Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Síða 14
14
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Gorbatsjov skorar mörkin
Undir stjórn Gorbatsjovs hafa Sovétríkin á síðustu
vikum stigið mikilvæg skref, sem ekki eru sjónhverf-
ingar. Þau fela í sér raunverulega slökun, sem vekur
vonir um, að unnt verði að gera jörðina að friðvæn-
legri bústað en verið hefur um allt öf langt skeið.
Á sama tíma hefur atburðarásin varpað óþægilegu
kastljósi að Reagan Bandaríkjaforseta sem hættulegum
hugsjónamanni, er standi í vegi heimsfriðar. í hverju
málinu á fætur öðru hafa Bandaríkin lent í vandræðum
við að svara af viti slökunarskrefum Sovétríkjanna.
Sanngjarnt er þó að taka fram, að Sovétríkjunum bar
að stíga fyrstu skrefin. Þau bera meira en helming
ábyrgðar á vígbúnaðarkapphlaupi síðustu tíu-tólf ára.
Og þau hafa áratugum saman ógnað umhverfi sínu með
Brésnevs-kenningunni um einstefnugötu sósíalisma.
Ennfremur er nauðsynlegt að taka fram, að á sumum
sviðum hefur ekkert komið áþreifanlegt fram, sem bend-
ir til mildaðrar afstöðu Sovétríkjanna. Hæst ber þar
grimmdarstríð Rauða hersins í Afganistan. Sovézka
friðarhjalið á þeim slóðum hefur reynzt innihaldslítið.
Heima fyrir virðist stjórnarfar Sovétríkjanna hafa
mildazt. Aukizt hefur gagnrýni á einstök atriði kerfis-
ins. Fleiri andófsmenn fá að flytjast úr landi. Hafnar
eru tilraunir til að bjóða fram í kosningum fleiri flokks-
menn en einn á hvert sæti, sem er til ráðstöfunar.
í Persaflóa hafa Sovétríkin farið gætilega, þótt þau
hafi reynt að skara eld að sinni köku, svo sem heims-
veldi gera gjarna. Minna hefur farið fyrir þeim en
Bandaríkjunum, sem hafa fetað áhættusama braut og
orðið óbeinir fangar hernaðaraðgerða íraks á sjó.
Sovétríkin hafa neitað að láta Nicaragua í té meiri
olín og tilkynnt í staðinn verulegan samdrátt þeirra
viðskipta. Þetta spillir rekstri hernaðartækja sandin-
istastjórnarinnar og bendir til, að Sovétstjórnin geti
hugsað sér að draga úr þrýstingi í Mið-Ameríku.
Á sama tíma fer stjórn Reagans fram á nærri tvöföld-
un hernaðarstuðnings við glæpalýð gamalla somozista,
svokallaðra contra-skæruliða. Með þessu grefur Reagan
undan tilraunum leiðtoga Mið-Ameríku til að fá fram-
fylgt friðarsamkomulagi þeirra frá 6. ágúst.
Þar á ofan hefur Reagan rekið hinn sérstaka Mið-
Ameríkusendiherra Bandaríkjanna, Philip Habib, sem
hefur langa reynslu af friðartilraunum, bæði þar og í
Míðausturlöndum. Sök Habibs var að vilja lægja öld-
urnar, gegn vilja róttæklingsins í Hvíta húsinu.
Sovétstjórnin, sem lengi hefur verið andsnúin virku
eftirliti með banni við kjarnorkuvopnum, hefur nú snú-
ið við blaðinu og komið aftan að Bandaríkjastjórn, sem
ekki virðist vita, hvaðan á sig stendur veðrið. Gor-
batsjov hefur þar slegið væna pólitíska keilu.
Komið hefur í ljós, að Bandaríkin studdu virkt eftir-
lit í trausti þess, að Sovétríkin gerðu það ekki. Þegar
blóraböggullinn hvarf, fengu þeir hland fyrir hjartað,
sem vilja ekki, að sovézkir snuðrarar séu á ferli á hern-
aðarlega mikilvægum stöðum í Bandaríkjunum.
Allt bendir þetta til, að Reagan sé enginn bógur til
að stjórna heimsveldi til kapps við Gorbatsjov í Sovét-
ríkjunum. Reagan er haldinn róttækum hugsjónum, sem
þvælast fyrir skynsamlegri hugsun, en Gorbatsjov er
sem óðast að láta róttækar hugsjónir víkja fyrir viti.
Hið bjarta við þetta er, að Gorbatsjov er að festa sig
í sessi og að Reagan mun eftir hálft annað ár víkja fyr-
ir nýjum forseta, sem getur tekið á heimsvandamálum.
