Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Síða 15
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987.
15
Af hvalamálum og varnarmalum
Undanfama mánuði og raunar
miklu lengur hefur margt verið ritað
og rætt um hvalveiðar almennt, frið-
un hvala, en þó lyrst og fremst um
hvalveiðar íslendinga. Mun það vera
flestra manna mál að þessum al-
ræmda þjóðflokki, sem eitt sinn tókst
að kála geirfuglinum svo rækilega,
að ekki hefur sést af honum tangur
né tetur í fleiri mannsaldra, muni
nú einnig takast að ganga frá flest-
um hvalategundum, sem lifa í
norðanverðu Atlantshafi, á sama
hátt og geirfuglinum og það fljótlega
ef ekki verður við spomað. Það hafa
verið haldnar ráðstefhur, valdamikl-
ir menn hafa ræðst við og íslenskir
vísindamenn hafa sent skýrslur um,
að það gangi ekkert að hvalnum, það
megi veiða hann hér innan vissra
marka, án þess að það komi að sök.
Ekkert virðist samt duga. Vitrir
menn og virtir úti í heimi em stað-
ráðnir í að telja þessar skýrslur
fleipur eitt og vísindunum sé gerð
skömm og svívirðing ef það eigi að
koma vísindaheiti á gegndarlaust
hvaladráp íslendinga. Þó hefur kvis-
ast að íslendingar megi gera eins og
grannar þeirra, eskimóamir á
Grænlandi. Þeir megi éta eins mik-
inn hval og þeir torga, bara ef þeir
gera það á staðnum og fara ekki að
plata aðra til að kaupa hann.
Heimaátið þykir fara miklu betur
með hvalastofhinn. Svona em vis-
indin fúrðuleg stundum - eða
kannski það séu fremur stjómmálin?
Tilgangslaus útrýming
Afstaða margra til hvalveiða virð-
ist oft vera fremur tilfinningalegs
eðlis en þeim séu náttúruvemdar-
Kjallaiinn
Þengilsson
læknir, Reykjavik
sjónarmiðin ofarlega í huga. Hval-
imir em stórar skepnur, þeir em
spendýr, það hefur flogið fyrir að
þeir væm mjög gáfaðir, a.m.k. sumar
tegundir, og þeir röbbuðu saman í
sjónum á sérstöku táknmáli. Þetta
færði þá nær okkur og satt að segja
em veiðiaðferðir stundum heldur
subbulegar. Og þetta getur ýmsum
virst sem aftur á móti hafa ekki séð
neitt athugavert við það að murkað
sé líf úr einni og einni rjúpu uppi á
fjöllum að vetrarlagi eða þótt menn
hræði veiðidýr úr fylgsnum með
hundagjammi og látum eins og ensk-
ir aðalsmenn gera og skjóta síðan
dýrin unnvörpum þegar þau komast
í mátulegt skotfæri.
Ég hef lengi haft samúð með sjón-
armiðum grænfriðunga, ekki síst í
friðarmálum, og alltaf hefur mér
fundist sportveiðimennska niður-
lægjandi íþrótt. Það er þessi til-
gangslausa útrýming á lífi, aðeins
ánægjunnar vegna, sem mér finnst
sverja sig um of í ætt minksins. En
við erum kjötætur og er okkur því
nauðsyn að nærast á holdi annarra
lífvera, hvort sem þær lifa á láði eða
í legi. Meðan við borðum fjallalömb-
in verðum við að horfast í augu við
það að á hveiju hausti eru þau rekin
tugþúsundum saman heim af sælum
heiðum sumarsins og beint á blóð-
völlinn til þess að seðja maga okkar.
