Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Síða 33
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. 49 Fólk í fréttum Guðjón Baldvin Ólafsson Guðjón Baldvin Ólafsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufé- laga, hefur verið í fréttum DV vegna Útvegsbankamálsins. Guðjón er fæddur 18. nóvember 1935 í Hnífsdal og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskól- anum á ísafirði og var í 1. bekk menntaskóla. Guðjón sat í Sam- vinnuskólanum 1952-1953 og var í framhaldsdeild Samvinnuskólans 1953-1954. Hann hóf störf hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga í maí 1954 og varð framkvæmdastjóri skrifstofu SÍS í London 1964-1968. Guðjón var framkvæmdastjóri sjáv- arafurðadeildar SÍS 1968-1975 og framkvæmdastjóri Iceland Seafood í Bandaríkjunum 1975-1986. Hann hefur verið forstjóri SÍS frá 1987. Kona Guðjóns er Guðlaug Brynja, íþrótta- og teiknikennari, Guðjóns- dóttir, bankafulltrúa i Rvík, Jóns- sonar og konu hans, Jensínu Sigurveigar Jóhannsdóttur. Systir Guðjóns er Ásgerður, um- ferliskennari, gift Sigurði Rúnari Jónssyni, hljómlistarmanni í Rvík. Foreldrar Guðjóns eru Ólafur Kjartan Guðjónsson, kaupmaður á Akranesi, og kona hans, Filippía Jónsdóttir. Faðir Ólafs var Guðjón, sjómaður í Hnífsdal, Ólafsson, b. á Fæti, bróður Rannveigar, langömmu Valdimars, föður Ómars varafrétta- stjóra. Ólafur var sonur Sigurðar, b. á Strandseljum, Þorsteinssonar, b. í Ögri, Sigurðssonar, b. í Ögri, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði, Jónssonar. Meðal systk- ina Sigurðar í Ögri var Ingibjörg, amma Jóns forseta og langamma Jóns Jenssonar, afa Jóhannesar Nordals. Meðal afkomanda Ólafs á Eyri eru Matthías Á. Mathiesen ráð- herra, Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, Haraldur Blöndal lögfræðingur, Styrmir Gunnarsson ritstjóri, Geir Hall- grímsson og Valur Amþórsson, stjómarformaður SÍS. Móðir Ólafs var Ásgerður Jens- dóttir, b. í Amardal, Jónssonar, bróður Halldórs, langafa Jóns Sig- urðssonar viðskiptaráðherra. Móðir Guðjóns, Filippía, er systir Jóns, afa fréttamannanna Jóns Baldvins og Atla Rúnars Halldórs- sona. Faðir Filippíu var Jón Baldvin, b. á Jarðbrú í Svarfaðardal, Hall- grímsson, b. á Stóru-Hámundarstöð- um, bróður Þorláks, langafa Bjöms Th. Bjömssonar listfræðings. Faðir Hallgríms var Hallgrímur, b. á Stóru-Hámundarstöðum, Þorláks- son, b. og dbrm. á Skriðu í Hörgár- dal» Hallgrímssonar. Móðir Filippíu var Þóra, systir Jórunnar, ömmu Hafliða Hallgrímssonar sellóleikara og Tryggva, afa Þómnnar Ash- kenazy. Þóra var dóttir Jóhanns, b. á Ytrahvarfi í Svarfaðardal, Jóns- sonar, b. á Ytrahvarfi, Þórðarsonar, bróður Páls, langafa Hermanns Jón- assonar forsætisráðherra, föður Steingríms utanríkisráðherra. Móð- ir þeirra bræðra var Sigríður, systir Jóhönnu, langömmu þeirra bræðra Hallgríms, fyrsta forstjóra SÍS, Sig- urðar, forstjóra SÍS, Jakobs fræðslu- málastjóra og Aðalsteins, forstjóra innflutningsdeildar SÍS, afa Áma Ámasonar, frv. framkvæmdastjóra Verslunarráðs. Guðjón Baldvin Ólafsson -r Andlát Afmæli Þorbjörg Pálsdóttir Þorbjörg Pálsdóttir lést 15. 9. sl. Útför hennar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag, mánudaginn 21. 