Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. 13 báða fætuma á jórðinni ------- ,,Á höfuðborgarsvæðinu frá Hafnarfirði upp í Mosfellssveit er nú þegar orðinn umtalsverður skortur á hentugu ódýru landi fyrir margs konar athafnir. Hér má benda á land fyrir bílaíþróttir, kapp- akstursbrautir, skotsvæði, hvers konar geymslusvæði og iðnað þeim tengdan, án þess að þessir aðilar þurfi að borga alltof há gatnagerðargjöld.“ Með Fyrir hundrað árum hefðu fáir Is- lendingar látið sig dreyma um að eftir einn mannsaldur eða svo mynd- um við eiga stórfyrirtæki á borð við SÍS, Eimskipafélag íslands eða Flug- leiðir. Án efa hefðu slíkir menn verið kallaðir draumóramenn og skýja- glópar. Engu að síður létu einhverjir sig dreyma þessa drauma og það sem kannske er meira um vert, fundu leiðir til að hrinda þeim í fram- kvæmd þrátt fyrir allar úrtölur. Það er alkunna að í skýjunum sjálfum er lítið útsýni þótt svolítið ofar sé sólskin og heiðríkja og margir missa jafhvægið ef þeir bara tylla sér á tá. Engu að síður hafa menn á öllum tímum fundið nýjar leiðir og komið auga á stórkostlega möguleika án þess að missa fótanna, jafhvel þótt hátt væri horft. Á höfuðborgarsvæðinu (Innesjum) og á Reykjanesi (Útnesjum) hefur á undanfomum áratugum átt sér stað mjög ör þróun. Á þessu svæði hafa nú myndast tvö „þróunarskaut" þar sem eru Keflavík/Njarðvíkur annars vegar, með nýbyggða flughöfn fyrir allt landið, en þéttbýli á höfuðborg- arsvæðinu hins vegar með góðri hafharaðstöðu og vel flestum þjón- ustufyrirtækjum landsmanna hins vegar. Milli þessara „þróunarskauta“ er mikil vaxandi umferð og fyrirsjáan- legt er að fyrirtæki og einkaaðilar munu í vaxandi mæli sjá sér hag í að velja sér stað milli þessara „skauta" næstu ár og áratugi ef landið þar á milli verður gert að- Kjallarinn Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagssfræðingur gengilegt og „opnað“ fyrir atvinnu- starfsemi og búsetu. Hér er ekki um neina nýja stað- reynd í staðarvali að ræða. Það er engin tilviljun að Hagkaup em í öðrum enda Kringlunnar en Hard- rokk kaffi og önnur veitingahús í hinum. Þar hafa menn ákveðið að búa til svona „skaut" sem fólkið gengur á milli. Á höfuðborgarsvæð- inu og Útnesjum hafa þau verið að myndast smám saman en oft em menn hvað blindastir fyrir því sem mönnum stendur næst. Margt bendir nú til þess að nauð- synlegt sé að taka á þessum málum af festu og marka ákveðna stefnu um það hvemig farsælast sé að standa að áframhaldandi uppbygg- ingu þessa svæðis og tengingu þeirra þróunarskauta sem þar em til stað- ar. Hér á eftir verður drepið á nokkur af fjölmörgum atriðum sem renna stoðum undir þessa niður- stöðu. Á höfuðborgarsvæðinu frá Hafn- arfirði upp í Mosfellssveit er nú þegar orðinn umtalsverður skortur á hentugu og ódým landi fyrir margs konar athafnir. Hér má benda á land fyrir bílaíþróttir, kappakstursbraut- ir, skotsvæði, hvers konar geymslu- svæði og iðnað þeim tengdan án þess að þessir aðilar þurfi að borga alltof há gatnagerðargjöld. Einnig hafa nýlega komið fram óskir um nýjan sportflugvöll, flugvöll fyrir vélknúnar, fjarstýrðar flugvélar og margt fleira. Allt em þetta eðlilegar óskir í vaxandi þéttbýli en miklu skiptir að finna hentugt land fyrir þessar athafhir. Keflavikurvegurinn hefur dugað vel þann u.