Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. Útlönd A knattspymuleik þrátt fyrir samsæri Foreœtisráðherra írlands, Charles Haughey, lét sem ekkert vœri og horföi á knattspymuleik í Dublin áaamt sjötíu þúsund öðrum áhorf- endum þrátt fyrir fregnir um raeint samsæri gegn honum. Frétt birtist í írsku blaði í gær um að öfgasinnar mótmælenda heföu lagt á ráðin um að myrða foraætis- ráðherrann. Sagði í fréttinni að fenginn hefói verið til verksins fyrr- verandi hermaður frá Bretlandi. Einnig var greint frá því i blaðinu að ef tilræðið viðforsætisráðherrann misheppnaðist heföi verið ákveðið að ráða af dögum annaðhvort utan- ríkisráðherra írlands eða fyrirrenn- ara hans. Þrír slósuðust í flugslysi Þrír slösuðust er þota frá Flugfé- lagi Filippseyja lenti á grasi grónu svæði fyrir utan flugbraut á alþjóða- flugvellinum í Manila, aðeins nokkra metra frá fjölfömum vegi. Hundrað Qörutíu og átta farþegar vom um borð i þptunni sem var að koma frá Singapore. Breyting varð á vindátt í þann mund sem þotan var að lenda og segir talsmaður flugumferðarstjám- ar að þotan hafi komið of hratt inn til lendingar. í júni hrapaði flugvél frá sama flugfélagi fyrir norðan höfuðborgina og létust þá allir sem um borð voru eða fimmtíu manns. Háiíðahöld í Moskvu Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi var hvergi sjáanlegur er Moskvubúar héldu upp á átta hundmð og fjörutíu ára afinæli borgarinnar á Rauða torg- inu á laugardaginn. Einnig var þess minnst að í október em liðin sjötíu ár frá því að bylting bolsévíka var gerð. Þúsundir Moskvubúa höfðu safhast saman á Rauða torginu í tilefrii hátíða- haldanna en aðeins þeir sem vom með boðskort fengu aðgang að setningu hátíðahaldanna. Víðs vegar um borgina fóm síðan fram ýmiss konar skrúð- göngur, hljómleikar og sýningar. Sévardnadse baðst afsökunar Bandaríska vamarmálaráðimeyt- ið hefúr tilkynnt að bandaríski hermaðunnn, sem særðist er skotið var á hann og félaga hans í Austur- Þýskalandi á fimmtudaginn, hafi ekki verið á bannsvæði. Einn eða tveir svartklæddir sové- skir hermenn skutu á farartæki Bandaríkjamannanna og komu sjö göt eflir byssukúlur á það. Utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Edvard Sévardnadse, sagði að sam- kvæmt skýrslu frá Moskvu heföu Bandaríkjamennimir verið að taka myndir nálægt bannsvæði. Sé- vardnadse baðst afeökunar á atvík- inu á fréttamannafundi á föstudag- inn. Líbanskir þjóðvarðliðar til libýu Leiðtogi drúsa í Líbanon, Walid Jumblatt, kvaddi í gær eitt þúsund þjóðvarðliða sem ætla að taka þátt í stríði Líbýumanna gegn Chad. Aðspurður játti Jumblatt því að hon- um hefði vcrið boðin efrmhagsleg og hemaðarleg hjálp í staðinn fyrir þjóðvarðliðana. Jumblatt sagði að samkomulag hefði náðst um að senda þjóðvarðlið- ana er hann heimsótti Trípólí í síðasta mánuði. DV Herlög hugsanleg á Filippseyjum Leandro Alejandro, formaður Þjóð- emisfylkingarinnar, sem eru samtök vinstri flokka á Filippseyjum, var myrtur á laugardaginn. Talsmenn Þjóðemisfylkingarinnar segja að öfgamenn úr hemum hafi verið þama að verki. Skella þeir allri skuld á ríkis- stjóm landsms og krefjast tafarlausrar afeagnar hennar. Ekki hefur enn verið