Og meira eða minna hamingjusöm-
um þorski er ausið upp úr sjónum
svo að við getum annaðhvort snætt
hann sjálf eða keypt okkur eitthvað
fallegt, gott eða nytsamlegt fyrir
hann í útlandinu. Eina aðferðin til
að afla okkur kjöts eða fisks er að
efria til lífs og eyða því aftur. Lífefna-
fræðin þarf að komast á þónokkuð
hærra stig áður en við getum fengið
kjöt og fisk án þess að lífvera sé
milliliður.
Gáfaöir fiskar
En svo er allt í einu komið að
hvalnum. Auk tilfinningasjónarmið-
anna, sem ég minntist á áðan, koma
önnur og kaldari rök skynseminnar:
Hvalastofriar, sem Islendingar veiða,
eru að deyja út. Þetta verður að
stöðva. Fullyrðing á fullyrðingu ofan
hefur borist í þessum dúr þrátt fyrir
ítarlegar skýrslur fiskifræðinga um
það að hvalastofiiinn þoli meiri
veiði. íslenskir fiskifræðingar hafa
þó verið þekktir fyrir margt annað
en bjartsýni um það hvað fiskstofnar
þoh að vera veiddir. Fremstir í flokki
og áhrifamestir í andstöðu sinni eru
Bandaríkjamenn, orrustubræður
okkar í NATO. Þeir hafa löngum
verið okkur félegir bandamenn eða
hitt þó heldur. Hjá þeim þrífast líka
fjölmennir öfgahópar sem sagt er að
geti ráðið miklu um markað þar í
landi og hafa nægilegt fjármagn í
skefjalausan áróður. Þeir hafa þó
lítt beitt honum gegn Bandaríkja-
mönnum sjálfum sem eru meðal
verstu hvEdamorðingja heimsins,
drepa mikið háhyming (sem er tal-
inn ein gáfaðasta hvalategundin) og
einnig stóran fisk sem nefiúst tún-
fiskur og ég er ekki í neinum vafa
um að er mjög greindur. Þeir hafa
heldur ekki beitt gagnrýni sinni né
hótað að nota samtakamátt sinn
bandarískri framleiðslu í óhag þótt
hinir siðamefiidu rói undir ófiiði
sem mest þeir mega út um allan
heim, ýmist með vopnasölu eða fjár-
styrk til að standa undir hemaðar-
rekstri ófriðarseggja. Þetta bendir
til þess að grænfriðungar séu heldur
litlir í sér.
En verst er þó, og okkur íslending-
um óþolandi með öllu, sú lítilsvirð-
ing sem við höfum mátt þola af
bandamönnum okkar, í öllu þessu
máli -em og fleirum. Þótt svo virðist
í þessum skrifuðum orðum sem eitt-
hvað sé að draga saman í deilunni
er það að verulegu leyti að þakka
harðfylgi oddvita okkar í þessu máli.
Munu þeir hafa látið glögglega á sér
skilja að Bandaríkjamenn séu okkur
íslendingum ekki með öllu ómiss-
andi, þótt alltof margir hafi alltof
lengi talið þá ganga næst guði sjálf-
um. Mun hafa sljákkað eitthvað í
bandarísku viðmælendunum við
þetta nýja sjónarmið. Ekki er þó enn
vitað með vissu hvemig málum lykt-
ar.
„Vamarlidið"
I tengslum við hrokafulla fram-
komu Bandaríkjamanna í hvalveiði-
málinu hefur komið fram sú skoðun
að endurskoða beri öll viðskipti okk-
ar við þá. Vonandi felst í þessu það
viðhorf að þeir geti ekki verið eilífir
augnakallar suður á Miðnesheiði
mönnum til angurs og skapraunar,
eins og oftsinnis hefur komið fram í
viðskiptum við þá. Sú hræsni sem
lýsir sér í orðum eins og „vamar-
lið“ er einkennandi fyrir stefnu
Bandaríkjamanna í utanríkismál-
um. Þótt þessu orði hafi verið komið
ótrúlega víða á framfæri ætti flestum
núorðið að vera ljóst, að „vamim-
ar“ em fyrir Bandaríkin en ekki
„bandalagsþjóðimar“. Það hefur
verið komið á fót með fulltingi þeirra
röð vamarstöðva í hæfilegri fjarlægð
frá heimalandinu til að taka við
fyrsta skelhnum í hugsanlegri styij-
öld. Þannig ber að sjálfsögðu að
skilja hugtökin vamir og vamarlið.