þ.b. aldarfjórðung sem hann hefur verið í notkun. Nú er samt komið að því að nauðsynlegt er að lagfæra hann að töluverðu leyti og hugsanlega tvöfalda hann á köflum. I stað þess að tvöfalda veg- inn á núverandi vegarstæði mætti hugsanlega byggja aðra akbraut röskum kílómetra sunnar og „opna“ með því stórt landsvæði fyrir ofan- greinda starfsemi. Einnig mætti fjæta við einum og einum „möskva" frá báðum áttum, þangað til brautin næði alla leið. í nútímaþjóðfélagi er gott vatn ein dýrmætasta auðlindin sem völ er á. Freysteinn Sigurðsson jarðfræðing- ur hefur bent á að hugsanlegt sé að vinna frá 5-15 m3/s af góðu neyslu- vatni hjá Hellnahrauni, sunnan Hafriarfjarðar. Hér er um allt að því fimmfalt það vatnsmagn að ræða sem nú er notað á höfuðborgarsvæð- inu og miklu skiptir að ekkert sé gert á þessu svæði sem gæti spillt þessari auðlind. Það skiptir því meg- inmáli að þegar sé kannað hvemig best sé að nýta þetta vatn fyrir fram- tíðarbyggð á þessu svæði og að aðliggjandi landsvæði séu notuð í samræmi við það. Hér hefur aðeins verið drepið á fáein atriði sem benda til þess að nauðsynlegt sé að gefa framtíðar- byggðaþróun á þessu svæði frekari gaum en enn er jþó ósvarað hver eigi að hengja bjölluna á köttinn. Sam- tök sveitarfélaga í Reykjanesum- dæmi, sem náðu í eina tíð yfir allt þetta svæði, klofriuðu í tvennt fyrir tæpum 10 árum. Nú eru starfandi á þessu sveeði tvö landshlutasamtök, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu og Samband sveitarfélaga á Suðumesjum. Hugsanlegt væri að þau hæfú i sameiningu undirbúning að samfelldri byggð á þessu svæði frá Rosmhvalanesi upp á Kjalames, sem auðyitað yrði kölluð Nesjar (In- nes + Útnes). Hvað sem forystu í þessum málum líður þá mun það hugsanlega skipta sköpum hvemig staðið verður að vegagerð á þessu' svæði á næstu árum og áratugum. Reynsla undan- farinna áratuga hefur kennt okkur það að bygging góðs vegakerfis er einn mesti þróunarhvati sem hægt er að veita nokkm landsvæði. Án þess og náinnar samvinnu sveitarfé- laga á þessu svæði em litlar líkur á að hægt sé að gera skýjaborgina Nesjar að veruleika. Gestur Ólafsson Stormsveitir og stjórnleysi Margt er manna bölið, stendur * þar, jafnvel þó að menn séu ekki undir fátæktarmörkum eða oln- bogaböm þjóðfélagsins. Nú em blessaðir fjármálarisar þessalands komnir í slag. Báðir vilja eiga banka og það sem mestum erfið- leikum veldur er að báðir vilja eiga sama bankann. Hvemig er annars hægt að skil- greina þessi stórveldi í íslensku samfélagi? Varla getum við sagt hægri og vinstri risi þó að annar hafi löngum villt á sér heimildir með því að þykjast vera vinstrisinnaður. Ætli sé ekki rétt að halda sig við þær nafngiftir sem þeir hafa gefið hvor öðrum: stórkapítalistar eða fjölskyldufyTÍrtæki Sjálfstæðis- flokksins annars vegar og SÍS- auðhringur Framsóknarflokksins hins vegar? - Svo að báðir helminga- skiptaflokkamir virðast standa þar jafnt að vígi, með sinn hvom risann sem þeir þurfa að sýna fyllstu nær- gætni því að enginn stjómmála- flokkur getur haft slíka þjóna án þess að þjóna þeim í staðinn, eins og dæmin hafa sýnt gegnum tfðina. Þess vegna þurfa þeir sem setið hafa á þingi fyrir slíka flokka varla