Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. Dægradvöl Afram Leiftur! Örlagarík stund. ^ Leiftur frá Ólafsfirði: I fyrsta skipti í fyrstu deild — með hjálp bæjarbúa Síðastliðinn föstudag fór fram knattspyrnuleikur milli Þróttar og Leifturs frá Ólafsfirði á Þróttaravell- inum í Reykjavík. Leikurinn var mjög þýðingarmikill fyrir Leiftur því með sigri gat liðið tryggt sér sæti í 1. deild sem það og gerði. Það vakti þó mesta athygli hve margir stuðn- ingsmenn fylgdu liðinu frá Ólafsfirði til Reykjavíkur. Dægradvöl fór á leikinn og hitti þar nokkra ákafa stuðningsmenn Leifturs. Ólafsfirðingar fjölmenntu Á föstudag hafði Leiftur aldrei áð- ur náð svo langt að eiga möguleika á að komast í fyrstu deild knatt- spyrnunnar. Einhver sagði þetta ómögulegt því Ólafsfirðingar gætu bara keppt á skíðum. Þeir sýndu þó og sönnuðu að þeir geta ýmislegt fleira en að renna sér á skíðum enda naut lið Leifturs dyggilegs stuðnings bæjarbúa. Fjöldi manna kom gagn- gert frá Ólafsfirði til að hvetja sína menn og leggja sitt af mörkum til að koma þeim upp í fyrstu deild. Einnig fjölmenntu brottfluttir Ólafs- firðingar hvaðan sem er af landinu á leikinn. Það þurfti ekki glögg- skyggnan mann til að sjá hvar Ólafsfirðingarnir héldu sig á meðal áhorfenda. Flestir voru vel merktir með derhúfur á höfðinu, umkringdir skiltum með áletruðum hvatningar- orðum og hvatningarhrópin gullu á leikmönnum: Berjast Ólafsfirðingar! Áfram Leiftur! Sýna hörku, strákar! Án efa hafa þessar upphrópanir haft mikil og góð áhrif á leikmenn Leift- urs. Það má með sanni segja að Ólafsfirðingar styðji vel við bakið á sínu fólki. Stuðningsmennirnir voru mjög uppteknir við að hvetja sína menn og gátu því varla gefið sér tíma fyrir blaðamenn. Einn og einn var þó hægt að draga út úr þvögunni og fá til að segja nokkur orð. „Frábær árangur“ Fyrstan hitti Dægradvöl að máli Guðmund Ólafsson leikara en hann er brottfluttur Ólafsfirðingur og býr nú í Reykjavík. Ekki virtist Ólafs- firðingurinn samt farinn úr ólafi því hann var mjög spenntur. „Við hitt- umst heima hjá mér fyrir leikinn og ætlum svo að fagna saman á eftir,“ sagði Guðmundur. - Eruð þið vissir um að vinna leik- inn? „Það væri náttúrlega mjög gaman að vinna. Það væri hreint út sagt frábær árangur ef liðið kæmist í fyrstu deild. Leiftur hefur aldrei áður náð svona langt. Þeir hafa ekki verið nema ár í annarri deildinni svo það væri gaman að komast beint upp í þá fyrstu. En við fögnum hvemig sem þetta fer því hvort sem þeir vinna eða tapa þá er þetta frábær árangur." - Ætla Olafsfirðingarnir að stoppa lengi í bænum? „Eg býst við að flestir fari heim um helgina því Greifamir eru með ball á laugardagskvöldið." - Hverju vilt þú þakka þennan góða árangur liðsins? „Ég held að það sé vegna þess að strákamir hafa mjög mikinn áhuga á því sem þeir em að gera. Svo hafa þeir geipilegan stuðning bæjarbúa en það hefur mjög mikið að segja.“ Guðmundur snéri nú aftur inn í hópinn og tók til við að hvetja lið sitt. Það mátti ekki tæpara standa því stuttu síðar skoruðu Leifturs- menn fyrsta mark sitt. Óendanleg bílalest Næstan hitti Dægradvöl Hauk Sig- urðsson frá Ólafsfirði. Hann er einn dyggra stuðningsmanna Leifturs. Haukur var meðal þeirra sem komu akandi frá Ólafsfirði, 465 kílómetra leið, gagngert til þess að styðja við bakið á Leiftri. Við byrjuðum að spyrja hvemig ferðin hefði gengið? „Ferðin gekk mjög vel. Við fórum suður í samfloti á eigin bílum og var bílalestin alveg óhemju löng. Það hefði sennilega verið ódýrara og ein- faldara að leggja járnbrautarteina beina leið suður.“ - Fylgirðu Leiftri oft á keppnisferð- um? „Já, ég hef gert nokkuð að því. Til Guömundur Ólafsson leikari lifir sig ínn í hlutverkið ásamt félaga sfnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.