Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Side 11
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987.
11
Fyrir fimmtán mánuðum var hliðunum að blaðinu La Prensa í Nicaragua
lokað. Nú er útgáfa blaðsins leyfð á ný. Simamynd Reuter
La Prensa kemur
út að nýju
Forseti Nicaragua, Daniel Ortega,
heíur ailétt banni á útgáíu La Prensa,
eina blaði stjómarandstöðunnar, og
verður það ekki ritskoðað.
Utgáfa blaðsins var stöðvuð fyrir
fimmtán mánuðum þar sem því var
gefið að sök að vera málpípa Reagan-
stjómarinnar en hún styður contra-
skæmliða fjárhagslega í baráttunni
við stjóm sandinista í Nicaragua.
Ákvörðunin um að leyfa útgáfu
blaðsins er í samræmi við friðaráætlun
forseta Nicaragua, Costa Rica, Hond-
uras, E1 Salvador og Guatemala. í
áætluninni var kveðið á um lýðræðis-
legar breytingar í öllum Mið-Ameríku-
ríkjunum og um vopnahlé í þeim
þremur styrjöldum sem háðar em á
svæðinu.
Stjómarerindrekar telja ákvörðun-
ina vera mikilvægasta atriðið hingað
til í viðleitninni til að koma á tjáning-
arírelsi í Nicaragua.
Flóttamanni á
sundi „bjargað"
af Sovétmönnum
Gizur Helgasan, DV, Lúbedc
Eftir að hafa synt næstum því tutt-
ugu og fimm kílómetra í Eystrasalti
á flótta frá Austur-Þýskalandi til
Danmerkur þá reið þungt áfaO yfir
flóttamanninn. Suður af eynni Mön
varð honum „bjargað" af sovésku
flutningaskipi sem var á leið til
Austur-Þýskalands.
Flóttamaðurinn hélt ró sinni,
þagði yfir því við Rússana að hann
væri á flótta en sagði þess í stað að
hann væri Vestur-Þjóðveiji frá
Lubeck og hefði komist af úr sjó-
slysi sem átt hefði sér stað fimmtán
klukkustundum áður í Eystrasalti.
Skipstjórinn á sovéska skipinu hafði
samband við Lyngby útvarpið um
slysið og lét vita af þessum ískalda,
máttfama manni sem hafði svo
naumlega bjargast. Stuttu síðar var
haft samband við sovéska skipið frá
sjóbjörgunarsveitinni dönsku í
Árósum til að fá nánari fréttir af
slysinu sem hlaut að hafa átt sér
stað á dönsku björgunarsvæði.
Sovéska skipið upplýsti að skip-
brotsmaðurinn væri mjög hrakinn
og danska björgunarsveitin taldi
best að senda strax björgunarþyrlu
á staðinn til þess að koma honum á
sjúkrahús. Skipstjórinn sneri sam-
vinnuþýður skipi sínu til móts við
dönsku björgunarþyrluna.
Skipbrotsmaðurinn upplýsti síðan
lögregluna á flugvellinum í Værlöse
um að hann væri aldeilis ekki frá
Lubeck í Vestur-Þýskalandi heldur
frá Austur-Þýskalandi. Hann upp-
lýsti einnig að harrn væri sund-
kennari þar austur frá og hefði æft
lengi fyrir þetta langa sund.
Kaupmannahafiiarlögreglan lét
flytja manninn til skammtímadvalar
á sjúkrahúsi og hann mun svo síðar
fá heimild til að fara til Vestur-
Þýskalands sem var hinn endanlegi
áfangastaður.
Umsjón:
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir
°g
Halldór K. Valdimarsson
Osamkomulag um
fiskveiðikvóta
Gísli Guðmundssan, DV, Ontaiio:
Samningaumleitanir Kanadamanna
og Frakka um fiskveiðikvóta þeirra
síðamefndu við hafið í kringum Ný-
fundnaland sigldu í strand eftir níu
tíma fundarsetu um helgina. Deilan
snýst um hafsvæðið kringum eyjamar
St. Tierre og Miquelon sem em í eigu
Frakka en liggja rétt fyrir utan suður-
strönd Nýfundnalands.
Frakkar telja sig eiga rétt á tvö
hundmð mílna lögsögu í kringum ey-
jamar en Kanadamenn segja þá
aðeins hafa heimtingu á tólf mílum.
í samþykkt, sem þjóðimar gerðu sín
á milli í janúar sl., var svo gengið frá
að þjóðimar myndu reyna að ná
bráðabirgðasamkomulagi um fiskveið-
ikvóta handa Frökkum kringum eyjar
þeirra fyrir tímabilið 1988 til 1991. Á
meðan væri svo deilan um stærð haf-
svæðisins í kringum frönsku eyjamar
leystar á alþjóðavettvangi. Næstu
fundur þjóðanna um fiskveiðikvótann
verður haldinn í Ottawa í októberbyrj-
un.
Landsfaðirinn
PáD VHhjálmsaan, DV, Ostó:
Einar Gerhardsen, fyrrum forsæt-
isráðherra Noregs og formaður
Verkamannaflokksins, lést á sjúkra-
húsi í Osló aðfaranótt laugardags.