að láta eins og þeir komi af fjöllum þegar flokkar þeirra sýna að þeir em útibú stórkapítalista. Þess vegna er líka þjóðfélagið rot- ið og spillt... Þess vegna geta atvinnurekendur falið fjársjóði sína og verið alltaf að tapa svo að þeir þurfi ekki að greiða starfsfólki sínu mannsæmandi laun - komið svo einn góðan veðurdag og keypt banka. Hvers krefst þjóðin af þeim er selja eignir hennar? Það er orðið býsna margt sem á daga þessa vesalings Útvegsbanka hefir drifið. Fyrst tekst fjárglæfra- mönnum, með góðu samþykki stjómvalda, að koma honum á haus- inn og láta almenning borga allt braskið og svínaríið. En sjálfir halda braskaramir öllum sínum eignum óskertum. Síðan bæta helmingaskiptaflokk- amir, með aðstoð krata, gráu ofan KjaUaiinn Aðalheiður Jónsdóttir skrifstofumaður á svart og selja bankann á þeim kjör- um að ríkið bíði stórtjón af. Það er augljóst mál að ekki mundu fjármálarisarnir bölsótast eins og þeir væm að missa vitglóruna af ótta við að þeir gætu ekki klófest bankann ef kaupin væm ekki mest í þeirra þágu. Því miður virðist það oftar en ekki svo að þeir sem versla með eignir ríkisins telji sér skylt að hlunnfara það og láta kaupandann þéna sem allra mest á viðskiptunum. Svavar Gestsson skrifar fróðlega grein í Þjóðviljann 29. ágúst um það sem gerðist á Alþingi sl. vetur í Út- vegsbankamálinu þegar stjómarlið- ar börðu það í gegn, með aðstoð krata, að gera Útvegsbankann að hlutafélagi. Þar segir: „Eignir Út- vegsbankans hafa ekki verið metnar til hlutafjár. Þetta þýðir með öðrum orðum að hlutabréf í bankanum em í raun aðeins verðlögð með tilliti til þess taps sem bankinn hefur orðið fyrir í því skyni að rétta við eigin fjárstöðu bankans. Eignir Útvegs- bankans, sem em taldar tæpir 10 milljarðar í árslok 1985, em ekki metnar né heldur viðskipavild eða önnur aðstaða eins og ríkisábyrgð og ábyrgð á innlánum fram eftir ár- inu 1989...“ Margt fleira athyglisvert er í grein Svavars en þetta sem hér er tilnefnt. Skyldi sölumönnum Útvegsbank- ans finnast að þeir hefðu gætt nógu vel eigin hagsmuna ef bankinn hefði verið þeirra eign? Og er það algengt að þeir sem taka á móti tilboðum í eignir sínar gefi upp ákveðið há- marksverð fyrirfram? Litli og stóri Margt hefir borið á góma í fjöl- miðlum að undanfömu. Segja má að viðtal við formann Borgaraflokksins í DV 25. ágúst hafi að mörgu leyti „Hitt er undarlegt ef formaður Borgara- flokksins hefur ekki gert sér grein fyrir þessu meðan hann var í Sjálfstæðis- flokknum og starfaði einmitt í þeim sama anda. Kannski finnst honum orðið að stóreignaskattur eigi rétt á sér og að óþarft sé að halda áfram eignatilfærsl- unni frá þeim fátæku til hinna ríku?“ verið athyglisvert. Hann segir: „Eg er á móti því að selja ríkisbankana. Þessa máttarstólpa þjóðfélagsins í efnahags- og fjármálum...