Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Side 31
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. 47 Um kvenfrelsi, Kóreu, námu- gröft ogfleira - rætt við Louise Rinser Einn þekktasti gesturinn á bók- menntahátíðinni í síðustu viku var skáldkonan Louise Rinser. Hún telst til helstu samtímahöíunda Vestur- Þýskalands. Auk Ilse Aichinger og Ingeborg Bachmann, og nú í síðustu tíð Christu Wolf, hefur Rinser verið álitin einn fremsti fulltrúi þeirra meðvituðu kvennabókmennta sem skrifaðar hefa verið á þýska tungu síðustu áratugina. Að þrífast undir hakakrossin- um Upphaf rithöfundarferils hennar tengist í senn miklum þjáningum og dramatískum augnablikum í sögu Þýskalands. Hún gerðist kennslu- kona á valdatíma nasista, en sætti sig ekki við að horfa þegjandi upp á barbaríið, og sýndi mikið hugrekki með því að voga sér að gagnrýna án þess að flýja land. Eftir að fyrsta bók hennar, Die glásernen Ringe (Glerhringirnir), kom út 1940 gripu handbendi Hitlers til sinna ráða og sviptu hana atvinnuleyfi. I hönd fóru tímar mikillar fátæktar og jafhvel hugursneyðar; eiginmaður Rinser féll á austurvígstöðvunum og hún hafði fyrir tveimur ungabömum að sjá. Oftar en einu sinni hugleiddi hún að fyrirfara bæði sér og bömun- um. Árið 1944 var hún svo fangelsuð og seinna dæmd til dauða - stríðinu lauk nokkrum dögum áður en dómn- um skyldi fullnægt. Um allt þetta hefur Rinser skrifað, t.d. í Gefangnistagebuch (Fangelsis- dagbók) sem út kom 1946, og ég ætla ekki að spyrja hana nánar út í þessa reynslu. Hún virðist ekki bitur vegna þessara hörmunga og segir raunar að þær hafi staðfest lífsvið- horf sín, sem auk kvenfrelsis, sósíal- isma og gagnrýnna trúarskoðana, einkennist af blöndu hugrekkis og hæfilegrar svartsýni. En hvemig var að mótast sem rithöfundur undir þessum kringumstæðum? Var menn- ingarhefð sú sem rithöfundar sækja lífsmagn sitt í ekki horfin að mestu í bókabrennum og ofsóknum nas- ista? Rinser bregst snarlega við þessum spumingum: - Nei, það er ekki hægt að rústa menningu svona í einni svipan. Þá á ég ekki bara við allt það sem eimdi eftir af því margbrotna menningar- lífi sem ríkti í Þýskalandi fyrir 1933, heldur ekki síður að mikið af góðu erlendu efni var gjaldgengt á valda- tíma Hitlers. Hamsun og aðrir samtímahöfundar Norðurlanda vom til dæmis í náðinni og sama gildir eins og kunnugt er um hinn fomís- lenska menningararf. Þótt nasistar dekruðu þannig við vissan hluta heimsbókmenntanna, þá er ekki þar með sagt að merk bókmenntaverk hafi getið af sér það hugarfar sem áróðursmaskína Hitlers ætlaðist til. Við, eða sum okkar að minnsta kosti, „notuðum" þessar bækur öðmvísi en ætlast var til þannig að það er ekki rétt, eins og stundum er haldið fram, að það hefi verið með öllu klippt á þann þráð sem úr em spunnin veigamikil andans verk. Eftir stríðið En hvemig var að vera þýskur höfundur að stríðinu afloknu? Enn kemur svar Rinser mér dálítið í opna skjöldu: - Fyrstu árin vom yndislegur tími. Það var dásamlegt að vera til, þrátt fyrir klæðleysi, fátæklegt húsaskjól og matarskort. Á ámnum 1945 til 1948 ríkti vongleði um þjóðasátt, frið og frjálsa uppbyggingu. Við vorum laus úr hlekkjum og gátum einungis stefiit upp á við. Ég fann fyrir mik- illi samstöðu og frjóum hræringum. Það