ákveðið hven- ær jarðarför Alejandros fer fram en talsmenn Þjóðemisfylkingarinnar hafa lýst því yfir að í kjölfar hennar verði meiri háttar mótmæli gegn vax- andi fasisma í landinu. Vinstri flokkamir, sem höfðu boðað til mótmælaaðgerða og verkfalla frá og með deginum í dag, hafa lýst því yfir að morðsins verði hefnt en þeir lýsa því á hendur hægri sinnuðum hermönnum. Hefiidaraðgerðir hafa heldur ekki látið á sér standa. I gær réðust 500 manna sveitir kommúnista á jám- brautarlest í norðurhluta Camarines- héraðs og neyddu farþega til að leggjast á gólfið meðan þeir fóm á lestinni í nálægt bæjarfélag og réðust á bækistöðvar lögreglu. Þeir létu þó ekki þar við sitja heldur sprengdu jámbrautarbrú og festu þar með lest- ina. Einnig var ráðist á ráðhús í bænum Del Gallego í suðurhluta hér- aðsins. Aquino má því búast við miklum mótmælurn þessa viku en í gær vom göngur haldnar í Manila þar sem betri borgarar sýndu stuðning sinn við stjóm hennar. Herinn er nú í viðbragðsstöðu í kringum höfuðborgina og er ætlunin að vera á varðbergi bæði gagnvart hugsanlegum heihdaraðgerðum vinstri manna sem og leifum hægri sinnaðra uppreisnarmanna. Ekkja Leandro Alejandro sést hér fella tár yfir líki manns síns. Sem mótvægi við fyrirhugaðar mót- mælaaðgerðir vinstri manna hafa hægrisinnuð öfl boðað til athafiia til að halda upp á það að í vikunni em liðin fimmtán ár frá því að stjóm Marcosar, fyrrum forseta landsins, setti herlög. í ljósi hugsanlegra Símamynd Reuter hefndaraðgerða hefur forseti landsins, Corazon Aquino, kallað saman fund í herráði í dag og hefur verið gefið í skyn að ætlunin sé að ræða hugsanleg neyðarlög, jafnvel að sett verði herlög í landinu ef drápunum linnir ekki, til að koma á lögum og reglu að nýju. Páfi tók upp málstað indíána Jóhannes Páll páfi II hélt messu fyrir þrjú þúsund kanadiska indiana í Fori Simpson i gær. Símamynd Reuter GeIí Guðrramdsson, DV, Onlaiio: Að lokinni tíu daga för sinni um Bandaríkin kom Jóhannes Páll páfi II gagngert til Fort Simpson til að heimsækja kanadíska indíána af dene-ættbálk á fomum verslunarstað þeirra í norðvesturríkjunum. Þar hélt páfi þriggja klukkustunda langa messu fyrir framan þrjú þúsund inn- fædda. Var messan haldin við risastórt indiánatjald. Þó för páfa hafi aðallega verið af trúarlegum ástæðum þá vonuðust inn- fæddir til að hann myndi í ræðu sinni gefa út yfirlýsingu sem styddi baráttu innfæddra fyrir eigin sjálfræði og við- urkenningu stjómvalda um að láta þeim eftir land -sem þeir telja að hafi ávallt verið sitt. Páfi brást ekki vonum innfæddra. í ræðu sinni sagðist hann vonast til að innfæddir fengju aftur land sitt og sjálfræði ásamt nauðsyn- legu tækifæri til að geta lifað í sátt og samlyndi við stjómvöld í Kanada. Eftir athöíhina var páfi spurður á móðurmáli sínu hvort innfæddir þyrftu á hjálp að halda í baráttu sinni. „Já, þess vegna er ég hingað kom- inn,“ svaraði páfi. Tveimur og hálfri klukkustund eftir messuna í Fort Simpson steig páfi um borð í flugvél sem flutti hann heim í páfagarð. Páfi á tali við innfædda i Fort Simp- son. Sagðist hann vona að þeir fengju aftur land sitt. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.