9., kl. 10.30. Þorbjörg fæddist í Bú- landsseli í Skaftártungu 1.1.1915 en flutti ung að árum með foreldrum sínum að Söndum í Meðallandi þar sem hún ólst upp. Þorbjörg giftist eftirlifandi manni sínum, Siguijóni Bjömssyni, 1934 og sama ár fluttu þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu til 1961. Það ár fluttu þau í Kópavoginn þar sem Sigurjón tók við stöðu Póst- og símstöðvarstjóra. Þorbjörg hóf störf við pósthúsið í Kópavogi 1962 og starfaði þar til 1985 er hún fór á eftirlaun. Böm Þorbjargar og Siguijóns em átta, fjórir synir og fjórar dætur, en einn son misstu þau á fyrsta ári. Böm þeirra em: Sigurrós Margrét, f. 1934, er gift Jónasi Gunnari Guð- mundssyni verkamanni. Þau búa í Reykjavík og eiga tvo syni. Sigurrós er starfsmaður hjá Tryggingastofn- un. Hún hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi Sjálfsbjargar og er einn af stofnendum félagsins. Erla, póst- fulltrúi í Hafnarfirði, f. 1936, er gift Kristmundi Þorsteinssyni málara- meistara. Hún átti fjögur böm með fyrri manni sínum en böm þeirra Kristmundar em tvö. Sigurbjörg, f. 1937, er gift Haraldi Sumarliðasyni húsasmíðameistara en hann er form- aður Landssambands iðnaðar- manna. Þau búa í Reykjavík og eiga fimm böm. Páll, f. 1939, er múrari. Sambýliskona hans er Ágústa Hulda Pálsdóttir. Páll á einn son. Guð- mundur Armann listmálari, f. 1944, rekur auglýsingastofu á Akureyri. Kona hans er Hildur Pedersen og eiga þau fimm böm. Bima, f. 1946, er fráskilin og á þrjú böm. Hún er yfirkennari við Snælandsskóla í Kópavogi. Bima hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum kennara. Hún situr í stjóm Kennarasambands ís- lands og er formaður skólamálaráðs þess. Jón Páll, f. 1947, er skrifstofu- stjóri hjá Barðanum í Kópavogi. Sambýliskona hans er Steinunn Gunnlaugsdóttir og eiga þau þrjú börn en auk þess átti Steinunn son fyrir sem er fóstursonur Jóns. Sig- Þorbjörg Pálsdóttir urður prentari, f. 1950, býr í Kópa- vogi. Þorbjörg átti fjögur systkini og em tvö þeirra á lífi: Elstur var Páll Páls- son smiður, f. 1909, en hann er nú látinn; Sigujón, b. á Galtalæk í Landsveit, er f. 1911; Jón, f. 1913, lést 1947; Þorbjörg var næstyngst en yngst er Jóhanna Katrín, ljósmóðir í Hafnarfirði, f. 1917. Foreldrar Þorbjargar vom Páll Pálsson, b. og smiður, og Margrét Þorleifsdóttir. Ingigerður Anna Auðunsdóttir Ingigerður Anna Auðunsdóttir frá Dalseli andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Lundi, Hellu, miðvikudag- inn 16. september. Hún var fædd 17. september 1909 á Dalseli undir Eyjafjöllum og ólst þar upp. Ingigerður var mjög listræn og spilaði á harmóníku. Hún hafði bóksöluréttindi og var bóksali á Dalseli og síðar á Ránargötu 7 í Reykjavík. Ingigerður flutti til Reykjavikur 1947 og vann þar við skrifstofustörf og bókadreifingu þangað til hún flutti austur að Gren- stanga í Landeyjum en var síðustu árin á dvalarheimilinu Lundi. Systkini Ingigerðar vom Guðrún, f. 1903, skáldkona í Stóm-Mörk und- ir Eyjafjöllum, Ólafur Helgi, f. 1905, bifreiðarstjóri í Rvík, Leifur, f. 1907, b. og harmóníkuleikari á Leifsstöð- um í Landeyjum, er látinn, Haf- steinn, f. 1908, bifreiðarstjóri í