuðning sem mótfram- bjóðandi minn fékk hjá fjölda félaga okkar. Sigurbjöm er að mínum dómi mjög hæfur maður en það er einmitt einn mikilvægasti þátturinn í okkar starfi að virkja slíka menn til góðra verka,“ sagði Ámi Sigfússon, nýkjör- inn formaður SUS, þegar blaðamaður DV innti hann eftir því hvort hann hefði átt von á þessum kosningaúrslitum. Ámi var svo spurður hvort ekki væri hætta á því að hin harða kosningabarátta ætti eftir að auka sundurlyndi í röðum ungra sjálfetæð- ismanna. „Ég vona að stjómmálasamtök okkar eigi ekki eftir að lifa í minningunni um kosningar á borð við þessar. Nú er átökunum lokið og þá eiga menn að snúa bökum saman. Ég veit að það er vilji Sigurbjöms að fylgismenn hans standi með formanni sínum, enda vék hann að því í ræðu sinni eftir að úrslitin lágu fyrir. Auðvitað verða alltaf einhverjir sárir eftir kosningabaráttu sem þessa en á endan- „Eg er vígamóður en ekki sár“ - segir Sigurbjöm Magnússon „Auðvitað varð ég fyrir vonbrigðum. Það er aldrei gaman að tapa. En ég þekki Áma Sigfús- son að góðu einu og ég treysti honum vel í forystuhlutverki ungra sjálfetæðismanna,1 sagði Sigurbjöm Magnússon eftir að hafa beðið lægri hlut fjTÍr Áma Sigfússyni í formannskjöri SÚS. Sigurbjöm er ekki á því að þessi harða kosn- ingabarátta eigi eftir að skaða samtökin: „Ég held þvert á móti að við, ungir sjálfetæðismenn, höfum haft gott af þessari snörpu kosningabar- áttu. Þetta er nú í fyrsta skipti í tíu ár sem við kjósum okkur formann, enda hefur kosningaslag- urinn vakið verðskuldaða athygli í fjölmiðlum. Ég held að lifandi samtökum sé lífenauðsynlegt að lofta út öðra hvoru með hressilegum átökum. Ef baráttan er drengileg, er engin ástæða til að erfa við menn glímutökin. Ég þekki mína stuðn- ingsmenn og veit að þeir kunna að taka ósigri. Við erum vígamóðir en ekki sárir." Lítur þú Sigurbjöm á ykkur Áma sem oddvita fyrir ólíka skoðanahópa í röðum ungra sjálfetæð- ismanna? „Nei, alls ekki. Við erum auðvitað ekki sam- mála í einu og öllu en hér var fyrst og fremst verið að kjósa um menn en ekki málefni. Ég held að um þessar mundir sé mikil málefhaleg samstaða í okkar röðum, og það er engin sérstök ástæða til að ætla, að sú kosningabarátta sem um era það sameiginlegar hugsjónir okkar sem mestu máli skipta. Við skulum minnast þess að við Sigurbjöm erum skoðanabræður þó okkur greini á um ýmis áhersluatriði." GK Ámi Sigfússon, nýkjörinn formaður SUS, hafði gilda ástæðu til að brosa eftir glæsileg- an sigur í formannskosningunni. Hér er Ámi ásamt Bryndísi, eiginkonu sinni, eftir að úr- slit kosninganna lágu fyrir. DV-mynd RG nú er afstaðin, muni skapa varanlega flokka- drætti meðal ungra sjálfetæðismanna." _GK Sigurbjörn Magnússon í ræðustól eftir að úr- slit í formannskjöri lágu fyrir. Sigurbjörn tók ósigrinum með karlmennsku og hvatti stuðn- ingsmenn sina til að standa með nýkjörnum formanni ungra sjálfstæðismanna. I dag mælir Dagfaii Afjgreiðslutími sólubúða Afgreiðslutími verslana í höfuð- borginni hefur lengi verið umdeild- ur. Lengi vel ríkti það ástand að um það bil þegar Reykvíkingar vora lausir frá vinnu og máttu vera að því að versla, vora búðimar lokaðar og þurftu þá borgarbúar að aka út fyrir bæjarmörkin til að geta keypt í sig og á. Þetta fyrirkomulag mun hafa ráðist af því að Verslunar- mannafélag Reykjavíkur bannaði félagsmönnum sínum að starfa eftir klukkan fimm á daginn og um helg- ar. Sú umhyggja var góðra gjalda verð enda eftirvinnuþrælahaldið