Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. Utlönd Báðu um pólitsskt hæll Sextíu þeirra áttatíu hermanna frá Nicaragua, sem contraskæruliðai- létu lausa í Costa Rica fyrir helgi, hafa beðið um pólitískt hæli. Hinir tuttugu hafe þegar verið afhentir yfirvöldujn í Nicaragua, að því er talsmaður stjómarinnar í Costa Rica sagði. Að sögn hermannanna höfóu þeir verið meðhöndlaðir vel af skærulið- um sem segjast hafe látið hermenn- ina lausa í anda friðaráætlunar Mið-Ameríkuríkja sem undirrituð var þann 7. ágúst síðastliðinn. í áætluninni var gert ráð fyrir lausn pólitískra fanga. Hingað til hafa yfir- völd í Niearagua ekki látið lausa neina contraskæruliða sem teknir hafa verið til fanga. Sex milljónir ölþambara Það er bjórtími á ný í Baejara- landi. Á slaginu tólf á hádegi á laugardaginn opnaði borgarstjórinn í Miinchen fyTstu bjórtunnuna á októberhátíðinni og þar með voru hátíðahöldin sett en þau munu standa yfir í sextán daga Um sjö þúsund manns gengu í þjóðbúning- um um götur borgarinnar og er slík skrúðganga liður í hátíðahöldunum. Búist var við að rúmlega sex millj- ónir bjórunnenda hvaðanæva úr heiminum kæmu til að svolgra í sig mjöðinn. Fjörugar skattaumiæður umræður sem þar hafe ferið fram í fiörutíu ár. Eftir umræðtimar var frum- varp stjómarinnar um tekjuskatt og virðisaukaskatt samþýkkt. Þingmenn- imir þrjú hundruð og fjömtíu höföu ýmislegt að athuga við frumvarp stjómarinnar og köstuðu menn sér á næsta hljóðnema til að segja álit sitt á því. Tekjuskatturinn getur orðið allt að sextíu prósent og virðisaukaskatt- urinn allt að tuttugu prósent. Skattalöggjöfin tekur gildi á næsta ári. Fómaríamba jarðskjátfta mlnnst A laugardaginn var þess minnst í höfuðborg Mexíkó að tvö ár voru liðin frá því að átta þúsund manns létu þar lífið í miklum jarðskjálftum. Híddnar vom messur allan daginn og ættingjar fómarlambanna heim- sóttu rústirnar þar sem ástvinir jeirra höfðu látið lífið. Messa var einnig haldin þar sem áður haföi verið tuttugu og tveggja hæða hús en það jafnaðist við jörðu. Yfirvöld sögðu að fimm hundmð manns hefóu farist er það hrundi en ættingjar fullyrða að hinir látnu hafi verið eitt þúsund. Borgaryfirvöld segja að viðgerðum á húsum, er skemmdust í jarðakjálft- anum, verði lokið eftir hálft ár. Ókinná Þrír menn létu lífíö og þrír særð- ust á laugardaginn er vömbíl, skrásettum i Englandi, var ekið á gesti er sátu fyrir utan krá í borg- inni Evreux í Frakklandi. Bfistjórinn missti stjóm á vöm- bílnum er bíll fyrir fraraan hann beygði án þess að gefe viðvörunar- merki Bílstjóri vörabilsins slapp við meiðsli en hann fékk taugaáfaU. Leiðtogafundur araba í Jórdaníu Utanríkisráðherra iraks við upphaf fundar utanríkisráðherra Arababandalags- ins í Túnis í gær. Símamynd Reuter Arabaríkin hafa boðað til toppfund- ar í Jórdaníu eftir sjö vikur vegna Persaflóadeilunnar. Þar með er Sam- einuðu þjóðunum gefinn kostur á að koma á vopnahléi en Javier Peréz de Cuellar, aðalritari Sámeinuðu þjóð- anna, er að reyna að koma af stað viðræðum milli íran og írak. Þetta var niðurstaðan af fundi utan- ríkisráðherra Arababandalagsins, sem haldinn var í Túnis nú um helgina, en meðlimir bandalagsins höfðu hótað að-slíta stjómmálasambandi við íran og höfðu gefið frest til 20. september til að koma á vopnahléi. Meðlimir bandalagsins em engan veginn einhuga um ágæti þess