Yfir íslandi vofir ekkert annað en
eyðileggingin verði styijöld háð en
héðan má reka njósnir og eftirlit
með athöfnum andstæðingsins,
þannig að fréttir berist af honum í
tíma. Eigi íslendingar sjálfir hendur
sínar að veija og lífshagsmuni verð-
ur lítið um vamir fyrir þá. Það
sannaðist áþreifanlega þegar her-
skip andstæðinganna óðu hér upp í
landsteina, ef þeim sýndist svo, án
þess nokkurrar athugasemdar, hvað
þá framkvæmdar, yrði vart hjá
„vamarliðinu".
Guðsteinn Þengilsson
Að læra úr sér allt vit
„Ertu ekki að verða búin að læra
úr þér allt vit?“ spurði frænka mín
í sumar þegar ég hitti hana í boði.
Ég horfði undrandi á hana. Læra
úr sér allt vit, hvemig er það hægt?
Er það ekki einmitt þveröfúgt, að
maður vitkast eftir því sem maður
lærir?
Ég man ekki hveiju ég svaraði
þessari ágætu frænku minni. Spum-
ing hennar varð hins vegar til þess
að ég fór að velta fyrir mér sam-
hengi skólagöngu, lærdóms, mennt-
unar, þekkingar og vits. Þessir
þættir þurfa ekki alltaf að fylgjast
að og í rauninni er það kannski eins
oft að þeir gera það ekki.
Þegar ég vann á eyrinni sumrin
1973 og 1974 man ég að samstarfs-
menn mínir töluðu oft af fyrirlitn-
ingu um menntamenn. Þeir vom til
einskis nýtir, gátu varla dýft hendi
í kalt vatn og við þá var ekki ræð-
andi sökum heimsku. Margir eyrar-
karlanna höfðu gaman af að rifja
upp dæmi þess að þeir höfðu rekið
háskólastúdenta í sumarvinnu á gat
með einföldustu spumingum. Mig
létu þeir þó aldrei gjalda þess að ég
var í skóla og hafði uppi áætlanir
um að verða það mörg ár enn.
Ríkjandi viðhorf ennþá
Þó að 13-14 ár séu liðin síðan þetta
gerðist virðist mér þetta viðhorf tii
mennta enn vera ótrúlega algengt
meðal viss hóps fólks á íslandi.
Menntun er ennþá talin ef ekki af
hinu illa þá að minnsta kosti ekki
til neins góðs.
Þetta er kannski skiljanlegt í hópi
þess fólks sem aldrei hefur átt þess
kost að komast til neinna mennta.
Bæði er það skiljanlegt að ekki sé
hægt að gera sér grein fyrir því sem
maður aldrei hefur eignast og eins
hitt, að það sem maður veit að aldr-
ei er hægt að eignast verður maður
að ímynda sér að sé lítils virði. „Þau
em súr,“ sagði refurinn þegar hann
náði ekki í vínberin.
Það em hins vegar ekki eingöngu
hinir ómenntuðu Islendingar á full-
orðinsárum sem hafa tileinkað sér
þetta viðhorf. Þvert á móti er lung-
inn úr þeirri kynslóð, sem byggt
__________, - , ■ . ’ : . . i > ;_
KjaUaiiim
Dóra Stefánsdóttir
námsmaður í Danmörku
hefur landið, sér meðvitandi um gildi
menntunar og þekkingar. Það fólk
þreytist ekki á að hvetja mennta-
menn til dáða og vill allt leggja í
sölumar fyrir þá. Engum er betur
ljóst en þessum stóra hópi hvers virði
menntun er.