var líkt og nú gæfist færi á að skilgreina húmanisma og hugsjónir upp á nýtt. Ég tók til að mynda þátt í sósíalískri kvennahreyfingu sem mér fannst lofa miklu. En frá og með 1948 taka þessar vonir að bresta, raunar um leið og efhahagur landsins er reistur við, svo kaldhæðnislegt sem það kann að virðast. Fyrstu bandarísku áhrifin, sem við fundum fyrir, höfðu raunar verið afar jákvæð; í kjölfar hermann- anna fylgdu til dæmis verk Heming- ways og annarra rithöfunda sem við mátum mikils. En þegar Bandaríkja- menn tóku að ausa fjármagni inn í landið verður ekki bara til þýskt „efnahagsundur", sem svo er kallað, heldur skefjalaus efhishyggja og hugsunarleysi um aðra þætti þjóðar- hags. Þetta helst í hendur við skiptingu Þýskalands, þó svo það gleymist alltof oft að það var ekki síst þýskur ráðamaður sem var sekur að henni, Konrad Adenauer, fyrsti kanslari Vestur-Þýskalands. Skipt- ing landsins táknaði í raun skipbrot vona okkar um frjálsa menningar- uppbyggingu. Berlínarmúrinn er tákn þess að þýsk menning fær ekki að þrífast á eigin forsendum. Og VestunÞýskaland er í raun nýlendu- ríki („Kolonialstaat") á vegum Bandaríkjanna, það máttu hafa eftir mér, enn í dag er ekki búið að gera friðarsamning við Bandaríkin; þess þykir ekki þurfa, Bandaríkin hafa tögl og hagldir hvað varðar stöðu þessa lands. Kórea og sósíalisminn Það er pólitískur eldmóður í þess- ari konu og engin ellimæði, þótt hún sé orðin 76 ára gömul. Hún er ekk- ert á því að færa talið frá pólitíkinni að skáldverkum sínum. Raunar er hún gagnrýnni á eigin skáldverk en nokkur höfundur annar sem ég hef hitt. Hún kærir sig ekki einu sinni um að ræða nema örfáar af skáldsög- um sínu, einna helst Mitte des Lebens (Miðbik lífsins) frá 1950, Der schwarze Esel (Svarti asninn) frá 1974 og Miijam frá 1983. En auk skáldsagnagerðar hefur hún skrifað allmargar aðrar bækur, þar á meðal bók um Norður-Kóreu (Nordkorean- isches Reisetagebuch) sem kom fyrst út 1981, en hefur síðan komið út aukin og endurbætt. Mig fysti að vita meira um þetta áhugamál, sem er óvenjulegt fyrir vesturevrópskan höfund. - Ja, raunar skrifaði ég fyrst bók um Suður-Kóreu. Þannig var að ég frétti að skáldsögur mínar væru mik- ið lesnar í Suður-Kóreu, en þaðan höfðu mér þó ekki borist nein rit- laun. Þegar farið var að spyrjast fyrir um þetta fékk ég í stað peninga boð um að heimsækja landið, sem ég gerði. Skemmst er frá því að segja að mér þótti ástandið þar afleitt og skrifaði um reynslu mína geysilega gagnrýna bók er ég sneri heim. Þá fóru ýmsir að róa að því árum að ég heimsækti líka Norður-Kóreu. Nú er ég búin að fara þangað sex sinnum og orðin þjóðfélagsaðstæð- um vel kunn. Ég ætla raunar að koma við þar á ferðalagi sem ég er nú að leggja upp í um Austurlönd ijær. Kórea vekur sérstakan áhuga minn, ekki síst vegna þess að hún er hliðstæð Þýskalandi hvað skipt- ingu landsins varðar. Báðum lönd- um var upphaflega skipt undir leiðsögn sömu heimsvelda. Suður- Kórea er gífurlega „ameríkaníserað" land rétt eins og Vestur-Þýskaland og það er dæmigert að í þessum tveimur löndum eru hýst flest kjam- orkuvopn Bandaríkjamanna. Norður-Kórea er hins vegar að því leyti áhugaverðari en Austur-Þýska- land að hún hefur þróast án pólití- skrar íhlutunar Sovétríkjanna og