“ - En skrýtið! - Hvers vegna greiddi hann þá ekki atkvæði gegn sölunni þegar hann var ráðherra? - Ekki man ég hvort heldur hann var þá fjármála- eða iðnaðarráðherra. Því veldur stólastríð Steina að maður mglast gjaman í því hvaða ráðherraemb- ætti hefðarmennimir gegndu hverju sinni. En það skiptir reyndar minnstu máli heldur hitt að þeir skuli yfirleitt nokkum tíma hafa orðið ráðherrar. En það er önnur saga. Þá sagði formaður Borgara- flokksins einnig: „Ég hef verið ákaft gagnrýndur fyrir það að leggja mik- ið upp úr fyrirgreiðslu við litla manninn. Nú sést að þeir sem gagn- rýndu em sjálfir fyrirgreiðslumenn þeirra fáu og stóm.. Þetta er að sjálfsögðu það sem all- ir hljóta að vita að er satt og rétt, sem annars hafa haft opin augu fyr- ir því sem hefur verið og er að gerast í þjóðfélaginu. Hitt er undarlegt ef formaður Borgaraflokksins hefur ekki gert sér grein fyrir þessu meðan hann var í Sjálfstæðisflokknum og starfaði einmitt í þeim sama anda. Kannski finnst honum orðið að stór- eignaskattur eigi rétt á sér og að óþarft sé að halda áfram eignatil- færslunni frá þeim fátæku til hinna ríku? Sjálfsagt hefur vinur „litla manns- ins“ mörgum hjálpað, eins og hann hefir svo óft haft á orði. Hitt er stað- reynd að það er sú stefha, sem hann hefir aðhyllst en virðist eftir þessari yfirlýsingu að dæma hafa fengið nóg af, sem er þess valdandi að „litli maðurinn" er til í þessu þjóðfélagi, það er að segja ef ég skil þessa nafh- gift hans rétt. Þegar land var selt Stórmerkileg staða kom upp eftir að SÍS-forustan skýrði frá því að hún hefði keypt Útvegsbankann. Stór- kapítalistamir, sem höföu beðið þess að fá bankann fyrir enn minni pen- ing, létu öllum illum látum. Stjómar- liðar urðu skelfingu lostnir og virtust ekkert vita hvað þeir höföu gert eða ætluðu að gera. Þorsteinn ráðþrota og spurði yfirboðara sína hvort hann ætti að slíta stjómarsam- starftnu ef SÍS fengi bankann og á tímabili leit jafnvel út fyrir að þrí- hjólið væri að liðast í sundur. Þá reyndi viðskiptaráðherra að miðla málum og láta SÍS fá Búnaðarbank- ann en hina kapítalistana Útvegs- bankann. Svona getur verið erfið staða hjá ráðherrum þegar þeir verða að þjóna tveimur herrum sem beijast um sama bitann. Undarlegt, eins og þessir flokkar og fjármálarisar eiga margt sameig- inlegt, hvað barátta þeirra verður stundum illskeytt. Þó virðist þegar flett er upp í sögunni að þeir eigi hvor öðrum svo margt að þakka: - Saman stóðu þeir eins og eirrn maður á árum áður þegar land var selt svo að hvorugur missti glæpinn. Og skipt var eftir gamalkunnu helm- ingaskiptareglunni. En þá vom reyndar engir hagsmunaárekstrar. Allt byggðist á því að báðir væm með í leiknum eða tækju þátt eins og vel menntað fjölmiðlafólk segir í dag. Þeir gera garðinn frægan! Þó að samkomulagið á stjómar- heimilinu hafi virst heldur stirt að undanfömu lítur nú út fyrir að allir séu að fallast í faðma. Utanríkisráð- herra upplýsti á dögunum að verið væri að reyna að bjarga ríkisstjóm- inni og viðskiparáherra vill engan styggja - kann á kerfið eins og þeg- ar hann leysti talnaþrautir í Þjóð- hagsstofhun og gerði garðinn frægan. Hann hefir nú fengið risana báða til viðræðna og ætlar að leysa málið fyrir lok þ.m. Fleira segir hann að verði tekið til athugunar en mál- efni Útvegsbankans, fleiri bankar o.fl. o.fl. komi til skoðunar. Þá er uppboðshaldarinn eða sölustjórinn í íjármálaráðuneytinu jafiivel að setja 15 ríkisfyrirtæki á söluskrá, líklegast hin sömu sem stuttbuxnadeild Sjálf- stæðisflokksins vill selja. - Skyldi Jón Baldvin ekki vita orðið hveijir eiga Island? Aðalheiður Jónsdóttir iTr;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.