Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Side 19
Glæsilegur árangur Valsmanna í A-Þýskalandi:
Guðmundur Baldursson
fórá kostum í markinu
- þegar Valsmenn gerðu jafntefli, 0-0, gegn Wismut Aue
„Allir strákamir náðu að sýna sitt
besta gegn Wismut Aue - þeir léku
frábærlega," sagði Hörður Hilmars-
son, liðsstjóri Islandsmeistara Vals,
eftir að þeir höfðu náð jafntefli, 0-0,
gegn a-þýska félaginu Wismut Aue í
UEFA-bikarkeppninni í gærkvöldi.
Uppselt var á leikinn sem fór fram í
Aue - lítilli borg fyrir sunnan Karl-
Mai-z Stadt. 20 þús. áhorfendur sáu
leikinn sem fór fram kl. 5 í gær í mikl-
um hita. „Ástæðan fyrir því að við
lékum svo snemma var að ekki voru
flóðljós á vellinum," sagði Njáll Eiðs-
son, miðvallarspilari Valsliðsins.
„Þessi leikur var sigur fyrir vamar-
leik okkar. A-Þjóðverjamir fengu ekki
mörg tækifæri. Þegar þeir fengu færi
sá Guðmundur Baldursson til þess að
þeir næðu ekki að nýta þau,“ sagði
Hörður. „Já, Guðmundur var frábær.
Hann sýndi tvisvar sinnum mark-
vörslu á heimsmælikvarða. Harrn
byrjaði fyrst á því að verja þrumuskot
frá einum A-Þjóðverjanna. Knöttur-
inn hrökk út í teig þar sem annar
A-Þjóðverji kom og skallaði hann að
marki. Guðmundur náði þá á undra-
verðan hátt að slá hann frá. Síðan
varði hann glæsilega með því að kasta
sér flötum í loftinu og góma knöttinn
uppi í markhominu. Markvarsla Guð-
mundar minnti mig óneitanlega á
markvörslu Sigurðar Dagssonar þegar
hann var upp á sitt besta,“ sagði Njáll.
A-Þjóðverjamir sóttu meira í fyrri
hálfleik. Þrátt fyrir það átti Valur
Valsson tvö góð marktækifæri. Hann
skaut t.d. góðu skoti sem strauk stöng.
A-Þjóðverjamir bökkuðu í seinni hálf-
leiknum og komu Valsmenn þá meira
inn í myndina. „Það var gaman hvað
þetta gekk vel hjá okkur. Mótspyma
okkar fór í skapið á A-Þjóðverjunum
sem vom mjög svekktir undir lokin,“
sagði Njáll.
Valsliðið lék eins og hér heima,
3-5-2. „Ég særi ömgglega engan þegar
ég segi að árangur okkar hér sé besti
árangur félagsliðs frá íslandi í Evrópu-
keppninni," sagði Hörður. „Strákamir
léku yfirvegað, vömin var sterk og
markvarslan frábær. Margir leik-
mennimir léku sinn besta leik í sumar.
A-Þjóðverjamir em með skemmtilegt
lið en þá vantar markaskorara."
Góðir möguleikar hjá
Valsmönnum
Valsliðið var þannig skipað: Guð-
mundur Baldursson, Sævar Jónsson,
Þorgrímur Þráinsson, Guðni Bergs-
son, Njáll Eiðsson, Magni Pétursson,
Valur Valsson, Hiimar Sighvatsson,
Jón Grétar Jónsson og Sigurjón
Kristjánsson. Þegar Guðni fór af leik-
velli á 75. mín. kom Ámundi Sig-
mundsson inn á. Magni tók stöðu
Guðna í vöminni.
„Við eigum góða möguleika á að
komast áfram í UEFA-keppninni. Við
munum leggja okkur alla fram heima,"
sagði Njáll Eiðsson. -SOS
Óvæntustu úrslitin!
Sigurður Bjömssan, DV, V-Þýskalandi
Iþróttaþulur v-þýska ríkissjónvarpsins hafði stór orð um Valsliðið
frá íslandi í gærkvöldi. Er hann las úrslit kvöldsins á Evrópumótun-
um hafði hann það á orði að Valsmenn hefðu unnið þrekvirki með
því að halda jöfiiu á útivelli og það í sjálfu A-Þýskalandi. Taldi þulur-
inn úrslitin í leik Wismut Aue og Vals, markalaust jafntefli, þau
óvæntustu í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. -JOG
• Valur Valsson sést hér á fullri ferð i baráttu við Ulf Einsiedel, vamarleikmann Wismut Aue.
Símamynd Reuter
Guðna Bergssyni var spavkað niður
„Guðni verður orðinn góður fyrir Hilmarsson, liðsstjóri Vaismanna. Einn A-Þjóðverjinn braut þá gróf-
landsleikinn gegn Norðmönnum. Guðni Bergsson varð að fara af lega á honum - sparkaði aftan í
Meiðsli hans eru ekki eins alvarleg leikvelli þegar 15 mín. voru til leiks- kálfann á honum.
og talið var í fyrstu,“ sagði Hörður loka á leik Wismunt Aue og Vals. -SOS
: Rússneskur dómari
| sýndi Valsmönnum
j fimm gul spjöld
Rússneskur „heimadómari" lék
■ . stórt hlutverk í leik Valsmanna
I og Wistmut Aue. Hann sýndi fimm
Valsmönnum gula spjaldið í leikn-
um, þeim Jóni Grétari Jónssyni,
Njáli Eiðssyni, Ingvari Guðmunds-
syni, Guðna Bergssyni og Hilmari
L
Sighvatssyni. Já, Valsmenn fengu
fimm gul spjöld. Þeir fengu aðeins
að sjá tíu gul spjöld í átján leikjum
í 1. deildar keppninfii.
„Dómarinn var hreint ótrúlega
lélegur. Hann sýndi okkur gul
spjöld fyrir smámuni," sagði Njáll
Eiðsson, leikmaður Valsmanna.
„Það var til fyrirmyndar hvemig
leikmenn okkar héldu ró sinni
þrátt fyrir dómaramótlætið. Þeir
létu dómarann ekki hafa áhrif á
sig,“ sagði Hilmar Hsirðarson, liðs-
stjóri Valsliðsins. -SOS
• Guðmundur Baldursson.
Guðmundur
fékk mss-
neska dúkku
Guðmundur Baldursson, markvörð-
ur Valsmanna, sýndi snilldartakta í
Aue í A-Þýskalandi þegar Valsmenn
náðu þar frábærum árangri. Hvað eft-
ir annað klöppuðu 20 þús. áhorfendur
honum lof í lófa. Eftir leikinn komu
rússnesku línuverðimir til hans og
gáfu honum rússneska trédúkku í við-
urkenningarskyni.
Eftir að línuverðimir höfðu gefið
Guðmundi dúkkuna kom dómarinn á
svæðið. Rússamir fóm þá að biðja
Valsmenn um félagsmerki Vals.
-sos