Kína, sem studdu hana i Kóreustríð- inu. Þess vegna er Norður-Kórea miklu betra dæmi um þróun, vanda- mál og möguleika sósíalísks þjóð- félags en lönd Austur-Evrópu. Bókmeruitir Ástráður Eysteinsson Og Norður-Kórea er raunar til fyrir- myndar um marga hluti. Ég hef ferðast óheft um landið og get borið því vitni að skólakerfi þeirra, heilsu- gæsla og umhverfisvemd er framúr- skarandi. Þar em engar fangabúðir umfram þau fangelsi sem viðgangast í Vestur-Evrópu. Atvinnuleysi þekk- ist ekki og allir hafa húsnæði. Þegar ég hef bent á þetta í skrifum mínum í Vestur-Þýskalandi linnir ekki árás- um á mig, ýmiss konar níði og ásökunum um að ég sé hryðjuverka- sinni sem vilji steypa lýðræðinu. Auðvitað geri ég mér grein fyrir að Norður-Kórea er einræðisríki. Einræðisherrann, Kim-Il-Sung, er persónulegur vinur minn og ég hef mikið rætt þjóðfélagsmál við hann. Hann er mikill þjóðhöfðingi og þótt ég hafi náttúrlega verið full efa- semda um „sterka menn“ eftir reynslu mína af Hitler verð ég að segja að Kim-Il-Sung er aðdáunar- verður um marga hluti; hann er enginn harðstjóri, enginn myrkra- höfðingi. Hann hefur hlustað á gagnrýni mína með opnum hug: land hans er alltof lokað og einangrað og þar ríkir ekki ferðafrelsi, ekki einu sinni frá einni borg til annarr- ar. Ástæðan fyrir því að þetta er þegnunum ekki óbærilegt liggur í því að þeir gera sér allt aðrar hug- myndir um frelsi en við Vestur- landabúar. Ég er alls ekki að leggja blessun mína yfir þetta einræðisríki, en ég tel það eina merkustu tilraun i sós- íalisma sem við fáum séð og ég hef trú á framtíð þessa sósíalisma. Flökkukona - og kvenfrelsið Eins og fram hefur komið ferðast Rinser gífurlega mikið. Þótt hún sé komin hátt á áttræðisaldur hendist hún enn heimshomanna á milli og gerir víðreist um hin fjarlægustu lönd. - Ég ferðast iðulega með það fyrir augum að kynna mér stöðu minni- hlutahópa. Ég hef dvalið meðal tatara og skrifað bók um þá. Einnig hef ég dvalið á eyju fyrir holdsveika í Indónesíu og meðal námuverka- manna í Bólivíu, manna sem búa og vinna við ömurlegar aðstæður og ná yfirleitt ekki nema 30 ára aldri. Talið berst að hjálparstörfum af ýmsu tagi sem Rinser hefur lagt til mikinn skerf, og frá minnihlutahóp- um beinist talið síðan að þeim minnihlutahópi sem ekki er í minni- hluta hvað mannljölda varðar, Menning Einn þekktasti gesturinn á bókmenntahátiðinni í síðustu viku var skáld- konan Louise Rinser. þ.e.a.s. að konum. Við ræðum um Mitte des Lebens, sem talin hefur verið fyrsta beinlínis femímska skáldsagan í þýskum bókmenntum. Kvenpersónan í miðpunkti þeirrar sögu, Nina Buschmann, berst stöð- ugt fyrir sjálfstæði sínu og ákvarð- anafrelsi og skeytir engu þótt hún hegði sér ekki samkvæmt leikreglum samfélagsins. Sú spuming vaknar æ ofan í æ hvort þessi barátta færi henni hamingju. Ég spyr Rinser hvort líta megi svo á að saga þessi sýni að til þess að öðlast sjálfstæði verði konur að vera sjálfstæðar á róttækan, ef ekki allt að þvi öfgafull- an hátt, sem geti reynst afar tvíeggj- aður. Raunverulegt frelsi sé konum ef til vill ætið kvalafullt? - Það má kannski segja sem svo. Þetta frelsi er að minnsta kosti erf- itt að þvi leyti að eins og samfélag okkar er - og þá á ég við enn í dag - þá er hjónabandið klafi á