Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Qupperneq 6
6
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987.
Fréttir_________________________________________pv
Ökuleikni BFÖ og DV
Tíundu íslandsmeistara-
keppninni lauk um helgina
Auður Yngvadéttir íslandsmeistari fímmta árið í röð
Á laugardaginn var fór fram úrslita-
keppni í ökuleikni Bmdindisfélagí
ökumanna og DV og var hún jafh-
framt íslandsmeistarakeppni. Kepp-
endur komu víða að af landinu og
voru þeir allir búnir að taka þátt í
undankeppnunum sem fram fóru víða
um landið í sumar. Mikið var um að
vera enda í tíunda sinn sm úrslita-
keppnin er haldin.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTiR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 14-15 Ab.Bb, Lb.Sb. Sp.Úb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 15-19 Úb
6 mán. uppsögn 16 20 Ib.Vb, Úb
12 mán. uppsogn 17-26,5 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 25.5-27 Bb.lb
Tékkareikningar 6-8 Allir nema Vb
Sér-tékkareikningar 4—15 Ab.lb. Vb
Innlán verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 Ab.Úb
14-24.32 Úb
Innlán gengistiyggð
Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Vb.Ab
Sterlingspund 8.25-9 Ab.Úb, Vb
Vestur-þýsk mörk 2.5-3,5 Ab.Vb
. Danskarkrónur 9-10,5 Ib
UTLANSVEXTIR (%) læg- St
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 28-28,5 Bb.Lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 30-30,5 eða kge
Almennskuldabréf 29,5-31 Lb.lb, Vb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 30 Allir
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 8-9 Lb
Útlán til framleíðslu
isl.krónur 27-29 Bb
SDR 8-8,25 Bb.Lb, Úb.Vb
Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb, Vb
Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp
Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp. Úb.Vb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 42
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. sept. 87 29,9
Verðtr. sept. 87 8,4%
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala sept. 1778stig
Byggingavísitala 1 sept. 324 stig
Byggingavlsitala 2 sept. 101,3 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði9%1.júlí
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestini
arfélaginu):
Ávöxtunarbréf 1,2201
Einingabréf 1 2,248
Einingabréf 2 1,328
Einingabréf 3 1,396
Fjölþjóðabréf 1,060
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,268
Llfeyrisbréf 1,130
Markbréf 1,120
Sjóðsbréf 1 1,100
Sjóðsbréf 2 1,100
Tekjubréf 1,213
HLUTABREF
Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 114 kr.
Eimskip 278 kr.
Flugleiöir 194 kr.
Hampiðjan 118 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 118 kr.
Iðnaðarbankinn 142 kr.
Skagstrendingur hf. 182 kr.
Verslunarbankinn 125kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavixla
gegn 30% ársvöxtum, Samv.banki 31% og
nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb=Búnaðarbankinn, lb = lðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um penlngamarkaöinn
birtast í DV á fimmtudögum.
Spennandi keppni
Mikið var í húfi fyrir keppendur því
að fyrir utan titilinn íslandsmeistari
er keppt um sólarlandaferðir sem
ferðaskrifstofa Terra gaf. Rúsínan í
pylsuendanum var Mazda 626 sem
beið allan daginn við enda keppnis-
plansins eftir nýjum eiganda. Mazda-
umboðið, sem dyggilega hefúr stutt
ökuleiknina undanfarin ár, ákvað að
leggja sitt af mörkum til að stuðla að
góðum akstri. Því hét það þvi að tæ-
kist einhveijum keppendanna að aka
100% brautina, þ.e. að vera með villu-
lausan akstur, fengi hann þennan
Mazda 626 bíl. Þetta gerði það einnig
í fyrra og þá tókst tveimur ökumönn-
um að aka villulaust og urðu þeir að
keppa um bílinn.
Það má segja að keppendur hafi lagt
sig í líma við að aka vel en þrátt fyrir
góðan ásetning tókst engum að aka
villulaust.
Aðeins hársbreidd frá því að
hreppa bílinn
Einn keppendanna var þó mjög ná-
lægt því að hreppa bílinn því hann
gerði aðeins eina villu í brautinni.