Hins vegar virðist mér æ undar-
legra því lengur sem ég hugsa um
það hversu ungt og skólagengið fólk
getur verið blint á þessa staðreynd.
Það er eins og að þrátt fyrir alla
skólagönguna hafi þetta fólk ekki
menntast neitt. Þetta væri kannski
sök sér ef það væri ekki fólk úr akk-
úrat þessum hópi sem virðist stjóma
íslenskum menntartiálum að vem-
legum hluta. Þetta em hörð orð,
harðar ásakanir. Ég gerði það ekki
ef ég þættist ekki hafa fúllnægjandi
rök fyrir máli mínu - staðreyndir
w.Ij i i\ la lij i nl k> n
um þekkingarskort sem virðist ráða
ferðinni í íslenskum menntamálum.
Dæmi um mistök á mistök
ofan
Tökum nokkur dæmi (aðeins örfá
af nýmörgum sem alls staðar má
finna):
- Laun kennara em svo lág og
annar aðbúnaður svo slæmur að
þegar ég fór frá íslandi um mánaða-
mótin ágúst og september vantaði
kennara um nær gjörvafla lands-
byggðina. Þetta var þrátt fyrir að
auglýst hefði verið lon og don eftir
kennurum og þeim boðin allra
handa fríðindi fram yfir kaupið og
einnig þrátt fyrir þá staðreynd að í
landinu finnst aragrúi fólks sem er
búið að mennta sig árum saman af
því að það langar til að verða kenn-
arar. Þessi löngun er ekki nóg til
þess að vega upp á móti þeirri fyrir-
litningu sem kennarar finna streyma
á móti sér frá stjómendum mennta-
mála.
- Maður, sem staðið hefur fyrir
að efla sérkennslu í sínum lands-
fjórðungi, er rekinn úr starfi, að því
er virðist beinlínis fyrir það. Hann
hafði eytt of miklum peningum. Nú
á að skera niður allan „óþarfa“ í
kennslumálum, hvort heldur hann
heitir sérkennsla, kennsla í listgrein-
um eða öðrum aukafögum. Böm,
sem eiga þeirrar ógæfu að gjalda að
vera fædd öðmvísi en önnur böm
(hvort heldur það er með sérstaka
hæfileika eða skort á öðrum), verða
að gjöra svo vel að samhæfa sig öll-
um hinum, eða þau geta átt sig.
Kerfið gerir að minnsta kosti ekkert
fyrir þau. Þau böm, sem em að ein-
hveiju leyti sérstök en em samt svo
heppin að eiga bæði heima í Revkja-
vík og ríka foreldra, geta sem betur
fer ennþá fengið hjálp. Það þarf hins
vegar að leita eftir henni og borga
fyrir hana.
- Unnið er að því leynt og ljóst
að gera fólki erfitt að komast i lang-
skólanám. Námslán em skert, ekki
er lánað til allra sem gjaman vilja
læra eitthvað (það fer bæði eftir því
hvað menn vilja læra og hvar þeir
vilja læra það) og alltaf er verið að
tala um að herða endurgreiðslur.
Það þarf takmarkalausa ástríðu á
námi, algera fiTÍrlitningu á eigin
fjölskyldu (ef maður er búinn að
eignast hana áður en námi lýkur)
og óbilandi sannfæringu um að það
sé rétt sem maður er að gera til að
ljúka námi. Við sem erum langt
komin getum ennþá þraukað en það
sást í haust að margir leggja ekki í
að byrja. I fyrsta sinn í mörg ár fækk-
ar þeim sem sækja um námslán, sem
og þeim sem sækja um inngöngu í
Háskólann þrátt fyrir það að ennþá
séu mjög stórir árgangar á þeim aldri
sem venjulegt er að leiti sér mennt-
unar.
Ertil menntastefna?