konum. Hjónabandið hefur í fór með sér svo margar rótgrónar hefðir karlveldis að fyrir sjálfstæðar konur, og þó einkum konur sem beinlínis vinna skapandi störf, er það ótæk stofnun. Ég veit hversu mikinn vanda þetta leiðir af sér, til dæmis hvað varðar bameignir og uppeldi bama. Og auðvitað hindrar þetta ástand ekki að raunveruleg ást blómstri - konur geta notið ástasambanda án þess að láta hneppa sig í hjónaband. Ég er ekki að boða neina uppgjöf: við eig- um að búa til samfélag þar sem raunveruleg sambúð þrífst, þar sem annar aðilinn fær notið sín án þess að hindra hinn. En hér er við djúp- rætt hugarfarsmynstur að etja sem ekki breytist hratt. Enn er langal- gengast að ástfanginn karlmaður hugsi: Ég vil eiga þessá konu, og að ástfangin kona hugsi: Ég vil heyra þessum karli til. Ég vil hins vegar ekki einungis ræða um karl og konu sem and- stæðupar. Að skáldverkum mínum hef ég unnið með það í huga að nauðsynlegt sé að uppgötva hið kvenlega víðsvegar í mennirigu okk- ar, ekki síst í karlmönnunum sjálf- um. í skáldsögunni Mirjam má til dæmis ekki einblína á stöðu Maríu Magdalenu sem konu. Lítum bara á Jesú Krist og sjáum alla þá eigin- leika hans sem samkvæmt skilningi okkar eru kvenlegir! Og hvað trúar- skilning minn varðar, þá verðum við að læra að skilja Guð sem fyrirbæri eða hugmynd sem er jöfnum höndum karlleg og kvenleg. Sú hefur hins vegar ekki verið raunin, heldur hef- ur hefðbundinn skilningur okkar á stöðu Guðs einmitt ýtt undir grund- vallarbyggingu karlveldis og karla- menningar. Hefði fengið Strindberg til að fölna Að lokum spyr ég Rinser að hverju hún sé að vinna núna: - Mig langar fyrst til að benda á að Miijam er ekki nýjasta verkið mitt, eins og margir hér á bók- menntahátíðinni hafa haldið, kannski vegna þess að svo segir í bæklingi þeim sem dreifl hefur verið í tilefni hennar. Síðan Miijam kom út (1983) hefur birst safn smásagna, Geschichten aus der Löwengrube (Sögur úr ljónagryfjunni), sem ég held að megi teljast með nýstárlegu sniði. I maí á þessu ári kom svo út nýjasta skáldsagan mín, Silber- schuld (Silfurskuld eða Silfursök). Hún fjallar um síðasta erfingja að auði mikils bankaveldis, stúlku sem verður að fara eins konar spfrallaga helför - ég skal ekki afheita fyrir- myndinni í Dante - aftur á 16. öld, til þess tíma er fjölskylda hennar auðgaðist á silfumámu með arðráni þeirra sem unnu í henni. Sagan er að nokkru leyti súrrealísk, en þar er einnig fjallað um raunveruleg fjármálveldi og þau nefnd á nafn. Þetta verk er árás á eignagræðgi, arðrán, efnahagslega áþján og aðra eiginleika kapítalismans, enda hefur það farið fyrir brjóstið á mörgum í Vestur-Þýskalandi. Núna er ég að vinna að leikhús- verki; ég veit ekki alveg með hvaða sniði það verður, að minnsta kosti get ég ekki séð það fyrir mér í bún- ingi hefðbundins leikflutnings. Það byggist að nokkru upp á könnun minni og samanburði á dagbókum Tolstojs og dagbókum konu hans. Þar er gríðarlega margt að finna sem veitir innsýn í togstreitu og stríð i sambúð og hjónabandi, saman kom- ið er þetta efrii sem hefði fengið Strindberg til að fölna. Það kemur ertnislegur glampi í augu þessarar baráttukonu og mér finnst hann viðeigandi lokapunktur samtalsins. -ÁE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.