Þetta var Guðmundur B. Guðmunds-
son frá Akureyri. Honum gekk mjög
vel að öllu öðru leyti í brautinni og
háði harða baráttu um efsta sætið.
íslandsmeistari í annað sinn
En ekki tókst Guðmundi að vinna
efsta sætið í karlariðli þó hart væri
barist því að hann átti sér ofjarl í
keppninni. Sá var Garðar Ólafsson,
íslandsmeistarinn frá því í fyrra. Garð-
ar vann keppnina í karlariðli léttilega
og bar af hvað lipurð og léttleika varð-
ar. Hann sigraði með 419 refsistig. Þaí
var Garðar sem vann Mazda bílinn :
fýrra. Guðmundur varð að láta sér
nægja 2. sætið með 474 refsistig, tæp-
lega mínútu lakari árangur. Guð-
mundur mátti þó glaður við sitt una
því að hann vann sólarlandaferðina
frá Terru. Garðar hafði nefhilega unn-
ið utanlandsferðina áður og þau
skilyrði fylgja henni að aðeins er hægt
að vinna utanlandsferð einu sirrni.
Lítill munur var á Guðmundi og þeim
er lenti í 3. sæti. Aðeins 10 sekúndur
skildu þá að. Þráinn Jensson hét sá
er það sæti hlaut. Þráinn vann það
afrek í sumar að vera með besta tím-
ann í þrautaplaninu yfir landið. Fyrir
bragðið ákvað Casio-umboðið að gefa
honum Casio-úr af vönduðustu gerð
að eigin vali. Reyndar höfðu þeir gefið
úr fyrir besta tímann í hverri keppni
sumarsins.
íslandsmeistari fimmta árið í
röð
I kvennariðli var strax augljóst eftir
fyrri umferð að Auður Yngvadóttir,
sem sigrað hefur í ökuleikninni síð-
ustu 4 ár, myndi líklega sigra. Þó var
möguleiki á að mágkona hennar,
Fríða Halldórsdóttir, gæti skákað
henni því að þær tvær voru langefstar
í kvennariðli eftir fyrri umferð. En
Auður jók bilið milli þeirra í seinni
umferð og tryggði sér íslandsmeistara-
titilinn í fimmta sinn með öruggri
forystu. Hún hlaut 551 refsistig. Fríða
varð önnur með 622 refsistig.
Hörkubarátta um þriðja sætið
Baráttan í kvennariðli var einkum
um þriðja sætið. Eftir fyrri umferð var
Guðbjörg Bjamadóttir í því sæti og
munaði aðeins 9 sekúndum á henni
og Ingu Kristinsdóttur, sem ógnaði
henni og var til alls líkleg, því Inga
var efst yfir landið í kvennariðli í sum-
Terra gaf, kom í hennar hlut þar sem
allar hinar höfðu unnið slíka ferð áð-
ur.
Úrslit hjólreiðakeppninnar
Samhliða ökuleikninni í sumar var
haldin hjólreiðakeppni og fóru úrslit
hennar einnig fram á laugardag. Til
keppninnar mættu 10 efstu keppendur
yfir landið í yngri riðli, 9-11 ára bama.
í þeirri keppni var það einn keppandi
sem bar af hvað akstur varðaði. Sá
heitir Reynir Strandberg Ámason.
Hann keppti í Bolungarvík í sumar
og var með langbesta tímann og fæstu
villumar í brautinni og sigraði því
með yfirburðum. Hann fékk 215 refsi-
stig. Um annað sætið var meira barist
og reyndar vildu allir verða í tveim
efstu sætunum, þar sem verið var að
velja tvo keppendur sem fulltrúa ís-
lands í norrænni hjólreiðakeppni sem
fer fram eftir hálfan mánuð i Svíþjóð.
Sá er annað sætið hlaut var Agúst
Þór Margeirsson frá Fáskrúðsfirði.
