Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987. Sviðsljós Olyginn sagði... Stefanía Móna- kóprinsessa hefur þessa dagana frið fyrir afskiptasemi föðursíns, Raini- ers fursta. Karlinn vill alltaf vera að skipta sér af Stebbu sinni og er margt eða flest í hennar fari sem fer í taugarnar á þeim gamla. Til dæmisfinnst honum kærastinn ekkert til að hrópa húrra fyrir og ýmislegt sem Stefanía tekur sér fyrir hendur. En í bili er friður því Rainier sér ekkert annað í ver- öldinni en nýja barnabarnið, yngsta son Karólínu. Er hrifn- ingin svo mikil að furstinn sér ekki einu sinni sólina fyrir honum, barnið skyggir á allt annað en sjálft sig. En Stefanía er ánægð með gang mála. Rainier bíður svo bara eftir því að Stefanía fari að róast, finni sér almennileg- an mann og fari að eiga börn líkt og systir hennar. Woody Allen er með eindæmum sjóhrædd- ur maður. Eins og heitan eld forðast hann að fara í sjóferð en vissulega hefur hann þurft þess á lífsleiðinni. Woody segir að hann hafi tvisvar sinnum á ævinni siglt árabát. „Það var ægilegt," segir hann. „I bæði skiptin varð ég sjó- veikur, sólbrann og féll fyrir borð." Síðan hefur hann ekki róið sjálfur og vill sem minnst um það tala. Hann segist þó ekki þeinlínis vera vatns- hræddur heldur sé það einhver óskiljanleg hræðsla við sjó sem angri hann. Linda Evans eyðir góðri summu í fatakaup í viku hverri. Oftast slagar sú upphæð í hundrað þúsund kallinn, stundum er hún hærri og stundum lægri. Miklum fjármunum ver hún svo í snyr- tivörur og annað sem tengist úlitinu. Þegar hún er spurð að því hvers vegna hún eyði svo miklum peningum í föt svarar hún ákveðin að margur eyði nú tífalt meira en hún. Svo bætir hún við að á meðan fólk hafi efni á því sem það langar til eigi það bara að láta hlutina eftir sér. Jannike þykir vera hógvær og hefur aldrei sóst eftir peningum Björns. Björn Borg ásamt syninum sem hann heldur mjög mikið upp á. Sonurinn Hana langar til að starfa við snyrtivörur i framtíðinni. heitir Robin og er tveggja ára. „Það er mikið atriði að skilnaöurinn komi ekki illa niður á honum,“ segir Björn. Skilnaður Björns Borg og Jannike Björling hefur vakið mikla athygli. Þau byrjuðu að vera saman fyrir þremur árum þegar Jannike var að- eins átján ára og Björn tuttugu og átta ára. Saman eiga þau soninn Robin sem er tveggja ára. Bjöm vill sem minnst segja um skilnaðinn en kunnugir segja að síð- astliðið vor hafi Jannike alvarlega verið farin að ókyrrast í sambandinu. Stúlkan er ung að árum og hefur þessi þrjú ár með Bimi verið bundin honum og hans ráðagerðum. Hann hefur viljað stjóma henni of mikið, ráða hvað hún gerir og hveija hún hittir. Æskuvinina hefur hún sára- sjaldan fengið að hitta síðan þau hófu búskap og fleira í þeim dúr. Vitanlega er þvílíkt óþolandi til lengdar og ekki síst fyrir komunga manneskjuna. En svo var það síðast- liðið vor, þegar Björn var einhvers Strax eftir að fréttist um skilnaðinn var sagt að Bjöm heföi i samkvæmi i London komist I kynni vjð sautján ára gamla stúlku, Mandy Smith.___________ staðar úti í heimi á ferðalagi að Jannike fór út að skemmta sér með yngri systur sinni. Þegar bóndinn kom heim varð hann alveg æfur yfir því að hún hafði vogað sér út að skemmta sér án hans. Þá var Jannike nóg boðið. Hún pakkaði niður í tösku, tók soninn unga og barði að dyrum í föðurgarði. Síðan þetta gerð- ist hefur ýmislegt gengið á. Jannike hefur risið úr sæti og barið í borð og sagt hingað og ekki lengra. Og nú er svo komið eins og raun ber vitni. Skilnaðurinn fer fram í mesta bróð- erni, að minnsta kosti segir Jannike svo vera. „Við erum bestu vinir áfram. En Bjöm er það skynsamur að hann hlýtur að skilja að ég þoli ekki lengur að vera lokuð inni eins og fugl í búri,“ segir Jannike. „Því verðum við að slíta sambandinu því að hann getur ekkert breytt sér og sínum viðhorfum." Jannike þykir vera hógvær ung stúlka sem hafi aldrei sóst eftir pen- ingum Bjöms. Svo gerir hún heldur ekki nú þegar þau slíta samvistum en Bjöm segir að hann muni sjá til þess að mæðginin fái góða íbúð og hafi það gott. „Það er frumskilyrði að sonurinn hljóti engan skaða vegna skilnaðarins," segir Bjöm. Jannike segir að hún muni alveg örugglega spjara sig án Björns. Hana langar til að starfa í snyrtivöruiðn- aðinum og hyggst jafnvel setja á stofn eitthvert fyrirtæki eða verslun en hún hefur lengi haft áhuga á starfi tengdu snyrtivörum. Um leið og tilkynnt var um skiln- aðinn fréttist af Björn í samkvæmi í London þar sem hann á að hafa hrif- ist af Mandy Smith, sautján ára gamalli stúlku, fyrrverandi kæmstu Byll Wyman í Rolling Stones. En Bjöm þvertekur fyrir að hafa átt vingott við hana. Hann segist ein- ungis hafa hitt stúlkuna í þessu samkvæmi og ekkert annað. Konunglegar grettur Sannarlega konunglegar grettur þarna á ferðinni. Eins og sjá má er þetta hin eina og sanna Sarah Ferguson en í fylgd móður sinnar Susan Barrantes. Þær mæðgur sýndu þessi stórkostlegu tilþrif þegar þær fylgdust með tenni- skappleik ekki alls fyrir löngu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.