Rvík, Hálfdán, f. 1911, b. á Seljalandi und- ir Eyjafjöllum, Margrét, f. 1912, skáldkona og skólastjórafrú í Fljóts- hlíð, er látin, Valdimar, f. 1914, b. og harmóníkuleikari á Grenstanga í Austur-Landeyjum, Konráð Óskar, f. 1916, b. á Búðarhóli í Landeyjum, Guðrún yngri (Donna), f. 1918, hús- freyja, síðast i Öldutúni 18 Hafnar- firði, en hún er látin. Foreldrar Ingigerðar vom Auðun Ingvarsson, b. og kaupmaður á Dal- seli undir Eyjafjöllum, og kona hans, Guðlaug Helga Hafliðadóttir. Föð- ursystkini Ingigerðar vom Ámi, kennari og skáld á Miðskála undir Eyjafjöllum, Jón, b. í Borgareyrum, og Ingvar, b. i Neðra-Dal. Faðir Auðuns var Ingvar, b. í Neðra-Dal undir Eyjafjöllum, Hallvarðsson, b. og skipasmiðs í Neðra-Dal, Jónsson- ar. Móðir Ingvars var Ingibjörg Jónsdóttir, b, og hreppstjóra á Stóm-Mörk, Guðmundssonar. Móð- ir Auðuns var Ingibjörg Samúels- dóttir, b. á Tjömum undir Eyjafjöll- um, Pálssonar, b. og klarínettuleik- ara í Syðstu-Mörk, Ámasonar. Móðursystkini Ingigerðar vom Jakobína, móðir Guðlaugs Gíslason- ar, frv. alþingismanns, Þorsteinn, Ingigerður Anna Auðunsdóttir skósmíðameistari í Vestmannaeyj- um, faðir Hafsteins, símstöðvar- stjóra í Rvík, Guðrún, húsfreyja í Kiðabergi í Vestmannaeyjum, móðir Jóhönnu, konu Baldurs Ölafssonar, bankastjóra Útvegsbankans í Vest- mannaeyjum. Meðal hálfsystkina móður Ingigerðar vom Jón Hafliða- son, sjómaður í Vestmannaeyjum, faðir Borgþórs veðurfræðings, og Karolína, móðir Vilhjálms Skúla- sonar, prófessors í lyfjafræði. Móðir Ingigerðar, Guðlaug Helga, var dóttir Hafliða, b. á Fjósum í Mýrdal, Narfasonar. Móðir Guð- laugar var Guðrún Þorsteinsdóttir, b. á Fjósum í Mýrdal, Jakobssonar. Móðir Þorsteins var Karitas Þor- steinsdóttir, b. og smiðs á Vatns- skarðshólum í Mýrdal, Eyjólfssonar. Móðir Guðrúnar var Helga Þórðar- dóttir, b. á Hvammi undir Eyjafjöll- um, Þorlákssonar. Héðinn Valdimarsson lést á heimili sínu, Álftamýri 20,18. sept- ember. Sólveig S. Njarðvík, Dísardal, lést fimmtudaginn 17. september. Einar Guðmundsson bóndi, Austur-Landeyjum, lést að heimili sínu fimmtudaginn 17. september. Katrín Sigurðardóttir, Höfða- götu 2, Hólmavík, andaðist þann 18. september á Borgarspítalanum. Guðjón Elíasson Guðjón Elíasson, Bólstaðarhlíð 45, er sjötugur í dag. Guðjón er fæddur á Flateyri í Önundarfirði og alinn upp hjá for- eldrum sínum, þar var hann til tuttugu ára aldurs. Hann var i Núps- skóla í tvö ár og lærði síðan i Kennaraskólanum. Guðjón kenndi á Hellissandi í þrjá vetur og síðan á ísafirði í einn vetur. Hann veiktist af berklum og var tvö ár á Vífils- staðahæli. Guðjón var gjaldkeri í Prentsmiðjunni Hólum 1949-1986 og stofriaði og rak bókaútgáfuna Vík- urútgáfuna. Guðjón giftist 1952 Helgu, fæddri, 22. maí 1919, dóttur Sigbjöms, b. og oddvita í Raufholti í Hjaltastaðaþinghá, Sigurðssonar og konu hans, Jómnnar Önnu Gutt- ormsdóttur, en þau hjónin em nú bæði látin. Guðjón og Helga eiga flögur böm: Sigbjöm, f. 1950, jarðfræðing, starfs- mann SÍS, giftan Matthildi Her- mannsdóttur og eiga þau þrjú böm. Kristínu, f. 1952, kennara, gifta Kjartani Sigurðssvni, tölvufræðingi í Rvík, og eiga þau þrjú böm. Jór- unni Önnu, f. 1955, kennara á