Eins og ég sagði fyrr: aðeins örfá
dæmi af mörgum um þann fáránleika
sem virðist ráða íslenskri mennta-
stefhu, ef slík stefiia er þá til. Um
slíkt leyfi ég mér hins vegar að ef-
ast. Ég hef ekki heyrt um neinar
athuganir á því hverjir séu hugsan-
legir framtíðamámsmenn, hvað sé
vænlegt að kenna þeim og þaðan af
síður á hvem hátt. Allt slíkt er látið
reka á reiðanum og talið fullvíst að
fólk sjái um það sjálft að koma sér
til þeirra mennta sem þjóðfélaginu
og því sjálfú þjóni best. Éf það geng-
ur ekki má alltaf yppta öxlum og
segja upp á amerísku „too bad“.
Það virðist gleymast að ekkert
sprettur af engu. Til þess að ungt
fólk leggi í að leita sér menntunar
verður það að finna bæði að þess sé
talin þörf og að það sé einhvers
metið. Ekki fyrst og fremst í launum
eða öðrum efnalegum gæðum heldur
miklo fremur í viðurkenningu þess
að menntun sé þjóðinni sem heild
til góðs, öll menntun. Ekki bara
menntun fárra afreksmanna sem
standa sig síðar vel (jafnvel á er-
lendri grund) heldur menntun
þjóðarinnar sem heildar.
Til þess að von sé á afreksmönnum
er algerlega nauðsynlegt að efla alla
grunnmenntim. Ég vona að Jóhann
Hjartarson fyTÍrgefi mér það að ég
tek hann hér (að honum forspurðum)
sem dæmi. Hann stóð sig alveg feiki-
lega vel á taflmóti á erlendri grund
í sumar og öll þjóðin samgladdist
honum. Ég veit að hann er mikill
snillingur og hefur auðvitað fæðst
með algera sérgáfu. Lítum hins veg-
ar á hvemig að henni hefur verið
búið. 1 öllum skólum er teflt frá
blautu bamsbeini til að standa sig
vel í taflíþróttinni. Haldin em enda-
laus mót og veitt vegleg verðlaun.
Þeir hæfustu fá stanslausa uppörvun
og hvatningu. Það er ekki nema ein
leið f>TÍr þá. upp.
Hefði Jóhann verið svo óheppinn
að fæðast úti á landi. sonur efnalít-
illa foreldra og heföi hlotið. váð
skulum segja tónlistarhæfileika i
vöggugjöf er ekki víst að svona vel
heföi farið. Erfiðleikamir við að
koma honum til tónlistamáms heföu
verið endalausir, kannski enginn
kennari, kannski ekki nógu gott
hljóðfæri í skólanum til að kenna
sæmilega á, kannski em ekki til
peningar fyrir kennslunni. Þetta
heföu þó kannski verið yfirstíganleg-
ir erfiðleikar ef ekki hefði jafiivel
bæst ofan á fyrirlitning þorpsbúa á
hinni undarlegu iðju að glamra
stanslaust á eitthvert hljóðfæri.
Sem betur fer em menn í þorpum
úti um allt land að verða glöggir á
það gildi sem tónlistamám getur
haft fyrir böm. Betur að hið sama
væri hægt að segja um forráðamenn
menntamála. Að þeir væm sér með-
vitandi um hversu ómetanlegt gildi
það hefur bæði fyrir námsfólk og
þjóðina sem heild að menn leggi
óhikað út í nærri hvaða nám sem er
í þeirri fúllvissu að það komi sér
áreiðanlega vel fyrir einhvem, ein-
hvem tíma, á einhvem hátt.
Dóra Stefánsdóttir
„Böm, sem eiga þeirrar ógæfu að gjalda
að vera fædd öðruvísi en önnur börn (hvort
heldur það er með sérstaka hæfileika eða
skort á öðrum), verða að gjöra svo vel að
samhæfa sig öllum hinum, eða þau geta
átt sig.“