Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987.
5
Fréttir
Um 40% af því áfengi sem selst í Reykjavík, er selt I Kringlunni.
gítarskóli
*^~ÖLAFS GAUKS
SÍÐASTAINNRITUNARVIKA. Opið í skólanum, Stórholti 16,
klukkan 2-5 daglega, sími 27015. Upplýsingar á öðrum tíma í síma 685752.
Afhending skirteina laugardaginn 26. sept. kl. 3-6 síðdegis.
Ríkið í Kringlunni:
Með
40 prdsent
af vínsölu
í Reykjavík
Verslun ÁTVR í Kringlunni er með
40 prósent af magni víns seldu í
Reykjavík en aðeins 30 prósent af söl-
unni í krónum talið. „Skýringin er sú
að það er mun meira selt af léttu víni
í Kringlunni en öðrum verslunum
okkar,“ segir Höskuldur Jónsson, for-
stjóri ÁTVR.
Höskuldur segir að sjálfsafgreiðslan
hafi sannað sig í að vera skynsamleg
út frá rekstrarsjónarmiði. „Það hefur
fallið í góðan jarðveg hjá fólki að geta
skoðað sig um og nálgast vínið öðru
vísi en áður. Ég tel þetta vera ástæð-
una fyrir að meira selst af léttu víni í
Kringlunni en annars staðar, því teg-
undimar em þær sömu.“
Sú nýjung er í Kringlunni að hver
flaska er með sérstakan miða sem raf-
sjá (scanner) les af þegar vínið er
borgað. Þannig sjá þeir að kvöldi ná-
kvæmlega hvað hefur selst; hvaða
tegund, upphæð, fjöldi flaskna, lítra
og alkóhóllítra. Engin önnur verslun
er með slíkt kerfi í Reykjavík.
„Þetta hefur gengið mjög vel í
Kringlunni, ég átti þó von á meiri
veltu, ég reiknaði ekki með svo mik-
illi sölu léttra vína.“
-JGH
Iðntæknistofnun:
Sex milljónir
til vöruþróunar
Iðntæknistofnun er að hefja nýtt
átak í vömþróun og verða veittar sex
milljónir króna á þessu ári til þessa
verkefhis. Markmiðið er að aðstoða
fyrirtæki og einstaklinga til þess að
þróa vörur sem samkeppnishæfar em
á heimamarkaði og hæfar til útflutn-
ings. Þá er von á meira fé til þessa
átaks á næsta ári.
Á blaðamannafundi, sem haldinn
var til kynningar á fyrirhuguðu vöm-
þróunarátaki, kom það fram hjá Páli
Kr. Pálssyni, forstjóra Iðntæknistofn-
unar, að stofhunin myndi styrkja
ákveðin vömþróunarverkefni um 25%
af áætluðum kostnaði og væri hug-
myndin sú að velja tiltölulega fá
verkefni. Meðal skilyrða við val á
verkefhum er að vinnan taki ekki
lengri tíma en 24 mánuði og áhersla
er lögð á það að sá sem stýrir vinn-
unni fyrir hönd fyrirtækisins sé hæfur
til verksins og að fjárhagsstaða fyrir-
tækisins sé viðunandi að mati stofnun-
arinnar. Stefrit er að því að fagdeildir
Iðntæknistofnunar taki þátt í sem
flestum verkefhunum og að skipulag
og stjómun sé í höndum rekstrartæk-
nideildar Iðntæknistofnunar eða
sambærilegra aðila. Vömþróunará-
takið er fjórmagnað af Iðntæknistofn-
un og Iðnlánasjóði.
Karl Friðriksson hagfræðingur hef-
ur verið ráðinn verkefnisstjóri og mun
hafa eftirlit með framvindu verkefna
og umsjón með fjármála- og fram-
kvæmdaþáttum. Ásamt honum mun
sérstakt verkefnisráð sjá um stjómun
og skipulagningu og ber ábyrgð á
verkefninu.
-ój
OPNUNARTILBOÐ 4
20 TOMMU
SAMSUNG
LITSJONVARRSTÆKI
MEÐ ÞRAÐLAUSRI
FJARSTYRINGU
FYRIR AÐEINS
KR. 33.900
Monitor útlit Tvöfalt hótalarakerfi Sjálfvirkur stöðvarleitari
48 rásir 1 ó stöðva minni Heyrnartólsútgangur
Bein vídeótenging (monitor eiginleikar) Hlífðargler fyrir skermi
JAPISS
BRAUTARHOl T 2 KRINGLAN SiMI 27133
jurii-sf.