Jónas Kristjánsson
Framhaldssaga
um sQómmál
Nú síðla sumars hafa fjölmiðlar,
dyggilega studdir af nokkrum framá-
mönnum í Sjálfstæðisflokknum, ekki
fundið neitt þarfara að gera en karpa
um það fram og aftur, hvort Borg-
araflokkurinn hafi viljað ganga til
stjómarsamstarfs við sjálfetæðis-
menn eða ekki í vor sem leið. Það
er engu líkara en verið sé að gera
þetta að framhaldssögu eða rwjum
framhaldsþætti í sjónvarpinu. Ég fæ
ekki séð, að það skipti almenning
nokkru einasta máli lengur, hver
vildi fara með hverjum í stjóm. Það
sem skiptir máli er sú staðreynd, að
eftir allar uppákomumar í stjómar-
myndunarviðrEeðunum, sitjum við
uppi með ríkisstjóm, sem er ekki lík-
leg til mikilla afreka.
I blaðagrein, sem Friðrik Sophus-
son birti nýlega í Dagblaðinu, telur
hann að leiðrétta þurfi þær stað-
hæfingar mínar, að við borgara-
flokksmenn hefðum verið reiðubúnir
til samstarfs við Sjálfstæðisflokk og
Alþýðuflokk, hvort heldur undir for-
ystu Þorsteins eða Jóns Baldvins.
Hann kemur jafhframt með þá skýr-
ingu, að þótt nokkrir okkar úr
þingflokki Borgaraflokksins hefðum
haft áhuga á slíku samstarfi, hafi
Albert Guðmundsson verið því mót-
fallinn. Þegar við Friðrik hittumst
um daginn af öðm tilefiii, þessu
máli óviðkomandi, sagði hann mér,
að nauðsynlegt væri, að þetta færi
rétt inn í íslandssöguna. Því væri
hann neyddur til að skrifa ofan-
greinda blaðagrein. Ég er ekki eins
viss, hvort þetta skiptir máli fyrir
söguritun vora eða ekki. En til von-
ar og vara tel ég rétt að ítreka það
enn einu sinni, að Borgaraflokkur-
inn var reiðubúinn til samstarfs við
Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk á
seinni stigum stjómarmyndimarvið-
ræðnanna. Albert Guðmundsson átti
frumkvæði að því að koma slíkum
skilaboðum bæði til Alþýðuflokks
og Sjálfstæðisflokks. Bíltúrinn frægi,
sem Albert bauð Þorsteini í, eftir
góðmennskukast hins síðamefnda á
friðardaginn, hafði engan annan til-
gang en þann að tjá Þorsteini, að
Borgaraflokkurmn væri reiðubúinn
til samstarfs við sjálfstæðismenn og
forusta Þorsteins í ríkisstjóm væri
engin frágangssök. Það sjá allir, að
bíltúrinn gat ekki haft annan tilgang
af hálfú Alberts, enda var hann í
fúllu samráði við aðra þingmenn
Borgaraflokksins. Hugsanlega skil-
ur Þorsteinn ekki Albert þegar þeir
em að ræða saman, og kann það að
vera skýringin á öllum vandræðun-
um. Ég álít þó, að annað og alvar-
legra sé þama að baki, sem sé
hagsmunir þröngs klíkuhóps innan
Sjálfstæðisflokksins.
Fjölmiðlafár
í viðtali við Þorstein Pálsson,
formann Sjálfstæðisflokksins, í ríkis-
sjónvarpinu nú á dögunum, vitnaði
hann í fund, sem hann hélt með AI-
bert Guðmundssyni og undirrituð-
um, ásamt Friðrik Sophussyni. Sagði
Þorsteinn, að þar hefði komið fram,
að Borgaraflokkurinn hafnaði öllu
samstarfi við sjálfstæðismenn. Þar
sem hér var ekki farið með rétt mál,
hringdi ég á fréttastofu sjónvarps og
óskaði eftir því að fá að koma með
athugasemd. Þessari ósk var hafnað
á þeirri forsendu, að næsti þáttur
framhaldssögunnar væri þegar
skipulagður, þ.e. viðtal við Albert
daginn eftir. Ég varð eðlilega hissa
á þessu, enda minnist ég þess, að þá
sjaldan Ólafúr Ragnar Grímsson
hringir inn á fréttastofu til þess að
gera athugasemd, virðist allt ganga
af göflunum þar inni til þess að koma
henni á framfæri. Það er ekki sama
Jón og séra Jón.