Hann hlaut 263 refsistig. Þeir Reynir
og Ágúst hlutu því utanlandsferð í
verðlaun. Þó vom aðeins 3 sekúndur
sem skildu Ágúst og næsta keppanda
að. Allir hinir keppendumir hlutu
sams konar viðurkenningu þar sem
þeir höfðu allir staðið sig svo frábær-
lega að vera meðal 10 efstu keppenda
yfir landið.
Gjæsileg verðlaunaafhending
Okuleikninni lauk um kvöldið með
verðlaunaafhendingu í kaffisamsæti
sem tryggingafélagið Ábyrgð hf. efndi
til í tilefhi keppninnar. Þar vom af-
hent bikarverðlaun til efstu keppenda
ökuleikninnar ásamt fararbikurum og
utanlandsferðum frá Terru í karla- og
kvennariðli. Bílaborg hf. gaf öll bikar-
verðlaun og hefði reyndar gefið bílinn
hefði hann gengið út. Þá var fúlltrúi
Casio-umboðsins, Gísli Úlfarsson,
mættur með öll fallegustu Casio-úrin
því að hann ætlaði að gefa þeim kepp-
endum sem bestan tímann höfðu í
báðurn riðlum í hjólreiðakeppninni og
ökuleikninni úr af vönduðustu gerð. I
ökuleikninni vom það Þráinn Jens-
son, eins og fyrr sagði, og Þóra
Víkingsdóttir sem úrin hlutu en í hjól-
reiðakeppninni þeir Axel Friðgeirsson
og Garðar Sigvaldason. Forráðamenn
ökuleikninnar vilja færa Casio-
umboðinu innilegustu þakkir fyrir
þess framlag.
Þar sem ekki var keppt til úrslita í
eldri flokki hjólreiðakeppninnar ák-
vað Fálkinn hf., sem reyndar hefúr
verið í samstarfi við BFÖ um hjól-
reiðakeppnina, að gefa eitt DBS
reiðhjól af vönduðustu gerð einhveij-
um heppnum keppanda i eldri riðli.
Dregið var um hjólið og sá heppni var
13 ára Seyðfirðingur, Dýri Jónsson.
Hjólið var afhent í kaffisamsætinu af
Einari Guðjónssyni, fúlltrúa Fálkans.
Vinur Dýra tók við því þar sem Dýri
komst ekki sjálfur. Þá afhenti hann
sigurvegaranum í hjólreiðakeppninni
utanlandsferð en Fálkinn gaf hana
einnig. Þá má geta þess að öll verð-
laun í undankeppnum sumarsins vom
gefin af Fálkanum.
Yfir 1000 keppendur í sumar
Að lokum vilja forráðamenn öku-
leikninnar færa öllum þeim sem
studdu ökuleiknina á einhvem hátt í
sumar þakkir fyrir þeirra framlag. 10.
keppnisári ökuleikninnar er nú lokið.
Vom keppendur á bílum og hjólum í
sumar rúmlega 1000 talsins og hefur
hún aldrei verið jafnfjölmenn.
EG
ar eftir undankeppnimar. Inga lagði
því allt að veði til að komast upp fyr-
ir Guðbjörgu og tókst það með aðeins
3 sekúndna forskoti. Hún hlaut því 3.
sætið með 701 refsistig en Guðbjörg
varð að láta sér nægja það fjórða með
704 refsistig. Guðbjörg gat samt verið
ánægð því að sólarlandaferðin, sem
Hér á myndinni sést Garðar Ólafsson í síðustu brautinni og ekki vantar ein-
beitinguna enda skilaöi hún sér þvi að hann sigraði annað árið í röð.
íslandsmeistarar i ökuleikni ’87, þau Auður Yngvadóttir og Garðar Ólafsson,
eru að vonum glöð og ánægð með árangurinn. Hér eru þau nýbúin að taka
við verðlaununum.
Gísli Úlfarsson sést hér afhenda Þráni Jenssyni vandað Casio-úr fyrir frábær-
an árangur í undanúrslitum ökuleikninnar. Þráinn var með besta tímann yfir
landið í karlariðli.