að slíta stjómmálasambandi við Iran og em nokkur ríki, t.a.m. Sýrland og Alsír, beinlínis andvíg slíku. í gær gerðu írakar loftárásir á bæki- stöðvar frana á Kargeyju og íranskir fallbyssubátar réðust á saudiarabískt olíuflutningaskip í mynni flóans. íran- ar virðast því vera famir að svara hverri árás íraka með árás á skip þjóða sem eru vinveittar stjóminni í Bagdad. Alda pólitískra morða á Sri Lanka Jón Ormur HaMórssan, DV, Landan; Ótryggur friður hefur ríkt á Sri Lanka síðustu vikumar frá því að frið- arsamningamir vom undirritaðir við Indveija og tamíla. Á síðustu dögum hafa þó að minnsta kosti hundrað manns verið drepnir í öldu pólítískra morða á eyjunni. Átökin em nú milli stríðandi afla innan tamílska minnihlutans. Skæm- liðasveitir tamíltígranna höfðu fyrir fáeinum mánuðum tryggt sér yfirráð á svæðum tamíla á norðurhluta eyj- unnar. Þrátt fyrir tilraunir þeirra til yfirráða á austurhluta Sri Lanka er andstaðan gegn þeim þar enn öflug. Hundmð manna féllu í vor þegar bar- dagar blossuðu upp á milli þessara stríðandi fylkinga sem um tíma urðu harðari en bardagamir við stjómar- herinn. Eftir friðarsamningana reyndu tam- íltígramir að ná pólítískum yfirráðum á öllu svæði tamíla en þetta mistókst sérstaklega austast á eyjunni þar sem aðrir hópar tóku stjómmálin í sínar hendur. Tamíltígramir bmgðu á það ráð í síðustu viku að myrða sjötíu andstæðinga sína á tveimur dögum. Samkvæmt friðarsamningunum ættu skæruliðar að hafa afhent indverskum hermönnum öll vopn sín en því fer fjarri að þetta hafi gerst. Indverjar standa nú frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort þeir þurfi að ráðast til atlögu við skæruliða til þess að ná af þeim vopnum. Ef þeir gera það lenda þeir í ófyrirsjáanlegum vandræðum gagnvart skæmliðum á eyjunni og gagnvart íjölmennum hóp- um meðal hinna sextíu milljón tamíla á Indlandi sem em ekki ánægðir með friðarsamningana. Ef indverski herinn bíður hins vegar öllu lengur mun þol- inmæði sinhalesa þrjóta en meðal þeirra er ekki síður andstaða gegn friðarsamningunum. Vongóðir um fækkun langdrægra kjamavopna Bandaríkin og Sovétríkin hafa jafna möguleika á að byggja ofan á bráða- birgðasamkomulagið um útrýmingu meðaldrægra eldflauga og bæta þar við ákvæðum um fækkun langdrægra eldflauga. Þetta fullyrtu Frank Carlucci, ör- yggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, og öldungadeildarþingmaðurinn Sam Nunn í sjónvarpsþætti í gær. George Shultz utanríkisráðherra sagði í öðrum sjónvarpsþætti að hann ynni að því að hægt yrði að komast að samkomulagi við Sovétríkin um fækkun langdrægra kjamavopna um helming. Shultz sagðist myndu ræða fækkun langdrægra kjamavopna við Sévardnadse er þeir koma saman í næsta mánuði til að undirbúa fund leiðtoga stórveldanna. Gorbatsjov sagði í síðustu viku að hann teldi að hægt yrði að komast að samkomulagi um fækkun langdrægra kjamavopna á næsta ári. Samkvæmt samkomulaginu um eyð- ingu meðaldrægra kjamavopna þurfa Bandaríkjamenn að eyðileggja 348 kjamaodda á Pershing II eldflaugun- um og stýriflaugunum. Sovétmenn búi að lesa í Prövdu, málgagni kommúnistaflokksins, um að leiðtogar stórveld- þurfa að eyðileggja rúmlega 1500 anna muni hittast í haust. Símamynd Reuter kjamaodda Fréttin um bráðabirgðasamkomulagið var birt um allan heim og hér er Moskvu-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.