Gerhardsen átti síðustu vikumar við
veikindi að stríða sem að lokum
drógu hann til dauða. Hann kom
síðast opinberlega fram á níræðisaf-
mæli sínu þann 10. maí í vor í hófi
sem Verkamannaflokkurinn hélt
honum.
Gerhardsen er sá maður sem leiddi
norsku þjóðina úr fátækt og eymd
eftir síðustu heimsstyijöld í velmeg-
un og velsæld eftfrstríðsáranna.
Harrn var forsætisráðherra í sautján
ár, árunum 1945 til 1963. Formaður
Verkamannaflokksins var hann frá
stríðslokum 1945 til 1965. Gerhards-
en er kallaður landsfaðirinn í Noregi
og segir viðumefnið meira en mörg
orð um stöðu hans í norskri stjóm-
málasögu.
Einar Gerhardsen fæddist 1897 og
var af fátæku fólki kominn. Hann
naut lítillar formlegrar menntunar
og byijaði snemma að vinna fyrir
sér. Hann var verkamaður í vega-
vinnu.
í Osló tók Gerhardsen snemma
þátt í starfi Verkamannaflokksins
sem heldur upp á aldarafmæli sitt í
ár. Strax á þriðja áratug aldarinnar
var Gerhardsen kominn í fremstu
fylkingu Verkamannaflokksins þar.
Laust fyrir hemám Þjóðverja var
Gerhardsen kosinn borgarstjóri.
Þjóðveijar hemámu Noreg í apríl
1940. Einar Gerhardsen tók þátt í
andspymuhreyfingunni og var með-
limur í Hjemmefronten sem var
óopinberlega og ólöglega æðsta yfir-
vald norsku andspymuhreyfingar-
innar og starfaði í samráði við
útlagastjómina í Lundúnum. Ger-
hardsen var handtekinn af Gestapo
1941 og sendur í fangabúðimar
Sachsenhausen í Þýskalandi. Þaðan
var hann sendur i fangelsi í Noregi
og sat hann inni þegar Þjóðveijar
gáfust upp sumarið 1945.
Viðurnefnið landsfaðirinn segir
melra en mörg orð um stöðu Ein-
ars Gerhardsen í norskri stjórn-
málasögu.
Um dvöl sína í fangabúðunum
sagði Gerhardsen síðar að ef hann
hefði vitað hvað biði hans eftir stríð
þá hefði hann beðið einhveija sam-
fanga sína að kenna sér ensku. „Nóg
var af tungumálamönnum þar,“
sagði hann. Þrátt fyrir það víti sem
fangabúðavistin var þá eignaðist
Gerhardsen þar vini sem hann hélt
sambandi við æ síðan.
Þegar Þjóðveijar gáfust upp eftir
Útlönd
látinn
fimm ára hemám ríkti efhahagslegt,
siðferðilegt og pólítískt öngþveiti f
Noregi. Verkamannaflokkurinn,
með Einar Gerhardsen sem leiðtoga,
náði fyrstur að skipuleggja sig,
hreinsa út foðurlandssvikara í sínum
röðum og leggja fram áætlun um
endurreisn Noregs.
Verkamannaflokkurinn fékk
meirihluta þingsæta í fyrstu kosn-
ingunum eftir stríð og hélt þeim
meirihluta í hálfan annan áratug.
Tímabihð er nefht eftir Gerhardsen
sem var forsætisráðherra öll þessi
ár. Á fyrstu tveimur áratugunum
eftir stríð var velferðarríkið Noregur
byggt upp frá grunni.
Einar Gerhardsen taldi sig alla tíð
sósíalista. Hann sagði einu sinni að
það væri sögulegt hlutverk norska
Verkamannaflokksins að sýna fram
á að lýðræði og sósíalismi gætu farið
saman. Á þriðja áratugnum gekk
Gerhardsen í lið með þeim sósíalist-
um sem höfhuðu vopnaðri byltingu
en völdu umbótaleiðina í átt að betra
og réttlátara samfélagi. Gerhardsen
var alltaf þeirri skoðun sinni trúr
að eina raunhæfa leiðin til réttlátara
samfélags er að ná umbótum eftir
þingræðislegum leikreglum.
Einar Gerhardsen lét af for-
mennsku Verkamannaflokksins
1965 og við tók Tryggve Bratteli.
Gerhardsen settist þó ekki í helgan
stein heldur hélt hann árlega fjölda
fyrirlestra og lét oft til sín heyra á
vettvangi Verkamannaflokksins og
í opinberri umræðu. Hann var afar
eftirsóttur fyrirlesari og fór landið
þvert og endilangt til að halda ræð-
ur. Hann tók virkan þátt í kosninga-
baráttu Verkamannaflokksins svo
seint sem 1985 þegar hann var orðinn
áttatiu og sjö ára gamall.
2 traustir
NI5SAN PATROL 3,3 díesel - 7 manna jeppi
NISSAN PICK-UP 2,3 díesel
Eigum þessa traustu Nissan bíla til á lager.
Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14-17.
í
iH
1957-1987
30
ára
Verið velkomin -
Alltaf heitt á könnunni
mllMGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn/Rauðagerði. simi 33560.