landlægt í öðrum stéttum og víti til vamaðar fyrir verslunarfólk. Gall- inn var bara sá að verslunarmenn enduðu sem fáglaunastétt eftir að stéttarfélag þeirra kom í veg fyrir eftirvinnukaupið og verslanir lögð- ust niður unnvörpum vegna þess að þær gátu ekki haft opið þegar kúnn- amir máttu vera að því að versla. Smám saman gliðnaði þó vamar- línan hjá Verslunarmannafélaginu og verslanir hafa nú opið fram að kvöldmat og langflestar á laugar- dögum líka. Mun það hafa verið gert í þágu viðskiptavinanna, sem verður að teljast óvæntur greiði, miðað við þá hörðu og fastmótuðu stefiiu verslunarmanna að haga opn- unartímanum í samræmi við þarfir fólksins innan búðarborðsins en ekki utan. En svona er déskotans frelsið, verslunarfrelsið, sem sumir hafa að leiðarljósi. Það er sífellt ve- rið að taka tillit til óskyldra og utanaðkomandi aðila sem kemur verslunin ekki nokkum skapaðan hlut við nema fyrir það eitt að halda henni gangandi. En Verslunar- mannafélagið veit sem er að það er algert aukaatriði en hitt þýðingar- mest að verslanir séu opnar þegar verslunarfólkinu hentar en ekki kúnnunum. Eftir að opnunartími verslana hef- ur verið lýmkaður í höfúðborginni, eins og að framan er greint, hefði maður haldið að spumingin væri orðin sú hvenær ætti að loka en ekki hvenær ætti að opna. Manni sýnist sem sagt að Reykvíkíngar geti verslað mestan hluta sólar- hringsins, nema þá yfir blánóttina og á sunnudagsmorgnum. Þetta veit Verslunarmannafélagið sennilega ekki vegna þess að talsmenn þess era enn að mótmæla fijálsum opnun- artíma og ganga á milli verslana til að hóta sínu fólki öllu illu ef það fer ekki heim áður en kúnnamir koma í búðina. Hvort sem það er af prakkaraskap eða ókunnugleika hefur komið fram tillaga fi-á einum borgarfúlltrúa í borgarstjóm um að verslunartíminn verði gefinn frjáls. Hann vill með öðrum orðum að verslunareigendur fái að ráða því sjálfir hvenær þeir hafa opið og beina þannig verslun- inni yfir á nóttina fyrir þá sem sofa á daginn - sem þýðir að verslunar- fólk kemst á næturvinnukaup. Tillagan hefur verið tekin svo al- varlega í borgarstjóm að henni er vísað frá borgarráði til borgarstjóm- ar sem vísar henni aftur til borgar- ráðs og borgarfúlltrúar geta ómögulega gert það upp við sig hvort gefa eigi verslunartímann frjálsan eftir að hann er orðinn frjáls eða hvort þeir eigi ekki að gefa hann frjálsan úr því að hann er orðinn frjáls hvort sem er. Og Verslunar- mannafélagið mótmælir ennþá að stéttarbræðumir vinni meðan þeir era að vinna og mótmæla því líka að höfuðborgarbúar geti verslað þegar þeir mega vera að því að versla. Ekki er gott að sjá hvenig þetta alvörumál endar en meðan dafnar verslun í Reykjavík með ágætum, nema á nóttinni. Eins og gefúr að skilja hlýtur borgarstjóm að taka ákvörðun um það hvenær borgarbú- ar mega versla, sérstaklega þegar enginn gerir neitt með það og versl- anir hafa opið þegar þeim sýnist. Vonandi velkist málið áfram innan borgarstjómar og borgarráðs svo að Verslunarmannafélagið geti áfram haft skoðanir á máli sem enginn gerir neitt með. Stéttarfélög verða að hafa einhvem tilgang. Markmið VR hefur verið og verður í framtíð- inni að koma í veg fyrir of mikla vinnu félagsmanna til að tekjumar verði í lágmarki, til að félagið geti áfram barist fyrir bættum kjörum, og þá sérstaklega fyrir þeim kjörum sem fyrir löngu hafa náðst án þess að stéttarfélagið hafi við það ráðið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.