Satt bezt að segja hefur okkur
gengið frekar erfiðlega að koma
skoðunum okkar á framfæri. Þar
munar að sjálfeögðu mestu,,að_víð.
Kjallariim
Júlíus Sólnes
alþingismaður fyrir
Borgaraflokkinn
Borgaraflokkurinn á fullu
Þetta leiðir óneitanlega hugann
að þeirri þögn, sem hefur ríkt um
Borgaraflokkinn eftir kosningamar.
Fulltrúar gömlu flokkanna hafa ó-
spart gefið í skyn, að bólan sé
hjöðnuð eins og þeir höfðu spáð.
Sæll er hver í sinni trú, því ekkert
er eins fjarri sannleikanum. Frá því
að kosningunum lauk, höfum við
borgaraflokksmenn verið á fullu.
Við höfum haldið 30 þingflokks-
fundi. Málefnanefndir hafa starfað á
vegum flokksins í nær allt sumar,
meðan starfsemi hinna flokkanna
hefúr nánast legið niðri. Þingmenn
og aðrir flokksmenn Borgaraflokks-
ins hafa ritað fjölmargar greinar í
dagblöðin og verið iðnari við það en
flestir aðrir. Þá hefur mikill tími far-
ið í að undirbúa og stofna félög á
vegum Borgaraflokksins um allt
land.
„Bíltúrinn frægi, sem Albert bauð Þor-
steini í, eftir góðmennskukast hins
síðarnefnda á friðardaginn, hafði engan
annan tilgang en þann að tjá Þorsteini
að Borgaraflokkurinn væri reiðubúinn
til samstarfs við sj álfstæðismenn.“
eigum ekkert málgagn. Athafnir og
ályktanir Borgaraflokksins virðast
ekki vekja mikinn áhuga frétta-
manna ríkisfjölmiðlanna, þótt þeim
séu hins vegar gerð allgóð skil af
hinum frjálsu gölmiðlum. Er engu
líkara en fréttamenn ríkisfjölmiðl-
anna hafi verið heilaþvegnir af
gömlu flokkunum í þá veru, að ekk-
ert sé fréttir, nema þær snerti starf
gömlu flokkanna. Kátbroslegt er að
sjá, hvemig ráðherrar ríkisstjómar-
innar em eltir af fréttamönnum og
allt lapið upp eftir þeim. Ég held t.d.,
að Halldór Ásgrímsson hafi flutt
sömu rulluna um hvalveiðideiluna
einum 10-20 sinnum á örskömmum
tíma í sjónvarpinu. Minnist ég ekki
allan þann tíma, sem ég bjó erlend-
is, að svona umstang væri í kringum
ráðherranna.
Þó tók út yfir allan þjófabálk, þeg-
ar ungir sjálfstæðismenn héldu
landsþing sitt í Borgamesi. Sjón-.
varpið sendi mann í flugvél upp í
Borgames til þess að fylgjast með.
Mér er spum. Hvem varðar svona
mikið um það hvað stuttbuxnadeild
Sjálfstæðisflokksins er að þinga og
hvem hún kýs sem formann?
Kjördæmisfélög hafa nú verið
stofnuð á vegum flokksins í öllum
kjördæmum landsins. Kjördæmis-
stjóm Suðurlands var kosin laugar-
daginn 12. september í Vestmanna-
eyjum og kjördæmisstjóm
Austfjarðakjördæmis í þessari viku.
Á réttum fimm mánuðum hefur
Borgaraflokkurinn náð ömggri fót-
festu í öllum kjördæmum landsins
og grundvöllur verið lagður að
skipulegu flokksstarfi um allt land.
Þessum áfanga lýkur með fyrsta
landsfundi flokksins, sem verður
haldinn á Hótel Sögu 24., 25. og 26.
september nk.
Borgaraflokkurinn er kominn til
þess að vera. Hann mun reynast
nauðsynlegt afl í íslenzkum stjóm-
málum, þjóðinni til heilla. Við
munum standa vörð um rétt hinna
mörgu gegn alræði hinna fáu. Fyrst
um sinn verður það hlutverk okkar
að veita stjómarflokkunum nauð-
synlegt aðhald og beita okkur jafn-
framt fyrir framgangi stefriumála
okkar. Ríkisstjómin er veik og sund-
urlaus og hlutverk okkar er því enn
mikilvægara en ella.
Július Sólnes
„Hugsanlega skilur Þorsteinn ekki Albert þegar þeir eru að ræða sam-
an og kann það að vera skýringin á öllum vandræðunum."..j