Hólmavík, sem er ógift, og Elínu. f. 1958, fóstm sem býr í Osló, ógifta og á eina dóttm-. Bróðir Guðjóns er Einar, vélvirki í Rvík, böm hans em Kristinn vatnafræðingur, Guðrún, húsmóðir í Rvík, Ásdís, kennari á Laugavatni. Kona Einars er Bjamey Jónsdóttir. Hálfsystkini Guðjóns em María, ekkja Guðmundar Jónssonar, sjó- manns á Akranesi, en hún býr nú i Rvík, og Ingibjörg, sem er látin, var gift Jóni Halldórssyni, bifreiðar- stjóra á ísafirði. Foreldrar Guðjóns vom Elias Sig- urður Hálfdánarson á Flateyri í Önundarfirði, sem lést 1961, og kona hans, Kristín Einarsdóttir. Föður- systkini Guðjóns vom Hálfdán, útvegsbóndi í Hnífsdal, giftur Ingi- björgu Halldórsdóttur, Ömólfur, b. í Skálavík, en dóttursonur hans er Haraldur J. Hamar ritstjóri, Rann- veig, gift Sveini Ámasyni, b. í Hvilft í Önundarfirði, Kristín, gift Stein- grími Arasyni, útgerðarmanni á Flateyri, María, gift Guðmundi Pét- urssyni, trésmið á Flateyri, Jóhanna, gift Sigurði Guðmundssjnii í Hnífs- dal, Jón, sjómaður á ísafirði, og Magnús sjómaður. Faðir Elíasar var Hálfdán, út- vegsb. og hreppstjóri í Meirihlíð í Bolungarvík, Ömólfssonar. Móðh Guðjóns, Kristín, var dóttir Einars, bjó í Tálknafirði og í Dýrafirði, Gíslason. Móðir Kristínar var Krist- ín Kristjánsdóttir, b. í Laugardal í Tálknafirði Guðmundssonar. Sigurður Jósefsson Sigurður Jósefsson, Torfufelli í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, er sex- tugur í dag. Sigurður er fæddur á Torfúfelli og alinn upp hjá foreldrum sínum. Hann varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri og var bamakennari í bamaskóla Saurbæj- arhrepps. Sigurður tók við búi á Torfufelli átján ára er faðir hans féll frá og bjó hann fyrst félagsbúi í nokkur ár en tók við búinu 1953 er hann gifti sig og hefur hann búið þar síðan. Dóttir Sigurðar og tengda- sonur hafa nú tekið við búinu. Kona Sigurðar er Svava Friðjóns- dóttir. Foreldrar Svövu em Friðjón Guðmundsson, bakarameistari á Akureyri, og kona hans, Jóna Jóns- dóttir. Sigurður og Svava eignuðust átta böm og era sjö þeirra á lífi. Þau em Guðrún, f. 1954, gift Lofti Sig- valdasyni frá Dalvík, þau búa í Reykjavík og eiga þrjú böm, Jósef, f. 1955. dáinn, var giftur Soffíu Amadóttur frá Akureyri og eiga þau þrjú böm. Ámi, f. 1956, landbúnaðar- verkfræðingur í Bandaríkjunum, giftur Hildi Sigurðardóttur og eiga þau tvo drengi, Jón Hlynur, f. 1958, Bjamey, f. 1960, viðskiptafræðingur i Reykjavík, gift Pétri Ágústssyni jámiðnaðarmanni og eiga þau einn dreng, Sigrún, f. 1964, gift Einari SvanbergssyTÚ, b. á Torfufelli, eiga þau tvær dætur, Hólmfríður, f. 1966, stúdent, og Sigurður Torfi, f. 1969, í Verkmenntaskóla, á raftæknisviði. Sigurður átti tvö systkini, lést ann- að í bamæsku en systir hans er Torfhildur, kona Angantýs Hjálm- arssonar kennara. 70 ára Hulda Sveinbjörnsdóttir, Efsta- landi 24, Reykjavík, er sjötug í dag. 40 ára Vignir Albertsson byggingarfræð- ingur, Efstasundi 81, Reykjavík, er fertugur í dag. Gunnar Guðjónsson, Brekkutanga 9, Mosfellsbæ, er fertugur í dag. Sérverslun með blóm og skreytingar. ocrBlóm ^Qskrcytingar Laugauegi 53, simi 20266 Sendum um land allL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.